Dagur - 07.08.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 07.08.1958, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 7. ágúst 1958 D A G U R 5 Erlendir gestir á vinabæjamótinu, ásamt nokkrum íslenzku þátttakendanna. Myndin cr tekin í Lysti- garðinum 19. júlí. — Talið írá vinstri til hægri: Friðrik Magnússon, hdl., Hclgi Pálsson, Jakoh Frímanssson, Hcrmann Stcfánsson, Gustaf Olsson, Stefán Reykjalín, frú Olssin, Bragi Sigurjónsson, Asger Jenssen, S. Krabbe-Knudsen, Olavi Kokko, Anton Möller Nielsen, Thjelvar Hedberg, frú Nielscn, Dagfinn Flem, E. O. Castberg, S. Tingholm, Olavi Kajala, Ásgeir Valdemarsson, Gösta Sjöberg, Magnús E. Guðjónss., Árni Jónss. Ljósm,: E.. Sig. Fyrsta norræna vinabæjamótiS á Akureyri var háð dagana 18. til 22. júlí sl. — Til móts þessa var upphaflega stofnað af norr ænu félögunum í sambandi við hópferð til íslands frá hinum Norðurlöndunum. Síðar varð að ráði, að Akureyrarbær byði sér- staklega til móts samtímis hinu fyrirhugaða vinabæjamóti full- trúum bæjarstjórna vinbæja sinni á Norðurlöndum, en slík mót (,,Kontaktmanna“-mót) hafa oft áður verið haldin í öllum hinum norrænu vinabæjum Ak- ureyrar, en þeir eru: Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi, Vásterás í Svíþjóð og Álasundi í Noregi. Bæjarstjórnir vinabæja Akureyrar ákváðu allar að senda fulltrúa á mótið hér. Erlendir þátttakendur voru: Frá Álasundi: Dagfinn Flem, ritstjóri, forseti bæjarstjórnar Álasunds, S. Krabbe-Knudsen, bæjarstjóri. Frá Lahti: Olavi Kokko,'for- stjóri, bæjarfulltrúi, Olavi Kaj- ala, bæjarstjóri. Frá Randers: S. Tingholm, bæjarstjóri, Asger Jensen, þing- maður og varaborgarstjóri. Frá Vásterás: Gösta Sjöberg, forseti bæjarstjórnar, Gustaf Ols- son, forseti bæjarráðs, og Thjel- var Hedberg, bæjarsttjóri. Auk þess tók þátt í mótinu frú Olsson fi’á Vásterás og gestir Norræna félagsins hér, lektoi' Anton Möller Nielsen og frú frá Randers. Hingað til Akureyrar. Gestirnir komu flugleiðis til Akureyrar frá Reykjavík árdegis föstudaginn 18. júlí. Bæjarstjórn Akureyrar og stjórn Norræna fé- lagsins tóku á móti gestunum á flugvellinum og fylgdu þeim til Hótel KEA, en þar héldu gest- irnir til, meðan á mótinu stóð. Forseti bæjarstjórnar, Guð- mundur Guðlaugsson, bauð hina erlendu gesti velkomna með ræðu í hádegisverðarboði, er bæjarstjórn hélt þeim komudag- inn. Dagfinn Flem, bæjarstjórn- arforseti frá Álasundi þakkaði fyrir gestanna hönd. Kl. 10 laugardaginn 19. júlí komu allir mótsþátttakendur saman til fundar í fundarsal bæj- arstjórnar. Magnús E. Guðjóns- gon, bæjarstjóri, stjórnaði fund- inum. Urðu þar allmiklar um- ræður um aðalumræðuefni fundarins, en þau voru: 1) Möguleikar á ferðalögum milli vinabæjanna og 2) Framtíðar- samvinna vinabæjanna. Kl. 2 síðdegis á laugardag komu mótsþátttakendur aftur saman. Þá flutti Friðrik Magn- ússon, lögfræðingur, fróðlegt og ýtarlegt erindi um sögu Akur- eyi'ar og Ásgeii' Valdemarssoon, bæjarverkfræðingur, skýrði frá opinberum framkvæmdum í bænum og helztu fyrirætlunum í því sambandi. Bærinn skoðaður. Að erindunum loknum var sameiginleg kaffidrykkja, en síð- an farið í skoðunarferð um bæinn undir leiðsögn bæjarverkfræð- ings. Fyrst var haldið að Slökkvi stöð bæjarins, og