Dagur - 20.08.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 20.08.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 20. ágúst 1958 D AGUR 10000 Dag Hammarskjöld gegn I>ang-jensen að tjaldabaki Löng saga í stuttu máli í íslenzkum blöðum hafa að- eins birzt stutt og sundurlaus skeyti um deilu nokkra á vett- vangi SÞ á milli framkvæmda- stjórans, Dag Hammarskjölds og starfsmanns í skrifstofuliðinu, Danans Povl Bang-Jensens. Var honum vikið frá starfi um stund- arsakir í desember sl. og hefur nú nýskeð verið formlega sagt upp starfi sínu hjá SÞ, eftir all- langa deilu, og að því er virðist að tilefnislausu. Er þetta þegar talsverð saga og eigi ómerkileg, og verður hún nú rakin hér í stuttu máli. Povl Bang-Jensen var meiri háttar starfsmaður í skrifstofuliði SÞ, og var hann formaður nefnd- ar þeirrar, sem þing SÞ skipaði til að rannsaka Ungverjalands- málið eftir frelsisbyltinguna 1956 og íhlutun Rússa að því tilefni. Hafði nefnd þessi tal af fjölda ungverskra flóttamanna, bæði vestan hafs og einnig í Norður- álfu. Veittu þeir auðvitað margar og mikilvægar upplýsingar í máli þessu, en þó aðeins gegn því skil- yrði, að nöfn þeirra yrðu ekki birt opinberlega, sökum áhætt- unnar, bæði heima fyrir í Ung- verjalandi, og einnig þar sem þeir nú voru komnir á flótta sínum. Var þeim heitið þessu, og skyldi engum öðrum kunnug nöfn þeirra en nefndarformanninum, Bang-Jensen, og hét hann að halda þeim leyndum. Enda var þetta á hans ábyrgð. Seinna, er aðalritari, eða fram- kvæmdastjóri SÞ, Dag Hammar- skjöld, krafðist þess að fá af- hentar nafnaskrár ungversku nefndarinnar, með nöfnum ung- versku vitnanna, neitaði Bang- Jensen að afhenda þær, af fram- annefndum ástæðum. Enda taldi hann, að Hammarskjöld hefði samþykkt þessa ráðstöfun í upp- hafi. Var síðan skipuð rann- sóknarnefnd á Ungverjalands- nefndina, og komst hún að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að halda leyndum nöfnunum, og úrslit urðu síðan þau, að nafnaskrán- um var brennt, og þar með hefði mátt ætla, að sagan væri öll. Við þetta virðist Hammarskjöld framkvæmdastjóri ekki hafa viljað sætta sig. Mun hann hafa talið þetta móðgun við sig og virðingarskort og uppreist gegn valdi sínu, og afleiðingin varð sú, að Bang-Jensen var vikið frá störfum „um stundarsakir" í desember sl. Og eftir langt mála- stapp og vitnaleiðslur sendi Hammarskjöld Bang-Jensen reglulegt uppsagnarbréf í byrjun júlímánaðar sl. Sjálfur hafði Bang-Jensen hvað eftir annað beðið um að fá afrit af vitna- leiðslunum gegn sér, svo að hann gæti borið hönd fyrir höfuð sér, en beiðni hans var hafnað í hvert sinn. Þegar eftir uppsögnina kveðst Bang-Jensen hafa fengið fjölda bréfa og skeyta með samúðar- kveðjum víðs vegar utan úr heimi. Lýsir hann því yfir, að hann muni berjast fyrir rétti sín- um einbeittur og hiklaus. Síðan hefur verið allheitt hjá SÞ að tjaldabaki. Einn þing- manna SÞ krafðist þess, að birt væri bréf Hammarskjölds, þar sem hann segir upp einum fasta- starfsmanni SÞ, Bang-Jensen. — Og Hammarskjöld var einnig beðinn að láta birta öll máls- skjölin sökum vafa þess, er léki á um ýmis undirstöðuatriði í mál- inu gegn Bang-Jensen. í uppsagnarbréfi Hammar- skjölds til Bang-Jensen, sem