Dagur - 11.03.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 11.03.1959, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 11. marz 1959 Bagijk Ævinfýri Finns Björnssonar á Yfri-Á Ætlaði flugleiðis frá Reykjavík til Akureyrar en steig á land í Kaupmannahöfn Bændafundur á Blönduósi Svo bar við á föstudagsmorg- uninn, að bóndinn Finnur Björnsson á Ytri-Á í Ólafsfirði, sem dvalið hafði hjá börnum sín- um og öðrum vinum í Reykjavík og Suðurlandi um nokkurra vikna skeið, ætlaði flugleiðis til Akureyrar. Far hafði hann pant- að hjá Flugfélaginu og mætti á flugvellinum á brotfarartíma. Tvær vélar félagsins stóðu ferðbúnar, önnur til Akureyrar en hin til Glasgow og Kaup- mannahafnar og var það Hrím- faxi. Hrímfaxi átti að fara fyrr og fóru farþegar um borð. En ein- hverra hluta vegna varð ofurlítil bið á að vélin hæfi sig til flugs og fóru farþegar þá aftur til flug- skýlisins og biðu þar. Víkur þá sögunni til Finns bónda, sem mætti í þessum svif- um. Hann var fram á gangi á því augnabliki sem farþegarnir voru kallaðir út öðru sinni og rétt á eftir sá hann fólkið flýta sér út í flugvélina, sem hann hélt að væri Akureyrarvélin, og vatt sér um borð. Brátt var Hrímfaxi hátt á lofti. Veður var gott og skyggnd- ist bóndi um. Sýndist honum stefnan meira en lítið grunsam- leg. Oft hafði hann skroppið flugleiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar og ekki alltaf sömu leiðina að vísu. En þetta var helzt til mikill krókur. Hann spurði flugfreyjuna um ástæðuna, en fékk það svar, að þetta væri vanalega flugleiðin til Glasgow. Bóndi brosti með sjálfum sér. Ymsu var hann nú reyndar van- ur, bæði á sjó og landi, og stund- um hafði hann kannski borið eitthvað af leið. En að fara til út- landa í hreinu ógáti, það var víst saga til næsta bæjar, en skemmti leg skyldi hún verða eigi að síð- ur. — Jóhannes Snorrason flug- stjóri kom brátt á vettvang, spurði Finn, hvort heimilis- ástæður hans leyfðu það, að hann tefðist einn dag, eða hvort hann ætti að snúa við með hann til Reykjavíkur. Finnur var skjótur að velja. Akureyrarflugvélin myndi vera farin norður, þar að auki næði hann hvort sem væri ekki í póstbátinn frá Akureyri til Ólafsfjarðar, en framundan var Glasgow og Kaupmannahöfn, og honum var ekkert að vanbúnaði. Flugstjórinn tilkynnti þá Flug- félaginu um óskráða farþegann. Fremur var dimmt yfir Glas- gow. Þar var lítil viðdvöl. Á leið- inni til Hafnar var bjart og fag- urt um að litast. Flugstjóri og áhöfn kepptust við að sýna bónd- anum allt það, sem séð varð úr lofti. Og þegar til Hafnar kom ók Finnur um götur höfuðborgar- innar með sína flugfreyjuna á hvora hlið og ekki skorti hann leiðbeiningar og fyrirgreiðslu á meðan dvalið var þar í borg. Var sá dagur svo ánægjulegur sem bezt varð á kosið. Danskur blaða maður komst á snoðir um ferðir Finns og spurði hann spjörun- um úr. Heim var svo haldið um Prest- wick og komið til Reykjavíkur í glansandi veðri snemma á laug- ardagsmorguninn og til Akureyr- ar kom Finnur fyrir hádegi sama dag. Hann hafði ekki tafizt í Danmerkurförinni nema tæpan sólarhring. Nokkur börn og barnabörn Finns komu saman til að fagna föður og afa og var fréttamaður Dags þar einnig staddur og hlýddi á frásögnina. Finnur biður blaðið að færa Jóhannesi Snorra- syni flugstjóra og áhöfn Hrím- faxa allri kærar kveðjur og beztu þakkir. För bónda greiddist vel, því að Gunnólfur lá við bryggju á Ak- ureyri og var að leggja af stað til Ólafsfjarðar síðdegis á laugar- daginn. