Dagur - 27.08.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 27.08.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 27. ágúst 1958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurim kostar kr. 75.00 Blaðið kemur ut á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. 1. september og andlyndi íhaldsins FYRSTA SEPTEMBER n.k. tekur reglugerðin um 12 mílna fiskveiðilandhelgina gildi. Yfirlýsing um þetta efni hefut' fyrir löngu verið gefin út og skýrð öðrum þjóðum. Rétt er að leggja áherzlu á það einu sinni enn, að einhliða yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um stærð íslenzkrar landhelgi, er gerð á nákvæmlega sama hátt og nær allar aðrar þjóðii' hafa gert, þegar um breytingar á landhelgi þeirra hefur verið að ræða. — Um þetta mætti nefna fjölmörg dœmi frá undanförnum árum. Er skemmst að minna á 12 mílna landhelgi Rússa, sem Bretar mótmæltu að vísu, en sömdu svo um við rússnesk yfirvöld að fá að veiða á vissum svæðum innan 12 mílnanna og viðui'kenndu þar með ákvörðun Sovétstjórnarinnar. Þá var ekki hótað vopnaðri árás á landhelgisgæzluna, eins og nú er gert við vopnlausa þjóð. Svo undarlega hefur brugðið við, að til skuli vera sá stjórnmálaflokkur á íslandi, sem erlendir andstæðingar okkar í landhelgisdeilunni skuli telja hálfgerða bandamenn sína. Þetta er þó stað- reynd og nægir í því sambandi að minna á end- urprentanir þeirra úr Morgunblaðinu, sem þeir telja málstað sínum hagstætt í skrifunum gegn ís- landi. Málgögn Sjálfstæðisflokksins ein tóku ná- kvæmlega sömu stefnu í landhelgismálinu og þeir gerðu í efnahagsmálunum: Að vera á móti ríkis- stjórninni fyrst og fremst og telja ekkert mál of stórt eða heilagt til að bregða þar út af. Það er þó fullvíst, að þegar nokkrir örvilnaðir utangarðs- menn, foringjar stjórnarandstöðunnar, eru frá- taldir, stendur þjóðin einhuga að útfærslu fisk- veiðitakmarkanna og krefst þess að hin nýju lög þar um verði framkvæmd á sama hátt og árið 1952. í MERKRI RÆÐU, sem Þórarinn Björnsson skólameistari flutti í Menntaskólanum á Akureyri 17. maí í vor og Morgunblaðið birti, þótt undar- legt sé, ræddi hann meðal annars um það, er hann nefnir andlyndi. En svo nefnir hann þann óvana, að vera alltaf á móti — vilja sýna gáfur sínar með því að gagnrýna aðeins og vera á móti. Skóla- meistarinn segir að hin grálynda þrenning: and- lyndið, beiskjan og öfundin séu af sömu rót og neikvæðrar ættar og í ætt við Niflheim og þok- una. Og við nemendurna sagði hann: Varið ykk- ur á andlyndinu. Látið það ekki spilla sálarsýn ykkar. Ekki hefur Sjálfstæðisflokkurinn mikið lært af þessum aðvörunarorðum skólameistarans á Akur- eyri, sem töluð eru til ungmenna, en engu að síð- ur er þörf hugvekja fyrir aðra, ekki sízt á stjórn- málasviðinu. Enginn stjórnmálaflokkur hefur sýnt jafn greinilegt og viðvarandi andlyndj og Sjálfstæðis- flokkurinn. Hvert einasta málgagn hans sannar þetta daglega. Hvert tölublað Morgunblaðsins er þessu marki brennt. Allir kannast við róg þess í efnahagsmálunum og hefur þó Sjálfstæðisflokk- urinn engin efni á að haga málflutningi sínum á þann veg, því að enn hafa ekki tillögur þess flokks eða ábendingar um aðrar leiðir, séð dags- ins ljós. Flokkurinn tók sér það hlutverk að spilla og reyna að eyðileggja árangur efnahagsaðgerð- anna frá síðasta Alþingi. En þær voru m. a. byggðar á því að