Dagur - 28.01.1959, Síða 2

Dagur - 28.01.1959, Síða 2
2 D AG U R Miðvikudaginn 28. janúar 1959 HERJÓLFUR SKRIFAR HRINGSJÁ Hugleiöingar um forystugrein Morgunblaðið kallar J)á „skálka“, sem svipta blekkingar- lijíipnum af skrifum þess „Framsóknarmaður“ heíur beðið Dag að birta cftirfarandi: á þann hátt, að sem beztur , árangur náist fyrir þessa nýju A að heiðra skálkinn? skoðanabræður. Þetta er fyrirsögn á leiðara Morgunblaðsins 18. þ. m. All- ur leiðarinn snýst um það eitt að koma skálksnafninu á Framsóknarflokkinn fyrir af- skipti bans af íslenzkum þjóð- málum, fyrr og síðar, en þó alveg sérstaklega fyrir að láta sér til hugar koma, að viíur- legt hefði verið nú að koma á í landinu þjóðstjórn eða sam- stjórn ajllra flokka, til þess! fyrst og fremst að fá samstöðu allra flokka til þess að ieysa hin erfiðu og þjóðhættulegu efnahagsmál vor, og einnig til þess að ná stjórnmálalcgum friði innanlands meðan verið er að leysa þá deilu, sem skapazt hefur í sanibandi við nýju landhelgina. HVERJIR EIGA ÓNEFNIÐ SKILIÐ? Þessi afstaða Framsóknar- flokksins. sem nú, eins og ávallt endranær, mótast af af- stöðu til málefnis, er varðar heill alþjóðar, er í rökréttu samhengi við stefnu flokksins á liðnum áratugum, og þótt það hafi að sjálfsögðu verið þung spor að þurfa að rétla Sjálfstæðismönnum höndina að þessu sinni, þá er það samt gert, cn pólitískir skálkar þcss flokks hafa þakkað eins og þeirra var v’on og vísa. KÓGSíÐJA ÍHALDSINS. Skriffinnar Morgur.blaðsins virðast hallast að þeirri skoð- un, að allt, sem úr penna þeirra hefur tlropið á tímabili íráfarandi stjórnar, hafi verið þjóðinni til liinnar mestu blessunar. Þeir eru svo örugg- ir í þessari vissu sinni, að þeir sjá aðeins skálka á balc við þau skrif, sem svipta sauðar- gærunni af þeim. Alþjóð veit, hvernig þessir sömu menn hafa unnið leynt og ljóst að því að gera að engu þá við- leitni fyrrverandi ríkisstjórnar að koma lagi á efnahagsmálin. Þeir hafa hvatt mcnn til þess að berjast fyrir launahækk- unum og stigið í því efni skrcfinu lengra en kommún- istar gerðu áður, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn var við stjórnartaumana. Þeir liafa rægt stjórnina crlcndis með einkaskcytum í skjóli frétta- einokunar sinnar í þeim eina tilgangi að gera hana í augum heimsins eldrauða kommún- istastjórn. En þegar Ólafur strandkapteinn gekk dag eftir dag nú fyrir nokkru á fund Einars Olgeirssonar, til þess að fá hann til liðveizlu við sig um stjórnarmyndun, féllu einkaskeytin niður, voru eigi ■ birt í einu einasta heimsblað- anna. Þeir gengu svo langt að gerast þjóðníðingar, er þeir reyndu á allan hugsanlegan hátt að torvelda erlcndar lán- tökur til aðkallandi fram- kvæmda í landinu með skeyta sendingum sínum og þjóð- hættulegum skrifum. Þeir hafa, í stuttu máli sagt, hegð- að sér eins og verstu skálkar og vilja klína því nafni, sem þeir einir bera, á þann flokk, sem öllum öðrum fremur hef- lir staðið vörð um þau mál liðinna ára, sem mestu liafa varðað fyrir þjóðarheill. — Þessi blaðamennska Morgun- lslaðsins er mjög í ætt við þann áróður, sem rekinn var á tímum Hitlers í Þýzkalandi, og þeim einum sæmandi, sem af þeim bikar hafa drukkið. BKEYTT UM TÓN. Eftir allt moldv'iðrið, sem þjóðmálaskólkar Morgun- blaðsins voru búnir að þyrla upp í tíð fráfarandi stjórnar, bregður nú alit í cinu svo kynlega við. að dúnalogn er dottið á, seglin eru felld, og það eru bæði hljóðir og hóg- værir Morgunblaðsmenn, sem nú segja við blcssaða þjóðina, að hún skuli vera góða barnið, hætta ölluvn duttlungum, og alveg sérstaklega á hún að hætta öllum kröfum um launa hækkun og annan þess háttar óþarfa, þcss í stað á liún að taka ó sig nokkra launalækk- un, fclla sig við minnkandi fravnkvæindir úti á lands- byggðinni, styttri