Dagur - 07.08.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 07.08.1958, Blaðsíða 8
8 Bagxjk Fimmtudaginn 7. ágúst 1958 Riðuveiki föluvert úfbreidd á Norðurl. Sændadagyrinn að Freyvangi Ilerj ar á sauðfé í þrem sýslum - Engar varnir þekktar nema niðurskurður Riðuveikin gerir verulegan skaða hjá sauðCjárbændum hér í Eyjafjarðarsýslu, ennfremur Skagafirði og Austur Húna- vatnssýslu. Verið er að safna gögnum um útbreiðslu liennar og fleira og er ])cim rannsóknum ekki lokið. Sigurður Hlíðar, fyrrverandi yfirdýralæknir, hefur talið að þessi veiki hafi verið í Skagafirði allt frá 1912 eða fyrr-og hafi hún breiðzt út þaðan til annarra norðlenzkra héraða. Veikin var mjög skæð í Svarf- aðardal um 1925 og á árunum þar á eftir. Eftir fjárskiptin skaut hún aftur upp kollinnum. Nú er hún sérlega skæð á a. m. k. tveim bæjum á Árskógsströnd og er einnig á tveim bæjum öðrum að minnsta kosti. Einn bóndi þar missti til dæmis 2/3 af fé sínu - Frá aðalfuiidi Út- gerðarfél. Ak. (Framhald af 1. síðu.) Varaendurskoðendur: Kristján Jónsson, fulltr., Sigurður Kristjánsson. Lagabreytingar: Eftirfarandi tillaga kom fram frá félagsstjórn: „Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa h.f., haldinn 5. ágúst 1958, samþykkir að breyta samþykktum félagsins frá 30. maí 1954 þannig, að aftan við orðin: „. ... samanlagðra atkvæða í fé- laginu“ í 9. gC. samþykktanna bætist setningin: „þó skal þessi takmörkun eigi gilda um hluta- bréfaeign Akureyrarkaupstaðar og stofnana hans.“ Var þessi tillaga stjórnarinnar samþykkt með meginþorra at- kvæða. ATH.: Til skýringar á bók- færðu verði má upplýsa að: Bókfært verð Kaldbaks er kr. 1.631.844.26. Bókfært verð Svalbaks er kr. 2.125.566.39. Bókfært verð Hárðbaks er kr. 7.421.125.14. Bókfært verð Sléttbaks er kr. 5.524.666.74. eitt árið. Skar hann þá niður það sem eftir difði, en veikin hefur heimsótt hann á ný. Mun nú ráð- gert að fella allt fé á öðrum bæ þar í sveit í haust, þar sem veik- in hefur verið viðvarandi nokkur undanfarin ár. Á fjórum bæjum í nágrenni Akureyrar var skorið niður haustið 1955 og leikur grunur á að riðuveikin sé þó ekki útdauð þar. Fyrir fjárskiptin 1949 varð riðuveiki vart á nokkrum bæjum í Saurbæjarhreppi framan við varnargirðinguna. Hún er nú far- in að herja þar á ný. 1 Skagafirði var þessi sauðfjár- pest víða fyrir fjárskiptin og er nú í Óslandshlíð og hefur verið þar nokkur ár, ennfremur í Hegranesi og á Sauðárkróki. Og enn hefur hennar orðið vart í Vatnsdal og víðar í Austur- Húnavatnssýslu. Alls staðar þar, sem riðuveikin nær fótfestu, gerir hún mikinn skáða. Þó er það mjög misjafnt. Og það sem þó er verst við veiki þessa er það, að lækningu þekkja menn enga. En á tilraunastöð Háskólans að Keldum hefur þessi sauðfjársjúkdómur verið all- lengi í rannsókn. Fullvíst er tal- ið að veira valdi sjúkdómnum og hefur hún verið einangruð á til- raunastöðinni og með henni hafa verið sýktar margar kindur í til- raunaskyni þar, í von um að ein-* hver lyf eða efni fyndust til varnar. En svo vel hefur ekki tekizt