Dagur - 26.03.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 26.03.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudagimi 26. marz 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON AfgTeiðsla, auglýsingar og innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. V etrarf lutningarnir REYNSLAN HEFUR kennt mönnum það fyrir löngu, að þegar snjór gerist djúpur, er betra að ganga á skíðum. En þessi einföldu sannindi, svo augljós sem þau eru hverju barni, eru algerlega sniðgengin í vélvæðingarkapphlaupinu. Hjóla- tæki nútímans eiga að leysa allan vanda, jafnt vetur og sumar. En þegar vetrarveðrátta, með frosti og hríðum, herja norðlenzkar byggðir, standa menn hjálparvana eins og sá, sem afneitar skíðunum, en öslar snjóinn þar til hann uppgefst. Nú í vetur hefur verið harðindatíð frá áramót- um, töluverður og sums staðar rhikill og jafnfall- inn snjór yfir allt. Bílarnir standa eins og illa gerðir hlutir í þessu vetrarríki og komast hvorki fram eða aftur fyrr en snjórinn hefur verið fjar- lægður. Jarðýtur og vegheílar hafa verið að verki nætur og daga og rutt snjónum til beggja hliða af vegunum, tugi kílómetra vegalengdir frá sam- göngumiðstöðinni, Akureyri, í allar áttir. En þessi snjógöng stóðu venjulega aðeins í nokkrar klukku stundir. Þá hafði Kári jafnað yfir þau og gert verk, sem kostar tugi þúsunda króna í hvert sinn, að engu. Hér eru menn á algerðum villigötum, með fullri virðingu fyrir því sjónarmiði, að það sé ákjósanlegra að standa báðum fótum á „fastri jörð“. Flutningatækin verður að miða við það, að snjórinn beri þau uppi í stað þess að grafa þeim göng, sem ógerlegt reynist í harðra vetrarveðráttu að halda opnum. Eyfirðingar moka og moka, Þingeyingar eiga nokkra snjóbíla og komast allra sinna ferða ofan á snjónum og hafa ekki kostað einm krónu til þess vonlausa verks að grafa sig í gegnum snjóinn. í slóðir snjóbílanna fara svo hjóladráttarvélar og jeppar. Eyfirðingar eiga eng- an snjóbíl og hraðskreiðasta farartækið til að flytja fólk með sprunginn botnlanga á sjúkrahús er jarðýtan. Það er í senn broslegt og raunalegt að horfa upp á þessar staðreyndir í héraði hinna miklu framfara og félagslegra umbóta, vitandi það af langri reynslu, að norðlenzkir vetur, með hríð- um og fannfergi vikum og jafnvel mánuðum sam- an, loka öllum leiðum og flutningum með venju- legum bifreiðum. Sauðfjárbændur geta búið að sínu, byrgt sig upp að haustinu og haft lítið um sig langtímum saman. Mjólkurframleiðendur verða aftur á móti að koma afurðunum á markað daglega. Búskaparhættir í Eyjafjarðarsýslu, mest allri, krefjast því stöðugra samgangna með þungaflutninga dag hvern. Mönnum hefur skilizt, bæði seint og illa, að eins og skíðin bera manninn ofan á snjónum, þurfa flutningatæki í vetrarríkum og snjóaþung- um landshlutum einnig að fleyta sér og flutningi á viðnáminu í yfirborði fannbreiðunnar. Það dugði ekki minna en ferð yfir Suðurheim- skautði á Ferguson með norskum beltum, sem heimsfréttirnar kepptust um að flytja á degi hverjum, vikum og mánuðum saman, til að vekja skilning manna hér norður á hjara veraldar á því, að dráttarvélar gætu komizt leiðar sinnar á snjó, og þyrfti ekki að grafa þær „niður á fast“. Enda töluvert djúpt þar til jarðlaga samkvæmt fréttum. Nú skulu menn ekki halda, að Eyfirðingar hafi ekki séð snjóbíla. Hér voru um tíma tveir slíkir, en þeir gengu ekki móti brekk- unni nema í harðri slóð og ultu ef þeir komu í hliðarhalla. Þau far- artæki voru ekki framleidd fyi'ir fjallaland og eru nú seld. Þing- eyingar hafa meiri reynslu í þessu efni og beti'i, enda hafa þeir fleiri gei'ðir snjóbíla, sumar ætlaðar