Dagur - 10.05.1958, Síða 8

Dagur - 10.05.1958, Síða 8
8 Baguk Laugardaginn 10. maí 1958 ÞANG, ÞARI OG ÞÖRUNG AR Verður þangmjöl undirstöðuatriði nýs stór- iðnaðar í Noregi? i. Ranntóknir vísindamanna við Þang- og þararannsóknastofnunina norsku í Þrándheimi („Norsk insti- tutt for Tang- og Tareforskning") ltafa leitt í ljós, aff liægt sé að safna upp úr sjávardjúpum jafnmiklum fóðurhirgðum af þörungum, eins og framleitt er samtals af heyi, korni og kartöflum í Noregi á ári hverjtt. Það er því engin furða, ])ótt nú sé kep])t að því marki að fá ákveðið rneð vissu verðmæti þessa sjávar- gróðurs með fram endilíingum ströndum Noregs (uni 1800—1850 km). Er hann talinn auðugasti sjáv- argróður Norðurálfu og ætti því að geta veitt óþrjótandi hráefni. Hingað til hcfur verið frennir lít- ill iðnrekstur í Noregi á þessum vettvangi, en l)ættir vinfisluhættir og góður árangur af fóðrunartil- rauntnn hafa sennilega ýtt undir og valdið hraðri þróun og aukinni hag- nýlingu þessa sjávargróðurs. II. Upphaf að nýtízku rannsóknum á þangi og þara hófst í Edínaborg skömmu fyrir lok heimsstyrjaldar- innar síðari, og var stofnuð þar sér- stí'ik rannsóknarstiið. Hún hefur nú verið lögð niður. En norska stofn- u'nin, sem hafin var 1949, hefur nú færzt í aukana. Þar vinna nú 12—14 manns. Grasafræðingarnir hafa unnið að uppdráttum af gróður- svæðtmum með ströndum fram. og efnafræðingar hafa komizt að raun um, að þang og þari fela í sér um 60 tegundir ýmissa efna, m. a. stein- efni, fjörvi (vítamín) o. s. frv. III. Þang cr mikilvægast sem fóður- efni. F.n þó eru afköst hinna 30—40 norsku verksmiðja, sem flestar eru litlar, tiltöhilega smávægileg í sam- anburði við þörfina, þegar fóður- eiginleikar þangmjölsins verða full- kunnir. í fyrra var t. d. heildar- vinnslan (framleiðslan) um 10.000 smálestir, og af því magni fóru % til útflutnings. Iðnfróðir menn telja að áður en langt líði muni verða söluskilyrði í Norégi einum fyrir 50 ])ús. smálestir þangmjöls. Sú cr ástæðan til þessarar bjart- sýni, að góður árangur hefur fcng- izt af nýjum vinnsluháttum, ýmstint rannsóknum og fóðurtilraunum. Er einnig búizt við auknum útfluln ingi. Horfur eru góðar um sölu á þangmjöli til Bandaríkjanna. Þar er aðalatriðið, að kaupendur geti til frambúðar treyst vörugœttunum. Hugsanlegt væri því að stofna til sams konar eftirlits með vörugæð- um þessum eins og stofnað var um síðustu áramót með síldarmjöls- vinnslunni. segir ritstjóri blaðs Jjess, er flytur fréttir þessar. IV. Um þang og þara mætti margt segja. í stuttu máli eru unnin úr þara ýmisleg verðmæt hráefni, m. a. til meðalagerðar. í síðari heims- styrjöld sendu Þjóðverjar t. tl. kaf- báta til [apan eftir verðmæta þara- efninu „ngar“ (en það er unnið úr rauðþörungum til margvíslegrar notkunar). Ur rekþara, sem brim rífur upp og færir á land („þarabrúk") ættu að fást samkeppnishæf áburðarefni. Þetta verður nú reynt á tilraunabýl- inu Forus á Jaðri, segir blaðið. Hagnýting þara og þangs í Nor- egi er ævagömul og var oft notuð handa búpeningi í fóðurskorti á vorin, ekki sízt handa kúnum. Þýzkir brauðgerðarmenn nota þangmjöl í brauð, og prófessor Printz í Þrándheimi ráðleggur Norðmönnum „að gera sömuleiðis". Benda gömul nöfn á þángi og þara í Noregi til þessarar notkunar: hestaþang, sauðaþang, kúaþari, grísaþang o. s. frv. Og í Frostaþings- lögum fornu var þari talinn til náttúru-auðæfa. V. • Um þessar mundir virðist þang- mjölið vera mikilvægasta hagnýting þörunganna. Gerðar hafa verið vísindalegar tilraunir um fóðrun sauðfjár, nautpenings og hænsna mcð þangmjöli víðs vegar í