Dagur - 22.10.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 22.10.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 22. október 1958 D A G U R 7 í lausri vigt og pökkum. P 0 F L I N í mörgum litum. ííentugt í úlpur og fleira. Vefnaðarvörudeild - Mannf jöldi á íslandi (Framhald af 8. síðu.) N.-Þingeyjarsýsla ....... 1.996 N.-Múlasýsla ............ 2.492 S.-Múlasýsla ............ 4.212 V.-Skaftafellssýsla .... 1.425 A.-Skaftfellssýsla ...... 1.234 Rangárvallasýsla ........ 3.088 Árnessýsla .............. 6.500 Skemmtildúbbur Léttis SPILAKVÖLD í Alþýðuhús- inu fösutd. 24. þ. m. kl. 8.30. Munið spilakvöld Léttis. SKEMMTINEFNDIN. Vaxdúkur og plasfdúkur í úrvali. Vefnaðarvörudeild Ný sending. I jölbreytt úryal. SÍMI 1261. TILKYNNING til sauðf járeigenda. Athygli sauðfjáreigenda á Akureyri er hér með vakin á 59. gr. lögreglusamþykktar bæjarins nr. 44/1954 um bann við því, að sauðfé gangi laust í bæjarlandinu. Samkvæmt heimild í fi 1. gr. lögregtusamþykktarinnar verður £é, sem finnst laust í bæjarlandinu, liandsamað, en afhent réttum eigendum gegn greiðslu, kr. 10.00 fyr- ir liverja kind. Jafnframt geri fjáreigendur grein fyrir þvi, livernig vörzlu fjárins verði háttað. Bæjarstjórinn á Akureyri 21. október 1958. MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON. TILKYNNING NR. 27/1958. Innflutningsskrifstofan liefur ákveðið að framlengja fyrst um sinn ákvæði tilkynningar nr. 21 frá 8. septem- ber 1958 um undanþáguverð á nýrri bátaýsu þar sem sérstakir örðugleikar eru á öflun hennar. Reykjavík, 15. október 1958. VERÐ LAGSSTJ ÓRINN. fyrirliggjandi. 400x12 560x13 640x13 400x15 500x15 550x15 590x15 670x15 710x15 500x16 525x16 600x16 650x16 700x16 750x16 900x16 1000x18 900x20 1000x20 Véla- og búsáhaldadeilc Huld 595810227 — VI — 2: : O. O. F. Rb. 2 — 10810228V2 — I. I. O. O. F. — 1401024814 — Kirkjan. Messað í Lögmanns- hlíðarkirkju á sunnudaginn kl. 2 síðdegis. (Vetrarkoman.) Sálmar nr. 518 — 687 — 669 — 514 — 516. — P. S. — Aðalsafnaðar- fundur að lokinni messu. — Bíl- ferð frá gatnamótunum í þorpinu kl. 1.30 e. h. — Messað í Akur- eyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Vetrarkoman. Sálmar nr. 514 — 396 — 516 — 519 — 678. K. R. Möðruvallaklausturspresíakall. Messað á Möðruvöllum sunnu- daginn 26. okt. kl. 2 e. h. Glæsi- bæ sunnudaginn 2. nóv. kl. 2 e. h. Fundir í ÆFAK. Stúlknadeild heldui' fund í kapellunni kl. 5 síðdegis á sunnu- daginn. — Allar fermingai-stúlk- ur frá liðnu vori innilega vel- komnar. — Hin nýkjörna stjórn sér um fundinn. — Fundur í drengjadeild n.k. sunnudag kapellunni kl. 10.30 f. hádegi. Ljósberasveitin sér um fundar- efni. — Fjölmennið. Viðtalstími minn er heima að Hamarstíg 24 kl. 6—7, en ekki í kirkjunni eins og áður. — Pétur Sigurgeirsson. Zíon. — Sunnudagur 26. októ ber: Sunnudagaskóli kl. 11. Skuggamyndasýning. Oll börn velkomin. — Almenn samkoma kl. 20.30. Benedikt Arnkelsson, cand. theol., talar. Allir hjartan- lega velkomnir. Hjálpræðisherinn. — Sunnudag 26. okt. ki. 2: Sunnudagaskóli, kl. 20.30 e. h.: Minningarsamkoma um Guðmund J. Seyðfjörð. — Verið velkomin. Æfingar í íþróttahús- inu eru hafnar. — Þeir, sem ætla að vera með í æfingum í vetur í eftir- töldum greinum, eru beðnir að láta vita í íþróttahús- inu n.k. föstudag milli kl. 4 og 9, sími 1617: Knattspyrnu, körfu- knattleik, handknattleik stúlkna og frjálsum íþróttum. — Stjórn K. A. — KA, sunddeikl Tímar í sundlauginni eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 9—10 e. h. Sunddeild.O Munið spilakvöld Léttis á föstudaginn. Sjá augl. í blaðinu í dag. Skógræktarfélag Tjarnargerðis heldur fund að Stefni 22. þ. m. kl. 8.30 e. h. — Rætt um vetrar- starfið. Mætið vel og hafið með ykkur kaffi. