Dagur - 11.03.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 11.03.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 11. marz 1959 Kjördæmamálið emi í óvissu Talsmenn Alþýðuflokksins viðurkenna, að svo geti farið, að kiördæmamálið dagi upp á þessu þingi Morgunblaðið segir þannig frá fundi í Landsmálafélaginu Verði í Reykjavík 25. febr. sl.: „Magnús Jónsson var fyrst- ur frummælenda. Hann gerði í upphafi máls síns nokkra grein fyrir mismun þeim, er væri á að stöðu flokka til af- skipta af afgreiðslu mála, cítir því hvort þeir væru í STJÓRN eða STJÓRNAR- ANDSTÖÐU. Hlutskipti Sjálf stæðisflokksins hefði að und- anförnu verið stjórnarand- staða og MÁLFLUTNINGUR HANS Á ALÞINGI MÓTAZT AF ÞVÍ.“ (Leturbr. Dags.) TIREINSKILNINGSLEG JÁTNING. Þetta er óneitanlega hrcin- skilin játning á þeim vinnu- brögðum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn temur sér. Orð Magnúsar þurfa ekki skýringa. Þau segja nákvæmlega það, sem allir vita um Sjálfstæðis- flokkinn. Hann er óprúttinn hentistefnuflokkur og hagar málflutningi sínum alltaf eftir því, hvernig foringjunum þyk- ir blása í það og það skipíið. Dagar kjördæma- málið uppi Alþýðuflokksmenn eru nú farnir að gera sér grein fyrir, að svo kunni að fara, að þeir komi ckki kjördæmamálinu fram á þessu þingi. Benedikt Gröndal alþiiigismaður mælti eftirfarandi á fundi í fulltrúa- ráði Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík fyrir skömmu: ÓVISSA RÍKJANDI. „Uin framgang kjördæma- málsins á þingi er ÓGER- LEGT að spá á þessu augna- bliki. Undanfarnar vikur Iiafa farið fram samtöl milli flokka um málið, cn það citt get eg sagt, að Alþýðuflokkurinn mun standa að frumvarpi um málið innan skamms. Ef kommúnistar styðja það í einhverri VIÐUNANDI mynd — þá nær það fram að ganga, og tvennar kosningar verða í sumar, sennilega hinar fyrri í lok júní að vanda. Ef komm- únistar styðja málið ekki, en taka sarnan höndum við Fram sókn um að fella það — munu þeir fá að standa skil á þeirri framkomu í kosningum engu að síður. En þá verður kjör- dæmamálið STÖÐVAÐ að sinni.“ (Leturbr. Dags.) VEIK MINNIHLUTA- STJÓRN. Utlitið er því þannig fyrir minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins, að líklegt er, að höfuðbaráttumál hennar fái ekki framgang í þinginu. Að vísu kemur þetta engan veg- inn á óvart. Strax þegar minnihlutastjórnin var mynd- uð, mátti sjá fyrir, að hún yrði til harla lítils gagns, þar sem grundvöllur liennar var of vcikur. Alþýðuflokkurinn freistaðist til þess að svíkja bandalag sitt við Framsóknar- ílokkinn, af því að nokkrir grunnhyggnir forystumenn í Reykjavíkurliði flokksins þótt ust eygja möguleika til þess að koma fram kjördæmaskip- un í samráði við Sjálfstæðis- menn og kommúnista, sem þeir töldu henta flokkssjónar- miðum sínum. Þeir gerðu sér ljóst frá upphafi, að Farm- sóknarmönnum var þvert um geð að samþykkja slíka kjör- dæmabreytingu, en hins vegar treystu þeir Framsóknar- flokknum til þess að standa ekki í vegi fyrfir skynsamleg- um efnahagsráðstöfunum. — Krataforystan í Reykjavík reiknaði dæmið þannig, að kjördæmamálið gæti stjómin leyst með íhaidi og kommum, en cfnahagsmálin með Fram- sóknarmönnum og Sjálfstæð- ismönnum, en treystu ekki um of á kommúnista í því máli. — Með þessu liugðist stjórnin sigla fleyi sínu heilu í höfn. ÓVISSA OG INNBYRÐIS- DEILUR. Að nokkru lcyti var þctta dæmi sett rétt upp. Alþýðu- flokkurinn gat trcyst því, að Framsóknarmenn fylgdu GÓÐUM og SKYNSAMLEG- UM éfnahagsráðstöfunum, en neyttu ekki stjórnarandstöðu •sinnar til þess að hafa í frammi neikvæðan áróður gegn slíkum málum, svo sem Sjálfstæðismenn gerðu á valda tíma fyrrverandi rikisstjórnar. En hitt var allt meira og minna skakkt reiknað, að stjórnin gæti vænzt sérstaks stuðnings hinna annarra flokka, sem hún treysti á í öðrum málum. Eftir því sem blöð Alþýðubandalagsins upp- lýsa, hefur enginn samningur verið gerður milli stjóriiarinn- ar og Alþýðubandalagsins um stuðning við kjördæmafrum- vai-pið. Og Sjálfstæðisflokkur- inn, sem segist hafa lofað því fyrst og fremst að verja stjórnina vantrausti og koma á breyttri kjörræmaskipan mcð Alþýðuflokknum, stendur nú í deilum við stjórnina um ýmis þau atriði, sem