Noregi með furðulegum árangri. Þangmjöl hefur einnig verið sent ])ýzkum búnaðarháskóla í tilraunaskyni. Undanfarin tvö ár hefur norskur héraðslæknir komið á fót fóðrunar- tilraunum með 2000 fjár. Hefur hann birt sérstaklega góðan árangur af tilraunúrh þessum í dala- og f jallasveitum. Með 50 g dagskammti af þangmjöli jókst ullarvöxturinn allntjög, og ullin vnrö bctri en áður. Prófessor f lóie á Búnaðarháskóla Noregs að Ási hefur komizt að raun um, að þangmjöl megi nota handa hænsnum í stað grasmjöls og marg- víslegs fóðurbætis. Þannig ætti hafið að geta fyllt í skörðin um mörg efni, sem nú eru Vilja ekki breytingar á Kristneshæli „Aðalfundur Kvennasámbands Akureyrar, sem haldinn var þ. 29. apríl ,mælir eindregið á móti því að Kristneshæli verði lagt niður sem berklahæli. Álítur fundurinn, að því miður muni enn ekki fengin örugg vissa fyrir því, að berklaveikin í land- inu sé það mikið í rénun, að tímabært sé að leggja niður berklahæli á Norðurlandi." að ganga til þurrðar á yfirborði jarðar og valda skorts-sjúkdómum ýmislegum. T. d. er joð ríkvilegt í þangi og þara. — Var það um langa hríð unnið úr þang- og þara-ösku. Þangmjölsvihnsla í Noregi er nú í hröðum vexti. Það er hálf-broslegt að minnast þess, að fyrir réttum 50 árum, er ég var kennari við Flensborgarskóla hvatti ég Hafnfirðinga í nokkrum blaðagreinum til að hagnýta sér hinn mikla þang- og þaragróður umhverfis allt Álftanesið og í Garðahverfi, og „þarabrúk" í öll- um fjörum! En þá var aðallega um þangbrennslu og fóðurvinnslu að ræða. — En á þcim árum var það ekki siður að kollhlaupa sig að lítt kunnum framkvæmdum. — En mér var kunnugt frá bernsku, að snuö- irnir okkar í Ncsi kunnu réttilega að meta mannhæðar hátt þarábrúk- ið í Hellisfjöru, og sjávargróðurinn eins langt fram og þeir náðu á stórstraumsfjöru! En nú eru bæði „kerlingabækur og sauðarvit" orðið að raunvisind- um! Helgi Valtýsson. Nauðsyniegt að friða ensk síldar- mið fyrir ágangi togveiðiskipa 1 skýrslu, sem nýlega er komin út í.Englandi og nefnist „Um síld og síldveiðar“ (The Herring and the Fishery) kom- ast höfundar að þeirri niðurstöðu, að minnkandi síldveiði á miðunum í Austur-Anglíu megi að miklu leyti rekja til ágangs togveiðiskijia. Leggja höfundarnir til, að teknar verði upp friðunaraðgerðir til J>ess að auka veiðina að nýju. Höfundar skýrslu þessarrar eru tveir vísindamenn, sem vinna hjá Lowestoft Laboratory (rannsóknarstofu Lowestofts), en Lowestoft er ein helzta út- gerðarborg á austurströnd Eng- lands. Annar þessarra vísindamanna, A. C. Burd að nafni, segir í sínu áliti, að „aukin togveiði á sí'ðari árum eigi meginþáttinn í því að nóvember-veiðarnar hafi brugð- izt.“ Hinn höfundurinn, dr. Cushing, tekur að vísu ekki eins sterkt til orða, en leggur einnig til, að friðunaraðgerðir verði reyndar, og dr. Michael Graham, sem einnig starfar hjá áðurnefndri rannsóknarstofu, segir í formála fyrir skýrslu tvímenninganna, að ekki sé hægt að gera ráð fyrir aukningu síldveiðistofnsins, án friðunar fyrir botnvörpuveiðum. Enskir fiskimenn og útgerðar- menn hafa því miður ekki alltaf verið skilningsríkir á friðunar- mál íslendinga. En víða kreppir skórinn að þeim sjálfum, eins og sjá má af þessarri frétt, og þá eiga vísindamenn engin önnur ráð en friðun fiskimiða. í þessu tilliti er sama sagan að gerast hjá þeim og hjá okkur íslendingum. Fyrirhyggjulausar togveiðar eru rányrkja. Aukin samvinna við þjóðarbroiið í Vesturheimi Fjórir Eyfirðingar munu fara vestur í sumar og heiinsækja gömlu landnemana og afkomendur þeirra, safna fróðleik um þá með bókaútgáfu fyrir augum, svo