Dagur - 22.10.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 22.10.1958, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 22. október 1958 Mennirnir vildu hælla, en Skotta neilaði grafa og var það seinlegt verk. Loks vildu leitarmenn hætta, því að engin vegsummerki sáu þeir eftir mink. Skotta var ekki á sömu skoðun og neitaði að yfir- gefa staðinn, en gróf sjálf sem ákafast. Var þá grafið á nýjan leik og að lokum kom dýrið í ljós, og þurfti þá ekki að sökum að spyrja. Minkurinn var hinn grimmasti, og þótt ævi hans væri á enda, bar Skotta ljót merki um viðureignina. Undir árbakkanum fundu leit— armenn 5 bleikjur, sem minkur- inn hafðn lagt þar til geymslu. — Minka hefur orðið vart á nokkr- um stöðum í Eyjafirði. Minkurinn geymdi 5 bleikjur undir bakkanum. (Ljósm.: E. D.) Skotla með þrjá hvolpa. — (Ljósmynd: E. D.). Breytingariillögur á vegalögum Frá aðalfundi Félags áfengisvama- nefnda við Eyjafjörð sl. laugardag Telur nauðsyn á bættu samkomulialdi, m. a. með aukinni löff^æzlu ~ Mikil vínnotkun í afmælum Félag áfengisvarnanefnda við Eyjafjörð hélt aðalfund sinn laugard. 18: okt. í félagsheimili templara, Varðborg á Akuréyri. Mættir voru á fundinum, auk er- indreka áfengisvai-naráðs, Péturs H. Björnssonar, 19 fulltrúar frá 13 áfengisvarnanefndum við Eyjafjörð og í Fnjóskadal, en nefndirnar í félagsskap þessum eru 16. í upphafi fundarins minntist formaður félagsins, Stefán Ág. Kristjánsson, hins látna foringja, Brynleifs Tobiassonar áfengis- varnaráðunauts. Rætt var um ástand og horfur í áfengisvörnum héraðsins, og samkv. skýrslum stjórnar og fulltrúa, er þar við ýmis vanda- mál að etja, sérstaklega í sam- bandi við hin nýju félagsheimili í nánd við Akureyri, mikla vín- notkun og almenna í afmælis- veizlum og virðist nú bera mun meira á því í sveitunum en á Akureyri. Bólar jafnvel á þeirri óheppilegu stefnu, að sá þyki minni maður, sem ekki er með í drykkjunni. Samþykktar voru nokkrar til- lögur, þar á meðal gcrðar kröfur um að samdar verði og staðfestar reglur um opinbert samkomu- liald félagshcimila sýslunnar, hliðstæðar þeiin, sem gilda á Ak-" ureyri um opinberar skemmtan- ir, sérstaklega varðandi aldurs- takmark unglinga er slíkar skemmtanir mega sækja og settar hömlur á óþarfa ráp út og inn eftir klukkan 11,30 á kvöldin. — Einnig að bætt verði aðstaða lög- gæzlúmanna til geymslu ölóðra manna á skemmtistöðum o. fl. Pétur H. Björnsson erindreki flutti ágætt og fróðlegt erindi um ýmislegt í sambandi við áfengis- varnir og skipulag í þeim efnum. í stjórn félagsins voru kosnir: Valdimar Oskarsson, sveitar- stjóri, Dalvík, Helgi Símonarson, bóndi, Þverá, Svarfaðardal, og Davíð Árnason, stöðvai’stjóri, Endurvarpsstöðinni við Akur- eyri. Að fundi loknum var á vegum félagsins sýnd kvikmyndin Eg græt að morgni, í Borgarbíói, að viðstöddum fulltrúum fundai’ins, fréttariturum og blaðamönnum, við góða aðsókn héraðs- og bæj- arbúa. Ávarpaði fráfarandi for- maður félagsins sýningargesti, hét á blaðamenn til liðveizlu í áfengisvörnum og hvatti sérstak- iega unga fólkið til bindindis- semi. Landsmenn voru 166831 1. des. sl. r Mannf jölgun 