Dagur - 14.01.1959, Page 5

Dagur - 14.01.1959, Page 5
Miðvikudaginn 14. janúar 1959 D A G U R 5 Hverju eiga konur að klæðast? Á hörðu vori Höf. Iiannes J. Magnús- son. Bókaúgáfan Norðri. Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri á Akureyri, sendi frá sér tíundu bók sína fyrir jólin og nefnir hana Á liörðu vori. Hún er framhald af bókinni Hetjur hversdagslífsins, sem út kom ár- ið 1953. Þessar bækur eru end- urminningar höfundar. Hin síðari nær yfir tímabilið 1914—1924. Þessi bók er eflaust sönn frá- sögn af ævi höfundai'ins á um- ræddu tímabili. Þar er samein- aður endurminningastíll og skáld söguform og fer vel. Öll mótast sagan af einlægni og bjartsýni og trúnni á guð og menn. ívafið er hógvær gamansemi. Erásögnin hefst á endurminningum æsku- heimilisins í Skagafirði. Þar er náttúrufegurð mikil, brött fjöll að baki en víðir vellir framund- an. Gæðingarnir og stóðið, kind- urnar og kýrnar, smalahundur- inn og hin daglega önn við fjöl- breytt sveitastörf í nánum tengslum við náttúruna móta unglinginn og veita honum víð- ari sjónhring og heilbrigða hugsun. Af einstökum köflum bókar- innar má nefna Nótt í Paradís, undurfagra lýsingu á íslenzku vori. Þegar gamli tíminn kvaddi, segir frá fyrstu fréttunum af fyrri heimsstyrjöldinni, Símon í Litladal segir frá gáfuðum og sérkennilegum bónda, Draumur og veruleiki er þroskasaga sveitadrengsins, Frá garðshorni til kóngsríkis er um fyrstu spor- in til mennta og heimilið á Frostastöðum. Rifið og reist er mjög athyglisverður kafli. Þar vefur höfundur saman stríðs- fréttum og byggingu nýrrar bað- stofu í Toi'fmýri. Meðan grimmi- leg styrjöld geisaði á meginlandi Evrópu, borgir brenndar og skipum sökkt urðu menn að tyggja baðtóbak í Skagafirði og á sama tíma og herráðsforingjar styrjaldaraðila brugguðu hver öðrum banaráð og skammt var til hruns, héldu ungir menn fund í Lambhúsinu í Djúpadal og ákváðu að gefa út sveitablað. Veröldin var komin inn í brennsluofn hins nýja tíma. Höfundur segir frá kynnum sínum við marga þá menn,. er síðai' ber hátt í sögunni, meðal annarra Ásgeir Ásgeirsson kenn- ara við Kennaraskóla fslands, núverandi forseta, og séra Ás- mund Guðmundsson skólastjóra á Eiðum, nuverandi biskup. En hér vinnst ekki tími til að rekja efni bókarinnar. Náttúru- lýsingar eru víða með ágætum, mannlýsingar einnig, og þótt kaflarnir fjalli um óskyld efni, mynda þeir þó eina órofa heild. Bakgrunnurinn ei' sá umbrota- tími sögunnar, sem Iiannes J. Magnússon hefur lifað og skilið betur en almennt gerist. Á hörðu vori sýnir það, svo að ekki verður um villzt, að góðir höfundar þui'fa ekki að kafa í sora mannlífsins til að skrifa girnilegar og skemmtilegar bæk- ur. Það þurfa heldur ekki nein undur eða stórmerki í góða sögu, sem gaman er á að hlýða. Það þarf ekki annað en góðan sögu- mann og það er Hannes J. Magn- ússon. Sjálfsævisaga Björns Eysteinssoiiar J Bókaútgáfan Norði. Húnvetnski bóndinn, Björn Eysteinsson, var mjög þekktur ríkisbóndi í Húnavatnssýslu. Um hann gengu margar sögur og sumar þeirra með þjóðsögublæ. Þegar hann var á sjötugsaldri fékk Sigurður Sigurðsson