ennþá. Ekki er vitað hvernig veikin berst eða hvernig hún lifir eða geymist utan hinna sýktu kinda. Sauðfjárstofnar virðast nokkuð misnæmir fyrir veikinni, en þeim rannsóknum mun þó skammt á veg komið. Aukaferðir Loffleiða ..Að undanförnu hafa Loftleið- um borizt svo margar farbeiðnir að félagið hefur nú ákveðið að koma á nokkrum aukaferðum í ágúst- og septembermánuðum. Samið hefur verið við banda- ríska flugfélagið American Inter- national Airways og er nú ákveðið að farnar verði auka- ferðir frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna 17., 23, 30. ágúst og 4. september. Aukaferð verður farin frá New York til London 4. september. Fullskipað er nú orð- ið í allar þessar ferðir. í ráði er að fara fleiri auka- ferðir frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna um mánaðamótin ágúst-september, en fullnaðar- ákvarðanir hafa enn ekki verið teknar um það. Frá því um miðjan þennan mánuð hefur hvert sæti flugfé- laganna verið skipað í vesturleið, en farþegastraumurinn er nú ekki orðinn jafn stríður austur yfir hafið, og í sl. mánuði, en þó eru flugvélar Loftleiða enn oftast nær mjög þéttsetnar á austur- leiðinni. Gera má ráð fyrir, að í næsta mánuði dragi nokkuð úr ferðalögunum frá Ameríku, þar sem flestir kjósa að komast að heiman í júní- og júlí-mánuðum til þess að verja sumarleyfunum í Evrópu. Eyfirðingar ætla að halda bændadag hvert sumar og er ]>eg- ar fengin góð reynsla af því að minnast bændanna og land- búnaðarins á þann hátt. í reglugerð um varnir og út- breiðslu riðuveiki segir meðal annars, að hverjum sauðfjái'eig- anda sé skylt að láta oddvita eða yfirvald vita, ef veikinnar verði vart. Ennfremur er óheimilt að flytja sauðfé til lífs eða dvalar frá bæjum, þar sem riðuveiki eða kýlapest hefur verið staðfest. — Sauðfjársjúkdómanefnd hefur heimild til að láta slátra fé á bæj- um vegna riðuveikinnar. En bændur fá nokkrar bætur fyrir af opinberu fé. Nauðsyn ber til að bændur kynni sér þær reglur, sem að þessu lúta. . Um klukkan 12 á mánudags- kvöldið varð harður bifreiða- árekstur á lítilli hæð á þjóðveg- inum norðan við Hof í Arnarnes- hreppi. Þar mættust tvær 6 manna fólksbifreiðir frá Rangár- vallasýslu og Keflavíkurflugvelli og skullu saman. í annarri bif- reiðinni var einn kvenfarþegi og meiddist hann nokkuð og var fluttur í sjúkrahús. í hinni voru fjórir farþegar. Þar af urðu kon- ur tvær fyrir meiðslum. Skarst önnur á höfði en hin mun hafa beinbrotnað og voru báðar flutt- ar í sjúkrahús. Sparisjóður Glæsibæjarhrepps minntist nýlega 50 ára afmælis síns með samsæti í þinghúsi hreppsinns. Við það tækifæri til- kynnti stjórn sjóðsins að hún gæfi 10 þús. krónur hverri kirkju í Glæsibæjarhreppi hinum forna: Lögmannshlíðar-, Glæsibæjar- og Bægisárkirkjum og 20 þús. kr. Sunnudaginn 27. júlí sl. héldu Eyfirðingar bændadag að Frey- vangi í Ongulsstaðahreppi. Ung- mennasambandið, Bændafélagið og' Búnaðarsambandið sáu um undirbúning hátíðarinnar, sem var fjölsótt úi' flestum eða öllum byggðárlögum sýslunnar. Ármann Dalmannsson, formað- ur