3569 -1 sveitum er um 34000 manns Hundtík sú hin dýra og góða, sem Eyfirðingar keyptu á dög- unum fyrir 7 þúsund krónur og nefnd er Skotta, var þátttakandi í minkaleit á mánudaginn. Veiði- stjóri Saurbæjarhrepps er Eirík- ur Björnsson, Arnarfelli. — Við Djúpadalsá neðanverða þóttist Skotta finna minkaslóð og rakti hana örugglega að ánni. Þar hafði áin grafið undan grasbakka og hann sigið niður í vatnið. Þar var smuga á bak við, en of þröngt fyrir tíkina. Var þá tekið að Dýrmæt og höfðingleg listaverkagjöf Ásgrímur Jónsson ánafnaði ís- lenzka ríkinu nær 420 myndir og auk þess fjölda ófullgerðra mynda í arfleiðsluskrá sinni. Er þetta tvímælalaust sú lang dýrmætasta listaverkagjöf, sem ríkið hefur fengið. Menntamálaráð hefur tilkynnt eftirfarandi: „Eins og kunnugt er gaf Ás- grímur Jónsson, listmálari, ís- lenzka ríkinu mestan hluta eigna sinna eftir sinn dag, þar á meðal húseign sína við Berg- staðastræti í Reykjavík og lista- verk þau, er hann lét eftir sig. Hefur nú farið fram skrásetning og könnun þessarar miklu gjafar. Lætui1 Ásgrímur eftir sig 225 vatnslitamyndir og 198 olíumál- verk. Þar að auki eru 203 ófull- gerð olíumálverk og 33 ófull- gerðar vatnslitamyndir. Auk þessa eru mjög margar teikning- ar. í ráði er að efna til sýningar á listaverkum þeim, er Ásgrímur Jónsson gaf íslenzka ríkinu og verður sýningin væntanlega haldin næsta vor. Gefst mönnum þá kostur á að sjá hina dýrmætu gjöf þessa höfuðsnillings.“ Rjúpnaskyttur frá Akureyri lögðu leið sína til fjalla á mið- vikudaginn var, en þá mátti byrja að skjóta rjúpur. Þeir komu flestir tómhentir heim um kvöldið. Félagsbréf Almenna bókafélagsins Félagsbréf, það 9. í röðnni, er nýlega komið út. Ritstjórar þess eru Eiríkur Hreinn Finnbogason og Eyjólfur Konráð Jónsson. — Efni: Ljóð eftir Gunnar Dal, Tómas Guðmundsson og Þóri Bergsson, sagan Lyftistengur eftir A. Jashin, Fró Konráði Gíslasyni eftir Aðalgeir Krist- jánsson, Jón Þorleifsson skrifar greinina Hvert stefnir íslenzk málaralist, Þeir Ragnar Jóhann- esson og Lárus Sigurbjörnsson skrifa um bækur, bréf frá les- endum og almennar upplýsingar um störf félagsins, svo sem bóka- skrá o. fl. Flutningsnienn: Bernbarð Stef- ánsson og Friðjón Skarphéðins- son. Tillögurnar fluttar í efri tleild. Skíðadalsvegur: Af Hrísavegi vestan brúar á Skíðadalsá, inn Skíðadal að vestan að innri brú á Skíðadalsá. Aftan við 1. gr. bætist: 1. Fyrir „Ui’ðum“ í C. 51 komi: Skallá. Mörgum sýnast þau merki glögg, að nú muni rjúpnastofninn minnka mjög, bæði samkvæmt hinum tímabundnu sveiflum, sem fræðimenn telja að séu að mestu óháðar veiðum og friðun, og einnig vegna þess, að í sumar hafa rjúpur lítt sézt á venjuleg- um slóðum. Rjúpurnar hafa verið meira umdeildar en aðrir fuglar og meira er enn á huldu um lifn- aðarhætti þeirra en annarra ís- lenzkra fugla. Ennþá er til dæmis ekki úr því skorið, hvað því veldur að rjúpnastofninn nær gjöreyðist eða hverfur með til- tölulega fárra ára millibili. Rjúpnaskyttur héðan úr bæn- um sáu glögg mei’ki nokkurra mannafei’ða frá næstu dögum áður, ennfremur í’efaslóðir á gömlum rjúpnasvæðum. Er vand séð hvert erindi manna hefur vei’ið til fjalla rétt fyrir 15. þ. m., nema það hafi verið hið sama og refsins og báðir hafi þótzt kjöt- litlir þá dagana. 