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu bæjarfógetans á Akur- eyri bárust henni kærur fyrir eftirtalin afbrot: I. Ölvun á almannafæri 239. Ölvun við bifreiðaakstur 20. Bifreiðaárekstrar 80. Önnur brot á bifreiðalögum lögreglusamþykktar 31. Þjófnaðir og innbrot 8. Líkamsárásir 4. Smygl 2. Ólögleg meðferð skotvopna 2. Brot á skyldu um tilkynningu aðseturssk. 11. Helgispjöll 1. Brot á vegalögum 3. Veiðilagabrot 2. Brot á gjaldeyrislögum 1. Brot gegn valdstjórninni 5. Áfengissala 1. Bruggun áfengis 1. Mannskaðarannsóknir 4. Afbrot unglinga 13. Alls 428. II. Á árinu voru 192 sektaðir fyrir ölvun á almannafæri og afbrot í sambandi við það. III. Á árinu voru 20 menn sviptir Finnur Björnsson bóndi á Ytri-Á í Ólafsfirði er kunnur myndar- og atorkubóndi og er rúmlega sextugur að aldri. Kona hans er Mundína Þorláksdóttir. Þau áttu 20 börn og eru 16 á lífi, 9 synir og 7 dætur, hið myndar- legasta dugnaðai’fólk. Finnur hefur aldrei áður komið út fyrir landsteinana, nema í leit að þeim gula í sjónum. ökuréttindum vegna ölvunar við akstur. Rétt þykir að taka það fram, að lögreglumenn hafa afskipti af ýmsum minni háttar yfirsjónum manna, svo íem í sambandi við ölvaða menn, umferðina ogafbrot barna o. fl., án þess að til kæru komi. Frá Húsavík Samkvæmt frétt frá Húsavík hefur Hagbarður nú aflað um 120 lestir, síðan hann hóf veiði í jan- úar síðastliðnum, Njörður 55 lestir, Hrönn 53 lestir, Gunnar 43 lestir og Maí 25 lestir. Frú Kristjana Sigfúsdóttir. Hrafnagilsstræti 4 hér í bæ, and- aðist í Fjórðungssjúkrahúsinu 19. febrúar sl. og var jarðsett frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. febrúar. Kristjana heitin var kona Ein- ars Árnasonar og bjuggu þau fyri'um á Vatnsenda og Landa- mótsseli í Suður-Þing., en voru búsett á Akureyri tvo síðustu áratugi. Kristjana var glæsileg kona og Undanfarin ár hafa bænda- fundir verið haldnir öðru hvoru á Blönduósi að tilhlutan búnað- arsambands sýslunnar. Á þessum vetri hafa þegar verið haldnir tveir slíkir fundir. Síðari fund- urinn fór fram 13. febr., og sóttu hann um 90 bændur úr Austur- Húnavatnssýslu. Voru þar tekin til meðferðar þessi mál: 1. Búfjártryggingar. Sigfús Þorsteinsson ráðunautur hafði þar framsögu. Rakti hann gang málsins á undanförnum árum á Búnaðarþingi, las upp og skýrði frumvarp til laga um skyldu- tryggingar búfjár, er lá fyrir síð- asta Búnaðarþingi og nú hefur verið sent búnaðarfélögunum í landinu til umsagnar. Eftir mikl- ar umræður var gerð svofelld ályktun: „Fundurinn telur ekki rétt að lögfesta almenna skyldutrygg- ingu búfjár, einkum vegna erfið- leika á framkvæmd slíkra trygg- inga og kostnaðar við starfrækslu þeirra. Aftur á móti leggur fundurinn áherzlu á, að Búnaðarþing, Stétt- arsamband bænda og Bjargráða- sjóður íslands taki höndum sam- an og komi á stofn deild, t. d. í sambandi við Bjargráðasjóð, bæti bændum það tjón, er þeir kunna að verða fyrir af óviðráðanlegum ástæðum, svo sem flóðahættu við sjó, vötn og ár, snjóflóðum, skriðuföllum, stórhríðar áföllum og lambaláti. Fjáröflun til slílcs mundi að líkindum vinsælli á Alþingi en almenn tryggingarstarfsemi. — Ennfremur væri eðlilegt að fé það er Bjargráðasjóði hefur verið afhent vegna óþuri'kalánanna o. fl. gengi til þessarar stofnunar. Þá má benda á, að frá bænda hálfu væri eðlilegt að Stéttar- sköruleg. Einkasonur þeirra hjóna, Kristjönu og Einars, er Flöskuldur hreppstjóri í Vatns- horni í