og gömlum liandritum. Þeir, sem vestur fara, eru: Árni Bjarnarson, bókaútgefandi á Akureyri, séra Benjamín Kristjánsson, Laugalandi, Steindór Steindórsson, menntaskólakennari, og Gísli Ólafsson, lög- reglumaður, báðir frá Akureyri. Tízkusýning Kvenfélagið Framtíðin heldur dansleik að Hótel KEA laugar- daginn 10. maí kl. 9 e. h. Til skemmtunar verður fjöl- breytt tízkusýning frá Verzi. Guðrún, Reykjavík. Hljómsveit leikur. Tízkusýningin verður endur- tekin sunnudaginn 11. þ. m. að Hótel KEA kl. 3.30. Aðgöngumiðan að sýningunni báða dagana verða seldir að Hó- tel KEA laugardaginn kl. 4 og við innganginn. Allur ágóðinn rennur til elli- heimilisbyggingar á Akureyri. Steingrímur Steinþórsson, fyrr- verandi forsætisráðherra, fól Árna Bjarnarsyni að gera tillög- ur um aukna samvinnu fslend- inga austan hafs og vestan. En Árni hafði í tvö. sumur dvalið vestra og hafði mikinn áhuga á málinu. Hermann Jónasson for- sætisráðherra skipaði fyrir nokkru nefnd til að vinna á grundvelli áðurnefndra tillagna. Hana skipa Árni Bjarnarson for- maður, Flallgrímur Hallgrímsson ræðismaður, séra Benjamín Kristjánsson, Steindór Steindórs son og Egill Bjarnason auglýs- ingastjóri. Tillögur Árna Bjarnarsonar eru komnar út í bókarformi og hefjast með ávarpi Steingríms Steinþórssonar. Þær eru í fjórum meginköflum. Fyrsti kaflinn er um að stofnuð veröi upplýsinga- deild í Winnipeg, aukin verði fréttaþjónusta milli landanna með aðstoð útvarpsins, vest- mannadagur verði haldinn á Þingvöllum ár hvert og stofnaðar verði deildir Þjóðræknisfélags- ins. í öðrum kafla eru gerðar til- lögur um árleg heimboð og mannaskipti við vinnu og milli skóla, skipti á ferðamannahópum, komið verði á vinabæjasambandi og fleira. Þriðji kaflinn fjallar um að kennslubók verði gefin út fyrir íslendinga vestra, sendir verði fyrirlesarar milli þjóðanna, unnið verði að landnámssögu íslend- inga í Vesturheimi, fréttaþjón- usta blaða verði aukin mjög og margt fleira. í fjórða kaflanum er fjallað um viðskiptamál og bent á markaðs- möguleika, heimilisiðnaðarsýn- ingar verði haldnar í íslendinga- byggðum. Ennfremur bóka- og biaðasýning í Winnipeg, og leit- að verði samvinnu um skógrækt- armál. Tillögur þessar eru á ýmsan hátt hinar athyglisverðustu, hversu sem tekst um fram- kvæmdina. Árni hefur um langt skeið starfað að þessum málum og tel- ur 45—50 þús. fólks af íslenzku bergi brotið vestanhafs. Er hann nú að gefa út mikið og vandað rit, er hann nefnir Eddu, til efl- ingar samstarfinu. Rita í það 30 þjóðkunnir menn og verður það gefið út í 8—9 þús. eintökum og selt hér og vestra. Alþingi hefur veitt nokkurt fg til æviskrárrit- unar Vestur-fslendinga. Það starf hefst í sumar, er þeir fara vestur fjórmenningarnir, sem fyrr getur. Happdrætíi Sambands ungra framsóknarm. bar góðan árangur Skapar félögunum betri starfsskilyrði til aukinnar sóknar Eins og menn mi'úna,' efndi Samb. ungra Framsóknarmanna til happdrættis á síðasta ári. — Vinningar voru ferð með skipi umhverfis jörðina og bifreið. — Félög Framsóknarmanna um land allt tóku virkan þátt í sölu miða og varð árangurinn hinn bezti. Til þessa happdrættis var stofn- að að tilhlutan Áskels Einarsson- a'r, núverandi bæjarstjóra í Húsavík og einnig að hin dreifðu félög skyldu njóta arðsins í ríf- legu hlutfalli við endanlegan hagnað. Með þessu var tryggt sameiginlegt átak allra félags- samtaka um land allt.— í happ- drættisnefndinni, auk Áskels, sem var formaður, voru Svein- björn Dagfinnsson, varaformað- ur, Jón Arnþórsson og Jón Rafn Guðmundsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.