er 12 þéttskrifaðar arkir og 5000 orð alls, rekur Hammarskjöld gang málsins allrækilega, frá því er það var hafið gegn Bang-Jensen 19. febrúar sl. í bréfi sínu segir Hammarskjöld, að Bang-Jensen sé sagt upp sökum þess, að starf hans hjá SÞ myndi héðan af ekki vera í samræmi við æskilega þjónustu á vettvangi SÞ. Furðuleg frétt birtist í danska ríkisútvarpinu um það, að upp- sögn Bang-Jensens væri ekki neitt tengd nafnaskrám ung- vei'sku vitnanna, heldur hefði þetta komið til mála löngu áður, m. a. væri Bang-Jensen sakaður um að hafa lagt hönd á brezkan sendifulltrúa. Þetta segir Bang- Jensen að sé hreinn uppspuni og ósannindi frá upphafi til enda, og hann skírskotar til þess lyga- ' áróðurs, sem nokkrir háttsettir þjónustumenn SÞ hafi stofnað til eftir að Bang-Jensen var vikið frá starfi um hríð. Hann krefst þess m. a. að upplýst verði, hvaðan danska ríkisútvarpið hafi fengið fréttir þessar, og væntir þess að öll atriði verði birt. Augljóst virðist að Hammar- skjöld, aðalframkvæmdastjóri, hafi eigi lokið sókn sinni gegn Bang-Jensen með þessu 5000- orða uppsagnarbréfi sínu. Virðist svo sem bréfið hafi verið birt samkvæmt amerískri og danskri áskorun SÞ. Upplýst er einnig úr annarri átt, að auk kæru Hamm- arskjölds í tilefni af ungversku nafnaskránum, beri hann Bang- Jensen einnig á brýn, að hann hafi borið fram ástæðulausar ásakanir á samstarfsmenn sína hjá SÞ, neitað að hlýða yfirboð- urum sínum, og ýmis önnur af- brot. Bang-Jensen heldur því óhikað fram, að hann hafi heitið ung- versku vitnunum því, að nöfn þeirra skyldu ekki verða neinum öðrum kunn en honum einum, og að Hammarskjöld hafi verið þessu samþykkur. Nú neitar Hammarskjöld þessu og kveðst aldrei hafa veitt nefndinni þetta vald. Hann segir m. a. í uppsagn- arbréfi sínu til Bang-Jensens á þessa leið: „Siðferðileg vafamál og hik, sem þér kunnið að hafa haft við að hlýða skipunum mínum, geta ekki afsakað það, að þér, sem um enirprenfamr maivenca Ný prenttækni ryður málvcrkum meistaranna braut inn'á hvers manns heimili og auðveldar listkynningu í dreit'býlinu. starfsmaður ritaraskrifstofunnar neitið að hlýða skipunum aðal- framkvæmdast]órans viðvíkjandi opinberum skjölum. — Og hafið þér talið opinbera skyldu yðar til að virða vald mitt ósamræman- legt einkaskoðun yðar og sið- ferðilegri sannfæringu, áttuð þér þegar að sækja um lausn frá störfum yðar." Þessu svarar Bang-Jensen með því að bjóðast til að sanna, að aðalframkvæmdastjórinn, Dag Hammarskjöld, leggi fram ósönn ummæli með ásettu ráði. Bang- Jensen hafði andmælt því, að uppsagnarbréfið væri lagt fram og birt, án þess að bréf hans sjálfs til Hammarskjölds, 60—70 arkir, væri einnig birt. En aðal- framkvæmdastjóranum hefði verið leyft að strika þar út ýmis atriði, sem snerti innra viðhorf í SÞ. Nú hefur Bang-Jensen orðið að birta bréf sitt sjálfur, og ber það með sér, að margt af því sem Hammarskjöld hefur sagt, stang- ast illa á við raunveruleika, sem aðalframkvæmdastjóranum var vel kunnugt um. Mál Bang-Jensen verður sennilega tekið fyrir á þingi Bandaríkjanna. í Danmörku ríkir mikil gremja yfir áðuimefndri útvarpsfrétt, og hefur útvarps- stjórnin danska boðið Bang- Jensen að tala í útvarp og skýra sinn málsstað. Þannig