Dagur - 11.03.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 11.03.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 11. marz 1959 Dagur Skrifslofa i Haf'niirvtriMi 1 *<) — Sími 1 l(j(i lUTSTJÓKf: ERLIN G II R I) A V I !) S S O X Viu;l vMiig.isiji)! i: J Ó N S.V M VELSSON Árgangiir inn Uostar kr. 7r>.(Mt ltliuVnf lunuir út á íiiiðvikwlöitiim <>g iaugardðgiitvi, (irgar efni stamla til fijalililat'i «-r 1. jtili KRENTVERK ODDS UjÖRNSSONAR HT. Þrjár kveðjur SÍÐAN 1947 hefur bændastétt landsins búið við sæmileg kjör og haft skilyrði til margþættra fram fara. Á þessu tímabili hefur ræktun stóraukizt, svo og öll framleiðsla landbúnaðarvara, húsakost- ur fólks og fénaðar hefur tekið stakkaskiptum og hvers konar vélar og verkfæri verið teknar íþjón- ustu framleiðslunnar. Þetta árabil hafa Fram- sóknarmenn farið með landbúnaðarmál í hinum ýmsu ríkisstjórnum. Fyrir hálfum þriðja mánuði tók ný stjórn við vöidum, minnihlutastjórn Alþýðuflokksins. Hún telur sig hafa tvö meginverkefni. Hið fyrra er flokkslegt og á að tryggja líf Alþýðuflokksins enn um stund í gegnum breytta kjördæmaskipun. — Framsóknarflokkurinn leiddi þennan stjórnmála- flokk sér við hlið í síðustu kosningum inn á AI- þingi og gerði vel við hann. Alþýðuflokkurinn launaði það með svikum. Hitt liöfuðverkefnið er að stöðva verðbólguna, og er óskandi að það tak- izt. Uin það geta allir verið sannnála, livar í flokki sem þeir standa, að hin ábyrgðarlausa kröfupóli- tík, sem rekin var af kommúnistum, íhaldi og hægri krötum ó síðasta ári og varð loks til að fella vinstri stjómina, var óraunhæf með öllit og hrein skemmdarstarfscmi í þjóðfélaginu. Kaupkröfurnar voru algerlega út í hött, vegna þess að atvinnu- vegirnir gátu ekki svarað þcim. Kauphækkanirn- ar sjálfar voru ekkert annað en ávísun á það, sem ekki var til, út gefin af kaupahéðnum pólitískra valdastreituflokka, sem ekki láta sig alþjóðarhag miklu skipta. Þegar íhaldið komst í núverandi aðstöðu, sem stjórnarflokkur, lieimtaði það ávís- unina til baka, ógilti undirskrift sína og gerðist skeleggur málsvari kauplækkana. UM ÁRAMÓTIN hófst svo herferðin gegn dýr- tíðinni. Hinar svonefndu vísitöluvörur voru greiddar svo stórlega níður, að hið herfilegasta misrétti varð milli framleiðenda í sveitum og neytenda í bæjum. Til dæmis fengu neytendur mjólkurlítrann fyrir einni krónu minna en það kostar bændur að framleiða hann. Misréttið vegna niðurgrdiðslna vísitöluvaranna nernur á þriðja þús. krónuin á ári fyrir hverja fimm manna fjöl- skyldu, bændum í óhag. Þetta var fyrsta kveðja hinnar nýju ríkisstjóm- ar til bændastéttarinnar. ÞÁ VORU 6 MIILJÓN- IR teknar bótalaust af bændum í einu lagi meðþví að svíkja þá uin 3.3% launahækkun í verðlags- grundvellinum og Alþýðublaðið hælir sér af. All- ir þingmenn íhaldsins greiddu þessu óréttlæti at- kvæði sín. Þetta var önnur kveðja hins opinbera til hinna dreifðu byggða á íslandi. Enginn hefur getað réttlætt þessa kjaraskerðingu. f vonlausri vörn hafa grunnhyggnir menn uppi þá ásÖkun á hendur Framsóknarmönnum, að þeir hefðu átt að koma í veg fyrir þennan ósóma á meðan þeir voru í stjórn, en ekki gert það. En ásökunin fær ekki staðist. Ranglæti ríkisstjórnarinnar var framið á þessu ári í sambandi við samninga við aðrar stétt- ir, og þá skapaðist óréttlætið. — Bæði