ekki þyrfti að koma til kauphækkana, meira en gert var ráð fyrir í lögunum. — Undir því var að miklu leyti kominn jákvæður árangur þairra. Þetta vissi alþjóð og Sjálfstæðis- flokkurinn tók þá þegar að vinna að kauphækkunum. Árangui' þeirrar iðju er sá, að nokkrar kauphækkanir hafa orðið í land- inu og ekki séð fýrir um afleið- ingar af þeim. Það er vægt að orði komist að nefna þetta and- lyndi. Með andlyndi sínu vinnur Sjálfstæðisflokkurinn gegn mál- stað íslands bæði út á við, í land- helgismálinu, og inn á við, í efna- hagsmálunum. Ölvun og íþróttir. MJÖG ER FAGNAÐ komu hinna ýmsu flokka íþróttamanna hingað til bæjarins, hvort sem það nú eru knattspyrnumenn, handknattleiksmenn, frjálsíþrótta menn, sundmenn, golfleikarar eða eitthvað annað. Þá þykir ekki síður um það vert þegar einstaklingar úr afreksmanna- hópi sjást hér á íþróttavellinum, svo sem Brazilíumaðurinn Silva, Vilhjálmur Einarsson eða Huse- by, svo að dæmi séu tekin af góðum heimsóknum. Ungir menn líta upp til slíkra manna og er það eðlilegt, og þeir vilja taka þá sér til fyrirmyndar á þessum íþróttatímum, sem vissulega setja sinn svip á menn- inguna. En í sambandi við íþróttaheim- sóknir og ferðir íþróttamanna hingað, er einn hlutur mjög eftir- tektarverður. Hinir garpslegu íþróttamenn virðast ekki kunna séi' magamál þegar sterkari drykkir en mjólk eru fáanlegir. Nú er það ekki skemmtilegt að fjölyrða um það, eða skipta sér yfirleitt af því, hvað menn láta í munn sér eða maga. Enda ætti hin mikla og alhliða menntun að hafa fætt af sér þann þroska þegar á fyrstu árum skólagöng- unnar, að menn kynnu að forðast of stóra skammta eiturlyfja, svo sem brennivíns og fleiri kyngi- magnaðra drykkja. Þessu er þó því miður ekki þannig farið. Það bar til dæmis við hér á Akureyri fyrir nokkru að íþróttahópur í keppnisferð gisti menntasetur hér að sigursælli keppni aflokinni. Svo hagaði til að verið var að vinna við lagfæi'- ingu á setrinu og uppi voru vinnupallar utanhúss. Er að kveldi leið, verðlaunaafhendingar höfðu fram farið með viðeigandi ræðuhöldum um verðskuldaðan íþróttaheiður gestanna o. s. frv. að aðkomumenn gátu loks tekið sér hvíld, en ekki varð af svefni. Áfengir drykkir lögðu velsæmi hinna vösku íþróttamanna á skammri stundu að velli. Til marks um það má geta þess, að á vinnupöllunum við húshliðina mátti sjá allsnakta menn klifra upp og niður líkt og apa. Innan- húss var orka lögð í að brjóta húsgögn stofnunarinnar, syngja og öskra fram undir morgun. Sigurvegararnir í íþróttakeppn- inni voru illa á sig komnir, bæði andlega og líkamlega, er þeir yf- irgáfu gestgjafa sína daginn eftir. Þeir höfðu ekki, þrátt fyrir mikla yfirburði í íþróttagrein sinni kunnað sér magamál og orðið sér til skammar. íþróttahópar í keppnisferðum eru fulltrúar félaga sinna, hvaða félagsnafn, sem þau bera. Þeir eru líka fulltrúar sinna heima- byggða í slíkum opinberum ferð- um. Félög þau, sem íþróttahóp- arnir eru frá, styrkja þá fjár- hagslega og einnig sýslu- eða bæjarfélögin. Og samfélagið, rík- ið, veitir þeim fjárhagslega að- stoð af almannafé. Þess vegna er reginmunur á keppnishópferðum íþróttamanna, sem á íþróttavell- inum keppa undir fána félags síns eða t. d. venjulegum skemmtiferðum og til þeirra eru gerðar meiri kröfur. Hingað til bæjarins kom eitt sinn margt íþróttamanna á ís- landsmót. Fremur gekk