Dagur - 11.03.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 11.03.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 11. marz 1959 D A G U R 5 Skinnaverksmiðjan Iðunn á Akureyri. — (Ljósmynd: E. D.). Skinnaverksmiðjan Iðunn Unclirstaða alls leður- og skinnaiðnaðar í landinu Þeir sem horfa með ánægju niður á skóna sína, sti júka með lotningu kjöl góðrar og vel bundinnar bókar, raða skjölum í tösku sína eða skólabókum og nestisbita í tösku unglingsins, setjast makindalega í leðuklæddan stól í íbúð sinni, sæti í bif- reið eða losa í laumi örlítið um belti sitt undir vel heppnaðri máltíð, mega einstöku sinnum leiða hugann á þann eina stað á Islandi, sem leggur grundvöllinn að öllum innlendum skinna- og leðuriðnaði. Sá staður er Við Glerá á Akureyri. Þar er Skinnaverksmiðjan Iðnnn og þar er Þorsteinn Davíðsson, sem stjómað hefur verksmiðjunni frá upphafi. Gærusala og markaðssveiflur. Á fyrri stríðsárunum, sem kennd eru við 1914—1918, glædd- ist markaður fyrir islenzkar vör- ur í Bandaríkjunum. Meðal ann- ars voru seldar þangað íslenzkar gærur fyrir forgöngu Sambands- ins. Aðalkaupandinn, Herburn Thompson & Co., benti íslend- ingum á, að hagkvæmara væri að afulla gærurnar áður en þær væru sendar yestur og selja uli og bjór sitt í hvoru lagi. Þá var enginn skinnaiðnaður til í land- inu, að öðru léyti en því, sem verið hafði frá öndverðu um notkun hráskinna í skó og skinnklæði. Gærurotun undirbúin. Þoi’steinn Davíðsson hafði þá nýlega slitið barnsskónum í Fnjóskadal og þótti í fremstu röð ungra manna. Sambandið fékk hann til að fara utan og læra gærurotun. Hann fór vestur um haf um haustið 1921 og dvaldi þar hálft annað ár. Með vesturför hans hyllti undir nýja iðngrein á fslandi, sem síðar varð merkur veruleiki undir farsæili stjórn Fnjóskdælingsins. Gæruverksmiðja stofnsett á Akureyri. Þegar Þorsteinn kom heim úr utanför sinni stofnsetti Sam- bandið gæruverksmiðju á Akur- eyri í því húsnæði, sem áður var sláturhús, mjólkursamlag og síð- ar kaffibætisgerð og nú gos- drykkjagerð. Keyptar voru nauð synlegar vélar frá Anteríku, en mikið af körum var smíðað á tré- smíðaverkstæði Frímanns Jak- obssonar hér í bæ. Liðu svo nokkur ár. Þá urðu nýjar mark- aðssveiflur- og borgaði sig þá bet- ur að senda gærurnar óafullaðar á markaðinn eins og áður liafði verið gert. Þorsteinn Davíðsson lærir sútun. Þennan tíma notaði Þoi’steinn sér til að læra sútun, í samráði við Sambandið og lagði hann land undir fót á ný og hélt til Ameríku. Þar nam hann hina nýju og hér áður óþekktu iðn- grein. Síðan dvaldi hann um skeið í Þýzkalandi og Noregi. 1 Noregi lagði hann einnig stund á skógrækt. Vð þetta nám var Þor- steinn á árunum 1927—1929. Eftir heimkomuna hóf gæru- verksmiðjan starf á nýjan leik undir stjórn Þorsteins. En á sumrin var hann skógarvörður að Vöglum í heimasveit sinni. Skinnaverksmiðjan Iðunn. Árið 1934 flutti Sambandið gæruverksmiðjuna úr húsnæði sínu í Gilinu og norður að Glerá. Samvinnumenn höfðu þá fyrir nokkru keypt Gefjuni, og hafa þess fyrirtæki vaxið og þróast þar hlið við hlið óslitið síðan. Ár- ið eftir flutninginn, eða 1935, var verksmiðjubyggingin stækkuð mjög, og það ér hófst sútunin, sem allir kannast við undir nafn- inu Skinnaverksmiðjan Iðunn. — Frá þessari stofnun uxu brátt þroskamiklar hliðargreinar, svo sem hanzkagerðin og skógerðin. Gamla aðferðin. Feður okkar. og mæður verk- uðu skinnin á ófullkominn hátt. Húðir af gripum og .sauðargærur voru rakaðar, ■ því næst stundum blásteinslitaðar eða lagðar í sortulyngslög og svo spýttar á skemmúþilinu eða bæjarveggn- um