Dagur - 22.10.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 22.10.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 22. október 1958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GlSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurim kostar kr. 75.00 Blaðið kemur át á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Þegar stjórnin tók við EYSTEINN JÓNSSON, fjármálaráðherra, komst þannig að orði í framsöguræðu sinni um fjárlaga- frumvarpið, er hann flutti sl. mánudagskvöld: ! „Áður en eg kem að sjálfu fjárlagafrumvarp- inu, mun eg fara nokkrum orðum um ástandið al- mennt í atvinnu- og efnahagsmálum. Er það nauð synlegur inngangur að umræðumumfjárlagafrum varpið, þar sem ástand efnahagsjnálanna yfirleitt hlýtur að setja sinn svip á ríkisbúskapinn. Það er kunnara en upp þurfi að rifja, að allt frá því á stríðsárunum, og sérstaklega frá 1942, hefur verið varanlegt verðbólguástand í landinu, þó nálgaðist jafnvægi í þjóðarbúskapnum um tveggja ára skeið. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við haustið 1956 var þannig ástatt, að framleiðslan bjó við stórfellt uppbótakerfi. Vísitöluskrúfan var í full- um gangi. Gífurlegur halli fyrirsjáanlegur fram- undan á öllum atvinnurekstri og ríkisbúskap. Ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar hlutu að gera ráðstafanir þegar haustið 1956 til þess að halda framleiðslunni gangandi. Varð ofan á að lappa upp á gamla uppbótarkerfið, en breyta þó nokkuð til. Náðist samkomulag við launastéttirn- ar og framleiðendur um að falla frá hækkun á kaupgjaldi og verðlagi sem svaraði 6 stigum í vísitölu, og dró það mjög úr veltu verðbólguhjóls- ins um sinn. Mun víst enginn hafa séð eftir því að þetta var gert eða talið tjón að því, nema þá stjórnarandstæðingar, sem reyndu að spilla því að þetta samkomulag næðist. Ekki var búizt við því að ráðstafanirnar haustið 1956 gætu valdið stefnuhvörfum né stórfelldum breytingum. Kom það einnig í ljós sl. haust, þegar yfirlit náðist um afkomuhorfur framleiðslunnar og þjóðarbúskapinn að tekjur til þess að standa undir uppbótum og ríkisbúskap höfðu verulega brugðizt vegna aflabrests og sakir þess, að of mikið var treyst á tekjur af innflutningi miður nauðsynlegra vara. Varð þá augljóst, einnig vegna aukins fram- leiðslukostnaðar, að enn varð að gera nýjar ráð- stafanir, ef framleiðslan og þjóðarbúskapurinn ætti að geta gengið hindrunarlaust. Var gerð mik- il úttekt á þessum málum öllum. Sýndi það sig við þá álitsgerð, sem færir hagfræðingar gerðu, að til viðbótar þessu þurfti enn að bæta stórkostlega hlut framleiðslunnar. Sýndi það sig, að afla hefði þurft 2—300 millj. króna nýrra tekna, til þess að geta haldið áfram með gamla laginu. Jafnframt þessu varð æ ljósara, að stórfelldar hættur fylgdu uppbótarkerfinu í þeirri mynd, sem það þá var. Uppbætur voru ákaflega misjafnar til einstakra atvinnugreina,og sumar urðu að búa við nær engar eða jafnvel engar uppbætur. Misræm- ið í verðlagi var af þessum sökum orðið óbærilegt og stórfelld hætta á því að einstakar þýðingar- miklar greinar þjóðarbúskaparins drægjust saman ^ða jafnvel vesluðust upp með öllu vegna