Dagur - 28.01.1959, Side 5
Miðvikudaginn 28. janúar 1959
D A G U R
5
Ræða Karls Kristjánssonar á fundi Framsóknarmanna sl. sunnud
Framhalcl af 1. siðu.
kosningum og fyrirætlanir not-
uðust, var Alþýðubandalagið
tekið með í ríkisstjórnina. Rauð-
liðar virtust þá í minnihluta í
Alþýðubandalaginu og búið að
víkja Brynjólfi Bjarnasyni til
hliðar.
Aðalverkefni hinnar nýju
stjómar var að koma á jafn-
vægi í efnahagsmálunum og
Iialda framleiðslunni í fullum
gangi og jafnri og góðri at-
vinnu í landinu. Ákveðið var
að allar meiriháttar efnahags-
aðgerðir skyldi stjórnin gera í
samráði við vinnustéttasam-
tökin til þess að tryggja vinnu-
frið, svo sem unnt væri.
Ræðumaður vék því næst að
stjórnarsamstarfinu, og að fljót-
lega hefði komið í ljós að í sam-
starfsflokkunum var stjórnar-
andstaða. Moskvumenn hefðu
gert sig meira og meira gildandi
og svo unnu íhaldssinnaðir Al-
þýðuflokksmenn eins og stjórnar
andstæðingar í verkalýðsfélög-
unum. Stærstu aðgerðir í efna-
hagsmálunum voru lögin um
Útflutningssjóð o. fl. Meirihluti
fékkst til þessara aðgerða en
með naumindum þó hjá forvígis-
mönnum verkalýðssamtakanna
og á Alþingi greiddu þeir Al-
þýðuflokksmennirnir Áki Jak-
obsson og Eggert Þorsteinsson
atkvæði á móti þeim. Og formað-
ur þingflokks Alþýðubandalags-
ins greiddi einnig atkvæði á móti
þeim.
Síðan skýrði raéðumaður höf-
uðefni laganna um.Útfl.sjóð o. fl.
Gengið var út frá því, og raunar
um það samið í stjórninni, að
taka vísitölufyrirkomulagið til
sérstakrar meðferðar næsta haust
og efnahagsmálin að öðru leyti,
að fenginni reynslu af lögunum.
Ákveðið var að leita um þetta
samráðs Alþýðusambandsþings,
sem búizt var við að haldið yrði
snemma í nóvember. Verkalýðs-
félög brugðust vonum á þessu
tímabili og hækkuðu grunnkaup
í krafti samtaka sinna. Landbún-
aðarvörur hækkuðu 1. sept. sem
afleiðing af þessu.
Vitað var, þegar kom fram í
október, að kaupvísitala mundi
hækka um 17 stig 1. des. Al-
þýðusambandsþing kom ekki
saman fyrr en síðast í nóvember
og sýnt var, að ekki gat orðið
í'áðrúm til þess að semja við það
eða fulltrúa þess fyrir 1. des.
Varð þá að ráði í ríkisstjórn-
inni, að fara fram á það við Al-
þýðusambandsþingið, að það
mælti með eða féllist á, frcstað
yrði framkvæmd 17 stiga vísi-
iöluhækkuninni uni einn mánuð
og sá mánuður notaður til að
leita samkomulags um nauðsyn-
legar aðgerðir í dýrtíðarmálun-
um. Tækist ekki samkomulag
skyldi vísiíöluhækkunin greidd í
mánaðarlokin. Þessari málaleitan
synjaði Alþýðusambandsþingið
og var þá hrostinn grundvöllur
stjórnarsamstarfsins og 17 stiga
hækkunin flóði út um æðar við-
skiptalífisns og magnaði verð-
bólguna.
Framsóknarmenn höfðu lagt
fram í ríkisstjórninni tillögu um
aðgerðir í verðbólgumálum 17.
nóvember.
Að loknu Alþýðusambands-
þingi lagði Alþýðuflokkurinn
fram sínar tillögur í ríkisstjórn-
inni, sem telja mátti að mestu
leyti sniðnar til samræmis við
tillögu Framsóknarmanna, en í
stórum atriðum í ósamræmi við
efnahagsmálaályktanir Alþýðu-
sambandsþingsins.
Alþýðubandalagið hreyfði einn-
ig tillögu af sinni hálfu þar á eft-
ir, en batt sig við ályktanir Al-
þýðusambandsþings.
