Dagur - 28.01.1959, Page 1
Fylgizt með því, sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DÁGU
DAGUR
keraur næst út miðviku-
daginn 4. febrúar.
XLII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 28. janúar 1959
5. tbl.
Nýju félagsheimilin eru sveitaprýði
Félagsheimilið Húnaver hjá Bólstaðarhlíð þykir mjög smekklegt
utan og innan. — (Ljósmynd: E. D.).
Húsfyllir á fundi Framsöknarmanna
siðasfliðinn sunnudag
Yiðurkenndi skemmd-
arstarfsemina
Eitt af því, sem Karl Krist-
jánsson undirstrikaði vel í
ræðu sinni á sunnudaginn, var
að Sjálfstæðisflokkurinn teldi
6% grunnkaupslækkun nægja
til að útgerðin kæmist af með
sömu aðstoð og 1958. Þar með
viðurkenndi flokkurinn, að
grunnkaupshækkanirnar í
sumar, sem hann sjálfur stóð
að, væri það, scm taka þyrfti
til baka og að þátttaka hans
í kauphækkunarherferðinni
hefði verið hrein skemmdar-
starfsemi.
Sjálfstæðisflokkurinn notar Alþýðufl. eins og
n forðum og reku
út í eyðimörkina
syndahafurinn forðum 02 rekur hann síðan
j v
Á fundi Framsóknarmanna í Landsbankasalnum á Akur-
eyri, var hvert sæti skipað. Frummælandi var Karl Kristjúns-
son aljriitgismaður. Fjörugar umræður urðu að loknu fram-
söguerindi og tókú margir til máls. Fundurinn stóð í 4
klukkustundir og var í alla staði hinn ánægjnlegasti.
Frumvarp fil laga um niðurfærslu verð
lags og launa o. fl.
Hið nýja frumvarp ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum
lagf fram á Alþingi 21. janúar - Samkvæmt því skal
greiða verðlagsuppbót á-laun og allar aðrar greiðslur,
sem fylgja kaupvísitölu samkvæmf vísifölu 175
Nokkur helztu atriði hins nýja
frumvarps:
Frá 1. febrúar n.k. greiðast laun
eftir vísitölu 175.
Eru ákvæði um þetta í 1 gr.
frumv. með þeirri undantekn-
ingu þó, að ýmsar greiðslur al-
mannatrygginga skal greiða með
vísitölu 185.
Vísitala 175 skal einnig gilda
um ákvæðisvinnu, þifreiðaakstur
og aðra svipaða þjónustu. Við-
haldskostnaður húsa skal reikn-
aður eftir þeirri vísitölu og ný
húsaleiguvísitala í samræmi við
hana.
Þá segir, að 1. marz 1959 skuli
taka gildi nýr grundvöllur vísi-
töiu framfærslukostnaðar í
Reykjavík samkvæmt niðurstöð-
um neyzlurannsóknar. Skai sá
vísitölugrundvöllur teljast 100
miðað við verölag þá. Skal sú
verðlagsuppbót, sem greidd er 1.
marz, lögð við grunnupphæðir
iauna og íelzt hvort tvcggja þá
grunnlaun, en á það greidd verð-
lagsuppbót samkvæmt hinni nýju
vísitölu, og- eru um það ýmis
nánari ákvæði í 6. grein frum-
varpsins.
í 7. grein segir, að 1. febrúar
1959 skuli færa niður laun bónda
og verkafólks hans í verðlags-
grundvelli landbúnaðarvara fyrir
framleiðsluárið 1958—1959 sem
svarar lækkun kaupgreiðsluvísi-
tölu úr 185 í 175 stig. Frá þeim
tíma skal framleiðsluráð land-
þúnaðarins lækka afurðaverð til
framleiðenda í hlutfalli við lækk
un þá á heildarupphæð verðlags-
grundvallar landbúnaðarvara,
sem leiðir af niðurfærslu vinnu-
liðs hans.
Frá 1. febrúar skal færa niður
heildsöluverð á þeim fram-
leiðsluvörum, sem eru í verð-
lagsgrundvelli landbúnaðarvara,
til samræmis við lækkun afurða-
verðs þess, er að'framan getur.
5 VfSITÖLUSTIG.
f 8. gr. segir, að frá 1. maí og
1. des. 1959 og á árinu 1960 og
framvegis frá 1. marz, 1. júní og
1. des. er framleiðsluráði land-
búnaðarins heimilt að hækka af-
urðaverð til framleiðenda til
samræmis við kaupgreiðsluvísi-
tiilu, en þó aðeins er sú hækkun
heimil, að kaupgreiðsluvísitala
sú, sem gildir frá byrjun við-
komandi tímabil, sé minnst 5
Stigum hærri en sú vísitala, sem
afurðaverðið var síðast ákveðið
eftir.
LÆKKUN FISKVERÐS.
