Dagur - 27.08.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 27.08.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 27. ágnst 1958 - Um 12 sjómilna fiskveiðilögsöguna FIMMTUGUR: n Sigurðsson á Grund Líklega er Snæbjörn bóndi Sigurðsson á Grund í Eyjafirði fæddur undir heillastjörnu og guð og lukkan lengst af haldið í hönd með honum, svo djarft sem hann hefur siglt í lífsins ólgusjó og ætíð fyrir fullum seglum, án þess þó að verða fyrir teljandi skakkaföllum. Snæbjörn er fnjóskdælskrar aettar og þar til orðinn, þótt dagsins ljós liti hann fyrst á Garðsá í Ongulsstaðahreppi 22. ágúst 1908, því að þangað fluttust foreldrar hans með sveininn ófæddan. Ekki segir af uppvexti hans, en árin 1926—1928 gekk hann í Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri og 21. árs gamall var hann orðinn bóndi í Hólshúsum í Hrafnagilshreppi: Árið 1933 festi hann ráð sitt og gekk að eiga Pálfnu Jónsdóttur Bergssonar frá Olafsfirði og eru börn þeirra 6. Árið 1947 keypti Snæbjörn svo hálfa Grund og hefur búið þar .síðan. Svo hefur sagt verið, að ekki væri öfundarlaust að eignast höf- uðbólið Gi-und í Eyjafirði og mun það rétt vera og þarf ekki nema hálflenduna til. Snæbjörn er harðduglegur og ístórhuga framkvæmdamaður, svo ,sem Hólshús og Grund bera vitni og bú hans var á sl. ári eitt af :íjórum framleiðsluhæstu búun- um í héraðinu. Þó væri með ólíkindum, ef hér yi-ði látið stað- * - Flóabáturinn (Framhald af 1. síðu.) .sem honum er ætlað. Er því brýn þörf fyrir nýjan bát til þess að leysa hann af hólmi, og er það fullkomin sanngirniskrafa þeirra, ,sem njóta eiga. NOESKT TILBOD. Blaðinu er lcunnugt um, að fyrir iiggur norskt tilboð um smíði fullkomins flóabáts fyrir 1 milljón norskra króna ásamt lánstilboði gegn þeirri ábyrgð, cr ríkið mun veita samkvæmt áðurnefndu fjárlagaákvæði. RÁÐAMENN LÁTI MÁLIÐ TIL SÍN TAKA. Utgerðarmaður Drangs, Stein- dór Jónsson, hefur látið þcss get- íð í viðtali við blaðið, að honum sé vissulega umhugað um að taka hinu norska tilboði, en þó treysti hann sér ekki til þess að svo komnu máli, meðan enn hefur ekki tekizt að afla fjár til þess að greiða þann hluta, sem vantar upp á fullt kostnaðarverð. Kveðst útgerðarmaðurinn ekki hafa nægilegt fjármagn til þess að standa af eigin rammleik undir þriðjungi kostnaðarverðs skips- ins. Er því sýnilegt, að ef bæta á úr þessu vandamáli, verða norð- lenzkir ráðamenn, þingmenn, bæjarstjórnir og hreppsnefndir að leita ráða til að afla þess við- bótarfjár, sem þörf er á í þessu skyni. ar numið, því að maðurinn er með þeim ósköpum fæddur að vilja fást við stór verkefni, er hlaðinn orku og einbeitni og hef- ur bjargfasta trú á framtíð land- búnaðarins. Síðustu tímar hafa verið fi’am-' kvæmdamönnum hagstæðir. — Gildir það ekki síður um búskap en aðrar atvinnugreinar. Þó skyldi enginn ætla að slíkt nægi til þess að lyfta mönnum í stór- bændasess og enn síður að menn vaxi þar auðveldlega af sjálfum sér, þótt nýir tímar kæmu með áður óþekkt tækifæri í landbún- aðinum. — Grundarbóndinn var skjótur að breyta um búskapar- hætti og var harðhentur á þeim tækifærum, sem landbúnaðinum hlotnaðist í fyrsta sinn. Líklega hefði mátt lesa það í stjörnunum yfir Garðsárdal rökkvaðar ágúst- nætur árið 1908, að sveinn sá er þár fæddist þá og skírður var Snæbjörn, mundi að upplagi og þroska falla betur inn í fyrsta, stóra byltingatímabilið í atvinnu- sögu landbúnaðarins, en almennt gerðist, 'Hafi sú spásögn nokkru sinni verið til, hefur hún rætzt. Og víst er um það, að Snæbjörn bóndi nýtur nú ávaxtanna af framkvæmdum sínum, þótt hann sé nú aðeins á miðjum aldri, og muni því, ef að líkum lætur, gera það í ríkara mæli hér eftir. Með óskir um að svo megi verða, fylgja beztu afmælis- kveðjur. — E. D. Stórt lirúts-reyfi! Hrútu'r nokkur með því glæsi- nafni „Brilliant Example" (senni lega enskur) hlaut fyrir skömmu vcrðlaun fyrir ullarreyfi sitt á