þessa ósamræmis. Átti þetta bæði við einstakar greinar útflutningsframleiðslunnar og ekki síður einstaka þætti iðnaðarins í landinu og margvíslega þjón- ustu. Má þar nefna siglingar, skipasmíðar, járn- iðnað og svo mætti lengi telja þær atvinnugreinar, sem þrengt hafa að með gamla uppbótarkerfinu. Það varð því enn ljósara en nokkru sinni fyrr, að óhugsandi var að halda áfram með gamla laginu. Eftir miklar athuganir og mikið þóf, eins og gerist og gengur, varð ofan á að fara nýjar leiðir, án þess þó að kasta fyrir borð öllum fram- leiðsluuppbótum." Er íþróttaheiðurinn í hættu? SJALDAN EÐA ALDREI hafa brennivínsunnendur meðal iþróttamanna gert jafnmargar eða eftirtektarverðar tilraunir til að ganga af heiðri iþróttahreyf- ingarinnar dauðri og hér nyrðra í sumar. Áður hefur þetta verið gert að umtalsefni hér í blaðinu og einnig birt mynd af flöskum þeim undan áfengum drykkjum, sem aðkomnir íþróttamenn skyldu eftir í næturstað, þar sem þeir höfðu undirgengist að hafa ekki vín um hönd né brjóta við- urkenndai' umgengnisvenjur sið- aðra manna að öðru leyti. íþróttamenn þögðu við ádrep- unni, svo að hún mætti gleymast sem fyrst. En trúlegt er, að for- ráðamenn íþróttahreyfingarinnar hafi þó brugðið blundi. Hafi þeir ekki gert það, er líklegt að enn sigli á ógæfuhlið um ofnotkun áfengis hjá íþróttaflokkum, sem gera víðreist um landið á sumr- um. Almenningsálitið, sem er æðsti dómstóll í landinu, hefui' lengi tekið vægt á drykkjuskapnum, einnig íþróttamanna. En þó of- býður venjulegum borgurum að sjá ölóða íþróttamenn að keppni nýlega lokinni. Hinum almenna borgara ofbýður að sjá frækna og myndarlega íþróttamenn flutta ölóða í „steininn“ kvöldið eftir keppni. Almennt hefur verið lit- ið svo á, að sjómenn í landlegum væru manna slarkfengnastir á dansstöðum. Flokkar íþrótta- manna hafa afsannað þetta. — Sómakærir borgarar hafa orðiði undrandi yfir því, að virðulegar stofnanir hafa ekki óskað að setja húsmuni eða æru í hættu með því að hýsa suma hópa íþróttamanna, að fenginni reynslu. Og líklega er bezt að slá því föstu að áhorfendum hafi herfilega missýnst, er þeir þótt- ust sjá brennivínsflösku ganga á milli keppenda á opinberu íþróttamóti. Ávirðingar íþróttamanna af því tagi, sem hér hefur verið vikið að, eru ef til vill undantekningar. En þær undantekningar eru þó of margar til þess að þær séu til- viljun ein. Dagblöðin þegja algerlega við þessu máli, þegar Þjóðviljinn er undanskilinn. Hann varpar .að- eins fram þeirri spurningu, „hver þori“ að gera eitthvað raunhæft til úrbóta. Á meðan töluverður hluti íþróttamanna okkar stendur með annan fótinn í sporum drykkju- róna en hinn á íþróttavellinum og í auglýsaljóma blaða og útvarps, fúna rætur og feyskist það lífsins tré, — íþróttahreyf- ingin, — sem veita átti æskunni aukinn lífsþrótt og hamingju. Ef Iþróttasamband íslands, með öllum sínum sérráðum og undirdeildum, ásamt íþróttafull- trúa ríkisins, tekur ekki til sinna ráða og lætui' ekki framfylgja siðferðilegum lágmarkskröfum þeirra íþróttamannahópa, sem um landið fara, þá er svonefndur íþróttaheiður sannarlega í mikilli hættu. Hin dökka mynd, sem hér er Happdrætti