Dagur - 30.04.1958, Blaðsíða 8
8
Baguir
Miðvikudaginn 30. aprí 11958
Bifreið Raflagnadeildarinnar að renna úr lilaði með rafvirkja og
farangur. — (Ljósmynd: E. D.).
Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum
Rðflagnadeiid KEA hefur seff raflapir
á 220 sveitabæjum og liúsum i sjávar
þorpum á fjórum árum
Kaupfélag Eyfirðinga lánaði þrjá fjórðu stofn-
kostnaðar og gerði á þann hátt inögulegt
að lyfta „Grettistaki44
Allir kannast við hina miklu
áætlun rafvæðingarinnar hér á
lanidi, sem í senn var nauðsyn,
sýndi stórhug og framkvæmda-
vilja þjóðarinnar, og einnig var
viðurkenning stjórnarvaldanna á
jafnrétti fólksins í byggð og bæ
á þeim lífsgæðum, sem rafmagn-
ið veitir.
Eins og í fleiri aðkallandi fram-
kvæmdamálum byggðanna varð
það Kaupfélag Eyfirðinga, sem
að ósk bænda tók að sér fyrir-
greiðslu þessa máls í héraði. Og
vegna þess hve hljótt hefur ver-
ið um þetta mál á þeim fjórum
árum sem síðan eru liðin, þykir
rétt að benda á nokkrar stað-
reyndir til fróðleiks og glöggv-
unar á rafmagnsmálum almennt.
Og það eru hæg heimatökin fyrir
Dag að afla sér nokkurra upp-
lýsinga, því Raflagnadeild KEA
er svo sem 10 metra frá skrifstof-
um blaðsins, og aðeins yfir þvera
götu að fara.
En það er einmitt Raflagna-
deild KEA, sem stofnuð var til
að leysa rafmagnsmál byggðanna
á íaglegan hátt og með þeirri
fjárhagsaðstoð, sem mest lá á,
þegar slíkar stórframkvæmdir
skyldu hefjast.
Framan við Raflagnadeildina
stendur stór ferðabíll, hlaðinn
margskonar efni til raflagna og
tilbúinn til ferðar, og þar eru
starfsmenn deildarinnar% ásamt
deildarstjóra sínum, Ingva Hjör-
leifssyni, og réttast er að grípa
tækifærið og leggja fyrir hann
nokkrar spurningar.
Hvenær var raflagnadeildin
stofnuð?
Um miðjan apríl 1954, og er
hún því fjögurra ára um þetta
leyti, á þeim grundvelli sem hún
starfar nú.
Og hver var tilgangurinn með
stofnun hennar?
Stjórn og framkvæmdastjóri K
E A höfðu ákveðið að vinna að
því að fremsta megni, að sem
ílestir gætu notið rafmagns í
dreifbýlinu, og komu á móti ósk-
•um fólksins um aðstoð. Raf-
lagnadeildin og störf hennar eru
árangur af þeirri viðleitni félags-
ins.
Og hvert er svo orðið hennar
stai'f?
Á þessum árum hefur Raf-
lagnadeildin sett upp raflagnir í
yfir 220 sveitabæi og hús í sjáv-
arþorpum út með firðinum, á-
samt útihúsum o. fl. Ennfremur
höfum við séð um lagnir í þrjú
félagsheimili og nokkra bæi, sem
hafa einkarafstöðvar, og einnig
má nefna 6 bæi í Ljósavatns-
hreppi og Fnjóskadal. Svo höf-
um við annast raflagnir fyrir
fyrirtæki samvinnumanna hér í
bænum, svo sem frystihús, slát-
urhús, kjörbúðir og í báta og
skip Skipasmíðastöðvar KEA.
Ingvi A. Hjörleifsson.
Hve margir eruð þið, starfs-
menn deildarinnar?
Það er misjafnt, eftir því hve
mikið er að gera. Við erum oft
þetta 7—10. Þeir, sem vinna
hérna núna eru: Þorsteinn Sig-
urðsson, Þorvaldur Snæbjörns-
son, Sigurjón Antonsson, Árni
Viggósson, Davíð Zophoníasson,
Bjarki Baldursson og Björgvin
Leonardsson. Tveir þeir síðast-
töldu eru lærlingar, hinir svein-
ar. Auk þessara manna, sem
vinna að raflögnunum er svo
Anton Kristjánsson afgreiðslu-
maður verzlunarinnar. En verzl-
un höfum við haft í nær þrjú ár
og hafa skipti við hana verið
mikil.
Hvert eruð þið að fara núna?