Búnaðarsambands Eyjafjarðar, setti samkomuna með stuttri ræðu, ert aðalræðumenn dagsins voru þeir Páll Zóphoníasson al- þingismaður og Þórarinn Eidjórn Bifreiðirnar stórskemmdust báðar. Við hæðina, þar sem slys þetta varð, er ekkert hættumerki og er þess þó full þörf. Um næstu helgi verða funda- og hátíðahöld á vegum kirkjunn- ar á Sauðárkróki og Hólum. Á laugardaginn kl. 1 e. h. hefst aðalfundur Prestafélags íslands að Sauðárkróki og jafnframt til barnaskóla í hreppnum. Sam- tals 50 þús. krónur. Sparisjóður Glæsibæjarhrepps hefur með þessu sýnt mikla rausn. Formaður sjóðsstjórnar er Einar G. Jónasson, Laugalandi, en gjaldkeri Jón Marinó Bene diktsson frá Moldhaugum. hreppstjóri að Tjörn í Svarfaðar- dal og var ræðum þeirra vel fagnað. Sérstaka athygli vakti sýning landbúnaðarvéla, sem sett var upp þar ó staðnum og ráðunautar héraðsins önnuðust og sýndu samkomugestum. En eins og kunnugt er bætast árlega nýjar vélar í búvélakost bænda og þykir harla fróðlegt að sjá þær flestar samankomnar á einn stað, þar sem auðfengnar eru hinar gleggstu upplýsingai' kunnáttu- manna um kosti þeirra og tak- markanir. Ræðuhöld, veitingar og að síð- ustu fjörugur dans, fóru fram í hinum stórmyndarlegu húsa- kynnum félagsheimilsins, en sýn- ing búvélanna undir beru lofti. Staðurinn var fánum skrýddur og skreyttur svo sem einnig var í fyrra. En þá var fyrst haldinn bændadagur í Eyjafirði og fól' fram að Árskógi. Vel fer á því að fleiri en eitt félag eða félaga- samband annist undirbúning hinna „stóru daga“ í héraðinu í stað þess að keppa um að draga til sín fólk á fleiri stöðum sam- tímis. Vonandi verður bænda- dagur fastur liður í Eyjafirði framvegis og að ætíð verði vel til hans vandað. 381.560 mál og tunnur Afli síðustu viku var tæplega 42 þús. mál og tunnur. Bræla hefur verið á miðunum og mjög torveldað veiðar. Þessi afli er 111.7 þús. málum og tunnum minni en á sama tíma í fyrra. — En aflinn í sumar er vei'ðmeiri, þar sem mestur hlut- inn hefur farið í salt. 211 skip höfðu fengið 500 mál og tunnur Aflinn skiptist þannig: í salt 217.564 tunnur uppsalt- aðar. í bræðslu 153.858 mál. í frystingu 10.138 tunnur upp- mældar. fundur í Prestafélagi hins forna Hólastiftis, sem var stofnað á Sauðárkróki fyrir 60 árum og er þessa afmælis því minnzt. Erindi flytja prófessor Sigur- björn Einarsson og Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. kand. — Um kvöldið verður messugjörð í kirkjunni og predikar þar séra Gísli Kolbeins. Á sunnudaginn verður hátíðinni haldið áfram að Hólum i Hjaltadaal. Kl. 2 verður guðsþjónusta í Hóladómkirkju, predikai' þar séra Ingimar Ingi- marsson og séra Sigui'ður Stef- ánsson prófastur á Möðruvöllum minnist 60 ára afmælis Prestafélags Hólastiftis. Eftir kaffihlé flytja 5 prestar stutt er- indi í kirkjunni. Bílarnir á slysstaðnum. — (Ljósmynd: E. D.). Bifreiðaáreksfur hjá Hofi í Árnar- neshreppi á mánudagskvöldið Tvær bifreiðir hálfónýtar og farþegar slasaðir Kirkjuleg háfíð í Skagafirði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.