gripasýningu. Var reyfi hans hvorki meira né minna en 18 kg. ullar, og er það nægilegt í 6 með- alstóra fatnaði. liroddlausar býflugur er nú farið að ala upp í Þýzka- landi, og eru þær tékkneskar að uppruna. Talið er, að þær séu heldur ekki eins „matvandar“ (blóma-vandar) og hinar tegud- irinar. Og gott er a. m. k. að vera laus við broddinn! (Framhald af 1. síðu.) hættu refsiaðgerðunum. Þá skorti haldgóð rök fyrir aðgerðum sín- um og mættu mikilli gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir tiltæki sitt. Reynslan hafði sannað gildi fjög- urra mílna fiskveiðitakmarkanna og viðurkenning umheimsins var loks fengin. Allsherjarþingið 1956 tók málið enn til meðferðar og ákvað, gegn atkvæði íslands einu, að kveðja til ráðstefnu í Genf, sem var haldin á síðasta vori. Rök íslands fyrir því að greiða atkvæði á móti Genfarráðstefnunni voru þau, að málið hefði þegar fengið nægilegan undirbúning, svo Alls- herjarþinginu væri vorkunnar- laust að afgreiða málið án frekari ráðstefnu. Ráðstefnan í Genf og ákvörðun íslendinga. Á ráðstefnunni í Genf mættu fulltrúar 86 þjóða. Þar kom það fram, svo að ekki varð um villzt, að þriggja mílna reglan er búin að vera og á ekki hljómgrunn lengur. Hins vegar átti 12 mílna reglan meirihlutafylgi að fagna. A þeirri ráðstefnu jókst stórum skilningur fulltrúanna á nauð- syn útfærslu fiskiveiðatakmark- anna við strendur íslands og var þetta tvennt mikils virði. Feikna athygli vakti ræða for- manns íslenzbmsendinefndarinn- ar, Hans G. Andersen ambassa- dors, að lokinni atkvæðagreiðslu um að vísa málinu aftur til Alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna. Hann lýsti því þá yfir, að ísland teldi sig hafa beðið svo lengi, að ekki væri hægt að ætlast til þess að lengur yrði beðið með nauð- synlegar ráðstafanir í landhelgis- málinu. Hinn 30. júní var svo gefin út reglugerð, sem staðfesti þessi ummæli og heiminum varð ljóst að íslendingar ætluðu að fram- kvæma útfærslu fiskveiðitak- markanna, þrátt fyrir það að málið hlyti ekki fullnaðaraf- greiðslu í Genf. Þessi reglugerð tekur svo gildi og kemur til fram kvæmda 1. sept. næstkomandi. í reglugcrðinni scgir meðal annars svo: 1. Fiskveiðilandhelgi íslands skal afmörkuð 12 sjómílum utan við grunnlínu, sem dregin er milli eftirtalinna staða: 2. í fiskveiðilandhelginni skulu erlendum skipum bannaðar allar veiðar samkv. ákvæðum laga nr. 33 19. júní 1922 um rétt til fiskveiða í landhelgi. 3. fslenzkum skipum, sem veiða með bolnvörpu, flotvörpu eða dragnót, skal heimilt að veiða innan fiskveiðilandhelginnar, en þó utan þeirra fiskveiðitak- marka, sem ákveðin eru í reglugerð nr. 21 19. marz 1952. Fyrir gildistöku þessarar reglugerðar skulu sett sérstök ákvæði um heimild þessa og þar tilgreint nánar um veiði- svæði og veiðitíma. 4. Botnvörpuskip skulu hafa öll veiðarfæri í búlka innanborðs, þegar þau eru stödd á svæðum, sem þeim er óheimilt að veiða á. Þá eru í reglugerðinni ákvæði um að aflaskýrslur skuli sendar Fiskifélagi íslands og heimild sjávarútvegsmálaráðherra tíl að takmarka veiðina, ef u mofveiði er að ræða og síðan reglur jm refsiákvæði. Rökin fyrir stækkun fiskveiðilandhelginnar. Rökin fyrir útfærslu fisk- veiðilandhelginnar eru m. a. þessi: Landgrunnið út frá ctröndum landsins er hluti af landinu sjálfu og er glögglega afmarkað frá landgrunni ann- arra þjóða og umrædd stækkun nær aðeins yfir hluta hins ís- lenzka landgrunns. Aðrar þjóðir hafa tekið sér rétt til að liagnýta verðmæti á hafsbotni mörgum sinnum lengra frá landi en hér er ákveðið. fslend- ingar telja nytjafiskinn, sem Iifir á landgrunninu við ísland, hliðstæð verðmæti, sem þeim einum beri. Á Genfarráðstefn- unni vildi mikill meiri hluti fulltrúanna viðurkenna 12 mílna fiskveiðilandhelgina. — Margar aðrar þjóðir hafa tekið sér 12 mílna landhclgi, án hót- ana annarra um ofbeldisráð- stafanir. Rannsóknir fiskifræð- inga Ieiða í ljós, að