Samstaða stjórnarflokkanna
var ekki lengur fyrir hendi,
fjárlög óafgreidd og verðbólga
ört vaxandi. Að þingræðis-
reglum baðst Hermann Jón-
asson lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt, svo sem skylt
var.
Síðan lýsti Karl Kristjánsson
tilraunum til stjórnarmyndunar,
sem fram fóru að óskum forseta
íslands. Fyrst tilraun Ólafs
Thors til að mynda meirihluta-
stjórn, sem ekki tókst, og síðan
minnihlutastjórn Emils Jónsson-
ar, sem nýtur stuðnings Sjálf-
stæðisflokksins. Taldi ræðumað-
ur að Sjálfstæðisflokkurinn
mundi nota Alþýðuflokkinn í
þessu sambandi, eins og viss
þjóðflokkur syndahafurinn forð-
um: Setja á hann syndir sínar og
reka hann síðan út á eyðimörk-
ina.
Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. hafa
komið sér saman um það, að
samþykkja stjórnarskrárbreyt-
ingu um nýja kjördæmaskipun
(stór og fá hlutfallskosninga-
kjördæmi) og stofna út af því til
kosninga í vor og aftur síðar í
sumar, eins og lög gera ráð fyrir
þegar um stjórnarskrárbreytingu
er að ræða.
Er sú breyting sérstaklega
miðuð við það að hnckkja
gengi Framsóknarflokksins og
ckki dult með það farið aí
Sjálfstæðisflokknum. En hér
er vitanlega um miklu meira
að ræða en Framsóknarfl. og
aðstcðu hans. Hér er um sjáll’-
stæði núverandi kjördæma
Iandsbyggðarinnar að ræða.
Með stofnun umbótabandalags-
ins 1956 hafði verið gengið út frá
því af Framsóknar- og Alþýðu-
flokksmönnum, svo sem skrifleg-
ar heimildir sýna, að með því
bandalagi væri hafin samfylking
þessara flokka í landsmálunum
til frambúðar. Talað var um, að
þótt meirihluti næðist ekki við
einar kosningar, yrði að taka því
og halda áfram og skapa þá sam-
stöðu, sem gæti orðið til að koma
íslenzkri pólitík út úr öngþveiti
sundrungarinnai' og öfgum henn-
ar bæði til hægri og vinstri.
Urðu það því bcizk vonbrigði
þegar Alþýðuflokkurinn rauf
umbótabandalagið og gerði
félag við Sjálfstæðisflokkinn,
fyrst og fremst til þcss að
breyta kjördæmaskipun og þar
mcð hjálpa Sjálfstæðisfl. til að
koma höggi á Framsóknarfl. og
umturna grundvclli áhrifa-
réjtar Iandsbyggðarinnar á
skipan Alþingis.
Vinstri stjórnin hafði samið um
það, svo sem kunnugt er, að
cndurskoða stjórnarskrána og
þá sérstaklega kjördæmaskipun
og fyrirkomulag kosninga og
leggja fyrir Alþingi frumvarp til
bréýthiga fyrir lok hins reglu-
lega kjörtímabils. Nefnd hafði
verið 'skipuð af stjórnarflokkun-
uní og falið að vinna að undir-
búningi málsins. Ekki höfðu Al-
þýðuflokksmenn sérstaklega rek-
ið éSFir störfum þessarar nefndar.
Hins vegar hafði Framsóknarfl.
látið. Alþýðufl. vita að hann
myndi enga óbilgirni sýna í
þess umáli, m. ö. o. ganga inn á
breytingar, sem gætu tryggt Al-
þýðuflokkinn í kosningum. Telja
má því samvinnuslitin hin furðu-
Icgustu og í litlu samræmi við
það, sem á undan var gengið í
sambúð flokkanna og tilgang
umbótabandalagsins.
Þess gat ræðumaður, að Fram-
sóknarflokkurinn hefði bent áþað
í umræðum við stjórnarmyndun,
að rvel gæti á því farið að leysa
stjórnarkreppuna með því að
mynduð yrði þjóðstjórn. Grund-
völlur fyrir henni væri nauðsyn-
in á samstöðu þjóðarinnar um
aðgei'ðir í efnahagsmálum, land-
helgisdeilunni við Breta og vel
undirbúinni afgreiðslu stjórnár-
skrái*málsins og til að kjöi'dæma-
málið væri vel undirbúið 1960,
þ. e. í lok kjörtímabilsins. Sam-
komulag um þjóðstjórn fékkst
ekki, að því er virtist vegna þess
að Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl.
töldu bráðnauðsynlegt að af-
greiða kjördæmamálið af skynd-
ingu þegar á þessu ári.