vegalagn- ingar, minna vegaviðhald, skerta raforku inn á sveita- heimilin og margs konar aðra skerðingu fró því, sem verið hefur í tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar. Það cr líka gcrt til þess að „pínulitli flokkurinn“ og flokkurinn, sem rægir þjóðina með einkaskcytum til heimsblaðanna, geti komið á kjördæmabreytingu, þar sem landsbyggðin verður flokkuð FLOKKURINN ÖLLU OFAR. Svona mætti lengi telja þau verk, er Sjálfstæðisflokkurinn vinnur að. Öll eru þau með svipbragði þess flokks, sem setur flokkshagsmunina ofar hagsmunum þjóðarinnar og hagsmuni einkahyggjunnar ofar öllu öðru. Landsbyggðin 'iiiun í þeim kosningum, sem frainundan eru, svara póli- tískum skalkum Sjálfstæðis- flokksins á þann eina veg, er þeir skilja: 'mcð því að fylkja sér enn þéttar saman um Frainsóknal'flokkinn og hefja hann til valda á ny. Lands- byggðin þekkir af undangeng- inni reynslu, hvernig það er að ciga allt sitt undir einka- framtaki Sjólfstæðisflokksins •og mun þyí með atkvæði sínu gerá honum skiljanlegt, að niargt er nú í íslenzku þjóð- lífi, sem meira er aðkallandi en prósentureikningur um kjördæmaskipunina. KOLKRABBAEÐLIÐ. Til er það kykvendi í sjón- urn, sem Danir kalla „blæk- sprutte“,' og Morgunblaðs- menn mumi sennilega kalla bleksprautu, ef þeir mættu ráða þýðingunni sjálfir, en aðrir nefna kolkrabba. Sú er náttúra þessa dýrs, að það ver sig með því að þyrla bleklit- um vökvá í allar áttir og hylja sig í blekleðjunni. — Þannig fer skriffinnum Morgunblaðs- ins, þegar ' þeir verja gerðir sínar, að þeir ausa bleki og prentsvertu um allt umhverfi sitt til þcss, að dyljast. En fólk þekkir orðið baráttuaðferðir þessara manna, það grillir alltaf í blekkingameistarann sjálfan í blekiðunni, og hann fær ekki dulizt fyrir þeim, sem liafa heila sjón og ósljóvgaöa skynjun. íslenzk þjóð mun auðveldlega greina þá menn, scm berjast þjóð- hollri baráttu, frá hinum, sem berjast fyrir hentistefnu líð- andi stundar. FRAMSÓKNARMAÐUR. Framboðsræða í „fiekformat44 Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn leggja nú til, að Ak- ure-yri verði lögð niður sem sérstakt kjördæmi. Næst þegar frambjóðendur þessara flokka tala til kjósenda á Akureyri verður inntak ræðu þeirra: „Háttvirtu kjósendur! Það nær ekki nokkurri átt, að Akureyri eigi sinn sérstaka þingfulltrúa. Það er hróplegt ranglæti gagnvart höfuðborginni, að alls kon- ar „smástaðir“ út 'um hvippinn og hvappinn eigi talsmenn á sjálfu Alþingi. Höfuðborgin hefur verið mjög afskipt um völd og áhrif og á skýlausan rétt til þess að fá úr því bætt. Akur- eyrskir kjósendur! Sýnið nú réttlæti! Afsalið ykkur rangfeng- inni valdaaðstöðu og kjósið MIG, til þess að eg geti fylgt því nauðsynjamáli fram, að leggja niður, einu sinni fyrir allt, þetta alóþarfa kjördæmi. . . .“ BSD® | má „Við lifum á tímurn efnalegra framfara, en...44 RÆTT VIÐ INGIMAR EYDAL HLJÓÐFÆRALEIKARA Ingimar Eydal er ungur hljóðfæraleikari, sem leikið hefir um nokkurt skeið létta tónlist fyrir Akureyringa. — Ingimar stjórnaði „Atlantic- kvartettinum", er lék í Al- þýðuhúsinu í fyrrasumar, og áttu þeir félagar miklum vin- sældum að fagna. í kvartett- inum voru, ásamt Ingimar: Finnur Eydal (bróðir Ingi- mars), Sveinn Óli Jónsson og Edwin Kaaber. Söngvari var Óðinn Valdimarsson og um skeið einnig Helena Eyjólfs- dóttir. — Hverju vilt þú aðallega þakka velgcngni „Atlantic- kvartettsins“, Ingimar? spyr fréttamaður, þegar hann hittir hinn hávaxna, Ijóshærða hlj óðf æraleikara. — Fyrst og fremst, að vel tókst til um val hljóðfæraleik- ara. Iijá okkur'var það líka óþekkt fyrirbrigði, sem marg- ar hljómsveitir hafa við að stríða, en það er óreglusemi hljóðfæraleikaranna. — Er þér ekki sérstaklega minnisstæður einhver atburð- ur frá