Dagur - 19.06.1958, Side 7

Dagur - 19.06.1958, Side 7
Fimmtudaginn 19. júní 1958 D AGUR 7 Frú JúSí frá Hjarðarholti Fáein kveðjuorð I’EIM FÆKKAR nú óðum, sam- ferðamönnunum, sem ungir voru á kreppuárunum á síðari hluta 19. aldarinnar. Með þeim hnígur í val- inn hetjusveit, sem reyndist ótrii- lega seig og viljasterk. Klæðafá og matarlítil gekk liún að erfiðum störfum. Ekki voru vinnuvélarnar til að létta undir. Klárunni varð að beita við mulning áburðarins á vorin og með ljánum að kroppa stráin af þýlðu.m túnum og engjurn á sumrin. Vatn varð að bera í bæ og hús, því að ekki voru vatnsleiðsl- urnar. Allt varð að spara. Ekkert mátti kaupa. Allt varð að vinna heima. A engu öðru en eigin dugn- aði og útsjónarsemi var að byggja. Mcð iðni og með því að leggja sam- an nótt og dag varð að mæta erfið- leikunum eins og bezt mátti. Eina slíka kvenhetju daglegu starfannna kvöddum vér Svarfdælir í gærdag: Frú Jitliöt) u Flallgrims- dóttur jrd Hjarðarholti á Dalvík, ekkju Jóns organleikara' Stefánsson- ar, er andaðist 25. jan. sl. Frú Júlíana fæddist 11. júlí 1864 í Hofsárkoti í Vallasókn, en andað- ist 5. júní sl. Vantaði þannig lítiðá, að hún næði 94 ára aldri eins og maður hennar. — Hún giftist árið 1888 fyrrnefndum Jóni Stefánssyni, og er dánarár Jreirra þannig 70. hjónabandsárið. Þau hófu búskap á Hofi og bjuggu Jjar frá 1888— 1904, á Hjaltastöðum frá 1904—1910 og á Hánefsstöðum frá 1910—1925. Þá fluttust þatt til Dalvíkur og dvöldust þar síðan til æviloka. Þeim hjónum varð finun barna auðið, sem öll eru á lífi og fylgdu móður sinni til grafar í gærdag, ásamt börnum sínum og fleirum. Börn Jteirra eru: Oddur, skósmiður á Akureyri, Ebenhard, bílstjóri á Akureyri, Solveig, ekkja eftir Ph. Halblmtb og móðir Agúslar Halb- laub, stöðvarstjóra við Laxárvirkj- unina, en hún hefur annazt for- eldra sína í ellikröm Jteirra af ein- stakri fórnfýsi og mikilli prýði, Hallgrimur, skósmiður í Revkjavík, og Sigurlaúg, kona Kristins Jóns- sonar, oddvita á Dalvik. Ég þykist hafa óræka heimild fyrir því, að Júlíana hafi verið börnum sínum mikil og góð móðir, og áreiðanlega hafa þau virt for- eldra sína mikils. Það sýnir og sann- ar hin rausnarlega gjöf, sem þau færðu Vallakirkju til minningar um þau: 5000 kr. í peningum. En að Vallakirkju kusu þau hjón sér leg- stað, enda höfðu þau bæði lengi dvalizt í Vallasókn, og alla sína ævi, að ég held, hér í byggðarlaginu. Með frú J úlíönu er genginn góð- ur og dugmikill fulltrúi hinnar gömlu kýnslóðar, sem lítt kunni að hlífa sér. Blessuð sé minning hennar! 12. júní 1958. V. Sn. — Menntaskólmn á Ak. (Framhald af 1. síðu.) um er fórust í flugslysi á Oxna- dalsheiði í vor, gert af Örlygi Sigurðssyni. Anna Katrín Ernils- dóttir hafði orð fyrir gefendum. Úr hópi foreldra flutti sr. Halldór Kolbeins skólanum kvæði og Guðrún Tómasdóttir söng með undirleik frú Margrétar Eiríks- dóttur. Að síðustu ávarpaði skólameist- ari hina nýju stúdenta, sem að tessu sinni voru 52, með snjallri og viturri ræðu og afhenti þeim prófskírteinin. Fimm þeirra hlutu ágætiseinkunn. Þeirra hæstur varð Jóhann Páll Árnason frá Dalvík, hlaut 9,45, en það er hæsta einkunn frá máladeild MA eftir nýja kerfinu. Athöfnin var fjölmenn og virðuleg. Hópferð að Laugafelli í ágúst á vegum F. A. í ágústmánuði í sumar eru 10 ár liðin frá því, að FFA reisti sitt fyrsta sæluhús, Laugafell. Ef tök verða á, mun afmælisins minnzt með hópferð að Laugafelli. Því miður hefui' sæluhúsið lítið verið notað af félagsmönnum í seinni tíð. Vatnahjallavegi hefur eigi verið við haldið hin síðari ár, en leiðin að Laugafelli upp úr Bárð- ardal er sæmilega greiðfær. Með lagfæringu-á leiðinni frá Mýri að Kiðagili og'betri merkingu þaðan að Laugafelli mætti aka frá Ak- ureyri að Laugafelli á 5—6 klst.'