Dagur - 26.03.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 26.03.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 26. marz 1958 UM DAGINN OG YEGINN FRÉTTIR I STUTTU MÁLI Sagan giftir sig. Francoise Sagan, hin fræga, unga, franska skáldkona, gifti sig nýlega bókaútgefandanum Guy Schoeller. Hann er 42 ára en Sagan 22. Feikna mannfjöldi safnaðist saman, þar sem gifting- :in átti að fara fram, í ráðhúsi einu í París. Eins og kunnugt er hafa skáld- sögur hinnar ungu konu allar verið þýddar á íslenzku. í þeim segir mjög frá hamingjustundum ungra kvenna og miðaldra manna. 1,5 milljón skógarplöntur í vor. Á fundi skógræktarmanna var upplýst, að í vor yrðu til sölu 1,5 millj. plantna í skógræktarstöðv- um landsins, og er það mikil aukning og gleðileg. Á síðastl. ári höfðu skógræktarfélögin ráðu- naut, sem ferðaðist um landið og leiðbeindi. Þótti það gefast vel. Fundur þessi samþ. þá áskorun til ríkisvaldsins, að Landgræðslu sjóður fái auknar tekjur af vindl- ingasölu. Beinar ferðir. Friðjón Skarphéðinsson, Bern- harð Stefánsson og Björn Jóns- son hafa flutt þingsályktunartil- Jögu á Alþingi, þess efnis, að skora á ríkisstjórnina að freista þess að ná samningum við stærstu skipáfélögin, um að þau haldi uppi reglubundnum sigl- ingum, a. m. k. til einnar hafnar :í hverjum landsfjórðungi, og vinni að því að þessar hafnir verði umskipunarhafnir. LeikskóJi á Oddeyri. Barnaverndarnefnd hefur feng- ið meðmæli bygginganefndar bæjarins um að það fái lóð undir leikskóla norðan Gránufélags- götu á óbyggðu svæði þar, enda nái félagið samkomulagi við bæ- inn um starfrækslu leikvallar á þessum stað. Tyrlcjaránsforingi segir frá. Taldar eru líkur á, að í skjala- safni í Tyrklandi hafi fundizt frásögn um ránsferð til íslands, (Tyrkjaránið 1G27), rituð af ræn- ingjaforingjanum. Mun þessi frá- sögn vera uppistaðan í bók um þetta efni, er sagt er að sé nýlega út komin í Tyrklandi. Sé þetta rétt, má búast við að bókin varpi skýi-u ljósi á þessa sögulegu og hörmulegu atburði í sögu okkar. Morguntónleikainir. Ekki er hér átt við útvarpið, heldur söng þeirra þúsunda smá- fugla, scm liefja söng sinn árla dag hvern. Snjótittlingar og auðnutittlingai' hafa mjög leitað til byggða í harðindunum og mæta gestrisni hjá mörgum í góðum málsverði. Þeir syngja til endurgjalds, og eru þeir hljóm- leikar unaðslegir á að hlýða. — Rjúpur hafa verið tíðir gestir, og svo gæfar, að furðu sætir. Þegar hlákublotann gerði í síðustu viku, hurfu þær að mestu og smáfuglarnir einnig. Uglur, smyrlar, og jafnvel fálkar, hafa sézt hér undanfarið. Hinn mikli trjágróður hér í bænum eykur íuglalífið að mun og gefur bæn- um viðkunnanlegan svip, bæði vetur og sumar. Hríseyjarferja í smíðum. í vetur er verið að smíða í Hrísey 8 lesta þilfarsbát, sem fyrirhugað er að nota til fólks- og vöruflutninga milli lands og eyjar. — Báturinn mun halda uppi ferðum til Dalvíkur, Litla- Árskógssands og Hauganess. ■— Bátnum er ætlað að rúma 25 far- þega. Yfirsmiður við smíði báts- ins er Júlíus Stefánsson. Elding klýfur björg. Fyrir nokkru gerði óvenjumik- ið þrumuveður í Borgarfirði. Olli það truflunum á útvarpi og sím- um og sprengdi háspennuöryggi