horfir mál þetta við sem stendur, og má óefað búast við, að því haldi áfram á næst- unni. Hafa sum erlend blöð farið allhörðum orðum um framkomu Hammarskjölds og telja hann hafa reynst óhæfur til að gegna sínu ábyrgðarmikla embætti, og hafi hann nú minnkað stórlega í viðskiptunum við Bang-Jensen. En ekki skal nánara að þessu vikið að sinni. Povl Bang-Jensen. Hver er þá þessi Povl Bang- Jensen, sem hér er um að ræða? Þessi danski starfsmaður SÞ er ekki neinn nýliði eða grænhöfði. Á þeim árum er Hitler var að skapa og skipuleggja þýzka árásarveldið, hjálpaði Bang-Jen- sen m. a. ýmsum, sem í háska voru staddir, út úr Þýzkalandi. Og í erlendu blaði er nýskeð minnst á, að á stríðsárunum hafi Bang-Jensen verið bezti aðstoð- armaður danska sendiherrans, Kaufmanns, í Washington. En sá sendiherra hafi af fremsta megni kappkostað að halda uppi a. m. k. einhverju af heiðri Danmerkur, meðan stjórnmálamennirnir skriðu enn fyrir Hitler, (þ. e. fram til 1943, er loks slitn- aði algerlega upp úr milli opin- berra stjórnarvalda Danmerkur og Hitler-Þýzkalands). Dönskum þjónustumönnum með grugguga þjóðernis-samvizku geðjaðist miður að frelsisunnendum um þær mundir, og að lokum varð (Framhald á 7. síðu.) Eití hið cftirtektarverðasta við íslenzka nicnningu í dag eru verk okkar mörgu, ágætu myndlistar- manna. Það væri þó rangt að lialda því fram, að við höfum cnga myndlist frá liðnum öldum, því enn geymast mörg athyglis- verð verk, sem sanna listrænan hæfileika margra fslendinga, sem þó fengu aldrei til fulls notið sín sakir lítillar menntunar á því sviði, auk þess sem þeir bjuggu við næsta frumstæða hætti til listsköpunar og litla uppörvun til þeirra hluta. Listgáfa þjóðarinn- ar birtist því allajafna í öðru en myndlist, bókmenntirnar skipa þar hinn virðulega sess. En í upphafi þessarar aldar, sem í flestu er hinn mikli fram- faratími íslenzku þjóðarinnar eft- ir aldalanga kyrrstöðu, fara nokkrir ungir menn að gefa sig fyrir alvöru að myndlist, sigla til náms hjá frægum meisturum og kynnast af eigin raun því bezta í myndlist fortíðar og nútíðar. — Tveir af okkar fyrstu og fremstu listamönnum, Einar Jónsson og Ásgrímur Jónsson, hafa ritað ævisógur sínar, og eru þær bæk- ur mörgum kunnar. Getur varla hjá því farið, að þeir, sem bækur þessar lesa, fyllist hrifning og undrun yfir dugnaði og elju þess- arra tveggja íslenzku sveita- drengja, sem ekkert áttu að far- areyri annað en trú á hæfileika sína, viljastyrk og fyrirbænir góðra foreldra. I kjölfar þessara manna koma síðan ótal fleiri miklir hæfileikamenn, sem auðg- að hafa íslenzka menningu og fært út svið hennar frá hinum þrönga farvegi, sem hún óneit- anlega rann í áður um aldir. — Þessir 2 áðurnefndu listamenn, Þórarinn B. Þorláksson, Jóhann- es Kjarval og svo margir fleiri ónefndir listbræður þeirra hafa gerzt slíkir landnámsmenn og andans víkingar í ríki íslenzkrar menningar, að þeirra verður getið í íslandssögu um ókomnar aldir og árþúsundir, ef þá verður enn til siðs að rita þá sögu. Verk fjölmargra íslenzkra lista- manna eru nú taldar slíkar ger- semar, að þau seljast á tugþús-* undir króna og fjáðir menn t~lja fé sínu ekki betur varið á tímum fallandi peningagengis,en aðfesta það í