Frummælandi gerði rækilega
grein fyrir frumvarpi til lagá um
niðurfærslu verðlags og launa o.
fl., er ríkisstjórnin hafði lagt fyr-
ir Alþingi fyrir fáum dögum.
Frumvarp þetta gerir ráð fyrir
að kaupgjaldsvísitalan verði færð
með niðurgreiðslum í 185 stig og
með skerðingu um 10 stig, úr 185
í 175 stig. Lögin öðlist gildi
fyrsta febrúaar og framleiðendur
vöru lækka söluverð til sam-
ræmis við lækkun launakostnað-
ar, sem leiðir af vísitölulækk*in-
inni, sömuleiðis alla þjónustu.
Fiskverð sjávarútvegsins taki
breytingum eftir vísitölu árs-
fjórðungslega. Ennfremur gerði
ræðumaðui' ráð fyrir að sömu
reglur yrðu upp teknar á verð-
lagi landbúnaðarvara, þó að það
væri ekki fyllilega komið inn í
frumvarpið. Fulltrúar bænda
myndu gera kröfu til þess að
sama gilti um þessi efni og að
Framsóknarmenn hefðu þegar
lýst þcirri kröfu á Alþingi. Taldi
hann að frumvarp þetta gengi að
meginefni í rétta átt, að því er
lækkun vísitölu snerti og mundu
þeir því ekki leggjast á móti því
í meginatriðum þess. Hins vegar
væri enn ekki í ljós komið,
hvernig ríkisstjórnin hyggðist
standa straum af útgjöldum
þeim er af því leiddi og væri
því ennþá botnlaust eins og það
lægi fyrir Alþingi.
Forsætisráðhcrra hefði í fram-
sögu varpað fram hugmyndum
um, hvernig fé væri hægt að fá
tii þessara hluta, en tckið fram
að þær væru ekki fullathugaðar.
Ilefði hann talið þörf á allt að
178 milljónum. Ilugmyndirnar
væru að hækka mætti tckju-
áætlun frumvarps þess til fjár-
laga er liggur fyrir Alþingi um
83 milljónir, lækka útgjalda-
áætlun sama frumvarps um 40
milljónir, nota 20 milljónir af
tekjuafgangi ríkissjóðs 1958 og
afla eftirstöðvanna, ca. 35 millj., á
einhvcrn annan hátt.
Ræðumaðui' taldi líklegt að
þarfirnar reyndust meiri en ráð-
herrann áætlaði þær, ennfremur
engar líkur til að nokkur ráð-
deild væri í að hækka tekjuáætl-
unina eins og að framan getur.
Þá mundi einnig reynast óger-
legt að lækka útgjaldaliði svo að
nokkru verulegu næmi, nema
níðast á landsbyggðinni með því
að lækka fé til framkvæmda þar
og atvinnuaukningar. Tekjuaf-
gangur ríkissjóðs þyrfti að notr.st
á annan hátt en í verðbólguhít-
ina, mikið fé þyrfti jafnan fyrir
óvissum útgjöldum en fyrir þeim
hefði í'áðherrann ekkert gert. —
Ræðumaður kvaðst óttast að
þessi ríkisstjórn mundi freistast
til að gera efnahagsráðstafanir
þannig, að stofnað yrði til eyðslu
án þess að sjá fyrir nauðsynleg-
um tekjum og láta við sitja fram
yfii' kosningar, gera þetta til að
spara sér örðugleika og telja í
áróðri sínum að kjördæmabreyt-
ingin mundi leysa allan vanda.
Alþýðuflokksstjórnin liti svo á.
að syndaflóðið komi ekki fyrr cn
cftir sinn dag og Sjálfstæðisfl.
álíta sig alltaf hafa aðstöðu til að
segja: Þetta var Alþýðuflokks-
stjórninni að kenna. Annars
verðui' að bíða og sjá hvað setur
þegar stjórnin leggur fram frum-
varp um breytingar á lögum um
Útflutningssjóð, sem hún hefur
talið sig ætla að gera einhvern
næstu daga, svo og sjá hvað fram
kemur við afgreiðslu fjárlaga. —
í síðasta kafla ræðu sinnar kom
ræðumaður inn á kjördæmamál-
ið, og er sá kafli í forystugrein
blaðsins í dag.
f framansögðu er aðeins stiklað
á stóru í fi'ásögn af ræðunni, sem
var, eins og áður segir, mjög ít-
arleg og stóð yfir nokkuð á aðra
klukkustund, en ekki flutt af
blöðum, og er hér því aðeins
endursögn og mörgu sleppt
rúmsins vegna. — E. D.