máli þykja skipta við lokafrágang frumvarpsins. Enginn getur sagt fyrir, hverjar lyktir þessar innbyrðisdeilur kunna að fá, en marga grunar, að það verði ekki Alþýðuflokkurinn, sem þar hrósar sigri. SEINHEPPIN STJORN. Þá bendir niargt til, að Al- þýðuflokksstjórnin ætli að verða seinheppin um Ieiðir í efnahagsmálunum. Hún hefur þegar samþykkt miklar út- gjaldahækkanir, en bíður enn mcð að birta almenningi, hvaða ráð hún hafi til þess að afla tekna til úígjaldanna. Ef stjórnin skyldi grípa til þeirra ráða að afgreiða fjárlög með halla eða skerða verulega framkvæmdafé ríkissjóðs, eru engar líkur til þess, að Fram- sóknarflokkurinn fylgi slíkri stefnu. Framsóknarflokkurinn hefur lagt á það megináherzlu alla sína stjórnartíð, að ríkis- búskapurinn væri rekinn liallalaust og ávalit væri séð fyrir fé til nauðsynlegra og aðkallandi uppbyggingarfram- kvæmda í sveit og við sjó. Framsóknarflokkurinn hvikar aldrei frá stefnu sinni um al- hliða atvinnuuppbyggingu uin land allt og mun berjast liarðri baráttu gegn hverri til- raun, sem gerð verður til þess að draga úr þeirri jafnvægis- stefnu í byggð landsins, sem flokkurinn hefur ávallt haft á stefnuskrá sinni'og öfluglega var unnið að í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. Flokksþingið 12. flokksþing Framsóknar- flokksins hefst í dag og mun standa fram yfir helgi. Sam- kvæmt lögum flokksins kemur flokksþing saman eigi sjaldnar en fjórða hvert ár, en þegar sérsíaklega þykir sjapcja á>. ,er , hægt að kveðja til flokksþings inrian skemmri frests. Síðasta flokksþing var haldið árið 1956, þannig að nú líöa aðeins þrjú ár milli þinga. Hefur svo verið oftar. Fyrsta allsherjar- samkoma Framsóknarmaima var haldin á Þingvöllum 1919, og telzt það fyrsta flokksþing Framsóknarflokksins, þótt nafnið „fIokksþing“ hafi ekki verið tekið upp fyrr en all- mörgum áruni seinna. Fram- sóknarflokkurinn fékk fyrst fastmótað skipulag með flokks lögunum, sem samþvkkt voru á flokksþingi 1933. Bvggist skipulag flokksins enn á þcss- um Iögum að meginstofni. — Samkvæmt flokkslögunum fer flokksþingið með æðsta vald í flokksmálum og markar stefnu flokksins. Flokksþingið er fulltrúasamkoma Framsókn- arfélaga úr hverju kjördæmi landsins. Flokksþingið kýs miðstjóm flokksins, sem kem- ur saman einu sinni á ári milli flokksþinga. Miðstjórnin kýs aftur formann, ritara og gjald- kera flokksins, sem eru æðstu trúnaðarstöður flokksins. 1 I § 1 TIL S OLU Fokheld íbúð, 4 herbergi og eldhús, 115 m2, í Glerár- hverfi. — Enn fremur foklield íbúð, 122 m2, á Syðri- Brekkunni. RAGNAR STEINBERGSSON, IiDL., Símar: 1459 og 1782. TILKYNNING NR. 21/1959. Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið eftirfarandi liá- marksverð á fiski í smásölu, að frádreginni niðurgreiðslu ríkissjóðs: Nýr porskur, slœgður: Með haus, hvert kg..kr. 2.10 Iiausaður, livert kg. — 2.G0 Ný ýsa, slœgð: Með liaus, hvert kg.kr. 2.80 Hausuð, hvert kg.... — 3.50 Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þverskor- inn í stykki. Nýr fiskur, flakaður án þunnilda, hvert kg. kr. 6.00 Fiskfars, hvert kg. 8.50 Fisk, sem frystur er sem varaforði, má reikna kr. 1.80 dýrari hvert kg. en að framan greinir. Verð á öðrum fisktegundum lielzt óbreytt samkvæmt tilkynningum nr. 21 og 82 frá 1958, þar til annað verð- ur auglýst. Reykjavík, 28. febrúar 1959. VERÐLAGSSTJ ÓRINN. VORUBILL TIL SOLU Clie\rolet vörubíll í ágætu lagi til sölu. — Upplýsingar hjá KARLI STEINGRÍMSSYNI, Stefni. Dansskóli H. Á. Námskeið fyrir almenning hefjast í I.andsbankasaln- um sunnudaginn 15. marz. Frá kl. 1—3 Börn, 4—6 ára Frá kl. 3—5 Börn, 4—6 ára Frá kl. 5.15—7.15 Fullorðn- ir Framhald. Frá kl. 8.30-10.30 Full- orðnir Byrjendur. Verð: Börn 100 kr. fyrir 6x2 tíma =12 tírna. Verð: Fullorðnir 160 kr. fyrir 6x2 tíma =12 tírna. Innritanir og upplýsingar i síma 1526 daglega frá 1—2. Skírteini afhent í Landsbankasalnum laugardaginn 14. marz frá 2—4. Ath. Aðeins þessi einu námskeið verða haldin. HFIÐAR ÁSTVALDSSON. AÐALFUNDUR Hestamannafélagsins Léttis verður haldinn miðvikudaginn 18. marz n. k. kl. 8 e. h. í Ásgarði. 1. Venjuleg aðalfundarstorf. 2. Önnur mál. STJÓRNIN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.