“ Kaupfélag Eyfirðinga og Kaup- félag Þingéyinga hafa lagt fram nokkurt fé-til stuðnings Ferðafé- laginu. Tunglið á leiðinni upp Hcr sést er Bandaríkjamenn skutu upp hinu fyrsta gervitungli sínu írá Carnevaldhöfða á Florida. Gcrði það bandaríski herinn mcð Júpítcreldflaug. AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Auglýsingar þurfa að hafa borizt blaðinu fyrir kl. 2 e. h. á þriðjud - Sementsverksmiðjan (Framhald af 1. síðu.) enginn og hráefnið allt innlent nema lítið eitt af gibsi. Að sjálfsögðu gleðjast menn yfir því að brátt kemur hið inn- lcnda byggingarefni á markaðinn. En þó gefa áætluð afköst til kynna, að verksmiðjan er þegar of lítil. Innflutningur búvéla (Framhald af 2. síðu.) varahluta í landbúnaðarvélar og dráttarvélarnar sjálfar. Þá hefur hann gengið í það af miklum krafti að gjaldeyrir varð fáanleg- ur. Fyrir þá hjálp er eg mjög þakklátur og það mega bænd- urnir vera líka. Hvað viltu segja um nýungar í landbúnaðarverkfærum? Fyrst má nefna „sláttutætar- ann“. Frá honum hefur verið sagt áður. Nýju Fergusonarnir (Fei'- guson 35) geta dl'égið hann. En minni tætari. er kominn á mark- aðinn fyrir kraftminni vél, og verður einn slíkur vonandi keyptur í sumar. Ileyklær eru þægilegar og hyggst Verkfæranefnd gera til- raun með heimkeyrslu á heyi með þeim og heygaffli, sem settur er framan á dráttarvél- ina. Tæki, sem dreifir úr sláttuvéla- múgum, höfum við hug á að kaupa og reyna í sumar. Heybindivél af fullkomnustu gerð verður reynt að fá til reynslu í sumar. Sú vél lyftir sjálf í sig heyinu og bindur það, ón þess að maður þurfi að stjórna henni sérstaklega. Kastdreifara höfum við þegar flutt inn. Einfalt verkfæri og mjög afkastamikið. Steyjjihræritunnu höfum við látið smíða. Hún er fest á Fer- guson og hrærir úr ca. 1 poka af sementi í einu og dráttarvélin lyftir svo steypunni og heílir í mótin í 2,7 m. hæð. Blaðið þakkar greinargóð svör og óskar jtess að störf Hjalta Pálssonar megi bera sem mestan ávöxt fyrir bændur landsins. E. D. □ Rún'59586247 — Frl.: H. & V.: Ferðafélag Akureyrar. 3. ferð, 21. —22. júní: Skagaför. Ekið um Skagafjörð, Gönguskörð, Laxár- dal, út Skaga að austan en inn að vestan að Skagaströnd. Heim um Kolkufjall. — Einnig kemur til greina að aka að Giljá og heim um Reykjabraut. í leiðinni verð- ur stanzað í Glaumbæ og byggða safnið skoðað, ennfremur Ketu- björg o. fl. Tveggja daga ferð. — Þátttaka tilkynnist Jóni D. Ár- mannssyni, sími 1464, sem fyrst. Kvenfélagið Framtíðin selur merki á sunnudaginn kemur til eflingar elliheimilisbyggingu á Akureyri. — Bæjarbúar! Þess er vænst að þið styðjið gott málefni. Munið gamla fólkið. Frá Leikfélagi Akureyrar. — Sýningar á „Tannhvöss tengda- mamma“ hefjast bráðlega. Áform að er að fyrstu sýningar verði á Sauðárkróki 21. júní og aftur á sunnudag. Á Akureyri verða sýningar 24. og 25. júní og síðan í Þingeyjarsýslu. Frú Emilía Jón- asdóttir fer með aðalhlutverkið eins og áður. Dagur fæst keyptur í Sölu- tuminum, Hverfisgötu 1, Rvík. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn 22. júní kl. 8.30: Kveðjusam- koma fyrir Þórdísi Jónsdóttur Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarprestar bæjarins verða fjarverandi vegna prestastefn- unnar. Séra Sig. Haukur Guð- jónsson á Hálsi þjónar fyrir þá á meðan. Embættisbækur eru hjá séra Friðrik J. Rafnar. Næsta kvöldferð á vegum Ferðaskrifstofunnar verður farin fimmtudaginn 19. júní (í kvöld). Farið verður út í Grenivík. Lagt af stað kl. 8. Áskriftarsími og afgreiðsla Tímans á Akureyri er 1166. Þýðingarmikið