síðasta sumri? — Jú, sérstaklega eru mér minnisstæðir hljómleikar Fé- lags íslenzkra hljóðfæraleik- ara, sem við tókum þátt í, og skal eg, til gamans, segja frá smáatviki í sambandi við þá. — Við komum til Reykjavík- ur með síðdegisflugvél, en hljómleikarnir hófust ekki fyrr en um miðnætti. Flest okkar höfðu aldrei komið fram á hljómleikum í höfuð- staðnum áður, og lítið höfðum við fyrir stafni, eftir komuna til Reykjavíkur annað en líta á klukkuna og bíða eftir því, að hin stóra stund rynni upp. Þegar taugarnir voru að því komnar að ganga úr skorðum minnti Helena á, að sterkt kaffi væri alveg einstakt til að róa ofspenntar taugar. — Óðni datt í hug nafnið „Expressokaffi“, sem hann hafði séð einhvcrs staðar á prenti, og kom upp úr dúrn- um, að umrætt kaffi mætti fá í kaffistofu einni við Skóla- vörðustíg. Þangað skyldi nú haldið til þess að kaupa þrótt í lasnar taugar með fulitingi hins nafntogaða kaffis. — Við báðum um sterkasta skammt af þessum mjög rómaða elexír, og afgrciðslustúlkan sneri sér þá að miklu mann- virki, sem stóð úti í horni og sneri þar ótal tökkum, og eftir litla stund kom kaffið, sem var svo þykkt, að sykurinn seig varla til botns. Þetta nefndu þeir þá kaffi! — Finnur greip af miklu hug- rekki sinn bolla og saup á, leit síðan upp með skelfinguna uppmálaða í svipnum og hrópaði: „Guð minn góður!“ — Eddi smakkaði á sínu og sagðist eins vel geta keypt sér pakka af Braga-kaffi og borð- að upp úr honum. Óðinn sagði: „Eg held eg láti þetta vera. Hef nóg með skoltana óþreytta að gera í kvöld.“ — En það er ekki að orðlengja það, taugaóstyrkurinn hvarf um leið og við byrjuðum á fyrsta laginu, og allt fór eins og bezt varo á kosið, þó að ekki væri það kaffinu að þakka. — Og eftir þessa hljómleika var ykkur boðið að leika inn a plötu? — Nei, ekki er það alls- kostar rétt. Tage Ammend- rup, forstjóri „íslenzkra tóna“, hafði nokkru áður boðið okk- ur að leika inn á plötu. — Ertu ánægður með upp- tökuna? — Já, eftir atvikum er eg það. — Að vísu var tími okkar mjög naumur, og eg álít, að við hefðum getað gert betur. — Svo að við víkjum að sjálfum þér, Ingimar, hefir þú ekki leikið víðar en á Akur- eyri? — Jú, t. d. lék eg á Hótel Borg veturinn 1956—’57. Finnur, bróðir minn, lék þar einnig. — Og hér verð eg að skjóta því inn í, að alltaf kann eg bezt við mig á AkureyrL Eg lít á það sem tízkufyrir- bæri aðallega, þegar fólk flyzt frá Akureyri til Reykja- víkur. Það hlýtur að hverfa, þegar fólkið áttar sig á því, hversu sáralítið það er, sem Reykjavík getur boðið upp á fram yfir Akureyri. Flestir munu nefna skemmtanalífið. En er það ekki hlægileg for- sénda fyrir brottflutningi í annan landshluta að geta öðru hverju brugðið sér á Borgina eða Þórskaffi? — Umhverfi og gróður gera Akureyri að feg- ursta bæ landsins, og sökum legu sinnar hlýtur bærinn að hafa mikil vaxtarskilyrði. Og við Akureyringa vil eg segja þetta: „Akureyri er og verð- ur alltaf það, sem við Akur- eyringar gerum bæinn, og þess vegna eigum við að sam- einast um að efla gengi hans; á allan hátt.“ — Og við ak- ureyi'ska blaðamenn þetta: „Leggið meiri stund á að láta koma fram rétta og fagra mynd af bænum okkar. í því efni hafið þið verið furðulega hlutlausir. Reykvískir blaða- menn hafa gert vel til síns bæjar.“ — Hvað um framtíðaráform þín? — Næsta sumar verður „Atlantic-kvartettinn" endur- reistur, og Óðinn mun syngja með og e. t. v. Helena líka. —- Okkur hafa m. a. borizt frum- drög að tilboði um að leika á Norðurlöndum á næsta sumri. — Veturinn 1956—’57 lauk eg söngkennaranámi við Kenn- araskóla íslands. Ekki veit eg, hvort eg notfæri mér þessi réttindi á næstunni, en hvarfl- að hefir að mér að ljúka Framhald á 7. siðu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.