í Bifröst. Elding réðst einnig á hamrana fyrir ofan bæinn Hvassafell, og segir Snorri Þorsteinsson kennari og bóndi á Hvassafelli, að elding hafi klofið nokkuð úr klettun- um. Við eldinguna losnaði einnig snjór úr klettabrúninni og hrundi ásamt grjótinu niður fjallið. % Skjaldarvík. Eins og frá var sagt í síðasta blaði, samþ. bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn að kosin yrði nefnd til að athuga erindi frá Kvenfélaginu Fi'amtíðin, um að- stoð bæjarisn við rekstui' Elli- heimilisins í Skjaldarvík, sem Stefán Jónsson hefur boðið því. Bæjarstjórn kaus þessa menn í nefndina: Brynjólf Sveinsson, Árna Jónsson, Eyjólf Árnason og Braga Sigurjónsson. FIMMTUGUR: Arfhúr Guðmundsson fulitrúi Gwen Terasaki: iif land er mift Hinn 8. þessa mánaðar átti Ai'thúr Guðmundsson, fulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, fimmtugsafmæli. Þann dag var Arthúr austur í Þýzkalandi, en ekkert heimshaf eða járntjald mun hafa hindrað, að margir sendu honum í hugan- um hlýtt handtak og heillaóskir. Arthúr Guðmundsson þarf ekki að kynna fyrir Akureyr- ingum eða Eyfirðignum. Hann hefur með mikilli prýði gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir samvinnumenn í bæ og hér- aði um nærfellt þrjá áratugi. Fyrst sem deildarstjói'i við vefn- aðarvörudeild Kaupfélags Ey- firðinga og frá því seint á árinu 1939 hefur hann veitt Innakupa- deild KEA forstöðu og verið fulltrúi framkvæmdastjóra við vöruinnkaup innanlands og er- lendis. Fyrstu kynni okkar Arthúrs munu hafa verið, þegar eg kom til þess að hefja nám við skóla hér á Akureyri, og hafði fé af skornum skammti, leitaði eg þá til Arthúrs með kaup mín. Mér er enn í fersku minni, hversu þessi ókunnugi og vin- gjarnlegi maður gerði sér mikið far um, að fé mitt entist sem bezt, og að mér yi'ðu kaupin sem hag- kvæmust. Eg hef um hálfan annan ára- tug kynnzt Arthúr í hinu um- fangsmikla og vandasama starfi, sem hann hefur með höndum, og mér hafa oft komið í hug þessi fyrstu kynni okkar, því að öll viðskipti, sem Arthúr stofnar til, Iúta þeirri ófrávíkjanlegu reglu, að viðskipta- og félagsmönnum Kaupfélags Eyfirðinga endist sem bezt fé og að viðskipti þeirra við félagið séu þeim sem allra hag- stæðust. Arthúr er kvæntur hinni ágætustu konu, Ragnheiði Bjarnadóttur Benediktssonar, kaupmanns í Húsavík. Eiga þau hjón þrjú ung börn, eina dóttur og tvo syni. Heimili þeirra að Austurbyggð 10 er bjart og hlýtt, og þar er gott að koma. Fyrir hönd samvinnumanna vil eg þakka Arthúr Guðmundssyni fyrir ágæt störf. Honum og fjöl- skyldu hans bið eg allrar bless- unar og flyt beztu heillaóskir vina og samstarfsmanna. B. (Framhald.) 6. Okkur létti ósegjanlega, er við gátum fyllt lungun lífslofti Pek- ingborgar. Þar blésu ljúfir og: rómantískir laufvindar, og enn átti borgin sína aldagömlu ró, sinn aldna virðuleik. En á þeim tveim árum, sem við dvöldum í Peking, dró hræðileg'ar blikur á loft um allan heim. Styrjöld brauzt út í Evrópu. Hernaðar- klíkan japanska lét blekkjast af skyndisigrum Þjóðverja, og brátt var tilkynnt, að Japan hefði gert bandalag við Þýzkaland og ítalíu. Stahmer, hinn sérlegi þýzki sendimaður, sem komið hafði bandalagi þessu í