Dagur - 22.10.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 22.10.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 22. október 1958 Litlar breytingar frá síðasta þingi Kosningar forseta og fasta-' nefnda Alþingis fóru fram mánu- daginn 14. október. Forseti Sanieinaðs þings var kjörinn Emil Jónsson, fyrri vara- foi’seti Gunnar Jóhannsson, en Karl Kristjánsson annar varafor- seti. Skrifarar Skúli Guðmunds- son og Friðjón Þórðarson. Forseti efri deiidar var kjörinn Bernharð Stefánsson, en vara- forsetar Friðjón Skarphéðinsson og Alfreð Gíslason. Forseti neðri deildar var kjör- inn Einar Olgeirsson, en varafor- setar Halldór Ásgeirsson og Áki Jakobsson. FASTANEFNDIR. SAMEINAÐ MNG. Fjárveitinganefnd: Halldór Ásgrímsson, fundar- skrifari, Pétur Ottesen, Karl Kristjánsson, Karl Guðjónsson, formaður, Jón Kjartansson, Frið- jón Skarphéðinsson, Halldór E. Sigurðsson, Magnús Jónsson, Sveinbjörn Högnason. Allsherjarnefnd. Eiríkur Þorsteinsson, fundar- skrifari, Jón Sigurðsson, Ásgeir Bjarnason, Benedikt Gröndal, formaður, Björn Olafsson, Alfreð Gíslason, Steingrímur Stoinþórs- son. Þingfararkaupanefnd: Eiríkur Þorsteinsson, formað- •ur, Jón Pálmason, Gunnar Jó- hannsson, Pétur Pétursson, fund arskrifari, Kjartan J. Jóhanns- .son. Utanríkismálanefnd: Aðalmenn: Gísli Guðmundsson, Olafur Thors, Steingrímur Stein- þórsson, Emil Jónsson, Bjarni Benediktsson, Finnbogi R. Valdimarsson, Sveinbjörn Högna son. — Varamenn: Páll Zóphoníasson, Jóhann Jósefsson, Halldór Ásgrímsson, Gylfi Þ. Gíslason, Björn Olafsson, Einar Olgeirsson, Halldór E. Sigurðs- son. Ivjörbréfanefnd: Gísli Guðmundsson, formaður, Bjarni Benediktsson, Áki Jakobs son, Alfreð Gíslason, fundar- skrifari, Friöjón Þórðarson. EFRI DEILD. Fjárhagsnefnd: Bernharð Stefánsson, formað- ur, Gunnar Thoroddsen, Eggert Þorsteinsson, Björn Jónsson, fundarskrifari, Jóhann Jósefsson. Samgöngumálanefnd: Sigurvin Einarsson, fundar- skrifari, Jón Kjartansson, Frið- jón Skarphéðinsson, Björgvin Jónsson, formaður, Sigurður Bjarnason. Landbúnaðarnefnd: Páll Zóphoníasson. formaður, Friðjón Þórðarson, Finnbogi R. Valdimarsson, Sigurvin Einars- son, fundarskrifari, Sigurður O. Olafsson. Sjávarútvegsnefnd: Björgvin Jónsson, Jóhann Jós- efsson, Björn Jónsson, formaður, Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum Svarfaðardal 19. olct. Undanfaran daga hefur verið hlýtt í veðri og nokkur úrkoma. Snjórinn, sem kom hér á dögun- um, er alveg horfinn úr byggð og tjallahlíðum nokkuð upp eftir. Sauðfjárslátrun er lokið, en .-stórgripir verða felldir næstu daga. Þann 16. þ. m. var óvenju gestkvæmt að Bakka. Bar það til, að fyrrverandi húsfreyja á Bakka, Kristín Jónsdóttir, varð níræð þennan dag. Komu því :margir, bæði ættingjar og vinir, •til að flytja henni hamingjuóskir. ’Ung, heimasæta á Jarðbrú, giftist hún Vilhjálmi Einarssyni, og bjuggu þau á fleiri en einum stað næstu ár. En árið 1904 flytja þau að Bakka og búa þar til ársins 1933, er Vilhjálmur deyr. Hefur því Kristín dvalið hjá syni sínum og tengdadóttur, sem tóku vi? jörðinni. Vilhjálmur Einarsson var ann- álaður atorkumaður og átti í störframkvæmdum á þeirrar tíðar vísu. Var því heimilið á Bakka mannmargt. Þeim hjónum íæddust tólf börn og eru átta þeirra á lífi. Það ræður af líkum, að húsfreyjan hefur ekki mátt sitja auðum höndum, ef vel átti 'að sjá fyrir þörfum allra. En það ætla eg, að Kristínu hafi ekki orðið það um megn, enda var hún þrekmikil kona og hraust og ekki gjörn á að hlífa sér við skyldustörfin. Kristín er enn vel ern, hefur góða heyrn og getur lesið