hann til að skrifa ævisögu sína og gerði hann það á árunurp 1913— 1914, en síðar bætti Sigurgeir sonur hans og Kristbjörg Péturs- dóttir, ráðskona hans, nokkru við í frásögnina og er það merkt og sérskilið, svo að frásögn gamla mannsins heldur sér óbreytt. Ævisaga Björns er stórmerki- leg fyrir margra hluta sakir. Hún segir frá harðindaárunum upp úr 1880, flótta manna til Ameríku, mannraunum, hungri og horfelli, auk þess að vera stói'brotin saga um rysjótta ævi Björns sjálfs, sem kynnist flestu því í raun er einn sveitamann má hrella. En í stað þess að láta bugast eða berast með straumnum, tek- ur Björn sig upp og byggir ný- býlið Réttarhól við svonefndar Forsæludalskvíslar. En þangað var um þriggja stunda ferð frá fremsta bæ í Vatnsdal. Þar voru beitilönd góð og mikil víðátta. Fátæktin svarf svo að, að jafnvel rúmfötin voru seld, en landið brást ekki, og eftir örfá ár voru þau hjónin, Björn og síðarhkona hans, Helga Sigurgeirsdóttir, orðin allvel stæð og leið vel. Þau fluttu svo aftur til byggða, þar sem Björn varð einn ríkasti bóndi héraðsins, átti margar góð ar jarðir og naut þess að sjá af- komendur sína vaxa upp við efnahagslegt öryggi. Konu sma missii' hann þar, en fær sér fyrir ráðskonu Kristbjörgu Péturs- dóttur og á enn börn. Afkom endur Björns eru margir gáfaðir og dugnaðarmenn. Ævisaga Björns Eysteinssonai' er hetjusaga og mikil sigursaga fátæks og umkomulauss sveita- drengs, sem með óvenjulegum dugnaði og harðfengi, samfara góðum gáfum og skapfestu brýt- ur sér braut til velmegunar, án þess að bíða tjón á sálu sinni. Tröllið sagði Höf. Þórleifur Bjarnason. Útgefandi Norðri. Prent- verk Odds Björnssonar, Ak., annaðist prentun. Þessi nýja bók Þórleifs Bjarna- sonar er framhald af sögunni: Hvað sagði tröllið. Hún gerist á Vestfjörðum á þeim tíma, sem menn fóru enn í hákarl og byggðu bæi úr torfi og grjóti. — Sagan er stórbrotin og kynngi- mögnuð og auk þess mjög spennandi, ramíslenzk í anda, og rituð á þróttmiklu og litríku máli. — Mannlýsingar flestai' eru með afbrigðum góðar og fjöl- margir koma við sögu. — Agnar bóndi á Hóli er aðal söguhetjan. Hann á góða konu, sem er 20 ár- um eldri, en þau búa við ágæt efni, og eru barnlaus. En hús- bóndinn er ekki ánægður, og lík- ast því, að hann sé í álögum. — Hann leitar ásta við unga byggða konu og er hún honum sálubót um tíma, síðan flytur hann aðra konu, er hann hefur lengi unnað, heim til sín. Mikil farsæld fylgir henni og Agnar verður nýr og betri maður. Þau eiga son. Eigin- konan flytur að heiman og þigg- ur ekki sinn hluta af Hálsauðn- um, sem hún þó á rétt á, en Agn- ar fær henni þá son sinn og ást- konu sinnar. Einhvern veginn finnst manni, að sögunni sé ekki lokið. En eftir þessa síðustu bók, „Tröllið sagði“, verða gerðar miklar kröf- ur til höf. — Þórleifur Bjarna- son er ekki neinn vonarpeningur lengur meðal íslenzkra skáld- sagnarhöfunda. Hann er meðal fárra útvaldra. — E. D. Ný bók eftir Hiigrúiiu í öllu bókaflóðinu, sem út kom núna fyrir jólin, er bók eftir Hugrúnu, „Stefnumót í stormi“. Eg hef lesið, bókina og kynnt mér innihald hennar nokkuð. Mér