til fólksflutninga, aðrar til að draga sleða með þunga- vöru. Þar í sýslu hafa þessi far- artæki bjargað íbúunum frá þungu böli á yfirs.tandandi vetx-i. Vonandi eru senn á enda hai'ð- indi þessa vetrar og flutninga- örðugleikar á Norðurlandi úr sögunni í bi'áð. En það ættu menn að hafa hugfast, að vetur kemur á ný, og án gagngerðrar endurskoðunar á vetrax-flutning- unum byrja sömu erfiðleikarnir á ný. Góðir snjóbílar af fullkomnustu gei'ð og smíðaðir fyrir fjalllendi og aðra íslenzka staðhætti, eða snjóbelti á dráttarvélar, verða að leysa vandkvæði vetrai’flutning- anna þegar snjóar loka leiðum bifreiðanna, þar til epn betri úr- lausn fæst. INNANFÉLAGSMÓT ÞÓRS. esxEi&ggmBsr— "mL&SSr. SVIGMÓT. Sunnudaginn 9. mai'z fór fram svigmót drengja við Miðhúsa- klappir. Úrslit: 13 og 14 ára. 1. Þói-ai'inn Jónsson 32.7 sek. 2. Jón Zóphoníasson 34.1 sek. 3. Sigurjón Þorvaldsson 48.1 sek. 11 og 12 ára. 1. Mikael Ragnarsson 28.5 sek. 2. Reynir Bi'ynjólfsson 28.8 sek. 3. Emil Ragnai'sson 34.9 sek. 10 ára og yngri. 1. Guðmundur Finnsson 39.5 sek. 2. —3. Baldvin Brjánsson 41.9 sek. 2.—3. Ki'istján Jóhannss. 41.9 sek. SUNDMÓT. Sundmót fyrir drengi og stúlk- ur fór fram sama dag, keppt var í mörgum greinum og þátttaka var góð. Þai'na kom fram mai'gt efnilegt sundfólk og bar þar sér- lega á Birni Þói'issyni og Erlu Hólmsteinsdóttui'. Tvö Akui'eyr- armet voru sett á mótinu. Úi’slit ui'ðu þessi: 50 m. skriðsund, konur, 14 ára og ledri. 1. Erla Hólihsteinsdóttir 35.5 sek. 2. Fi-eyja Jóhannsdóttir 37.5 sek. 25 m. skriðsund, telpur. 1. Helga Wæle 10.1 sek. 2. Sólveig Gunnarsdóttir 23.3 sek. 100 m. bringusund, konur, 14 ára og eldri. 1. Erla Hólmsteinsd. 1.45.3 mín. 2. Fi-eyja Jóhannsd. 1.46.1 mín. 50 m. bringusund, telpur. 1. Helga Wæle 52.4 sek. 2. Sólveig Gunnarsdóttir 58.4 sek. 50 m. baksund, konur, 14 ára og eldri. 1. Erla Hólmsteinsdóttir 45.3 sek. 2. Helga Wæle 53.3 sek. 25. m. bringus., 12 ára og yngri. 1. Mikael Ragnax-sson 22.8 sek. 2. Ólafur Hrólfsson 23.3 sek. 25. m. skriðsund, 1 2ára og yngri. 1. Eyjólfur Friðgeirsson 16.8 sek. 2. Gísli Jónsson 17.1 sek. 50 m. baksund, karlar, 14 ára og eldri. 1. Bjöi’n Þórisson 38.6 sek. 2. Júlíus Björgvinsson 46.7 sek. 50 m. bringusund, 10—12 ára. 1. Mikael Ragnarsson 48.8 sek. 2. Ólafur Hi'ólfsson 49.5 sek. 50 m. skriðsund, karlar, 14 ára og eldri. 1. Björn Þói-isson 29.6 sek. 2. Halldór Friðgeirsson 33.9 sek. 100 m. skriðsund, karlar, 14 ára og eldri. 1. Björn Þóx-isson 1.07.3 mín. 2. Halldór Friðgeii-ss. 1.22.3 mín. 100 m. bringusund, karlar, 14 ára og eldri. 1. Júlíus Björgvinss. 1.25.7 mín. 2. Atli Jóhannsson 1.34.4 mín. 50 m. bringusund, karlar, 14 ára og eldri. 1. Júlíus Bjöi-gvinsson 40.7 seek. 2. Atli Jóhannsson 43.8 sek. 50 m. skriðs., 12 ára og yngri. 1. Gísli Jónsson 39.8 sek. 2. Stefán Ásgrímsson 43.4 sek. Jóliannes Hansen skák- meistari Sauðárkróks Þann 7. marz sl. lauk Skákmóti Sauðái'króks. Keppt var í tveim flokkai-, 1. og 2. flokki. Tíu kepp- endur voru í hvorum flokki. — í fyrsta flokki var keppt um far- andbikar, er Kaupfélag Skagfii'ð- inga hafði gefið til keppninnar. Úrslit urðu þessi: 1. Jóhannes Hansen 6% v. 2. Höi'ður Pálsson 6 v. 3. —5. Árni Rögnvaldsson 5 v. 3.—5. Ingólfur Agnarsson 5 v. 3.—5. Kristján Sölvason 5 v. 6. Kristján Hansen 4 v. 7. —9. Haukur Gíslason 3Vz v. 7.—9. Jón Stefánsson 3Vz v. 7.—9. Magnús Sigui-jónss. 