og hert. Eftir þessa meðferð var hin dýrmæta og ómissandi vara notuð í heimagerða skó og skinnklæði. , Allt fer vel á fagurri konu. í bókmenntum okkar er sagt frá fallega bryddum skóm, og víst munu margir skór hafa verið vel gerðir. Allt fer vel á fagurri konu og saklausu barni. Sann- leikurinn er þó sá, að íslending- ar voru blautir í fætur megin- ureyri ir. Skórnir \ aldrei hæfilega stórir, þvi að þeir epjuðust og tognuðu í það óend- anlega í bleytu, en skruppu sam- an í þurrki. Skinnsokkar og bræk ur voru einnig vandhirt, sjaldan vatnsheld. Hér liáði skinnfata- gerðin aldrei þeirri þróun og til dæmis hjá nágrönnum okkar, Eskimóunum, sem frægir eru fyrir listrænt handbragð í gerð skinnfata og skórnir voru svo góðir, þegar bezt lét, að „þeir lyftu fætinum sjálfir.“ Nú eru heimagerðu skórnir og skinnsokkarnir úr sögunni og koma vonandi aldrei aftur. En það er gaman að bera saman störf Skinnaverksmiðjunnar og hina gömlu aðferð heimilanna. Litast um í Skinnaverksmiðjunni. Það fyrsta, sem auganu mætir f Skinnaverksmiðjunni Iðunni eru 6 strokkar, sem hver um sig tekur 4—5 smálestir og snúast þeir í ákafa. í þeim eru hin flóknu og leyndardómsfullu sút- unarefni og skinnin. Hár og ull er losað af með kemiskum efnum. Áður lögðu menn húðirnar á kné sér og rökuðu hárin af með „hár“beittum hníf, lögðu þær svo í trébala til litunar þegar mikið var haft við. Stór spjaldakör eru í gangi og vinna líkt og þvottavél. Þar eru skinnin skoluð í vatni eða þvæld í einhverju „eiturbrasi11. Tvær skurðavélar hreinsa holdrosann og enn er vél, sem klýfur skinnin og húðir og þar eru þurrkunar- pressurnar. Auk þessa eru kemb- inga- og klippingavélar, mæl- ingavél, slípivél og skinnpressun- ar, sem leggja „síðustu hönd“ á framleiðsluna, littunarkör og margt fleira, sem ólærðir menn kunna ekki nöfnum að nefna. IMargt byggist á sútuninni. Ferðamenn sneiða oft hjá garði þar sem Skinnaverksmiðjan Ið- unn er. Húðir og skinn eru ekk- ert fyrir augað eins og þetta kemur af skepnunni. Hin nauð- synlega meðferð þessara vara í sterkum og þefmiklum upplausn- um, gefur litla og oftast ranga hugmynd um hinn veigamikla þátt iðnaðarins. Þar eru engar glæsivörur í glugga eða góðgæti á boðstólum. Það er ekki fyrr en kemur til hliðargreina þessa iðn- aðar, sem fagrar vörur lokka og laða. En allar byggjast þær á sút- uninni. Sú eina hér á landi. Skinnaverksmiðjan Iðunn var lengi í fjórum deildum: Sútunar- deild, hanzkagerð, skógerð og gærurotun. Nú er hanzkagerðin lögð niður, en skógerðin blómstr- ar undir stjórn Richards Þórólfs- sonar og hefur ekki undan að framleiða og fullnægja ört vax- andi eftirspurn, þótt þar vinni á annað hundrað manns og sútunin hefur vaxið jafnt og þétt. Sútun- arverksmiðjan er sú eina sinnar tegundar, sem þrifizt hefur hér á landi. Hinar hafa allar gefizt upp. Hún tekur nú til verkunar allar þær húðir frá siðastliðnu hausti, sem Sambandið tók til sölumeðferðar frá kaupfélögum landsins, og úr öllu þessu efni er unnið innanlands, að miklum hluta hjá Skógerð Iðunnar. Auk þess tekur verksmiðjan á móti miklu magni af gærum til margs konar meðferðar. Sútuninni og gærurotuninni stjórnar Þorsteinn Davíðsson. Hann hefur nú unnið að þessum málum í 35 ár sam- fleytt. Verkstjórar hans eru Hermann Vilhjálmsson og Jóhannes \\Tæhle. Sá, sem lengst hefur unnið í verksmiðjunni er Símon Símonarson. Oft hefur verk- smiðjan haft ei’lenda fagmenn í þjónustu sinni. Má þar nefna Bernhard heitinn Spitta, þýzkan sútara, sem hér vann um árabil og innleiddi ýmsar nýungar í skinnaiðnaðinum. 