Dagur - 11.03.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 11.03.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. GTTTP> DAGUR kemu rnæst út miðviku- daginn 18. marz. XLII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. marz 1959 13. tbl. FíokksþiriQíð hefst í Rvík í dag Tólfta flokksþing Framsóknar- flokksins verður sett í Fram- sóknarhúsinu klukkan hálf tvö í dag. Þá, flytur formaður flokksins, Hermann Jónasson, yíirlitsræðu um stjórnmálin, en síðan verður kosið í fastanefndir þingsins. Búizt er við að fundarsókn verði mikil að þessu sinni, eða allt að 480 manns. Fulltrúar hvaðanæfa af landinu eru komnir til þings. Óskað er eftir, að fulltrúarnir hafi samband við flokksskrifstof- una í • Edduhúsinu þegar 'þeir koma til höfuðstaðarins. lunaruo reur og ð minkar unnir á sl ári Það kostar 950 krónur að veiða hvern ref, en 300 krónur að drepa mínkinn Samkvæmt útvarpserindi Sveins R. Einarssonar veiðistjóra og af fréttum þeim, sem hann hefur látið blöðum í té, hafa unnizt 1988 reíir á árinu 1958 og 1497 minkar. Þó ber þess að geta, að skýrslur þær, sem veiðistjórinn byggir upplýsingar sínar á, eru ekki nema 105 talsins, en 225 bæia- og sveitafélcgum bar að senda skýrslur, en höfðu ekki gert það. Veiðistjórastarfið er ársgamalt hér á landi, stofnað með lögum frá 1957, og felst það í yfirumsjón og samræmdum aðgerðum við eyðingu refa og minka. Refir eru gamalkunnir hér á landi og hafa unnið mikið tjón á sauðfé landsmanna og í vörpum. Milli þeirra og mannanna er lát- laus skæruhernaður og hefur ýmsum veitt.betur. Mest er um refi á Vestfjörðum og á Norð- Austurlandi. Þar er víða strjál- býlt og erfitt um eyðingu. Þar sem bæir fara í eyði eða jafnvel heilir hreppar, vænkast hagur refsins. í Sléttuhreppi í Norður- ísafjarðarsýslu er nú engin Flugfélag íslands sigr- aði í firraakeppni S.R.A. Sl. sunnud. fór fram í Hlíðar- fjalli firmakeppni Skíðaráðs Ak- ureyrar. — 55 firmu'tóku þátt í keppninni. — Veður var slæmt og færi. — Brautin var um 200 m löng með 40 hliðum. — Þetta var forgjafarkeppni. — Rnatt- spyrnufélag Akureyrar sá um keppnina. — Mótsstjóri var Hérmann Sigtryggsson. Úrslit urðu þau að Flugíélag fslands sigraði (ívar Sigmunds- sdn, K.A.,' 31.1 sek.). 2. Sund- laug Akureyrar (Magnús Guð- mundsson, K.A., 31.9 sek.). 3. Ullarverksm. Gefjun (Hjálmar Stefánsson, K.A., 32.1 sek.). 4. Skógerð Iðunnar 32.7 sek. 5. Útgerðargélag Ak. 34.7 sek. 6. Bílasalan h.f. 34,8 sek. 7. Bókabúð Rikku 35.5 sek. 8. Skóverzl. Lyngdal 38.5 sek. 9. Sápuverksm. Sjöfn 36.7 sek. 10. Últíma h.f. 38.3 sek. byggð lengur. Þangað voru í sumar gerðir leiðangrar og 106 refir unnir. • • Minkaræktin hófst hér upp úr 1930 og tókst hún ekki betur cn svo, að þeir sluppu úr búrum og gerðust algjör villidýr samkvæmt eðli sínu og hafa nú lagt undir sig meginhluta landsins. Þessi nýi borgari í íslenzku dýraríki mun vera meiri skaðræðisskepna en refurinn, viðkoma hans feikna mikil og harðfengi meira en flestra annarra smærri dýra. Hann gjöreyðir fuglalífi við ár og vötn og spillir lax- og silungs- veiði. Þá eru varplöndin hinn eftirsóttasti leikvangur hins grimma vargs, sem drepur allt, sem hann ræður við, án tillits til þess, hverju hann torgar, og þar sem hann