3Vz v. 10. Mai'teinn Fi'iðriksson 3 v. f öðrum flokki sigraði Sigfús Ólafsson með 8 vinningum og flytzt nú upp í fyrsta flokk. Næstir urðu Gísli Felixson og Ástvaldur Guðmundsson. Skákmótið fór vel fram og varð bæði þátttakendum og áhorfend- um til ánægju. Skákstjói'i var Ásgrímur Sveinsson, klæðskei'i. G. I. Umferðarkennsla í skólum clregur úr slysum Umferðaslysum fækkar til muna, þar sem tekin hefur verið upp kennsla í umferðamálum í barna- skólunum. Áður var það algengt víða um lönd, að mikill meiri hluti þeirra, sem slösuðust, eða létu lífið í umferðaslysum, væi'u börn. En nú hefur þetta breytzt þannig, að það er eldi’a fólk, sem orð- ið er hálfsjötugt eða meira, sem hættast er í um- ferðinni. Alþjóðaheilbi'igðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna — WHO — hefur látið fara fram ítarlega rannsókn á umfei'ðaslysum í 18 löndum. Fai'a hér á eftir nokkrar upplýsingar frá þeim rannsóknum. Iláar hlutfallstölur. Dauðsföll af völdum umferðaslysa eru flest í Japan, þar sem 2.336 rnanns fórust miðað við hvei'ja 1 milljón bifi'eiða. Tímabilið, sem rannsóknii'nar ná yfir, er frá 1953—1955. í Bandaiíkjunum er tilsvar- andi hlutfallstala 129, svo að það er talsverður munur á. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lét gera samanburð á umferðaslysum á árunum 1950—1952 og 1953— 1955. Kom þá í ljós við þessar rannsóknir, að tala slysa í aldursflokkum yfir 65 ára hafði aukizt til muna ,en slysum á böi'num fækkað að sama skapi. Danskar umferðaslysatölur. Rannsóknir á umferðaslysum í Danmöi'ku virðast gefa einkar góða heildarmynd af þróun þessai'a mála á undanförnum árum. Á árunum 1950—1952 fórust í Danmörku 41,1 manns í umferðaslysum, miðað við hverja milljón farartækja. Árin 1953—1955 eru samsvarandi tölur 48,9. Aukningin fellur svo að segja öll í aldurs- flokka frá 65—74 ár (úr 112,8 í 135,1). í Danmörku hafa skólarnir lagt mikla áhei'zlu á að kenna umferðarreglur og hvetja til varkárni í umferðinni. WHO dregur þær ályktanir af rann- sóknum sínurn í Danmörku, að fræðsla um um- ferðamál í skólunum eigi ábyggilega sinn þátt í að draga úr umferðaslysum meðal barna og unglinga. Þess ber vitanlega að gæta, að þegar talað er um dauðsföll meðal aldraðs fólks af völdum umferða- slysa, að tiltölulega smámeiðsli, sem ekki myndi gera ungum manni mein, getur auðveldlega orðið öldruðum manni að aldurtila. Algengasta dauðaorsök í umferðaslysum er höf- uðkúpubrot. Fólk venzt umferðinni. Það er langt frá, að flest umferðaslys verði í þeim löndum, þar sem bílar eru flestir í hlutfalli við fólksfjölda. Hins vegar fjölgar umferðaslysum venjulega til muna þegar bifi'eiðuin fjölgar skyndi- lega. Með öðrum oi'ðum mættþ segja, að fólk venzt umferðinni og varar sig á hættunum þegar það kynnist bílunum betur. Mun það eiga bæði við um ökumenn og vegfarendur almennt. Það ei’u aðeins tvö lönd í heiminum, þar sem umferðaslysum hefur fækkað á undanförnum ár- um. Þessi tvö lönd eru Bandaríkin og írland. í Bandai'íkjunum fækkaði dauðaslysum af völd- um umferðarinnar um 13,4% á árunum 1952—1955 og um 5,9% í írlandi á sama tíma. Hér er átt við dauðaslys af völdum umferðaslysa í hlutfalli við bílafjölda. ------o------ Námsdvöl stúdenta hjá S. Þ. í New York. Á þessu ári munu Sameinuðu þjóðirnar efna til námsdvalar fyrir 30 stúdenta frá þátttökuríkjunum eins og venja hefur vei'ið undanfarin ár. Viðkom- andi ríkisstjórnir útnefna umsækjendur, en aðal- forstjóri Sameinuðu þjóðanna velur að lokum hina 30 úr öllum umsækjendahópnum. Á meðan stjúdentai'nir dvelja í aðalstöðvunum í New Yoi'k fó þeir tækifæri til að kynnast starfsemi samtakanna, sækja fundi o. s. frv. Sameinuðu þjóð- irnar veita nokkurn styrk, en viðkomandi ríkis- stjói’nir sjá fyrir fari fram og til baka til New York. Umsóknir skal senda til viðkomandi háskólaráðs, eða til utani'íkisráðuneytisisn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.