50 þúsund húðir og skinn. Síðastliðið ár tók Skinnaverk- smiðjan Iðunn á móti um það bil 50.000 húðum og skinnum til verkunar og 14,000 gærum til af- ullunar og frá einstaklingum nokkur hundruð af húðum og skinnum margra dýrategunda, eða samtals yfir 64,000 stk. Að þyngd reyndist þetta nálægt 240,000 kg. Sjaldséður feldur. Skinnaverksmiðjan kaupir nautshúðir, hrosshúðir, kálfskinn, sauðskinn, gærur, folalda- og tryppahúðir. Fyrir einstaklinga ÞORSTEINN DAVÍÐSSON, verksmiðjustjóri áAkureyri, varð 60 ára á laugardaginn var, 7. marz. Hann nam ungur búfræði við Hvanneyrarskólann, síðar gærurotun og sútun í Ameríku, Þýzkalandi og skógrækt í Noregi. Þorsteinn tók að sér stjóm gæruverksmiðju Sambandsins í Gilinu og Skinnaverksmiðju Iðunnar við Glerá og er þar enn verksmiðjustjóri. — Þorsteinn er ekkjumaður. Kona hans var Þóra Guðmundsdóttir frá Arnarnesi. sútar hún selaskinn, lambaskinn, refaskinn, minkaskinn, hrein- dýraskinn, geitaskinn og jafnvel skinn af hundum og köttum. — Ennfremur hefur verksmiðjan sútað örlítið af hlýraroðum. — Fyrir nokkrum dögum barst verksmiðjunni óvenjulegur feld- ur. Hann var af sauðnauti frá Grænlandi. Hann var dökkur að lit, lítið eitt brúnleitur. Vindhárin g, eins og fax, og undir þeim þéttur og skjóllegur flóki, líkur grófgerðum ullar- flóka. Söluvörurnar eru margs konar. Meginhluta framleiðslunnar selur verksmiðjan til skógerð- anna í landinu, bæði leður og skinn, ennfremur klipptar gærur í kuldaúlpur og alls konar fata- skinn, leður í töskur og belti og margs konar aðrar smávörur. Ennfremur til söðlagerðar, hús- gagnaiðnaðar og í vagnsæti, til bókbands- og hanzkagerðar. Og ekki má gleyma pelsum og teppa gærum. Reynslan hefur sýnt, að leður og skinn af íslenzkum dýrum er hið ágætasta hráefni, ef fláning, söltun og önnur hirðing frá fyrstu hendi er í góðu lagi. Það er aðeins leður í þykkustu sóla, sem inn þarf að flytja. Ur því er bætt með ofurlitlum innflutningi hrárra uxahúða frá Bandaríkjun- um. Klæðnaður manna er sífelldum breytingum undirorpinn og fer eftir tízku og efni á hverjum tíma. Hvergi hefur þó orðið meiri breyting en á skófatnaði, nema ef vera skyldi hinn nýi þjóðbúning- ur okkar, hin gærufóðraða kuldaúlpa. Sútunarverksmiðjan framleiddi vörur fyrir nær 6 milljónir króna á síðasta ári. Til samanburðar má geta þess, að sala sútaðra húða og skinna var aðeins rúml. 100 þús. kr. árið 1936. Meginstoð merks iðnaðar. Sútunaraðferðirnar eru einkum þrjár: Krómsútun, barkarsútun Framhald á 7. siðu. Synir þeirra þrír eru uppkomnir. — Þorsteinn Davíðsson er hár maður vexti og fríður sýnum, skarpgreindur og viljasterkur, prúðmenni í framkomu og strangheiðarlegur í öllum við- skiptum. — Þrátt fyrir erilsamt og erfitt brautryðjendastarf í hálfan fjórða áratug, vinnur hann ennþá manna mest, enda er dugnaði hans viðbrugðið á sama hátt og trúnaði hans. — Scnni- lega gefur Þorsteinn sér ekki tíma til þess að horfa yfir farinn veg og gleðjast yfir mörgum sigr- um, því að hvers konar sjálfs- ánægja er honutn fjarri skapi. — Hann er maður starfsins í svo ríkurn mæli, að oftast mun hann hafa unnið a. m. k. þrjár klukku- stundir á morgnana, þegar aðrir „stjórar“ risu úr rekkju. Og síð- astur manna yfirgefur hann verksmiðjuna á kvöldin. Efalaust munu samvinnumenn um land allt og santborgarar senda afmælisbarninu þakklátar kveðjur. Þeir vita, að Þorsteinn Davíðsson hefur lagt grunninn að merkum, íslenzkum iðnaði með kunnáttu og atorku. Sá iðnaður er mjög vaxandi hér á Akureyri og hefur borið hinn glæsilegasta árangur. voru mjög lön

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.