Framsókndrflokks- ins býður upp á marga góða vinninga. Miðar fást í Blaða- sölunni við Ráðhústorg, Jónasi bóksala og í Járn- og glcr- vörudeild KEA. Dregið 23. des. dregin upp, þykir sennilega óvægin í garð íþróttamanna. Því er til að svara, að hún er af skuggahliðinni og til þess gerð að vara við alvarlegri hættu, en því er hættan mikil, að íþrótta- hreyfingin skipar veigamikinn þátt í uppeldismálum lands- manna. íþróttahreyfingin í landinu er mjök sterk. Geti hún ekki spyrnt fótum við sjálfrar sín vegna, er vandséð að öðrum takist það. Hrói Höttur í hverju húsi. ÞAÐ ER GAMAN að vera strákur og ejga teygjubyssur, lyklabyssur, vatnsbyssu, boga og örvar og sverð við hlið. Og margir ungir Akureyringar eru þeir lánsmenn að eiga þetta allt að leikföngum. Eldra fólkið hneykslast og minnist horna, leggja og skelja og hinna góðu og gömlu tíma, þegar börn voru ekki til leiðinda. En nú er Hrói Höttur í hverju húsi. Skothvellirnir kveða við í öll- um áttum, seint og snemma. Þar eru lyklabyssurnar. í skólunum má ekki gera hvelli. Þar eru vatnsbyssurnar hentugri. Skóla- mennirnir vinna auðvitað gegn ósóma þessum, ðg á heimilum hrökkva foreldrarnir við, rétt sem snöggvast, þegar heyrist að drengir hafi skaddast á auga af völdum nefndra leikfanga. Og þá fer gamanið að grána. Skólar og heimili þurfa að taka höndum saman og bægja hættunni frá. Enginn drengur vill verða valdur að því að jafnaldri hans missi sjónina. En snúum okkur þá að for- eldrunum. Það er víst minna gaman að eiga börn nú en áður. Og það er ennþá minna gaman að vera heima á kvöldin og gera heimilið svo vistlegt og aðlaðandi fyrir börnin, að þau kjósi að vera heima. Lítill tími er til að segja börnum sögur, en öll börn eru sólgin í þær. Ennþá minni tími er til að hjálpa þeim við skólalærdóminn og allra sízt tími til að hjálpa þeim við föndur af einhverju tagi eða tala við þau um þeirra áhugamál eða lesa fyrir þau skemmtilegar bækur. Skyldi það ekki vera ómaksins vert fyrir foreldrana, að hugsa um þá hlið málsins um leið og börnunum er álasað fyrir „ókristilegt framferði seint og snemma"? Dúfurnar í bænum. „NÚ ERU DÚFURNAR orðn- ar svo margai' í bænum, að nauð- syn ber til að eyða þeim að nokkru. Annars er hætt við að þær verði hungurmorða í vetur.“ Svo lét einn vel þekktur borgari ummælt, er hann leit inn á skrif- stofur blaðsins nýlega, og hefur hann lög að msela. Bæjarstjórnin þarf að kynna sér þetta mál nú í haust og gera þær ráðstafanir, er hún telur réttastar í þessu sam- bandi. Bananahýði. EKKI ÞARF að auglýsa ban- ana. Þegar þeir fást hér í verzl- unum liggur hýðið af þeim eins og hráviði á götum og gangstétt- um. Þetta er óþrifalegt í meira lagi. Hitt er þó öllu verra, að mörgum verður hætt við fóta- skorti ef þeir stíga á það. „Það er hált eins og gler.