gler- augnalaust. Hún er bókhneigð, og á það til að lesa fram eftir nóttu og verður ekki meint af. Dag hvern vinnur hún að tóskap eins og hún hefur gert möi'g undanfarin ár. Lætur sú iðja henni vel. Hún er mikilvirk og handbragðið smekklegt. Hún er margs kunnandi í ýmiss konar prjóni og hefur margur hlutur- inn verið fenginn hjá henni til vinargjafar, svo að verk hennar hafa víða borizt um landið. Kristín er trygglynd mann- kistakona. Mun sá ekki hafa verið ber að verki, sem vann sér traust hennar og vináttu. Kristín mun hafa eignast 89 afkomendur og eru 77 þeirra á lífi. Þökk sé þessari konu fyrir dagsverkið. H. S. Þeir, sem hafa fengið scnda miða til sölu í happdrætti Framsóknarflokksins, eru vin- samlegast beðnir að gera skil til lngvars Gíslasonar í skrif- stofu Framsóknarflokksins fyr ir mánaðamótin nóv.-des. - Eggert Þorsteinsson, fundarskrif- ari, Sigurður Bjarnason. Iðnaðarnefnd: Björgvin Jónsson, fundarskrif- ari, Gunnar Thoroddsen, Eggert Þorsteinsson, formaðui', Björn Jónsson, Jóhann Jósefsson. Heilbrigðis- og félagsmálanefnd: Karl Kristjánsson, fundarskrif- ari, Friðjón Þórðarson, Alfreð Gíslason, formaður, Eggert Þor- steinsson, Sigurður Ó. Ólafsson. Menntamálanefnd. Sigurvin Einarsson, formaður, Gunnar Thoroddsen, Friðjón Skarphéðinsson, fundarskrifari, Finnbogi R. Valdimarsson, Sig- urður Ó. Ólafsson. Allsherjarnefnd: Páll Zóphoníasson, Friðjón Þórðarson, Friðjón Skarphéðins- son, formaður, Björn Jónsson, fundarskrifari, Jón Kjartansson. NEÐRI DEILD. Fjárhagsnefnd: Skúli Guðmundsson, formaðui', Jóhann Hafstein, Einar Olgeirs- son, Emil Jónsson, fundarskrif- ari, Ólafur Björnsson. Samgöngumálanefnd: ■x Eiríkur Þorsteinsson, Jón Pálmason, Karl Guðjónsson, fundarskrifari, Páll Þorsteinsson, íormaður, Ingólfur Jónsson. Landbúnaðarnefnd: Ásgeir Bjarnason, formaður, Jón Sigurðsson, fundarskrifari, Gunnar Jóhannsson, Ágúst Þor- valdsson, Jón Pálmason. Sjávarútvegsnefnd: Gísli Guðmundsson, formaður, Pétur Ottesen, Áki Jakobsson, Karl Guðjónsson, fundarskrifari, Sigurður Ágústsson. Iðnaðarnefnd: Ágúst Þorvaldsson, fundar- skrifari, Bjarni Benediktsson, Emil Jónsson, formaður, Pétur Pétursson, Ingólfur Jónsson. Ileilbrigðis- og félagsmálanefnd: Steingrímur Steinþórsson, for- maður, Ragnhildur Helgadóttir, Gunnar Jóhannsson, fundar- skrifari, Benedikt Gröndal, Kjartan J. Jóhannsson. Allsherjarnefnd: Gísli Guðmundsson, fundar- skrifari, Bjarni Benediktsson, Gunnar Jóhannsson, Pétur Pét- ursson, form., Björn Ólafsson. Herbergi óskast, helzt á Brekkunni. Upplýsingar hjá Gy,ðlaugi Friðpjúfssy n i, sími 1700. Geri hnappagöt og Zik-Zakka. SÍMI 2474. Ávarp frá Barnaverndarfélagi Ák. Góðir Akureyringar! Næstu daga mun Barnavernd- ai'félag Akureyrar hafa fjáröflun fyrir starfsemi sína, með merkja- sölu, bazar og kaffisölu. Enn- fremur mun ykkur verða boðið að kaupa barnabókina Sólhvörf. Ekki er nema eðlilegt þótt fólk spyrji: Hvað er þetta Barna- verndarfélag og hvað starfar það? Mun nú verða reynt að svara því. Barnaverndarfélag Akureyrar er félag áhugamanna, sem vilja leitast við að koma yngstu borg- urum bæjarins til hjálpar og vernda þá, m. a. fyrir hætíum götunnar. Sé skyggnzt um garða, verður fljótt ljóst, að þörfin er mikil og verkefnin mörg, svo mörg, að lítið og fámennt félag fær þar litlu áorkað. — Allt það, sem að gagni má koma, kostar bæði mikið og fórnfúst starf og mikla fjármuni. En þrátt fyrir það ei' engin ástæða til að örvænta og leggja árar í bát. Fyrir því eru mörg dæmi að slík félög hafa unnið mikið þrekvirki og margt gott hefur sprottið af starfi þeirra, sem