í 9. gr. segir, að frá 1. febrúar
1959 skuli skiptaverð á fiski til
bátasjómanna lækka í sama hlut-
fallí og lækkun kaupgreiðslu-
vísitölu úr 185 í 175. Frá 1. fe-
brúar skal greiða verðlagsuppbót
á kauptryggingu sjómanna eftir
vísitölu 185.
í 10. gr. eru ákvæði um að
framleiðendur hvers konar vöru
og þjónustu skuli þegar eftir gild
Framhald á 7. siðu.
Ræðu Karls Kristjánssonar var
ágætlega tekið. Þeir sem tóku til
máls í frjálsum umræðum á eftir,
voru, auk frummælanda, sem
svaraði mörgum fyrirspurnum:
Garðar Halldórsson á Rifkels-
stöðum, Guðmundur Guðlaugs-
Karl Kristjánsson alþingismaður.
Tillögur samþykktðr af aðalfundi
BúnaðarféSags Saurbæjarhrepps
„Aðalfundur Iíúnaðarfélags
Saurbæjarhrepps í Eyjafirði,
lialdinn 23. jan. 1959, bcinir
þcirri áskorun til Alþingis og
ríkisstjórnar, að haldið verði
hiklaust áfram rafvæðingu út um
sveitir landsins, og að allir þeir
bæir hér í hreppnum, sem áttu
að fá rafmagn árin 1957, 1958,
1959 fái það á þessu ári, og að
aðrir hæir í hreppnum fái raf-
magn eigi síðar en árið 1960.‘
„f ávarpi hæstvirts forsætis-
ráðherra, Emils Jónssonar, er
hann flutti í útvarpið við valda-
töku hinnar nýju ríkisstjórnar,
var tekið fram að kjördæmamálið
yrði tekið fyrir á Alþingi því er
nú situr.
Birtar hafa verið í blöðum til-
lögur iim breytingar á kjör-
dæmaskipuninni, sem miða að
því að fella niður öll núverandi
kjördæmi Iándsins utan Reykja-
víkur, og taka upp önnur, fá og
stór. — Aðalfundur Búnaðarfé-
lags Saurbæjarhrepps, haldinn
23. janúar 1959, lítur svo á, að sú
breyting yrði stórum til ]»ess að
minnka áhrifavald dreifbýlisins,
og skorar á Alþingi að fella frum
varp um slíka kjördæmahreyt-
ingu ef fram kemur.“
son, forseti bæjarstjórnar, Er-
lingur Davíðsson, ritstj., Bragi
Sigurjónsson, ritstj., Jón Krist-
jánsson, verzlunarm., Haraldur
Þorvaldsson, verkamaður, Jón
Kristinsson, rakarameistari, Ol-
afur Magnússon, sundkennari. —
Fundarstjóri var Ingvar Gíslason,
erindreki, og fundarritari Jón
Einarsson, nemi í M. A.
Hér fer ó eftir lausleg endur-
sögn úr nokkrum þáttum frum-
ræðunnar, en hún var flutt
blaðalaust.
Karl Kristjánsson hóf mál sitt
á því, að rekja aðdraganda þeirra
atburða, sem hæst ber nú í stjórn
málum, allt frá því að ríkisstjórn
Olafs Thors vai-ð að láta undan
síga, vegna þess að efnahagsleg-
ar aðgerðir hennar mættu hai'ðri
mótstöðu vinnustéttanna og náðu
ekki tilætluðum árangri. Þessu
undu Framsóknarmenn ekki, þar
sem nauðsynlegum málum varð
ekki fram komið og rufu stjórn-
arsamstarfið.
Fyrir kosningarnar 1956 gerðu
Framsóknarfl. og Alþýðufl. svo
með sér bandalag, umbótabanda-
lagið, sem sumir kölluðu
Hræðslubandalag. Þessir flokkar
voru skoðanalega skyldastir og
studdu hvor annan í kosningun-
um. Full heilindi Framsóknar-
flokksins í þessum kosningum
eru ekki af neinum í efa dregin.
Frekar stóð upp á Alþýðuflokk-
inn. Meirihlutaaðstaða náðist
ekki. En til þess að hið mikla
starf þessa nýja bandalags í
Framhald á 5. síðu.
„Dalvíkurtrukkarnir fara allt.“ Ilér eru tveir þeirra rétt komnir, voru 24 klst. frá Svarfaðardal.
Bílstjórar: Sveinn Jónsson, Jón Jónsson og Friðþjófur Þórarinsson. — (Ljósmyndir: E. D.).
Bæiiúakl úbbsf undur
að Sólgarði
Á mánudaginn var haldinn
bændaklúbbsfundur að Sólgarði
í Saurbæjarhreppi og rætt um
búfjárrækt.
Ráðunautarnir, Olafur Jónsson
og Ingi GarSar Sigurðsson, höfðu
framsögu. Yfir 80 manns sátu
fundinn.
Búnaðarfélag hreppsins lét
bera fram hinar rausnarlegustu
veitingar og bauð öllum við-
stöddum til kaffidrykkju. Björg-
vin Júníusson sýndi kvikmynd-
ina „Gróður og grænar lendur“.