stjórnar- blöðin ó Akureyri hafa undrast það stórlega að vinstri stjórnin skyldi ekki í sinni stjórnartið hafa forðað bændum frá áföllum af óréttlætan- legum aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Hvor- ugt þessara blaða getur hins veg- ar, eða reynir að réttlæta þessa árás á bændur landsins. SlÐASTA KVEÐJA stjórnar- inar felst svo í því, að samkvæmt upplýsingum viðskiptamólaráð - herra, er innflutningur ýmislegra búvéla minnkaður um 5 milljónir króna á þessu ári. Þetta er afsak- að með því, að bændur hafi feng- ið svo mikið af þessum vörum síðustu árin, að þeir muni ekki hafa þörf fyrir rneira að þessu sinni. Nafn og innsigli íhaldsins er á öllum þessum köldu kveðjum stjórnarvaldanna til bænda landsins og nurnu þeir minnast þess við næstu kosningar. SEXTUGUR: Þorsteinn Davíðsson verksm.stjóri Þorsteinn Davíðsson, sútunar- meistari og verkstjóri, varð sextugur 7. þ. m. Þorsteinn er einn af þeim borg- urum þessa bæjar, sem með starfi sínu og kunnáttu, hefur átt drjúgan þátt í að byggja upp at- vinnulíf hans sl. röska 2 áratugi. Þorsteinn réðist ungur til starfa fyrir samvinnuhreyfinguna, og hefur um tuga ára skeið verið í þjónustu hennar við uppbygg- ingu iðnaðar samvinnusamtak- anna hér á Akureyri. Á þessum árum hefur Þor- steinn verið að byggja upp, auka og efla Sútunarverksmiðju sam- vinnumanna, en eins og menn vita, eru þar fyrst og fremst sút- uð þau skinn og húðir, sem til falla í landinu. Hann hefur veitt forstöðu fyrstu og einu sútunar- verksmiðjunni hér á landi, sem sútar allar tegundir skinna. Þor- steinn hefur þannig orðið braut- ryðjandi í sútun skinna og fyrst- ur allra íslendinga til að nema þá mennt alhliða. Erlendis, þar sem sútun skinna ng húða hefur verið iðkuð um hundruð ára skeið, hafa iðnlærð- ir sútunarmeistarar verið eftir- sóttir menn, og boðið í þá hærri fjárhæðir en marga aðraiðnlærða menn. Þetta stafar af því, að sút- un skinna er mjög vandasamt verk, og árangur sútunarinnar byggist að öllu leyti á fullkom- inni fag- og vinnuþekkingu. Þor- steinn hefur fengið hér leikni í fjölbreyttari sútun skinna, en al- mennt gerist erlendis að einn maður annist, því að þar er fag- þekkingin eða menntunin meira sundurgreind, t. d. eru sérmennt- aðir menn í sútun hanzkaskinna og líkri skinnasútun, aðrir í loð- sútun og pelsasútun skinna, skinnum til skógerðar, tösku- gerðar o. fl. Þorsteinn er orðinn sérmenntaður í þessu öllu og fleiru, t. d. sútaði hann um margra ára skeið sólaleður í verk smiðjunni með góðum árangri. Þessá reynslu og þekkingu hef- ur Þorsteinn sl. tvo áratugi verið að afla sér, og nú má segja, að hann hafi náð svo góðum árangri, að litlu einu sé aðeins við það bætandi. Auk þess sem Þorsteinn vinn- ur nú öll skinn í yfirleður o. fl. fyrir Skógerð samvinnumanna á Akureyri, vinnur hann auk þess húðir og skinn fyrir margþættan iðnrekstur í Reykjavík og víðar. Að sjálfsögðu er rétt áð geta þess, að sá árangur, sem nú hefur náðst í margs konar sútun skinna, undir handleiðslu Þorsteins Da- víðssonar, hefur orðið að yfirstíga margþætta örðugleika, tæknilega og vinnulega séð, en allt slíkt er að baki, og framtíðin virðist björt og fögur. , Þetta yfirlit, sem hér hefur verið gefið um starf Þorsteins, sýnir, svo að eigi verður um villst, að hér er enginn meðal- maður á ferð. Þessi árangur