Að Hrafnagili. Þar erum við að
setja raflögn í nýja félagsheim-
ilið, sem þar er í byggingu. En
nú er ekki til setunnar boðið og
Ingvi kveður. Blaðið þakkar
honum fyrir upplýsingarnar og
það kemur í ljós að hann hefur
ekki talið sjálfan sig áðan. Ingvi
A. Hjörleifsson er raffræðingur
að menntun og hafði lokið námi
hjá Rafmagnsdeild Vélskólans í
Reykjavík, áður en hann varð
deildarstjóri hinnar nýju deildar
kaupfélagsins. Hann er mjög
áhugasamur starfsmaður og vel
fær í sinni grein.
En sagan er ekki öll sögð enn
þá og leitaði því blaðið upplýs-
inga hjá ski'ifstofustjóra KEA
Arngrími Bjarnasyni og bað
hann að segja því á hvern hátt
KEA og í hve stórum stíl það
hefði veitt fjárhagslega aðstoð
hinum dreifðu byggðum til að
gera bændum kleift að leggja
í svo mikinn stofnkostnað, sem
rafmagnið hefur í för með sér.
Skrifstofustjórinn upplýsir að
KEA hafi lánað vegna rafvæð-
ingarinnar um 2 milljónir og
110 þús. krónur, til þriggja ára
og með sömu vöxtum og önnur(
vörukaup.
Langflestir bændur þurftu
þessarar aðstoðar við og þessi
lán gerðu fólki mögulegt, auk
þeirrar fyrirgreiðslu, sem áður
getur, að fá hið lengi þráða raf-
magn.
Raflagnadeildin var stofnuð
vegna bændanna og hefur verið
þeim til ómetanlegs hagræðis.
Starfsmenn hennar hafa lagt raf-
lagnir á 25 bæjum í Svárfaðar-
dal, 87 í Árskógs-, Arnarnes- og
Skriðuhreppi, 45 bæi í Onguls-
staðahreppi, 63 í Höfðahverfi og
Hrísey og aðrir aðilar hafa svo
þar að auki unnið hjá nokkrum
bændum. En þessar tölur sýna
líka, að enn er mikið starf fyrir
höndum í sveitunum við Eyja-
fjörð og margir bíða óþreyju-
fullir eftir þeim líljsþægindum,
sem nú er viðurkennt að ekki
eigi lengur að vera séreign kaup-
staðanna, heldur alls lands-
fólksins.
Og enn bíða margir hinna
þráðu lífsþæginda og er þar
mikið starf fyrir höndum.
Frá barnaskólimum
Væntanlega innritast 194 börn
fædd 1951 í barnaskólana í vor
og hefja þá skólagöngu sína. Af
þeim fara 18 í Glerárskólann, en
hin skiptast milli Barnaskóla
Akureyrar og Oddeyrarskólans.
í Barnaskóla Akureyrar fara
börn úr öllum bæjarhlutum
nema Glerárhverfi, og þau börn
af Oddeyri, sem ekki komast fyr-
ir í Oddeyrarskólanum.
(Framhald á 7. síðu.)
Austur við Ástjörn í Keldu-
hverfi er starfrækt sumarheimili
fyrir drengi, síðan 1946. Upphaf-
lega var það stofnað af Arthur
Gook, trúboða, og samstarfs-
manni hans, Sæmundi G. Jó-
hannessyni, en nú hefir söfnuð-
urinn á Sjónarhæð tekið við því
fyrir nokkrum árum.
Skáli sá, sem fyrst var reistur,
er nú orðinn alls ónógur. Hefir
því verið hafizt handa um smíði
á húsi, sem betur gæti fullnægt
þörfinni og meðfylgjandi mynd
sýnir.
Konur í söfnuðinum beita sér
fyrir munasölu og kaffisölu að
Sjónarhæð, fimmtudaginn 1. maí,
Saiiðárkróki, 21. apríl.
Föstudaginn 11. þ. m. var Sigurði
Sigurðssyni, sýslumanni, haldið
kveðjuhóf í Bifröst. Hann Itefur
gegnt sýslumannsembættinu í Skaga
fjarðarsýslu í 33 ár og bæjarfógeta-
embætti á Sauðárkróki síðan staður-
inn fékk bæjarréttindi. Sigurður
lætur nú af störfum fyrir aldurs
sakir.
Kveðjuhófið var mjög fjölmennt,
og sat það fólk úr öllum hreppum
sýslunnar og frá Sauðárkróki. Aðal-
íæðurnar héldu þeir Hermann Jóns
son, varaoddviti sýslunefndar, Pétur
Hannesson, forseti bæjarstjórnar,
og Jón Sigurðsson, alþingismaður á
Réynistað. Fluttu þeir sýslumanni
þakkir fyrir störf lians í þágu hér-
tiðsins og persé>nuleg kynni um ára-
tugi. Auk jteirra t()ku margir til
ntáls og fluttu sýslumanni góðar og
vinsamlegar ræður, er hann hverfur
nú úr héraði eftir langa þjónustu í
þessti mikilvæga embætti. Að lokum
Outti heiðursgesturinn ræðu og
Jtakkaði samstarfsmiinnum og öðr-
um vinum lyrir langar og góðar
samvistir.