kemst í alifuglabú, drepur hann bæði hænsn og end- ur og lætur í stóra hrúgu. Einnig drepur hann lömb og grandar jafnvel stærri dýrum. Veiðistjórinn telur, að kostn- aður við hvern unninn ref hafi verið nær 950 krónur, en tæpar 300 krónur fyrir minkinn. Þó er talið víst, að fleiri dýr hafi eyðzt en þau, sem náðst hafa. Minkurinn er kominn í Eyja- fjarðardali, Öxnadal, Þorvaldsdal og Bárðardal. Virðist hann hafa farið þvert yfir hálendið og fylgt ánum. ímmfán ára afmælí Lo 0. marz Félagið hyggst kaupa 2-3 farþegaflugvclar í við- bót - Sameining íslenzku f lugf élaganna á dagskrá FRIÐRIK IX. Danakonungur er sextugur í dag. Hinn 10. marz 1944 komu nokkrir menn saman í Reykjavík til þess að stofna formlega nýtt hlutafélag, sem þeir nefndu Loft- leiðir. í gær varð félag þetta 15 ára. Upphaflega var stefnt til þess að koma á föstum áætlunarferð- um milli Reykjavíkur og þeirra byggðarlaga, sem örðugt áttu um samgöngur við höfuðborgina. Flugvélin, sem flugmennirnir þrír, og stofnendur Loftleiða, Al- freð Elíasson, Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson, höfðu haft með sér út hingað frá Kanada, varð fyrsti —• og til að byrja með — eini vélakostur hins nýja flug- félags. Sívaxandi flutningaþörf olli því, að félagið jók starfsemi sína mjög fyrstu árin með kaupum á nýjum tegundum flugvéla og fiölgun áætlunarferða. í febrúarbyrjun árið 1952 ákvað félagið að hætta innanlandsflug- inu og hefja miililandaflug. Saga íyrstu ára millilandaflugs- ins hefst með kaupum þess á fyrstu Skymasterflugvélinni árið 1946. Til Reykjavíkur kom hin nýja flugvél félagsins, „Hekla", Áðalfundur Framsóknarféíags ÓSafsfjarðar haldinn nýlega Framsóknarfélag Ólafsfjarðar hélt aðalfund sinn sl. föstudag. Björn Stefánsson, kennari, for- maður félagsstjórnar, flutti skýrslu um starf félagsins, en Ingvar Gíslason, erindreki Fram- sóknarflokksins, ræddi um stjórn málaviðhorfið. Urðu síðan al- mennar umræður um þau mál, og tóku margir til máls. Kosningar. Stjórn félagsins var öll endur- kosin, en hana skipa: Björn Stef- ánsson, formaður, Nývarð Jóns- son, gjaldkeri og Grímur Bjarna- son, ritari. Fulltrúar á 12. flokksþing Framsóknarmanna voru kjörnir Verksfæði brennur í Hörgárdal Slökkvilið Akureyrar var kvatt að Auðbrekku í Hörgárdal nemma morguns fimmtudaginn 5. marz'sl. Þar var eldur laus í verkstæðisbraggá Guðmundar Valgeirssonar bifvélavirkja. — Töluverður eldur var í braggan- um þegar að var komið og enn- fremur í bifreið, sem þar stóð. Annarri _ bifreið hafði verið bjargað út...... Bragginn var fóðraður með trétexi og mómold í tróði. Fljótlega tókst að slökkva eld- inn, en skemmdir urðu miklar. Sama dag, en síðdegis, var svo slökkviliðið kallað út öðru sinni. Kviknað hafði út frá eldstæði í húsinu ' Aðalstræti 54, norður- enda, niðri. Þar býr Björn Her- mannsson. Rífa þurfti skilrúm og urðu af því skemmdir, en fljótt tókst að slökkva. Bak við hús þetta stend- ur Nonnahúsið og mjög nálægt. Bæði húsin eru úr timbri. í gærmorgun var svo slökkvi- liðið kallað að Grafarholti hér í bæ. Þar hafði kviknað í legubekk. Skemmdir urðu ekki teljandi. Grímur Bjarnason og Ingvi Guð- mundsson, en Tryggvi Jónsson til vara. Framsóknarfélag Ólafsfjarðar hefur í hygg'u að halda