fæstir vildu án vera, er þar hafa notið góðs af. Er Sumargjöf í Reykjavík nærtækasta dæmi þess. Það félag er fyrir löngu orðið svo kunnugt af starfscmi sinni og á svo miklum vinsæld- um að fagna í höfuðborginni, að auðsætt er, að það hefur mörgu og miklu góðu komið til leiðar. Mun flestum svo kunnug starf- semi þess, að óþarft er að orð- lengja um það. Geta má þess, að Barnavernd- arfélag Akureyrar er systurfélag Sumargjafar, þó að það beri ann- að nafn. , Þó að Barnaverndarfélag Ak- ureyrar sé fátækt og fámennt hefur það nú ráðist í það stór- virki að koma upp myndarlegu húsi, þar sem það hyggst í fram- tíðinni reka leikskóla fyrir yngstu börnin. Eru nú loks fyrir hendi nauðsynleg leyfi og byrj- unarframkvæmdir hafnar að byggingu hússins. Þótt félagið ráði nú yfir nokkru fjármagni, er auðsætt, að það muni skammt hrökkva til að Ijúka verkinu. En félagið trúir á skilning og velvilja bæjaibúa. Það treystir Gluggatjaldaefni, glæsileg mynstur og litir. A teiknaðir jóladúkar og reflar Enn fremur mikið úrval af lífstykkjum, slankbeltum, sokkabandabel tuin og brjóstahölduin. ANNA & FREYJA Herbergi til leigu SÍMI 2357. því, að Barnaverndarfélag Ak- ureyrar eigi eftir að njóta eins almennra vinsælda og Sumargjöf nýtur í Reykjavík. Góðir samborgarar! Stöndum saman um að skapa yngstu borg- urum þessa bæjar svipaða að- stöðu og jafnaldrar þeirra njóta í flestum stærri bæjum, í öllum þeim löndum, sem fremst standa í menningar- og mannúðarlegu tilliti. Að hlúa sem bezt að viðkvæm- asta gróðrinum, er . sama og leggja gull í lófa framtíðarinnar. Gerist meðlimir í Barnavernd- arfélagi Akureyrar. Á þann hátt styrkið þið félagið á beztan og varanlegastan hátt. í stjórn Barnaverndarfélags Akureyrar. Theódór Daníelsson, Hannes J. Magnússon, Pétur Sigurgeirsson, Jón JÚI. Þorsteinsson, Elísabet Eiríksdóttir. ÚR BÆ OG BYGGÐ LeiSrétting. Samkvæmt frétt af afkvæmasýningum á hrútum í Eyjafirði í haust, skal þetta leið- rétt: Þar var sagt að Jökufl, eig- andi sauðfjárræktarfélagið Vísir í Arnarneshreppi, hefði hlotið III. verðlaun fyrir afkvæmi, en það var ekki rétt, hann hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi. í sömu frétt féll niður nafn á einum hi'út, sem sýndur var með af- kvæmum, Koll, Syðri-Bægisá, en hann hlaut III. verðlaun fyrir af- kvæmi sín. Gjafir og áheit til ÆFAK. Kr. 50 frá gömlum félaga. Kr. 100 frá T. H. — Kærai' þakkir. Gjald- kerinn. Gjöf til ÆFAK. Á afmælisdegi félagsins 19. okt. barst félaginu 500 króna gjöf frá Ó. B. — Kærar þakkir. — G. J., gjaldkeri. í síðasta töluhlaði voru ráð- herraár Jóns Pálmasonar rangt tímasett. Pennaræpa fslendings vegna þeirrar villu breytir auð- vitað engu um hina svokölluðu „bændavináttu íhaldsins" og skósveina þess. Verður nánar vikið að því síðar. SÍS vann. — í firmakeppni í knattspyrnu, sem lauk sl. laugar- dag, fóru leikar svo, að SÍS vann eftir tvo úrslitaleiki við KEA með 2 mörkum gegn engu. Kvenfélagi Hlíf heldur fund í Pálmholti þriðjudaginn 28.okttó- ber kl. 9 e. h. — Dagskrá: 1. Sagt frá sumarstarfinu. — 2. Skýrsla hlutaveltunefndar. — 3. Skemmti atriði. — Konur taki með sér bolla og bi;auð. Farið vei'ður frá Ferðaskrifstofunni kl. 8.30. Aðrir viðkomustaðir: Hafnarstræti 20 (Höpfner) og Sundlaug. Stjói'nin. Bíllyklai* töpuðust fyrir nokkru, fyrir utan Hótel KEA. — Skilvís finn- andi geri aðvart á afgr. Dags Bíll til sölu Vedette, model 1950, er til sölu. Upplýsingar á BSA- verkstæði h.f. í síma 1309. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir 24. þ. m.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.