slökkvitæki sýnd. Síðan ekið fram hjá íþróttasvæði bæjarins og þaðan að sundlauginni, sem skoðuð vai' hátt og lágt með leiðsögn Her- manns Stefánssonar. Frá sund- lauginni var haldið í Lystigarð- inn. Þar var fyrir Jón Rögn- valdsson, garðyrkjuráðunautur bæjarins, og sýndi hann gestun- um garðinn. Loks var haldið til Fjórðungssjúkrahússins, þar sem Brynjólfur Sveinsson og Guð- mundur Karl Pétursson, yfir- læknir, tóku á móti gestunum. — Sýndi Guðmundur Karl gestun- um stofnunina. Kl. 6 síðdegis á laugardag voru erlendu gestirnir boðnir til ræðismanna viðkom- andi landa á Akureyri. Kvikmyndir. Kl. 9 á laugardagskvöld var gestunum boðið á kvikmynda- sýningu íSamkomuhúsi bæjarins. Sýndi Edvard Sigurgeirsson, Ijósmyndari, þeim íslenzkar lit- kvikmyndir, m. a. af heyskap í Eyjafirði og af Heklugosinu. Þá var einnig frumsýnd stutt lit- kvikmynd, er norsku gestirnir höfðu haft meðferðis. Var hún frá Álasundi og nágrenni. Var þar m. a. brugðið upp myndum af komu forseta íslands til Álasunds og frumsýnd kvikmynd af komu 01- afs konungs til borgarinnar. Til Mývatnssveitar. Kl. 10 á sunnudagsmorguninn, 20. júlí, var lagt upp í ferðalag til Mývatnssveitar í boði bæjar- stjórnar. Var Olafur Jónsson, búnaðarráðunautur, leiðsögu- maður gestanna í Mývatnssveit. Snæddur var hádegisverður í Reykjahlíð og staldrað við m. a. í Námaskarði og Dimmuborgum. Næst var haldið að Laxárvirkjun. Þágu gestirnir þar veitingar í boði Laxárvirkjunarstjómar. ■— Knútur Otterstedt, verkfræðing- ur, flutti erindi urn rafmagnsmál Akureyrar og byggingu Laxár- virkjunarinnar. Að því búnu var virkjunin skoðuð undir leiðsögu Ágústs Halblaub, stöðvarstjóra. Var síðan haldið aftur til Akur- eyrar um Reykjahverfi og Kinn- arveg, en staldrað við að Hvera- völlum í Reykjahverfi. Sett var sápa í Yztahver, og gaus hann fallegu gosi, sem gestirnir hrif- ust mjög af að sjá. Mánudaginn, 21. júlí, var hald- ið áfram skoðunarferð um bæinn. Ekið var meðfram strandlengj- unni og gestum sýnd hafnar- mannvirki. Síðan var haldið til harðfrystihús Útgerðarfél. Ak- ureyringa á Oddeyrartanga og það skoðað. Helgi Pálsson, stjórn arformaður Útgerðarfélagsins og Gísli Konráðsson, forstjóri, skýrðu gestunum frá starfsemi frystihússins og félagsins. Lauk skoðunarferðinni með því, að skoðuð var síldar- og fiskimjöls- verksmiðja Akureyrarbæjar í Krossanesi. Ekið fram Eyjafjörð. Kl. 2 síðdegis á mánudag var lagt upp í hringferð fram um Eyjafjörð. Farið var um Kristnes. Komið að Grund og kirkjan skoðuð. Einnig gafst gestunum kostur á að skoða þar íbúðarhús og útihús. Síðan var haldið að Saurbæ og litið á torfkirkjuna. Á heimleiðinni var drukkið síðdeg- iskaffi að Freyvangi og félags- heimilið skoðað. Er komið var til bæjarins, var staðnæmst við Gróðrarstöðina. Sýndi Árni Jónsson, tilraunastjóri, gestunum stöðina. Og rakti hann í stuttu máli sögu stöðvarinnar og skýrði frá starfseminni þar. Kveðjuhóf að Hótel KEA. Á mánudagskvöldið hafði bæj- arstjórn Akureyrar boð inni að Hótel KEA fyrir norrænu gestina og nokkru fleiri. Sátu hóf þetta um 90 masns. Magnús E. Guð- jónsson, bæjarstjóri, stýrði hóf- inu og kynnti hina erlendu gesti, en Jakob Frímannsson, bæjarfulltrúi, ávarpaði gestina fyrir hönd