Borgaríirði, en fóstur- dóttir þeirra er Aðalbjörg Jóns- dóttir, kona Páls Bjarnasonar símvirkja. Fósturson áttu þau líka, Aðalgeir Friðbjarnarson að nafni, og andaðist hann um tvítugsaldur. Sigurður Jóhannsson, bóndi að Lækjamóti í Kinn, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 20. febrúar sl. og var jarð- settur að Ljósavatni 28. sama mánaðar. Hann var rúmlega fimmtugur að aldri er hann lézt og hafði átt við langvarandi van- heilsu að stríða. Sigurður og Þóra Kiistinsdótt- h', kona hans, byggðu nýbýlið Lækjamót fyrir um það bil 10 árum og voru komin yfir mestu byrjunarerfiðleika landnemans. Sigurður Jóhannsson var vel gerður um marga hluti og góðum mannkostum búinn, en var heilsuveill mestan hluta ævinnar og naut sín því verr en skyldi. , Blaðið sendir aðstandendum hinna dánu innilegar samúðar- kveðjur. samband bænda legði fram árlegt framlag af tekjum sínum af Bún- aðarmálasjóði. Skorar fundurinn á Búnaðar- þing að koma þessu máli í fram- kvæmd sem fýrst. 2. Hafsteinn Pétursson frá Gunnsteinsstöðum hóf umræður um sýsluvegamál. Taldi hann, að ástand það er nú væri um öflun fjár til sýsluvegasjóðs væri óvið- unandi. Nú væri aðeins greitt framlag úr ríkissjóði á móti framlagi sýsluvegasjóðs, en ekki á móti tillögum sveitafélaga. Héraðið væri því verr sett að þessu leyti en önnur héruð, sem enga sýsluvegasjóðssamþykkt hefðu. Benti hann á, að ef fram- lagsskylda ríkissjóðs til sýsluveg- anna væri rétt túlkuð ef vega- málastjórninni, væri ekki um aðra kosti að ræða en að fella sýsluvegasamþykktina úr gildi, og taka upp annað form um fjár- öflun til sýsluveganna en verið hefur. Engin ályktun var gerð. 3. Rætt var um niðurgreiðslu á neyzlumjólk. Kom fram megn óánægja bænda yfir því, að nið- urgreiðslurnar næðu ekki til neytenda mjólkur í sveitum eins og annarra landsmanna. Skorað var á Stéttarsambandið og önnur félagssamtök bænda að fá fram leiðréttingu á þessu. B. J. Bragi Hjartarson, Þór, Ak.meistari í svigi Sl. sunnudag fór fram í Hlíð- arfjalli svigkeppni Skíðamóts Akureyrar. Veður var mjög gott, en færi slæmt. — Keppendur voru um 30. — Braut A fl. var ca. 400 m. löng með 56 hliðum. Helztu úrslit urðu: í A fl. sigraði Bragi Hjartar- son, Þór, á 106.1 sek. 2. Hjálmar Stefánsson, KA, 115.7 sek. 3. Páll Stefánsson, Þór, 121.1 sek. í B fl. sigraði Hallgrímur Jóns- son, KA, á 148.7 sek. í C fl. sigraði Eggert Eggerts- son, Þór, á 73.2 sek. í drengjafl. 13—15 ára sigi'aði Magnús Ingólfss., KA, á 37.8 sek. í drengjafl. 12 ára og yngri sigr aði Reynir Hjartarson, Þór, á 44.7 sek. Um næstu helgi verður ekki skíðamót, en æfingar verða bæði á laugardag og sunnudag. Frá Starfsmannafélagi Akureyrarkaupstaðar Aðalfundur Starfsmannafélags Akureyrarkaupstaðar var hald- inn 1. marz sl. — Félagið hyggst„ meðal annai'ra verkefna, að safna upplýsingum um starfsmenn bæjarins frá fyrri tímum, og var kjörin nefnd til að annast það starf. Hana skipa: Haraldur Sig- urgeirsson, Bjarni Halldórsson og Valgarður Baldvinsson. Starfsmannafélag Akureyrar- kaupstaðar er skipað 81 félags- manni. IJúverandi stjórn: Björn Guðmundss., lögregluþjónn, for- maður, Gunnar Steindórsson, rit- ari, og Haraldur Sigurgeirsson, gjaldkeri. Meðstiórnendur: Þor- steinn Stefánsson og Steinunn Bjarman. Grænlenzkur sauðnautsfeldur. — Sjá grein um Skinnaverksmiðjuna Iðunni á blaðsíðu 5. — (Ljósmynd: E. D.). Lögreglumál á síðastfiðnu ári Dánardægur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.