Dagur - 18.03.1959, Side 8

Dagur - 18.03.1959, Side 8
8 Bagujr Miðvikudaginn 18. marz 1959 Æflar ríkissfjórnin að sföðva rafvæðinguna? Dagsbirtan skaðar mjólkina < Slíkt gerræði væru lirein svik við fólkið úti á landsbyggðinni Fá mál vöktu meiri fögnuð al- mennings í landinu en rafvæðing dreifbýlisins, sem Framsdknar- flokkurinn beitti sér fyrir frá upphafi. Merkastir áfangar í þessu þýðingarmikla framfara- máli voru kosning milliþinga- nefndar í máfinu 1942. raforku- lögin 1946 og svo 10 ára áætlunin sem tók gildi 1954 og á að ljúka 1963. Næst á eftir ræktun og bygg- ingum á rafvæðingin mestan þátt í að skapa fólki góð heimili, gera sveitirnar byggilegar. Rafvæð- ingin er líka undirstaða margs konar iðnaðar í sveit og bæ. Mörgum hefur þótt fram- kvæmdum miða of hægt. Svo er það jafnan þegar þau mál eru á ferðinni, er slíkum sköpum skipta. Nú eru fimm ár eða helmingur þess tímabils liðinn, sem 10 ára áætlunin miðast við. Þegar þetta tímabil hófst voru nokkur hundruð þýli þegar búin að fá rafmagn frá samveitum. En samkvæmt áætluninni áttu 3200 býli'að fá raforku frá rafveitum ríkisins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Áætlunin hefur staðizt fullkomlega. Um síðustu áramót stóðu mál- in þannig, að nær 200 býli höfðu Þetta segir nú Jónas: „Tivoli opnar í dag“, hefur oft heyrzt í útvarpinu, hamri, steðja og ístaði til sárrar raunar. í nýjustu „Vikunni“ er sagt um nýtt gistihús, „það „opn- aði“. Opnaði húsið eða var húsið opnað? Hvernig fer hús að því að opna? -K f „Verkamanninum“ um daginn var harmað, að maður nokkur skyldi ekki lifa það að sjá hér „hið stéttlausa þjóðfé- lag“. Hve lengi á að tönnlast á gömlum „frasa“, sem aldrei getur orðið nema óbragð að? Eru „stéttlaus" þjóðfélögin fyrir austan tjald í sælunni? -K Landbúnaðarvörur, sjúkra- samlagsgjöld o. fl. eru greidd niður um fjölmarga milljóna- tugi. Ágætt. Ekki fer nú rikið að taka þessar milljónir af mér aftur, eða þér, eða hvað heldurðu um það? -K Verður ekki ákaflega ánægjulegt, ef svo fer, að Ak- ureyri verður lagt niður sem sérstakt kjördæmi? Verður ékki gaman að hjálpa til þess með atkvæði sínu, að enginn verði á Al- þingi framar, sem beri sæmd- artitilinn „þingmaður Akur- eyrar“? fengið raforku frá almennings- veitum. 10 ára áætlunin hafði staðist fullkomlega. Á þessu fimm ára tímabili hef- ur Framsóknarflokkurinn alltaf farið með stjórn raforkumála og séð um framkvæmd þeirra í að- alatriðum. Um 1200 býli eiga eftir að fá raforku, sem eiga að fá hana samkvæmt margnefndri áætlun. 920 býli hafa þegar fengið raf- magn frá einkarafstöðvum. 