kring, kom dag nokkurn í óvænta heimsókn í sendiráðið. Hann hafði viðdvöl í Peking á leið sinni til Þýzka- lands. Auðvitað þurfti þá að •halda veizlu þríveldabandalaginu til heiðurs. Þessa daga var Terry staddur í Tókíó, og nú varð ég persónulega að ráða fram úr miklum vanda. Það vildi nefni- lega svo óheppilega til, að kona aðalkonsúlsins var heldur ekki í borginni, og bað hann mig að gegna stöðu húsfreyju í veizl- unni til heiðurs Þjóðverjanum. Þetta var mér ógeðfellt starf, en eg gerði þetta eins vel og mér var unnt, unz kom að því, sem ekki varð umflúið; það var teki'5 að skála fyrir bandalagi öxulríkj- anna þriggja. Sérhver gestanna lyfti glasi sínu, og allir störðu á. mig. Liðsforingi nokkui' sagði stundarhátt: „Nú bíðum við að- eins eftir yður, frú Terasaki." „Bíðið ekki eftir mér,“ svaraði eg. „Eg ætla ekki að drekka neitt í kvöld,“ Bandalagið við Þýzkaland og ítalíu gerði Terry mjög kvíðinn. og óttasleginn, því að það varð'- ekki skýrt nema á einn veg: Þetta var undanfari styrjaldar. Við fylgdumst með hinni örlaga- riku þróun heimsmálanna með vaxandi kvíða. (Framhald.) Björgvin Bjarnasyni haldið kveðjusamsæti Föstudaginn 14. marz sl. vai' Björgvin Bjarnasyni, bæjarstjóra, haldið kveðjuhóf í Félagsheimil- inu Bifröst, en hann lætur nú af bæjarstjórastöi'fum eftir rúmlega 10 ára gifturík störf, sem bæjar- stjóri Sauðárkrókskaupstaðai', og flyzt til Hólmavíkui', en hann hefur nú verið skipaður sýslu maður í Strandasýslu. Bæjarbúai' fjölmenntu mjög í Bifröst þetta kvöld, og var húsið þéttsetið, enda vinsældir Bjöi'g- vins og fjölskyldu hans ótvíræðar og óskiptar meðal bæjarbúa. — Margar ræöur voru honum og fjölskyldu hans fluttar. Mæltist öllum á einn veg um störf hans sem bæjarstjóra, drenglyndi og prúðmennsku í störfum sínum og allri framkomu og vinsældir hans meðal almennings og ekki sízt þeirra, sem erfiðleikar hafa að steöjað. Er öllum eftirsjá að brottför fjölskyldunnar héðan. í hófinu voru Björgvin færðar góðar gjafir. Frá Sauðárkróksbæ var honum fært málverk eftir Sig. Sigurðsson, listmálara, sýu frá Sauðárkróki inn ýfir hérað. Nokkrir vinir og samstarfsmenn færðu honum verk Iialld. Kiljan Laxness og frá Norrænafélaginu var honum færð skjalamappa. Kirkjukói' Sauðárkróks söng: nokkur lög og auk þess var al- mennur söngur undir borðum. Það er allra mál, að hófið hafi' tekizt með ágætum og að fólk hafi þar átt saman ánægjulegn kvöldstund með góðum vinum. Veizlustjóri var Guttormur Oskarsson, gjaldkeri. Guðjón Ingim. Hraðskákmót Skák- félags Sauðárkróks Hraðskákmót Skákfélags Sauð- árkróks var haldið þann 12. marz sl. Keppt var um bikar, sem Ein- ar Sigtryggsson, liúsasmiður, Sauðárkróki ,hefur gefið, og skal keppt um hann árlega á hrað- skákmóti félagsins. Keppt var í fjórum riðlum og síðan kepptu 16 beztu menn til úrslita. Sigur- vegari varð að þessu sinni Jó- liannes Ilansen með 12V> vinning. 2. — Árni Hansen 12 v. 3. Hörður Pálsson llVs v. 4. —5. Jón Eiríksson 10 v. 4.—5 Ingólfur Agnarsson 10 v. 6. Halldór Jónsson 9. v. 7. Gunnar Þórðarson 8 v. 8. Kristinn Sölvason TV2 v. Skákstjóri var Kristján Skarp- héðinsson. G. I.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.