í starfi eins manns, er aðeins fær þeim, sem hafa dygðir Þprsteins til að bera. Þorsteinn er hversdagsgæfur maður, en þó skapfastur og fylg- inn sér í betra lagi. Hann er óvenjulegur starfsmaður og má segja að honum falli aldrei verk úr hendi. Hann er öruggur stjórnandi og svo trúverðugur sínu fyrirtæki, að á betra verður eigi kosið. Samvinnuhreyfingin, og raunar þjóðin öll, á þessum manni mikið upp að unna, hann hefur með starfi sínu lyft Grettistaki, sem þjóðin öll mun um ókomna tíma njóta hagsældar af. Hann hefur með stuðningi samvinnuhreyf- ingarinnar, rutt nýjar brautir, sem áður voru eigi farnar, en munu um ókomin ár verða sterk- ur hlekkur í framtíðaruppbygg- ingu þjóðlífs vors. Auk þess, sem hér hefur verið greint, hefur Þorsteinn verið öt- ull áhugamaður um skógrækt landsins, lagt þar fram sína krafta, hvenær sem óskað var. Hann dvaldi við skógræktarnám í Noregi, og var skógarvörður við Vaglaskóg um 6 ára skeið. Þorsteinn hefur einnig verið virkur þátttakandi í Ferðafélagi Akureyrar, og stutt það með starfi sínu tii margra nytsam- legra framkvæmda. Þorsteinn er fæddur að Hall- gilsstöðum í Fnjóskadal 7. marz 1899, missti móður sína 1904, fluttist þá að Hróarsstöðum, í sömu sveit, og dvaldist þar til 14 ára aldurs, er hann ásamt föður sínum fluttist að Fjósatungu, en þar átti hann heimili þangað til hann flutti til Akureyrar 1923. Þorsteinn var við nám á Hvann- eyri 1917—1919. Fór til Ameríku 1921—1923, til að nema sútun og rotun skinna á vegum samvinnu- hreyfingarinnar. Kona Þorsteins var Þóra Guð- mundsdóttir frá Arnarnesi, þau eignuðust þrjá mannvænlega syni. Konu sína missti Þorsteinn í júnímánuði 1957. Á þessum merku tímamótum í ævi Þorsteins Davíðssonar, vildu sjálfsagt margir fleiri, en til hans ná, taka í hendi hans og árna honum heilla með afmælið, en þær þúsundir sem standa undir merkjum samvinnuhreyfingar- innar vilja án efa á þessum tíma- mótum, þakka Þorsteini störf hans á liðnum árum, en samhliða óska þess af heilum hug, að hann megi sem lengst starfa fyrir hreyfinguna, henni og þjóðinni allri til farsældar. A. Þ. Söfnunin vegna sjó- slvsanna J Degi hafa borizt yfir 100 þús. krónur. Blaðinu hafa borizt í söfnunina til aðstandenda þeirra, sem fór- ust me, b.v. Júlí og m.s. Hermóði, samtals kr. 85.345.90. Til ekkju Aðalgeirs Jónssonar kr. 23.502.50. Samt. kr. 108.848.40. Til séra Péturs Sigurgeirssonar hafði borizt samtals kr. 5.664.15. Vegna þrengsla verður söfnun- arlistinn birtur síðar. '»Si' 'i'O -*>Si? 'fSl>'4*© 'íSfc -4* 'j' -J' & * I á A;F MÆLISVISUR til Þorsteins Davíðssonar, verk- smiðjustjóra, á 60 ára afmæli hans, 7. marz 1959 Heill þér, starfsins sterki maður. Starfsins yndi kært er þér. Heill til verlta, hlýr og glaður, hljóttu þökk, sem verðug er. Þig gleðji ætíð gróður fagur, grænir skógar, ræktuð lönd, þegar sól og sumardagur sveipar gulli dal og strönd. Lifðu heill og lengi njóttu láns og gengi’s, hvar sem ferð. Virðing, traust og vinsemd hljóttu. Vaskleik sannan ávallt berð. PÁLL ÓLAFSSON, Sörlastöðum. © 4- * 4- * f t f » 4- © 4- © T * 4- f * 4- f t 4- © 4- Einar Jónsson við skinnaliefilinn. Jóhannes Wæhle við spaltvélina. Páll Ólafsson og Þorsteinn Jónsson spýta skinn. Tryggvi Kjartansson við skinnasköfu. (Xjósmyndir: E. D.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.