hrýn þörf sé á verndun fiskistofnsins. Lífs- afkoma íslendinga er svo ná- tengd fiskveiðum og fiskiðnaði, að stækkun fiskveiðilandhelg- innar er lífsnauðsynleg fyrir framtíð þjóðarinnar. Um 97% af iitflutningsverðmætum þjóð- arinnar eru sjávarafurðir. Árás á landhelgisgæzlunna? Allir íslendingar eru sammála um, að nauðsynlegt hafi verið að gera það sem gert hefur verið og um leiðir til að ná 12 mílna áfang anum hafa ekki heldur verið skiptar skoðanir. Hætta sú, er að okkur steðjar við framkvæmd reglugerðarinnar, er af erlendum toga spunnin. Bretar, bæði brezka stjórnin, sem mótmælti harðlegar þessari íslenzku ákvörð un, en hennar er venja, og brezkir togaraeigendur hafa sýnt málinu fullan fjandskap. Nokkur brezk blöð hafa tekið í sama streng, en önnur hafa farið sér hægar og skrifað sanngjarnlegar um málið. Hótanir hafa svo fylgt í kjölfar mótmælanna, hótanir um að beita ofbeldi innan 12 mílna landhelginnar gegn ís- lenzkri landhelgisgæzlu. Lönd- unavbannið jók ekki álit íslend- inga eða annarra þjóða á Bretum. Hótanir nú, að verja veiðiþjófa í íslenzkri landhelgi, gerir það ekki heldur, enda eru þær lýð- ræðisþjóð til vansæmdar. Ef þeim verður framfylgt, sem raunar er með ólíkindum, er það hreinn ræningjaháttur. Almenningsálitið í heiminum mundi fordæma slíka framkomu mesta stói-veldis heims við fámennustu þjóðina vopnlausa. Mestu máli skiptir, að fslend- ingar eru sammála í landhelgis- deilunni og standa saman. Þeir hafa réttinn sín megin og hljóta samkvæmt því að hafa von um fullan og algeran sigur í þessari deilu og áður en langir tímar líða, ef hvergi brestur manndóm með- al íslendinga sjálfra. í þrotlausum blaðaskrifum um landhelgismálin hafa sum blöð freistast til að villa mönnum sýn og gera aukaatriði að aðalatrið- um málsins í stað þess að vinna að því, að safna öllum saman undir eitt merki til sóknar og varnar. Sjálfstæðisflokkurinn komst í nokkurn vanda í landhelgismál- inu. Hann hefur hælt sér fyrir sinn hluta af undirbúningi máls- ins fyrirfarandi ár. En nú er hann í stjórnarandstöðu og hatrið á ríkisstjórninni og virðingin fyrir landhelgismálinu togast á og veitir ýmsum betur. Ekki þarf þó að efa að venjulegir kjósendur Sjálfstæðisflokksins munu’vera heilir og heitir í þessu baráttu- máli, sem aðrir landsmenn, þótt einhverjir forystumenn flokksins hlaupi útundan sér í pólitískum hita. Flestir munu fara að dæmi Péturs Ottesens í „æðsta ráði“ íhaldsins, þegar samþykkt var að nota landhelgismálið eftir því sem hægt væri til að spilla fyrir ríkisstjórninni. Pétur reis þá upp og hellti úr skálum reiði sinnai'. Taldi hann landhelgismálið bar- áttumál allra flokka og of heilagt velferðarmál þjóðarinnar til að draga það niður í svaðið og langt fyrir neðan virðingu Sjálfstæðis- flikksins að gera það. Síðan gekk hann snúðugt af fundi. Fram- koma hins aldna þingmanns er hið rétta svar við hálfvelgju og óheilindum í þessu stærsta vel- ferðarmáli þjóðarinnar. Umferðaslysin dýrari en allur vegagerðarkostn- aður þjóðarinnar í norsku blaði er skýrt frá því, er hér greinir: — Rannsóknir í Svíþjóð hafa leitt í ljós, að í fyrra urðu um 816 banaslys, um 2000 manns hlutu meiri eða minni ör- orku, og um 40.000 manns minní háttar meiðsli í umferðaslysum í Svíþjóð. Við þetta bætíst allt það tjón og geysikostnaður við skammdir á ökutækjum og öðr- um. Sökum veikinda eftir slys glötuðust i milljón vinnudaga, óg sökum dauða og algerrar ör- orku 35.000 vinnuár í framtíðinhi, þar sem fullur helmingur hinna látnu var á aldrinum 1 árs til 40 ára. í Noregi fórust 288 manns af slysum í fyrra, og er það tæpur þriðjungur af sænsku tölunni. — Hafi nú norsku umferðaslysin valdið þriðjungi af sambærilegu sænsku fjártjóni, mun falla í Noregs hluta um 400 milljónir króna fyrir árið 1957. En það er meira heldur en allur vegagerð- arkostnaður Noregs í fyrra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.