300 Færcyingar
Nú er afráðið að hingað til
lands komi 300 Færeyingar og
mun Hekla vera farin til að
sækja þá. En eins og kunnugt er
af fyrri fréttum hefur ráðning
færeyskra sjómanna lengi staðið
í þófi.
íbúðir bæklaðra og
fatlaðra
I Osló hafa sex hjón, sem ann-
a'ð cða bæði cru bækluð eða íötl-
uð, flutt nýlcga inn í sex íbúðir,
sem gerðar haía verið við þeirra
hæfi. Allar cru íbúðir þessar í
fyrstu hæð hússins. Er aðgangur
að útidyrum aðeins aflíðandi, í
tveim-þremur áföngum. Stór
geymsla er samciginlcg hvcrjum
tvcimur íbáðum, bæði fyrir mat-
föng, scm þola venjulegan hita,
og fyrir hjólastó'a og önnur tæki,
sem annars eru venjulega geymd
í kjöllurum.
Hver íbúð er tvær stofur og
eldhús. Er aðalstofan allstór, með
svölum fyrir utan. Þrennar íbúð-
annna eru ætlaðar hjónum, sem
ganga við staf eða hækju. Hefur
þetta cinnig verið haft fyrir aug-
um við útbúnað eldhússins, og er
eldhús hjólastóls-hjónanna all-
stórt, en hin frcmur lítil. í bað-
lierbergi er alveg sérstakur og
margbrotinn útbúnaður.
íbúðir þessar eru gcrðar eftir
sænskri fyrirmynd. En í Svíþjóð
liafa þcgar verið byggðar um 200
íbúðir af þessu tagi.
Vélar til malbikunar
Að undanförnu hefur verið
unnið að því, að mynda samtök
kaupstaða í hlutafélagsformi til
þess að kaupa til landsins full-
komnai' vélar til malbikunar
gatna. Undirbúningsfundur að
félagsstofnun þessarri mun verða
snemma í næsta mánuði. Verk-
fræðingur Akureyrarbæjar, Ás-
geir Valdemarsson, mætir þar
fyrir bæjarins hönd.
Áætlunin er, að vélar þessar
verði fluttai' milli kaupstaðanna
eftir ástæðum. Þar sem þær
verða allstórvirkar er talið, að
þær eigi að geta annað, ein véla-
samstæða, allri malbikun gatna
utan Reykjavíkur, og er þó jafn-
framt gert ráð fyrir, að malbikun
aukist stói'lega við komu þeirra.
Það er sannarlega tími til
kominn, að aflað sé góðra tækja
til malbikunar hér á landi, svo
mjög sem allri gatnagerð hefur
verið áfátt og varanlegi'i gatna-
gerð miðað seint, enda hafa verið
notuð við malbikunina, og
í'cyndar flest störf við gatnagerð,
hin frumstæðustu tæki.
r
Ahcit á Hríseyjarkirkju
1958
Jóhanna Sigurgeirsdóttir kr.
100.00. — N. N. kr. 50.00. — Knut
Herner kr. 100.00. — G. J. kr.
50.00. — Ónefndur kr. 100.00. —
Gamall Hríseyingui' kr. 50.00. —
Ónefnd kr. 150.00. — Sigurður
Gíslason kr. 100.00. — Sigurgeir
Júlíusson kr. 200.00. — Elín
Árnadótti rkr. 150.00. — Þórdís
Jakobsdóttir kr. 100.00. — Þ. A.
kr. 500.00. — Valgerður Jóns-
dóttir kr. 50.00. — B. S. kr.
100.00. — Steinunn Valdimars-
dóttir kr. 100.00. — Sigfríður
Jónsnóttir kr. 50.00. — Elsa
Jónsdóttir kr. 50.00. — Ólafur
Ólafsson kr. 100.00. — Ósk Halis-
dóttir kr. 200.00. — N. N. kr.
500.00. — Samtals lcr. 2.850.00. —
Með þökkum móttekið. — Sókn-
arnefnd.