Sæluviku Skagfirðinga er nú lok-
ið og ró óðum að færast yfir, eftir
glaum og gleði vikunnar. Sæluvikan
hófst að venju með messu í Sauðár-
krókskirkju 13. ]>. m., og prédikaði
séra Bjártmar Kristjánsson.
Um kvöldið hafði Leikfélag Sauð-
úrkróks frumsýningu á sjónleiknum
Júpíter hlær, eftir A. [. Cronin.
Lcikstjóri var Eyjtór Stefánsson.
Þótti frumsýningargestum leikurinn
hinn athyglisverðasti og yfirleitt af
flnikilli prýði farið með vandasöm
hlutverk. Var leikendum þökkuð
góð frammistaða með kröftugu lófa-
taki.
Að frumsýningu lokinni kvaddi
sér hljóðs Valgarð Blöndal. Minnti
til ágóða fyrir bygginguna, eins
og tilkynnt er á öðrum stað hér
í blaðinu.
Drengjaheimilið við Ástjörn er
þegar fullskipað í sumar.
st
4*
hann á, að Jtennan dág værii ná-
kvæmlega 70 ár síðan Leikfélag
Sauðárkróks hið eldra var stofnað.
Stofndagur J)ess var 13. apríl 1888.
Valgarð rakti síðan í stuttu máli
sögu leiklistarinnar hér og hinna
tveggja leikfélaga, er starfað hefðtt
á Jtessu 70 ára tímabili. Þakkaði
hann að lokum Eyþóri Stefánssyni
fyrir mikilvægt starf í þágu ])essara
mála um áratugi. Guðjón Sigurðs-
son, form. Leikfélags Sauðárkróks,
þakkaði gjafir, er félaginu höfðu
borizt í tilefni Jtessara tímamóta.
„Júpíter hlær“ var sýndur ölí
kviild vikunnar við ágæta aðsé)kn og
ntjög góðar undirtektir leikhús-
gesta.
Sitt hvað fleira var til gamans
gert, svo sem venja er á Sæluviku.
Verkakvennafélagið Áldan hafðí
þrjár sýningar á gamanleiknum
Vinnukonuauglýsingin eftir Paa
Kastervolder, og á skemmtun Jteirra.
sungu „Skólasysttir" og Baldur og
Iíonni skemmtu.
Karlakórinn Heimir söng á föstu-
dag, kvikmyndasýningar voru dag-
lega og suma daga tvær. Dansað var
fimm kvöld í röð og sum kvöldirt
á tveim stöðum.
Ráðunautarnir Oli V. Hansson
og Agnar Guðnason fluttu erindi og
sýndu ntyndir Jrrjá daga í vikunni.
Stéidentafélagið gekkst fyrir mál-
fundi á föstudagskvöldið, og var
Guðm. G. Hagalín frummælandi.
Fundurinn var allfjölmennur og
hinn skemmtilegasti.
já, Sæluvikunni er lokið að J)essu
sinni. G. I.
Leifshúsum, 27. apríl.
Þá hefur veturinn kvatt og sum-
arið heilsað. Fyrsta lóan heyrðist
syngja hér á sumardaginn fyrsta, þó
veðrið væri ekki skemmtilegt.
Sauðburður er hafinn á nokkrum
bæjum. Reyndar má segja, að hanrt
standi yfir meiri hluta ársins, síðan
l járskiptin fóru hér fram. og við
tengum féð frá Vestfjörðum.
Hér í hreppnum hafa á tveimur
sfðttstu árum ær borið á öllum mán-
uðum ársins, nema í nóvember og
desember og ef til vill í júlí. Á ein-
um bæ hér voru 11 ær hornar í fe-
brúar og á nokkrum öðrum bæjum
1-3 ær.
Vorverk eru ekki hafin, nema
hvað byrjað er að setja kartöflur til
spírunar. Tún eru að mestu leyti
komin undan snjó, en eðlilega eru
'Jtaii mjcig blaut ennþá.
Orfáir menn hér í hreppi hafa
rauðmaganet í sjó og hafa aflað dá-
lítið.
Kvillar eru frekar með nieira
móti í búfé, á 2—3 bæjum í sauðíé
og allvíða í kúnt: 3 eða 4 kýr hafa
farizt síðan um nýjár. Bráðádauði
í kúm er J)ó að verða sjaldgæfur,
en hann herjaði hér mjög fyrir fá-
einum árum. Tvö hross drápust í
vetur af fóðureitrun, að því að
talið er. S. V.
Surcarskáli drengja við Ásljörn