Dagur - 17.06.1959, Blaðsíða 1
Fyígizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kemur næst út laugar-
daginn 20. júní.
:*&<m
XLII. árg.
Akureyrí, miðvikudaginn 17. júní 1959
33. tbl.
Okkur æf íaður minnsfur réffur
Takmark skammdegisstjórnarinnar er einveldi þéttbýlis á
Reykjanesskaga og undirokun annarra landshluta. Þetta á að
vinnast með einhliða fjölgun þingmanna í þeim landshuta og
hvergi annars staðar, en þó einkum með því að koma á hlut-
íallskjöri um allt land. Reyndin mun verða sú, að flokk--
stjórnir í Reykjavík taka að sér einræðisvald um „listamenn"
einnig í dreifbýliskjördæmunum og ráða röð þeirra. Þær eru
nú þegar farnar að Iofa „sætum". Þetta er raunar ljóst öll-
um, sem ekki eru haldnir blindu ofurkappi. Þetta er skyndi-
áhiaup á heilbrigða skynsemi þjóðarinnar og stjórnin ætlar
að kúga fyrrverandi flokksmenn sína. — Aðcins tæpir tveir
mánuðir eru mönnum ætlaðir til umhugsunar um það, hvort
gerbylta skuli þeim grundvelli íslenzks lýðræðis, sem staðið
hefur að mestu óhaggaður í þúsund ár.
Sóknin í kjördæmamálinu er nú að linnast. Skammdegis-
mönnum eru Ijósar óvinsældir þess. Þess vegna vilja þeir nú
lcggja áherzlu á dagskrármál líðandi stundar. Þetta er hin
mesta rökvilla. SAMKVÆMT BÓKSTAF OG ANDA
STJÓRNARSKRARINNAR EIGA KOSNINGAR NÚ EIN-
VÖRÐUNGU AÐ SNÚAST UM KJÖRDÆMABREYT-
INGUNA
Kunnugt er, að samvinnuhreyfingin er sterkust í Eyjafirði
cg Þingeyjarsýslu. Þar er hennar ættarslóð með Akureyri og
Húsavík sem höfuðból. Það er engin tilviljun að þessum hér-
uðum er ætlaður minnstur réttur allra kjördæma í dreifbýl-
inu. Þetta stafar af hinni sterku og alkunnu andúð foringja
ihalds og ihaldsþræla á samvinnustefnunni. Frá þessum hér-
uðum væri helzt að vænta sterkra varna gegn ofurvaldi höf-
uðstaðarins.
JÓN SIGURÐSSON, Yztafelli.
nnum
Sfór kjördæmi verða orrusf uvöllur
í EINFELDNI sinni eða algerum
rökþrotum bera formælendur þrí-
flokkanna það á borð fyrir hátt-
virta kjósendur, að i stórum kjör-
dæmum verði ást og eindrægni ríkj-
andi í enn ríkara mæli meðal þirig-
mannanna en nú er á milli ná-
graiinaþingmanna.
Augljóst er þó og ætti engum að
vera vorkunn að sjá, að stóru kjör-
dæmin verða orrustuvöllur hinna
póljtísku flokka, sem allir eiga þar
væntanlega sína fulltrúa og munu
nota hvert tækifæri til þess að
bregða fæti hver fyrir annan, sam-
kvæmt þeim baráttuaðferðum
stjónimálallokkanna, sem tíðkast
hverju sinrii. Þetta stafar af því, að
hin fyrirhuguðu stóru kjördæmi eru
ekki hugsuð sem heild í neinu öðru
tilliti en hvað alþingiskosningar
snertir.
Breytingin í þessum eina þætti
hinnar fyrirhuguðu kjördæmabylt-
ingar' verður sú, að þar sem ná-
grannaþingmenn unnu áður saman
að þýðingarmiklum og sameiginleg-
um framlaramálum, verður nú bar-
izt innbyrðis á hinum nýja orrustu-
velli.
Frammi fyrir kjósendum mun svo
leiknum álrain haldið í líkingu við
það, þegar margra flokka ríkisstjórn
íer með völd. Hver þakkar sér það,
sem vel er gert, og hver kennir öðr-
um það, sem miður fer.
Skyldu menn ekki kannast við
þann leik? Vinstri stjórnin er nær-
tækt dæmi.
Þannig munu stór kjördæmi
sundra en ekki sameina, eihs og
sumir formælendur þeirra halda
fram í vandræðum sínum.
í dag er 17. júní, þjóðhátíðar-
dagur okkar íslendinga. Hann
r'ennur upp á hverju ári, og þá er
okkur hollt að íhuga alvarleg
mál og iðka fleira en daris á
•torgurn.
Hvar erum við á vegi staddir,
íslendingar? Stöndum við á brún
hengiflugs í efnahagsmálum með
byrðar sjálfskaparvíta á bakinu?
Erum við á eyðimerkurgöngu á
refilstigum sundrungar og sjálfs-
elsku eða erum við á hinni góðu
leið, sem liggur fram til bless-
unar?
BræðslusíIdarverð í sumar hefur
verið ákveðið kr. 120.00 málið
Fyrir uppmælda tunnu saltsíldar verða greidd-
ar 160 krónur, 10 krónum hærra en í fyrra
Ákveðið hefur verið verð á
bræðslusíld fyrir NorSur- og
Austurlandi á vertíðinni í sum-
ar. Verður það 120 krónur eða 10
krónum hærra en í fyrra. Verð á
síld til söltunar hefur verið
ákveðið 160 krónur fyrir upp-
mælda tunnu, en var 150 krónur
í fyrra.