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigrún Hjálmarsdóttir, ljósmóðir frá Villingadal, og Ólafur Rúne- bergsson frá Kárdalstungu, Vatnsdal, Austur-Húnavatns- sýslu. Hjúskapur. 8. þ. m. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guð- ný Halldórsdóttir, Litla-Hvammi við Akureyri, og Sæmundur Pálmi Eiríksson, bóndi. Heimili þeirra verður að Karlsstöðum í Ólafsfirði. Hjúskapur. 17. okt. sl. voru gefin saraan í hjónaband ungfrú Alda Aradóttir og Valgarður Stefán Þorgeirsson. — Heimili þeirra verður að Oddeyrargötu 10, Akureyri. Sigurlína Friðriksdóttir, Syðra- Gili í Hrafnagilshreppi, varð átt- ræð fimmtudaginn 16. þ. m. Konur, Akureyri! Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur bazar 8. nóv. n.k. Velunnarar kirkjunnar, sem vilja gefa muni, eru vinsam- lega beðnir að koma þeim til undirritaðra eða hringja og verða þeir þá sóttir. Aðalheiður An- tonsdóttir, Fróðasundi 3, sími 2068, Helga Daníeisdóttir, Grænugötu 6, sími 1898, Lára Jónsdóttir, Kringlumýri 29, sími 2029, Margrét Elíasdóttir, Byggðaveg 94, sími 2297, Sesselja Eldjárn, Þingvallastræti 10, sími 1247, Þórhildur Hjaltalín, Grund argötu 6, sími 1196. Skemmitklúbbur Iðju er að hefja starf. Athugið að ágóðinn rennur til styrktai' sjúkum Iðju- félögum, og er það mjög til fyr- irmyndar. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins á Akureyri sendir bæjarbú- um beztu þakkir fyrir ágæta muni og ómetanlega aðstoð við hlutaveltuna síðastl. sunnudag. Nefndin. Nonnahúsið verður lokað í vet- ur. Síðast verður það opið til skoðunar sunnudaginn 26. þ. m. Fundur verður í Húseigenda- félagi Akureyrar í Landsbanka- salnum mánudaginn 27. þ. m. og hefst kl. 8.30 e. h. Ólafur Jónsson hefur framsögu um hitaveitu fyrir Akureyri. Bazar heldur Austfirðingafé- lagið á Akureyri í Rotarysal Hó- tel KEA sunnudaginn 26. þ. m. kl. 4 e. h. Margt góðra muna. Austfirðingafél. hefur kvöld- vöku að Ásgarði annað kvöld, svo sem auglýst er í blaðinu í dag. Verkakvennafél. Eining heldur íélagsfund sunnud. 26. okt. kl. 3.30 í Ásgarði (Hafnarstræti 88). Þar verður rætt um ýmis félags mál, starfið á komandi vetri, sagt frá nýju samningunum o. fl. — Félagskonur eru beðnar að hafa með sér kaffi. Húnvetningafélagið hefur spila- kvöld í Landsbankahúsinu n.k. laugardag (fyrsta vetrardag) kl. 8.30 e. h. Spiluð verður regn- bogavist og síðan dansað. Félags- fólk er beðið að fjölmenna og taka með sér gesti. Stjórnin. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 fundur fimmtudaginn 23. okt. kl. 8.30 e. h., stundvíslega. Inntaka nýliða. Kosningar. Skýrslur og innsetning embættismanna. Inn- heimtuþáttur. Afhentir frímiðar. Vetrarstarfið. Regnbogavist eða Bingo. Skorið á yngri sem eldri félaga að mæta. Frá UMSE. Hin árlega skák- keppni sambandsins (fjögurra manna sveitarkeppnin) hefst 1 þinghúsi Glæsibæjarhrepps föstu daginn 31. okt. n.k. kl. 9 e. h. — Sömu reglur gilda á mótinu og voru á síðastl. ári. Þátttaka tíl- kynnist til Þóroddar Jóhanns- sonar, Holtagötu 4, Akureyri, fyrir 28. okt. Sími 1875. — í þátttökutilkynningu er skylt að skýra frá niðurröðun manna í skáksveitunum. — Stjórnin. Glatast hefur áskriftarlisti, sem lá frammi í Bókabúð Rikku, að bók Steingríms Sigurðssonar. — Þeir, sem skrifuðu sig á listann, eru góðfúslega beðnir að líta inn í bókaverzluninp og rita nöfn sín á nýjan leik. Barnastúkurnar halda fund næstk. sunnudag í Barnaskóla Akureyrar. Samúð kl. 10 árdegis og Sakleysið kl. 1. Nánar auglýst í skólunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.