339 vatnsaflstöðvar eru í einkaeign og ná til 520 býla. Mótorraf- stöðvar eru 334 og ná til 400 býla. Kostnaður við raforkufram- kvæmdir er mikill og hefur farið mjög vaxandi hin síðari ár. Læt- ur nærri að hann sé 78 þúsund krónur á býli miðað við 800 metra fjarlægð og 88 þús. sé mið- a, við 1000 metra fjarlægð. Hvort tveggja miðað við einfasa lögn. Sé lögnin þriggja fasa, hækkar kostnaðurinn um ca. 30 þús. kr. á býli. Yfirleitt hefur kostnaður tvöfaldazt við raforkufram- kvæmdirnar síðustu 10 árin. Einkarafstöðvar eru orðnar mjög dýrar og munu kosta 15— 20 þús. krónur á hver kw. 10 kw. stöð mundi þá kosta 150—200 þús. krónur. Raforkusjóður hefur veitt lán, sem svarar til 55% af stofn- kostnaði með 3% vöxtum og af- borgunarlaust fyrstu 2 árin. — Áhugi og framtak einstaklinga til þessara framkvæmda virðast hafa dvínað síðustu árin. Enda kemur þar tvennt til, að margir sjá hilla undir ljós og yl frá hin- um stóru virkjunum og annað hitt, að einkarafstaöðvarnar eru flestum ofurefli vegna stofn- kostnaðar. En aðstæður eru mjög mismunandi og ermjögathugandi að gera sér sem gleggsta grein fyrir virkjunarmöguleikum á hverjum stað. Þeir sem bíða. Nú eiga 1200 býli eftir að fá raforku, samkvæmt 10 ára áætl- uninni. Þessi býli eiga að hafa fengið rafmagnið innan 5 ára. En þá eru samt eftir 1700-----1900 býli, sem legu sinnar vegna er erfiðara að tengja samveitum. Sennilegt er talið að vandamál þeirra í sambandi við raforku verði e. t. v. bezt leyst með inn flutningi dieselrafstöðva. Sýni- legt er, að stórt átak verður að gera í þessu máli á næstu árum. Um síðustu áramót stóðu málin þannig, að eftir var að fram- kvæma samþykktar samveitur í landinu fyrir 12,6 milljónir króna. Raforkuráð hefur svo samþykkt nýjar veitur fyrir þetta ár fyrir 8—9 milljónir króna. Liggja því fyrir samþykktir frá síðasta ári um raforkuframkvæmdir fyrir um það bil 21 milljón, sem ætlast DAGUR kemur næst út á laugard. 21. þ. m. Auglýs. þiu-fa að berast fyrir hádegi á fösíudag. er til að ríkisstjórnin annist framkvæmd á yfirstandandi ár. Þessar tölulegu upplýsingar komu fram í ræðu Daníels Ágústínussonar á flokksþinginu, er rætt var um raforkumálin. En Daníel er fulltrúi Framsóknar- flokksins í Raforkuráði. Framkvæmdir stöðvaðar. Nú bregður svo við hjá okkar nýju stjórnarvöldum, að þau ákváðu strax um áramót og til- kynntu raforkumálastjóra, aðall- ar raforkuframkvæmdir skyldu niður falla að sinni, eða þar til öðruvísi yrði ákveðið. Það mátti ekki einu sinni reisa staura, sem komnir voru á staðinn. Fram- kvæmdir voru algerlega stöðvað- ar um áramótin og þannig standa málin nú í dag. f nýjasta „Politikens Uge- blad“ (1.—7. marz) eru athyglis- verðar upplýsingar fyrir neyt- endur og framleiðendur mjólkur. Tilraunir í Þýzkalandi hafa leitt í ljós, að 79%'af C-vítamín- inu í mjólkinni hurfu, ef hún var látin standa í hinum venjulegu Ijósu flöskum í dagsbirtu í 6 klukkustundir. Ef mjólkin var geymd á sama hátt í pappaílátum, var helming- ur C-vítamínsins horfinn að 6 stundum liðnum, en er mjólkin var geymd í flöskum úr dökku gleri, þá hvarf aðeins 1,3% af C- vítamíninu á sama tíma. Tilraunir, sem leiddu svipað í ljós, hafa einnig verið gerðar á tilraunamjólkurstöð danska rík- isins í Hilleröd, og þar kom einn- ig