2. Á eftir C. 52 komi nýr liður: 3. C. 54 orðist svo: Dagverðareyiai’vegur: Af Norð urlandsvegi fyrir innan Mold- hauga, með álmu að gamal- mennahælinu í Skjaldai’vík, um Dagvei’ðareyi’i, Gásir, Skipalón og Hlaðir á Dalvíkui’veg við Hörgárbrú. 4. C. 57 orðist svo: Tjarnavegur: Af Eyjafjarðar- braut hjá Saurbæ, austur yfir brú á Eyjafjarðará að Tjöi’num. 5. Á eftir C. 57 komi nýr liður: Sölvadalsvegur: Frá brú á Eyjafjarðará hjá Saui’bæ inn Sölvadal að Þoi’móðsstöðum. Samkvæmt hagtíðindum var mannfjöldi á landinu í des. sl. samtals 166831. — Konur eru færri en karlar og munar það nær 1500. í Reykjavík eru konur þó liðlega tveim þús. fleii’i. í sveitum landsins eru tæpl. 34 þús. manns. í Reykjavík einni 67589 íbúar. Tæplega fjórða hvei-t fæddra bai’na er óskilgetið. íbúatala kaupstaða og sýslna fer hér á eftir: Kaupstaðir 1957 Reykjavík ............... 67.589 Kópavogur ................ 4.827 Hafnarfjörður ............ 6.400 Keflavík ................. 4.128 Akranes .................. 3.577 ísafjöi’ður ............... 2.708 Sauðái’krókur ............ 1.125 Siglufjörður ............. 2.758 Ólafsfjöx’ður ............... 885 Akureyri .................. 8.302 Húsavík ................... 1.397 Seyðisfjöi’ður .............. 730 Neskaupstaður ............. 1.372 Vestmannaeyjar............. 4.332 Sýslur. Gullbringusýsla ........... 5.003 Kjósarsýsla............... 2.123 Borgax-fjarðai’sýsla .... 1.472 Mýrasýsla ................. 1.822 Snæfellsnessýsla .......... 3.471 Dalasýsla ................. 1.110 A.-Barðastrandai’sýsla . . 598 V.-Bai’ðarstrandarsýsla . . 1.902 V.-ísafjarðai’sýsla ....... 1.817 N.-ísafjai’ðai’sýsla ...... 1.836 Strandasýsla .............. 1.639 V.-Húnavatnssýsla .... 1.369 A.-Húnavatnssýsla .... 2.275 Skagafjai’ðarsýsla ........ 2.721 Eyjafjai’ðai’sýsla......... 3.814 S.-Þingeyjarsýsla ......... 2.773 (Framhald á 7. síðu.) Óhlaðin byssa er ekki til Rjúpnaskytturaar eru komnar á kreik. Af því tilefni vill blaðið vekja athygli á eftifrfarandi, sem allir þeir, sem með byssu fara, ættu að hafa í liuga, ef það mætti verða til þess að forða voðaskotum: 1. Handleikið ætíð byssu, sem lilaðin væri. 2. Takið ætíð skot úr byssu og liafið lásinn opinn, er þér farið með byssu inn í bíl yðar, tjald eða hús. 3. Gætið jiess að hlaupið sé hreint og ekki í því mold eða snjór. Einnig að lás byssunnar sé í lagi. 4. Hafið ávallt fullt vald á stefnu hlaupsins, jafnvel þegar Jiér hrasið. 5. Halið ávallt ákveðið skotmark í huga, áður en þér takið í gikkinn. fi. Beinið aldrei byssu að <>ðru en því, sem J>ér ætlið að skjóta, jafnvel Jiótt tóm sé. 7. Skiljið aldrei við yður hlaðna byssu. 8. Klifrið ekki yfir girðingar né stökkvið yfir skurði með hlaðna byssu. 9. Skjótið aldrei á harðan, sléttan flöt eða vatnsyfirborð. 10. Snertið aldrei skotvopn undir áhrifttm áfengis. Vilhjálmur Stefánsson sagði eitt sinn: „Óhlaðin byssa er ekki til.“ Rjúpnaskytíur með litla veiði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.