bæjarstjórnar og þakkaði þeim komuna. Jóhann Þorkelsson, héraðslæknir, ávarp- aði gestina fyrir hönd Norræna félagsins hér. Af gestanna hálfu mælti Gösta Sjöberg, bæjar- stjórnarforseti, frá Vasterás í Svíþjóð. Þakkaði hann móttök- urnar og viðurgjörning allan og lýsti hrifningu gestanna yfir dvölinni hér, sem hann taldi, að verið hefði bæði skemmtileg og fróðleg og yrði gestunum ógleym anleg. Afhenti Sjöberg Akureyr- arbæ að gjöf frá Vasteráskaup- stað tvo tinkertastjaka um 130 ára gamla, svo og eintak af sögu Vasterás. Þá tóku til máls full- trúar hinna vinabæjanna: S. Tingholm, borgarstjóri í Randers í Dandmörku. Afhenti hann Ak ureyrarbæ að gjöf frá Ronders- kaupstað silfurbúinn vindlakassa með ágreyptri mynd af ráðhúsinu í Randers. S. Krabbe-Knudsen, bæjarstjóri fi'á Álasundi, afhenti fánastöng með bæjarfána Ála- sunds og Olavi Kajala, bæjar- stjóri frá Lahti, gaf Akureyrar- bæ forkunnarfagurt drykkjarílát úr silfri með ágreyptum skjald- armerkjum Norðurlandanna og áletruðum til minningar um mótið. Kvað hann grip þennan tákn vináttunnar. Þá tók til máls Gustaf Olsson frá Vasterás og færði Norræna félaginu hér bókagjöf. Loks tóku til máls lektor Anton Möller Nielsen og lektor Castberg. Allir lýstu ræðumenn hrifningu sinni yfir dvölinni hér. Nemendaskipti. Ákveðið var að kanna mögu- leika á að koma á nemendaskipt- um milli vinabæjanna og mögu- leika á ódýrri hópferð til Akur- eyrar frá hinum vinabæjunum og gagnkvæmt. Talað var um, að næsta reglulegt vinabæjamótyrði í Vásterás 1960, en ráðgert, að bæjarstjórar vinabæjanna hittust í Álasundi í apríl á næsta ári. Hinir norrænu mótsgestir héldu flugleiðis til Reykjavíkur kl. 11,15 á þriðjudag, 22. júlí. — Kvöddu bæjarfulltrúar og stjórn Norræna félagsins þá á flugvell- inum. Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Jakobs Tryggvason- ar lék þjóðsöngva allra Norður- landanna við brottförina. S. Tingholm, borgarstjóri í Randers, hélt ræðu að skilnaði og þakkaði fyrir gestanna hönd. Veður vai' hið bezta alla móts- dagana. Fánar Norðurlandanna blöktu við hún mótsdagana á ýmsum stöðum í bænum, Yn. a. á Ráðhústorgi, framan við sund- laugina og við Hótel KEA, þar sem gestirnir dvöldu. Af hálfu bæjarstjórnar Akur- eyrar annaðist sérstök nefnd undirbúning mótsins. Nefndina skipuðu: Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, Jakob Frímannsson, forstjóri, og Helgi Pálsson, kaup- maður. SUMARSÓUN Sumarsólin fríða Signir lönd og höf. Blessuð vertu blíða bezta drottins gjöf. Hafs í öldum æstum eg sé þína mynd, þú við hnjúkum hæstum hlærð og gyllir tind. Freðna foldu þíðir fjötrum klaka úr, fyrir frost og hríðir frjóvgar moldu skúr. Foss í fjalli háu fjörgar koma þín, bunulækir bláu breytast er þú skín. Æðstan unað veitir yndisblíða þín, fríkka á fróni sveitir fögur þegar skín. Einnig inn til dala uppvex blómið smá, rauðar rísa af dvala rósir visnar þá. Grundir grænka taka, gjörvöll lifnar jörð, fuglar fjörugt kvaka, fagnar dýra hjörð. Fagran blæ þú breiðir blíð of dal og sveit, stjörnu-ljósa leiðir, laxa djúpan reit. Er þú áfram svífur eftir þinni braut, þá mitt hjarta hrífur himinljósa skraut. Ólafur Pálsson frá Sörlastöðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.