árshátíð sína á næstunni, og var kjörin 5 manna nefnd til þess að undirbúa hana. Ályktun vegna flóabátsins. Fundurinn gerði eftirfarandi ályktun með samhljóða atkvæð- um: „Aðalfundur í Framsóknarfé- lagi Ólafsfjarðar, haldinn 27. fe- brúar 1959, lítur svo á, að bráð- nauðsynlegt sé að fá nýjan flóa- bát hér við Eyjafjörð nú þegar í stað Drangs, sem að allra dómi er fyrir löngu ofðinn ófær til þess- ara póstferða. Skorar fundurinn því á þing- menn kjördæmisins, Skipaútgerð ríkisins og aðra þá, er kunna að geta haft áhrif á þetta rrtál, að stuðla að því eftir beztu getu, að útgerðarmaður flóabátsins við Eyjafjörð, Steindór Jónsson, geti eignast nýtt og gott skip." Akureyrartogararnir Akuréyrartogararnir afla sæmi- lega vel á heimamiðum. Þeir eru þrír á veiðum, en Kaldbakur er í 12 ára klössun. Svalbakur mun landa hér einh.v*prh næ^tu daga. 15. júní 1947 og tveim dögum síð- ar —• á þjóðhátíðardaginn — fór hún í fyrstu áætlunarferðina til Kaupmannahafnar. Saga fyrstu ára millilandaflugs- ins geymir minningar um marga skemmtilega áfanga. Örlagaríkasti áfanginn er tví- mælalaust sá, sem varðar leyfið til Ameríkuflugsins, er veitt var árið 1948, en það hefur alla tíð síðan verið eitt helzta lífakkeri félagsins, og á grundvelli þess var ákveðið árið 1952 að endur- skipuleggja alla starfsemina og freista þess að koma á föstum og reglubundnum flugferðum milli Bandaríkjanna og Norður-Ev- rópu með viðkomu á íslandi. Hin lágu fargjöld Loftleiða hafa ekki einungis vakið verð- skuldaða athygli á litlu flugfélagi, sem býður hinni voldugu flug- vélasamsteypu byrginn, heldur hefur hún einnig orðið til þess að ýmsir eru nú teknir að hugleiða, hvort hyggilegast muni ekki vera að bæta nýjum farg'aldaflokki við} „Loftleiðafargjöldunum" á flugleiðunum yfir Norður-Atl- antshafið, og fari svo, þá mun þáttur Loftleiða aldrei reynast ómerkur í flugsögunni, hvað sem verða kann um framtíð félagsins að öðru leyti. Mikil eftirspurn flugfara veldur því, að Loftleiðir ráðgera nú verulega aukningu flugferða á sumri komanda. Áætlað er, að yfir mesta annatímann, eða frá maílokum, verði farnar níu ferðir í viku' hverri milli meginlands Evrópu og fslands, og níu ferðir milli íslands og Ameríku og munu flugvélar félagsins því verða 36 sinnum í viku á Reykja- víkurflugvelli á leiðinni austur eða vestur yfir Atlantshafið. Gert Framhald á 7. siðu. Kirkjuvikan fjölsótt . Kirk'uvikan á Akureyri hófst á sunnudaginn með barnasam- komu í kapellunni og kirk'unni og æskulýðsmessu eftir hádegið. Á mánudaginn var svo fyrsta kvöldsamkoman. Hófst hún með ávarpi framkvæmdastjóra kirkju vikunnar, Jóns Kristinssonar. — Ræður fluttu Steindór Stein- dórsson og séra Sigurður Stefáns son, Kirkjukór Akureyrar söng, einsöngvari var Kristinn Þor- steinsson. Söfnuður og prestar lásu saman 84. sálm Davíðs, sem lesinn verður alla vikurta. í -gærkveldi, þriðjudag, talaði Rafn Hjaltalín og séra Sig. Hauk- ur Guðjónsfion, en Karlakórinn Geysir söng. í kvöld er föstumessa, þar sem séra Fjalar Sigur'ónsson pre- dikar. Aðsókn hefur verið mikil á þessari fyrstu, norðlenzku kirkju viku. Tekið er á móti gjöfum í and- dyri kirkjunnar til styrktar kirkiilviki'->"i.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.