“ Margir hafa fengið af þessu ljótar byltur og meiðsli. Sagaphone-tungumálanámskeið Æskulýðsheimili templara gengst íyrii þeim. Kennd verða enska og þýzka . íslendingar hafa alla jafna verið taldir námfúsir, og mjög margt verið gert til þess að auka almenna menntun landsmanna. Eitt er það, sem hugui' þeirra hefur mjög staðið til, og er það tungumálanám. Slíkt nám hefur þó alla jafna verið miðað við langskólanám, en hins vegar reynst erfiðara fyrir fólk að geta „aukið anda sinn“ á sviði málakunnáttu utan hinna föstu, starfandi skóla. Nú er það svo, að margt fólk vill gjarna öðlast nokkra tungumálakunnáttu — og þá einkum í talmáli — án þess að sitja árum saman á skólabekk. Nokkuð hefur verið bætt úr þessu með námskeiðum útvarps og sérstakra stofnana, svo sem SÍS í Reykjavík, og er slíkt vitanlega til mjög mikilla bóta. Nú hefur hins vegar komið fram ný aðferð til tungumálakennslu og nýtur hún síaukinna vin- sælda. Með aðferð þessari getur fólk bjargað sér á hinu erlenda máli á tiltölulega skömmum tíma, og skal þessum námskeiðum, sem nefnast Sagaphone- tungumálanániskeið, lýst nokkru nánar. Sagaphone-námskeiðin eru talnámskeið, sem miða að því að gera fólk sjálfbjarga á hinu erlenda máli á sem allra skemmstum tíma. Sagaphone í Reykjavík lánar námsflokkum úti á landi segulband með tungumáli því, sem verið er að nema. Auk þess sendir Sagaphone nauðsynleg verkefni á meðan námið stendur yfir. Markmiðið er, að nemendur geti bjargað sér í hinu erlenda máli eftir einn vetur — eða eftir 50 stunda nám, en vitanlega verða nemendur að stunda námið mjög vel. Sagaphone- námskeiðin eru byggð upp þannig, að námið er mun auðveldara en með ýmsum eldri að- ferðum, en auk þess eru Sagaphone-tungumála- bækurnar þannig samdar, að nemandinn nær strax fastari tökum á málinu og losnar við ýmsa erfið- leika, sem óumflýjanlega voru með notkun eldri aðferða. í Sagaphone-tungumálabókunum eru aðeins not- uð hagnýt orð og setningar, og getur nemandinn því strax hagnýtt sér það, sem hann hefur lært. Loks má geta þess, að Sagaphone-segulböndin eru töluð af innfæddum mönnum, og hefur í því sambandi verið lögð sérstök áherzla á góðan radd- blæ og eðlilega beitingu raddarinnar í hverju máli. Sagaphone-námskeiðin eru einnig ætluð börnum í éfstu bekkjum barnaskóla, og er þegar fengin reynsla af góðri hagnýtingu slíkra námskeiða. — Sagaphone-námskeiðin (Sagaphone I A og B) eru 50 klukkustundir fyrir fullorðna og 80 kennslu- stundir (Sagaphone I A, B, C og D — tveir vetur) fyrir börn. Notið tækifærið — Sagaphone vill hjálpa ykkur til að hagnýta allar tómstundir sem bezt. Æskulýðsheimili templara gengst fyrir SAGA- PHONE-námskeiðum hér í bænum í ensku og þýzku, ef næg þátttaka fæst. Kennari í ensku verður Aðalsteinn Jónsson, efnafræðingur. en þýzkuna kennir Gerhard Meyer, ullarfræðingur. Þeir, sem hafa hug á námskeiðum þessum snúi sér til Tryggva Þorsteinssonar. Hann er til viðtals í Varðborg á þriðjudögum og föstudögum kl. 5—7 og kl. 8—10 e. h. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Það er auðvelt að samþykkja ríkisrekstur á tækjum, sem aðrir eiga. -----o----- Hafið þið nokkurn tíma heyrt þess getið, að maður hafi sagzt ekki geta sofið vegna samvizku sinnar? -----o----- Það tekur ræðumanninn helmingi lengri tíma að segja frá því sem hann heldur en því sem hann veit. -----o----- Það er nú komið svo, að heiðarlegir menn eri£ farnir að blygðast sín fyrir að halda á nútíma bók-. um í hendi sér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.