erfiðlega að koma þeim fyrir til gistingar. Þó fengu þeir inni með því skil- yrði, að þeir gengju vel um og hefðu ekki vín um hönd. Er það annars ekki móðgandi að taka slíkt fram við íþróttamenn í op- inberri keppni, og það meira að segja á íslandsmóti? En ekki fór betur en svo í þessum næturstað, að drykkjulæti tóku brátt að heyrast, síðan urðu áflog mikil, og húsmunir skemmdir. Ferða- mennirnir brugðust því trausti, sem þeim var sýnt. Tómar flösk- ur vitnuðu um, hvers neytt hafði verið um nóttina og einhverjir ferðamanna vöknuðu í „Steinin- um“. Hér skal tekið fram, að nefnd dæmi segja ekki alla sögu af hinum lakara, og sem betur fer eru fleiri heimsóknirnar hinar ánægjulegustu í hvívetna. En hve lengi á það að líðast, að íþróttirnar séu dregnar niður í svaðið á hinn óhugnanlegasta hátt? Hve lengi á almenningur að leggja fram milljónir á milljónir ofan til styrktar íþróttunum án þess að lágmarkskröfur séu gerð ar til íþróttamanna um mann sæmandi framkomu. Hve langt mega íþróttamenn ganga í skríl- mennsku til að verða sviftir styrkjum af opinberu fé? Og að síðustu þetta: Á hvaða menningarstigi eru Akureyring- ar í keppnisferðum út um land- ið? Þessi mynd er tekin að rnorgni, þar scm íþróttamcnn gistu. ■ (Ljósmynd: E. D.). Soffoníasi Þorkelssyni fagnað (Flutt í samsæti 6. júlí 1958.) Heill þér, iðjuhöldur. Heill þér, framtaksmaður. Sit þú heill með sifjum, Svarfdælingur glaður! — Ungur fórstu fjarri fósturjörðu þirmi. Aldtei hún samt heíir horfið þér úr minni. Fólk vort fátækt þjáði. Framtak skorti víða. Heiman nokkrir héldu, hinir vildu bíða. Báðir tóku’ að berjast, beittu hvössum vigri. ?! Báðum blessun fylgdi, báðir hrósa sigri. Þeir, sem héðan héldu, hróður landsins bera út um lönd og álfur, — Island víðfrægt gera. Þykja þegnar traustir, þrautgóðir í stríði; — álitnir nú eru allra landa prýði. Sveit vor sýnir líka sigurmerkin víða: Grænar, sléttar grundir, gróðurlendið íríða. Brosa hátt í hlíðum háreist sveitabýli. — Er sem armur Drottins Islands byggðum skýli. Það er margt að þakka þér, þótt búir fjarri. Andi þinn var ávallt okkar málum nærri. Dýrar gjafir gaístu: Gleði klukkan vekur. Skýlt mun verða’ í skógi, skjótt er vaxa tekur. Heill þér, aldni höldur! Heill á ættarslóðum. HeiII við hjarta landsins. Heill með öðrum þjóðum. Hlýjar heillakveðjur hollvættir þér syngi. Flytji fyllstu þakkir frægum Svarfdælingi. VALD. V. SNÆVARR. Verður fundin örugg bólusetning við flenzu Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna — WHO — gengst fyrir tveimur sérfræðingafundum í Stokkhólmi í yfirstandandi mánuði. Baðar þessar ráðstefnur verða haldnar á Karol- inska Institutet. Önnur fjallar um taugaveiki en hin um vandamál í sambandi við inflúenzu, sem er einn þeirra fáu smitsjúkdóma, sem læknavísindin hafa ekki fundið bólusetningu eða öruggt lyf gegn. Meðal annars verður rætt um, hvort menn geti smitast af inflúenzu frá dýrum, og hvort hugsanlegt sé að framleiða bóluefni, sem öruggt megi teljast gegn inflúenzu. Þetta verður í fyrsta sinn, sem læknar geta per- sónulega borið saman bækur sínar á alþjóðlegum vettvangi um reynslu þá, er þeir hlutu af Asíu- inflúenzunni í fyrra. Faraldur þessi varð sem kunnugt er allmörgum að aldurtila, en 6 milljónir manna víðs vegar um heim urðu rúmfastir lengur eða skemur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.