í ljós, að dagsbirtan olli miklu óbragði að mjólkinni, en væri mjólkin höfð í flöskum úr gulu, rauðu eða brúnu gleri, þá missti hún ekki vítamínið og slapp við óbragðið. í Helsingfors og Stokkhólmi er þegar tekið að nota brúnar mjólkurflöskur, og nú hafa 3 stærstu mjólkursamlög í Kaup- mannahöfn gert samninga við glerverksmiðjur um kaup á brúnum mjólkurflöskum, og verður tekið að nota þær næsta haust. Engin ástæða virðist til þess að rengja þessar upplýsingar. Ekki skortir okkur blessaða dagsbirt- una seinni hluta vetrar og fyrri part sumars. Við þyrftum í þessu máli að fara að dæmi frænda okkar á Norðurlöndum. Ýmis fíðindi úr nágrannabyggðum Sauðárkróki, 12. marz 1959 í Skagafirði er nú mikill áhugi fyrir tamningu hrossa og a. m. k. þrjár stöðvar starfandi í því skyni. Tamningamaður er Jón Baldvins- son, Dæli, en honum til aðstoðar er Björn Skúlason, Sauðárkróki. Á tamningastöðinni eru alls 14 hestar og á sami maður fimnr þeirra, en- það er Ragnar bóndi í Svartárdal. Hestmannafélagið Léttfeti á Sauðárkróki liefur nú í fyrsta skipti komið á fót tamningastöð hér í bæ. Hófst sú starfsemi um síðustu mán- aðamót og stendur til aprílloka. í Varmahlíð hefur Hestamanna- félagið Stígandi komið upp tamn- ingastöS nú í annað sinn. Er sú starfsemi tvíjrætt, þannig, að teknir verða tveir hópar hrossa til tamn- ingar og verður hver hópur sex vikur. Nú eru Jrar 22 hestar á tamn- ingastöðinni og tamningamenn eru þeir Gísli Hiiskuldsson og Pétur Sigfússon, Álftagerði. Enn er ein tamningastöðin á Stóra-Vatnsskarði. Þar hafa þeir Þorvaldur Árnason og Benedikt Benediktsson 12 hesta í tamningu. Þessir hestar eru allir, að einum undanskildum, úr Húnavatnssýslu. Þá munu og Hólasveinar hafa hesta undir höndum til tamningar, svo sem venja er. Auk Jtessa er svo að sjálfsögðu næstum því á hverjum bæ verið að temja ungviði og leita að góðhesta efnum, sem borið geti eigandann með glæsibrag um hina viðu velli í Skagafirði og á mannamót. Það evkur sjálfstraust og stolt hesta- mannsins, að vera vel ríðandi. Félag áfengisvarnanefnda í Skagafirði hefir gengizt fyrir fjöl- mennum fundum, eða samkomum, um bindindismál nú að undan- förnu. Sunnudaginn 8. marz, var slík samkoma haldin á Hofsósi. Komu þar saman börn úr þrem hreppum, Fells-, Hofs- og Hofsós- hreppi, ásamt kennurum og áfeng- isvarnarnefndarmönnum. Samkom- an hófst með messu í Barnaskólan- um kl. 2, en á eftir hófst samkoman. Þar voru ræður fluttar, lesið upp og sýnd kvikmynd. Daginn eftir var önnur samkoma haldin á vegum félagsins í Steins- staðaskóla, fyrir börn, kennara og áfengisvarnarnefndamenn úr Akra-, Seylu- og Lýtingsstaðahreppi. Fund- arefni var með svipuðu sniði og á Hofsósi. Auk heimamanna á hverj- um stað, mættu Jreir Pétur Björns- son, erindreki og Jón Þ. Björnsson, fyrrv. skólastjóri, formaður félags- ins. Fundirnir voru mjög fjölmenn- ir og hinir ánægjulegustu. Sauðárkróki 17. marz. Á sunnudagsnóttina