virðist bókin raunhæf og gefa réttar lýsingar á mannlíf- inu eins og það gerist í dag. Þessi bók er -ekki skrifuð til þess að þóknast hégómaskap. Höf. vill leiða lesendur inn á brautir sannleika og sjálfsprófunar, að háleitu marki,.sem stefnir upp á við, þótt það geti kostað sjálfsaf- neitun og þrengri leið en fjöldinn virðist fara. Það er með þessa bók eins og aðrar bækur Hug rúnar, að sannleikurinn er sagð ur mai'kvist, en þó með hlýju og lipurð. Bókin mun skilja eftir góð frækorn hjá þeim, sem lesa, einkum er hún holl ungu kyn- slóðinni og þeim, sem unna hreinleika og kunna að meta heiðai'leg skrif. Æskilegt væri að fleiri bækur í líkum anda bærust þjóð vorri hendur, því að full mikið er af þeim bókum og ritum, sem eru sannkallað léttmeti, því að sumt af því, sem út er gefið, elur léttúð og siðleysi, og ættu bóka- útgefendur að athuga betur hvað borið er á borð fyrir æskulýðinn S. S. Kvenfél. Hlxf heldur fund mánud. 19. þ. m. kl. 9. e. h. Pálmholtí. Dagskrá:Nefndakosn- ingar. Onnur mál. Skemmtiatriði Konur taki með sér kaffi. Farið fré Ferðaskrifstofunni kl. 8,30 e.h Viðkomustaðir Hafnarstr. 20. (Höepfner) og sundlaug. Stjórn- in. Sigríður Thorlacius segir ný- lega frá tízkusýningu í París í grein í Tímanum. Kemst hún m. a. svo að orði: „Eg tyllti mér út við glugga, opnaði Daily Mail og sá risafyi'- irsögn þvert yfir blaðið: ísland vopnar varðskipsmenn sína! Ojá, allt má segja ókunnugum. Eg tók þessu með ró, renndi augunum út á götuna — og hrökk við. Nei, jafnvel í París er þetta of langt gengið. Tveir vinnuklæddirmenn báru eitthvað laumulega fram með húsvegg. Vindur lyfti klæði af byrðinni og nakinn kven- mannsfótur kom í ljós. Var það fui’ðu, þó að eg hrykki við? En mér létti aftur þegar eg sá að þetta var sýningai'bi'úða. Og svo er hálftíminn liðinn. Eg geng spölkoi'n í áttina til Signu, kem að virðulegu, ljósgráu húsi og fylgist með straumi af pelsklædd um konum inn úr dyrunum. Þar veifa eg öllum handbærum sönn- unargögnum um það, að eg sé blaðamaður og brátt kemur til mxn sléttfríður, ungur maður, sem reyndist vera Norðmaður, leiðir mig til sætis í fremstu stólaröð í salarhorni, afhendir mér heilmikið skilríki með öll- um upplýsingum um það hverju konur eigi að klæðast næsta misseri, en fi-aman á blöðunum er teikning, líkust spenntum boga með ör, en að vísu vantar strenginn Við lestur kemur í ljós, að þarna er upplýstur leynd ardómur leyndardómanna, — svona eiga konui’nar að vera í laginu — með boglínu yfir höfuð og axlir og svo eitt beint strik þar fyrir neðan! Grindlioraðar sýningarstúlkur. Og brátt er hver stóll setinn að heita má og sýningarstúlkur skeiði hver á eftir annarri um salina, en sölukonur standa við dyrastafi og kalla upp nöfn og numer á flíkunum, sem sýndar eru. í fyi'stu gleymi eg alveg að taka eftir fötunum, fas og útlit sýningai'stúlknanna var svo furðulegt. Allar áttu þær það sameiginlegt, að vera grindhor- aðar, enda erfitt að ná þessu blessaða beina striki niður úr boganum með öðru móti. Þær eru svo farðaðar um augun, að óskiljanlegt er að augnahárin skuli ekki límast saman og svo var