Samkvæmt tillögu stjórnar
Síldarverksmiðja ríkisins hefur
sjávarútvegsmálaráðuneytið á-
kveðið verð á sumarveiddri síld
fyrir Norður- og Austurlandi til
bræðslu kr. 120.00 fyrir hvert
mál sildar.
Reynist síld, sem er afhent
verksmiðjunum til bræðslu
óvanalega fitulítil, er verksmiðj-
unum heimilt að ákveða lægra
verð fyrir hana.
f þessu sambandi hefur ráðu-
neytið ákveðið að Utflutnings-
sjóður greiði síldarverksmiðjun-
um 70% útflutningsbætur á fob-
verð síldarafurðanna.
Þá hefur ráðuneytið heimilaS
Gatnagerð á Akuieyri. — (LjósndyMd: E. D.).
að Sildarverksmiðjur ríkisins
taki síld til vinnslu af þeim, er
þess kynnu að, óska, og greiða
þá 80% af áætlunarverðinu krón
um 120.00, og eftirstöðvarnar síð-
ar, ef einhverjar verða, þegar
reikningar verksmiðjanna haía
verið gerðir upp.
BræSslusíldarverðiS í fyrra var
kr. 110.00 hvert mál og er hækk-
unin á verSinu gerð með MiSsjón
af hækkun þeirri, sem varS á
fiskverði til skipta frá því í júní
í fyrra til síðastliðinnar vetrar-
vertiðar.
Legið á grenjum
Á þessum árstíma fara
grenjaskyttur á kreik. Þegar
greni finnst má naumast frá því
víkja fyrr en þaS er unnið. Tek-
ur það oft langan tíma, eða svo
dægrum skiptir. Kaldsamt verk
er þetta jafnan og ekki sízt þegar
illa viðrar.
í gær frétti blaðið um, að fram
á Skjóldal væri legiS á tveim
grenjum og ennfremur á Mel-
rakkadal.
Víða virðist tóíunni hafa fjölg-
að undanfarin ár, e. t. v. vegna
mannfæðar við að stunda refa-
veiðar og grenjaleitir.
„Ég þykist standa á grænni
grund,
en guð veit, hvar ég stend."
En hvernig sem okkur finnst,
að málum sé nú komið, þá hljót-
um við allir að horfa vonglaðir
til framtíðarinnar, annað er ekki
sæmandi á þjóðhátíðardegi, og
við hljótum að minnast frelsis-
hetju okkar, sem fæddist þennan
dag fyrir hart nær hálfri annarri
öld.
Árið 1911 segir Jón Jakobsson,
þáverandi landsbókavörður, frá
því í bréfi, er Jón Sigurðsson
forseti var hylltur af skólapilt-
um Latínuskólans 13. júní 1875.
Bæjarbúar í Reykjavík héldu
Jóni forseta þá veizlu í húsinu
„Glasgow".
Jóni Jakobssyni segist svo frá:
„Meðan á veizlunni stóð, kom-
um við skólapiltar í fylkingu frá
Latínuskólanum vestur að
„Glasgow"', röðuðum okkur fyrir
framan tröppur hússins og flutt-
um honiim kvæði eftir Gest
Pálsson, er útskrifaðist úr skóla
þá um vorið. Kvæðið var 4 'er-
indi, og hljóðaði síðasta erindið
svo
„Og kom nú heill að klakabai-mi
móður,
þú kappinn dýr, er aldrei þekktir
bönd,
nú fagna Gunnars synir beztum
bróður,
sem borinn er á Ingólfs
jökulströnd;
kom heill með styrk að stýra
þingi ungu
og stofna ráð, er Fróni duga má,
kom heill að þínu hreystistarfi
þungu
með hetjusál und aldursnjóvgri
brá."
Sóngsveitin stóð næst tröppun-
um, eg var í henni og hafði því
gott tækifæri til að virða gamla
manninn fyrir mér, meðan við
sungum, og síðan meðan hann
talaði. Hann stóS hljóSur á
tröppupallinum og bærSist eigi,
meðan á söngvnum stóð, en er
Framhald á 7. siðu.
Kosningasamkoma
Frarrisóknarfélögin á Akureyri
efna til kosningasamkomu aS
Hótel KEA næstk. sunnudag kl.
21. — Ávörp verða flutt. — GóS-
ir skemmtikraftar koma fram, og
að lokum verður dansað, bæSi
gömlu og nýju dansarnir. Hin
nýja hljómsveit, sem Hótel KEA
hefur ráðið til sín, Romeo-kvart-
ettinn, leikur fyrir dansi. Nánar
verður sagt frá þessu í blaðinu á
laugardaginn.
Frambjóðendur á Ákur-
eyri tala í útvarpið
Á mánudaginn fara fram út-
varpsumræður fyrir Akui'eyri
gegnum Skjaldarvík. Þær hefjast
•kl. 8 og verða þrjár umferðir og
ræðutími hvers flokks 50 mínút-
ur samtals. Ekki mun ennþá vera
búið að ákveða röð flokkanna.
Sláttur að hef jast
Hvarvetna berast fréttir af
óvenjulega góðri grassprettu. Á
nokkrum bæjurn er sláttur þeg-
ar hafinn, bæði á Svalbarðs-
strönd og í nágrenni Akureyrar.