brunnu hér á Sauðárkróki 6 sjóskúrar, sem stóðu utarlega í bænum og niðri við sjó. í þeim voru veiðarfæri margra sjómanna og ýmislegt fleira, þar á meðal ný vél, sem setja átti í lítinn þilfarsbát. Tjón- ið af þessum bruna var töluvert mikið og tilfinnanlegast fyrir þá, sem ekki höfðu brunatryggt eða tryggt mjög lágt. G. I. Öngulsstaðahreppi 17. marz. í síðustu viku fóru tveir menn, þeir Tryggvi Jónatansson og Kristján Jónsson fram í Tungur í kindaleit. Framan við svonefnda Klifsá, framarlega á dalnum, fundu þeir gráa gimbur, sem ekki hafði komið af fjalli í haust og hefur gengið þarna úti. Sú gráa var mjög sæmilega útlítandi og í bata og reyndist vera frá Hösk- uldsstöðum. Samþykkt um her- verndarsamnmginn Opinher fundur haldinn á Akur- evri 8. marz 1959, á vegum Menn- ingar og friðarsamtaka íslenzkra kvenna — Akureyrardeild — sam- þykkti svoliljóðandi ályktun sam- hljóða: „Fundur haldinn í Menningar- og friðarsamtökuni íslenzkra kvenna á Akureyri 8. marz 1959 telur að clvöl hins crlenda hers í landinu leiði geigvænlega hættu yfir íslenzku þjóðina og koniandi kynslóðir í þessu landi og auki á hættu tortímingarstyrjaldar í heim- inum. Herinn verði að fara á brott og ríkisstjórn landsins sé hundin Jreirri siðferðisskyldu, hæði gagn- vart íslenzku þjóðinni og öðrum þjóðunr lieims, að fara að vilja al- mennings í Jressu máli og vinna nú Jregar að uppsögn hervemdarsamn- ings.“ Fréttatilkynning frá M. F. I. K. Álykfun flokksþingsins m æmamálið l. — 12. flokksþing Framsóknarnianna leggur á það megináherzlu að vernda beri rétt hinna sjálfstæðu, sögulega þróuðu kjördæma til þess að hafa sérstaka fulltrúa á Alþingi. Jafnframt telur það rétt að fjölga ltjördæmakosnum þingmönnum fjölnrennari byggðarlaga, þó þannig að tekið sé eðlilegt tillit til aðstöðumunar kjósenda í einstök- um byggðarlögum til áhrifa á þing og stjórn. II. — Flokksþingið telur að stefna beri að því að skipta landinu í einmenningskjördæmi utan Reykjavíkur og þeirra kaupstaða ann- arra, sem rétt þykir og þykja kann að kjósi fleiri en einn þingmann. Með hæfilegri fjölgun kjördæmakjörinna þingmanna falli niður uppbótar landskjörið. Telur Ðokksþingið að einmenningskjördæmi sem aðalregla sé ör- uggastur grundvöllur að traustu stjómarfari. m. — Flokksþingið telur að skylt sé að ljúka sem allra fyrst end- urskoðun stjórnarskrárinnar í heild og að þar þurfi fleiru að breyta, en kjördæmaskipan. Telur flokksþingið þjóðinni hollast að sem víðtækast samkomulag geti orðið um öll grundvallaratriði stjórnskipunarlaganr.a. IV. — Flolcksþingið skírskotar til ályktana fyrri flokksþinga Framsóknarmanna um að æskilegt væri að sérstaklega kjörnu stjórnlagaþingi, sem ekki hefði öðrum málum að sinna, væri fengið ákvörðunarvald um gerð stjórnarskrárinnar og að hin nýja stjómar- skrá tæki síðan gildi, er hún hefði hlotið samþykki við þjóðarat-, kvæðagreiðslu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.