þeim sístæðu verðmætum, sem listaverk eru. Eftirspurnin eftir hinum beztu myndum er svo mikil, að ókleift er öðrum en auðugum mönnum að fara út í þá hörðu samkeppni, sem ríkir um kaup á góðum málverkum og höggmyndum. Allur almenning- ur fer hrapallega á mis við góða myndlist og lýtur oft að lágu í þeim efnum. Myndir bezfru mál- aranna hrúgast upp á ríkis- mannaheimilum og söfnum í Reykjavík og eru lokuð bók öll- um þorra manna, sem verða að láta sér nægja listsnauð verk alls konar fúskara, sem standa að álíka framleiðslu í myndlist og sorpritahöfundar á bókmennta- sviðinu. En tækniþróunin hefur leyst úr læðingi þau miklu vandkvæði, sem áður voru á því að koma listaverkum út á meðal fólks. — Með nýjustu prenttækni er ger- legt að búa til eftirprentanir m^lverka með svo góðum ár- angri, að eftirprentunin gefur ekki eftir frummyndinni að því er tekur til upprunaleika mynd- arinnar og skýrleika litanna. Er nú mikið gert að því erlendis að endurprenta þannig málverk frægustu listamanna og eru þau til sölu í listaverzlunum um all- an heim. Nokkuð hefur borizt af slíkum myndum hingað til lands, og hafa þær verið seldar í Reykja vík, en lítið hafa þær enn borizt út um land. Hins vegar eru til sölu í Blómabúð KEA á Akur- eyri afbragðsfallegar eftirprent- anir 8 frægra íslenzkra málara, gerðar samkvæmt hinni nýju tækni. Eru myndir þessar svo ferskar og litfagrar, að engum gæti til hugar komið, að þarna sé um eftirmyndir að ræða. Ragnar Jónsson, bókaútgefandi í Reykja- vík, hefur látið gera þessar myndir í Sviss og Hollandi, og er ætlun hans með starfsemi þessari að kynna verk íslenzkra málara utanlands og innan og gefa þann- ig almenningi kost á að sjá og reyna sjálfur, hve mikinn auð fegurðar og listar við eigum í verkum hinna hinna góðu mál- ara. Er hér um að ræða stór- merkilegt menningarstarf, sem áreiðanlega á eftir að bera góðan ávöxt í bættum listsmekk og skynsamlegra listmati almenn- ings en hingað til hefur verið. — Eftirprentanir þessar eru seldar á hóflegu verði, 400—650 krónur, eða álíka upphæð og menn greiða fyrir verk eftir fúskara, sem eru að breiða út listsnauðar lands- lagsmyndir eftir sig og stillt er út í annan hvern búðarglugga eins og nauðsynjavarningi. — Færi vel á því, að þeir, sem eru að byggja upp heimili sín, ekki sízt þeir, sem nú eru að reisa sér þak yfir höfuðið með ærinni fyrir- höfn, litu inn í Blómabúð KEA og kynntu sér þá fegurð, sem þar getur að líta í hinum ágætu eft- irprentunum beztu listamanna okkar. Með þeim gætu þeir auðg- að heimili sín að fegurð og ánægju og opnað augu sjálfra sín fyrir dásemdum góðrar myndlist- ar. Tækifærið er þegar komið til þess að útbreiða góða myndlist og koma henni inn á hvers manns heimili. Mikill fegurðar- auki væri að þessum myndum í hinum nýju og reisulegu sveita- bæjum, og er ekki að efa, að bændur nota sér þetta tækifæri, sem kaupfélagið býður til þess að miðla þeim góðri list. Því miður hefur allt of lítið verið gert að því að fara um landið, einkum hinar dreifðu byggðir, með úrval góðra málverka til sýnis almenn- ingi. Hin nýja prenttækni gerir listkynninguna auðveldari, og er hér m. a. gullið tækifæri fyrir (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.