atriði Sam. þjóðirnar benda á að barns fæðingar í Evrópulöndum og ný- lendum, sem byggðar eru Evrópu fólki, sé hið þýðingarmesta at- riði og að rannsókn þess hafi ekki verið gerð í þeim tilgangi, að sferifa tómar tölur. Það hefir ekki svo lítið að segja, að geta sagt nokkurn veginn fyrir hve mikið vinnuafl verði fyrir hendi í hverju landi fyrir sig á hverjum tíma, hve mörg börn muni verða skólaskyld þetta árið eða hitt og hve reikna megi með af gömlu fólki, sem þjóðfélagið Jjarf að sjá fyrir. f öllum Evrópulöndum, sem skýrslan nær til fækkaði barns- fæðingum á árunum 1924—1930. En eftir 1930 fer barnsfæðingum að fjölga á ný. Það kom fram við rannsóknina á barnsfæðingum í Evrópulönd- um, að mæður eru nú yngri en áður og að það er sjaldgæfara og sjaldgæfara, að konur eignist börn eftir 35—40 ára aldur. Flest börn fæðast nú snemma í hjóna- bandinu, en það er sjaldgæft, að börn fæðist nú orðið í hjóna- böndum, sem staðið hafa í 10—15 Hjónaefni. 17. júní opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðrún Hjaltadóttir, starfsstúlka í POB, og Friðrik Rúdý Vestmann, prentnemi í POB. — Einnig Erla Benediktsdóttir, starfsstúlka í POB, og Hálfdan Helgason, iðn- nemi. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Svanhildur Þorgilsdóttir, Daðast., Reykjadal, og Jón Ferdinant Sigurðsson, Draflastöðum, Fnjóskadal. Hjúskapur. 13. júní voru gefin saman í hjónaband ungfrú Mar- grét Viktoría Magnúsdóttir og Kristian Buhl, bústjóri. Heimili þeirra ei' að Lundi við Akureyri. t Systkinabrúðkaup. 14. júní voru gefin saman í hjónaband ungfrú Klara Heiðberg Árnadóttir og Karl Ásgeirsson, afgreiðslumað- ur. Heimili þeirra er að Odda- götu 1, Akureyri. — Ennfremur ungfrú Þóra Ásgeirsdóttir og Steingrímur Kristjánsson, bóndi. Heimili þeirra er að Litluströnd, Mývatnssveit. Hjúskapur. Hinn 17. júní voru gefin saman í hjónaband af sókn- arprestinum í Grundarþingum ungfrú Snjólaug Þorleifsdóttir, Akureyri, og Tryggvi Aðalsteins- son, bóndi Jórunnarstöðum. Hjúskapur. Þann 17. júní voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sigrún Ásdís Ragnarsdóttir og Ragnar Valdimarsson, starfsmað- ur hjá Rafveitum ríkisins. Heim- ilii þeirra er að Fróðasundi 11, Akureyri. Skíðamenn Akureyri! Þeir sem hafa hugá að fara á Skai-ðsmótið .láti Skíðaráðið vita í kvöld. Sætaferðir verða fra Ferðaskrif stofunni á söngskemmtun norska karlakórsins að Freyvangi 20. júní kl. 8.30. Kvenfél. Framtíðin heldur fund Húsmæðraskólanum föstud. 20. þ. m. kl. 9 síðd. Kaffi á staðnum. Stjórnin. Frá ferðanefnd Kvennadeildar Slysavarnafélagsins. — Nefndin undirbýr nú Austurlandsferð um fyrstu helgi í júlL Lagt verðu^ af stað eftir hádegi á laugarda^ 5. júlí og komið heim á mánudags- kvöld 7. Nánari upplýsingar og áskriftarlistar í Skóverzlun Hvannbergsbræða til 25. þ. m. Auglýsið í DEGI - Mikilvæg aðvörun (Framhald af 4. síðu.) nýjum manni vegna nafns Jesú Krists og dauða hans fyrir þig. Ef þú vilt, skal eg biðja með þér, ef þú kemur til mín. Eg hef aðvarað þig. Gefðu þessu gaum. „Sá, sem fyrirlítur áminningarorð, býr sér glötun. Vilt þú glatast vegna nokkurra vesalla bílsæta? Mundu, að ritn- ingin segir líka: „Sá, sem dylur yfii'sjónir sínar, verður ekki lán- gefinn, en sá, sem játar þær og lætur af Jjeim, mun miskunn hljóta.“ Taktu þessari aðvörun vel. Hertu þig ekki gegn orði Guðs, sem vill leiða þig á réttan veg. „Sá, sem herðir hjarta sitt, fellur í ógæfu.“ Bíddu ekki eftir því, að ógæfan nái þér. Snúðu við í tíma af þeim ógæfuvegi og bölvunar- braut, sem þá ert kominn á. Sæmundur G. óhannesson, Sjónarhæð, Akureyri. Sími 1050.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.