göngulagið. Fyrst birtist skó- táin, næstum álnarlöng, svo maginn og síðast kengbognar hei'ðai'. Þær snerust í hring fyrir framan okkur og hlykkjuðust svo aftur út úr dyrunum. Nei, það er áreiðanlega í senn eins og bogi og beint strik! Musteri hégómans. Musteri hégómans er rétta nafn þessara fínu tízkuhúsa. Innan dyra hjá Dior eru veggir allir hvítir með gylltum skreytingum, gólfábreiður og gluggatjöld ljós- grá, en sýningarbrúðui'riar — og nú á eg við brúðurnar en ekki stúlkurnar — eru með rauða, fjaðraskreytta hausa, sem skera mjög úr við daufu litina í hús- búnaðinum. •— Starfsstúlkui'nar voru allar svartklæddar og hvorki betur né verr klæddar en gengur og gerist um aðrar vinn- andi stúlkur. Ferícgir hattar. En svo að aftur sé horfið aö' tízkusýningunni, þá var mikið sýnt af drögtum og jakkakjólum úr grófgerðum ullarefnum. Á velflestum var sniðið þannig, að mittið eða beltið kom í'étt neðan við brjóstin og oft var allmikil vídd í pilsunum að framan. Hlið- arsvipurinn á stúlkunum varð því þannig, að full ástæða hefði verið til að álíta að fjölgunarvon væi'i hjá þeim öllum áður en langt liði. Sem sýnishoi-n af þess- um svip valdi eg mynd af einum skaplegasta kjólnum, sem var úr rauðu tweedefni. Við hann var boi'inn feiknalegur skinnhattui', sem náði alveg niður fyrir eyru. Yfii'Ieitt voru hattarnir, sem sýndir voru, næstum því eins fei'legir og kjólarnir, háir strompar af öllum gerðum Einn. fjaðrahatturinn slútti svo fram yfir andlitið á aumingja stúlk- unni, að hún varð eins og þessir loðnu hundar, sem rétt rifar í augunum á. Vai'ð hún að hnykkja til höfðinu til að sjá hvar hún steig niður. Mynd af öðrum kjól valdi eg til að sýna beltislausu sniðin, sem eru svo að segja eins á kápum og kjólum, ávalar axlir, vídd undir hönd og svo þrengist flíkin að neðan. Þriðja myndin af kvöld- kjól úr svörtu ullarefni með hálflöngum ermum. Pilsið er tvöfalt, yfirslaufa er tekin saman á brjóstinu með nælu. Mikið var um stórar slaufur á brjósti, bæði á dagkjólum og kvöldkjólum. Kvöldkjólar. Kvöldkjólar voru með marg- víslegu sniði, allt niður fyrir hrié, í efnismikil belgpils og dragsíða slóðakjóla. Mörgum kvöldkjólum fylgdu hattar, fjaðrir og slör á höfði og kvað það m. a. eiga að vera ein hin stóra nýjung vetr- arins. Laus dúkur í bak fi'á öxl- um að faldi sást bæði á dag- og kvöldkjólum og skinn voru not- uð til skrauts á margar flíkur. Tízkulitirnir eiga að vera stei'kblátt, en fremur dökkt, rauðir litii', allt frá rósrauðu til purpuralits, brúnt, fölgult og gullgult í kvöldkjóla, fölgrænt og dökkgrænt, fjólublátt, en fyrst og síðast svart. Fcngu ekki varizt hlátri. í tvo klukkutíma sat eg og horfði á aumingja sýningai'stúlk- urnar þeytast fram og aftur í næstum tvö hundruð mismun- andi búr.ingum. Sjaldan varð eg hrifin, en í nokkur skipti var fáránleikinn svo mikill, að sýn- ingargestir fengu ekki varizt hlátri. Að sýningu lokinni hitti eg aftur Norðmanninn unga að máli og spurði hvort hann mætti segja mér verð á svo sem einni flík til gamans. „Nei,“ sagði hann Framhald d 7. síðu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.