Dagur - 17.06.1959, Blaðsíða 6

Dagur - 17.06.1959, Blaðsíða 6
D AGUK Miðvikudagrinn 17. júní 1959 Hrekkjalómurinn Troy HUGH TROY er kunnur banclarískur teiknari, listmál- ari og rithöfundur, en fræg- astur er hann þó fyrir hrekki sína. Verður hér sagt frá nokkrum þeirra. BERFÆTTUR. Er hann var í háskóla náði hann eitt sinn í háar gúmmískó- hlífar af einum prófessornum, sem jafnan var mjög utan við sig. Hann málaði þær þannig, að þær líktust mjög nöktum manns- fótum, og því næst þakti hann þær með sóti, svo að þær fengu aftur sinn upprunalega lit. Næst þegar prófessorinn not- aði skóhlífarnar, þvoði regnið sótið af, svo að hann virtist ganga berfættur. Er Troy hafði lokið háskóla- námi, flutti hann til New York, ákveðinn í því að komast áfram á listabrautinni. Það tókst vel, en mikill tími fór í alls konar hrekki. í HÖNDUM LÖGREGLUNNAR. Troy og vinur hans keyptu sér eitt sinn bekk, likan þeim, sem hafðir eru í skemmtigörðum. — Þeir félagar laumuðust með hann inn í einn helzta skemmti- garð borgarinnar og settust á hann. Svo biðu þeir, þangað til þeir sáu fyrsta lögregluþjóninn koma labbandi, en þá tóku þeir bekkinn upp á milli sín og héldu af stað með hann út úr garðin- um. Þeir voru auðvitað teknir fastir, en á lögreglustöðinni þótt- ist Troy vera stórhneykslaður, vitnaði í lög um eignarrétt og al- menn mannréttindi, og sýndi svo skihíki fyrir því, að þeir ættu þennan bekk og engir aðrir. Þetta endurtóku þeir í ýmsum skemmtigörðum borgarinnar, þangað til illska lögreglunnar var orðin svo mikil, að þeir þorðu ekki annað en hætta- þess- um leik. ÖFLUN VASAPENINGA. Troy var í skautafélagi, og eitt sinn datt honum gott ráð í hug til þess að auka við vasapeninga sína. Hann fékk sér vindlakassa, gerði dálitla rifu á annan gaflinn, málaði kassann vel og vandlega og festi hann svo á vegginn rétt við dyrnar á skautaklúbbnum. Ofan við kassann festi hann miða, sem á stóð: „PLEASE HELP!" Engar skýringar voru þarna á því, hverjum ætti að hjálpa. Þótt undarlegt megi virð- ast, þá urðu margir til þess að smeygja peningi í kassann, og Troy tæmdi hann svo með vissu millibili. GATIÐ. Er Troy var í háskólanum, var hann í arkitektadeildinni. Einn prófessorinn hans var sífellt að kvarta yfir því, að loftið í skóla- stofunni, þar sem hann kenndi, væri handónýtt Hann var sí- heimtandi af yfirstjórn skólans, að loftið væri styrkt áður en það dytti ofan á hausinn á honum og nemendum hans. Eitt kvöld laumaðist Troy inn í skólastofuna og nokkrir félagar hans með honum. Þeir höfðu meðferðis stiga meðal annars. — Troy fór upp í stigann og málaði stóran, svartan blett neðan í loft- ið og gerði hann sem allra lík- astan gati. Á gólfið fyrir neðan settu þeir því næst hrúgu af braki og rusli og fóru svo óséðir út. Er prófessorinn kom inn í skólastofuna morguninn eftir, leit hann sem snöggvast skelfdur á ruslið og „gatið", og æddi svo út hneykslaður og reiður í leit að umsjónarmanni hússins og ráða- mönnum skólans. Nú var það komið fram, sem hann hafði allt- af búizt við, og hann skyldi nú tala með tveim hrútshornum við þessa bölvaða hálfvita, sem aldr- ei tækju tillit til neins, sem þeim væri sagt. Um leið og prófessorinn var kominn úr augsýn, þustu Troy og félagar hans inn í skólastof- una. Þeir nudduðu burt „gatið" í skyndi og fluttu ruslið burt. — Ekki leið á löngu, þar til prófes- sorinn kom aftur í fylgd með ýmsum fyrirmennum skólans. Er þeir komu inn í stofuna, var þar ekkert óvenjulegt að sjá. Sagt er, að orðbragð prófessors- ins við þetta tækifæri hafi verið stórkostlegt og eftirminnilegt. HEFND. Eitt sinn móðgaðist Troy við kvikmyndahússeiganda nokkurn og ákvað að ná sér niðri á hon- um. Hann fór í þetta kvikmynda- hús eitt kvöld og hafði með sér í lokuðu íláti nokkra tugi af lif- andi mölflugum. Er sýning var hafin, opnaði Troy ílátið, og möl- flugurnar flugu út í sal — og auðvitað leituðu þær í geislann og fiögruðu þar, svo að sýningin þetta kvöld fór að mestu út um þúfur. , NASHYRNINGURINN. Þegar Troy var í Cornellhá- skóla, kom hann einu sinni heim til listamanns nokkurs og sá þar bréfakörfu, sem var steypt ná- kvæmlega eins og nashyrnings- fótur. Honum datt strax gott ráð í hug, fékk- lánaða bréfakörfuna og beið svo eftir hentugum veð- urskilyrðum. Kvöld nokkurt seint þakti ný- fallinn snjór jörðina, og þá fór Troy út með nashyrningsfótinn og vinur hans með honum. Þeir fylltu hann með járnarusli- til þess að þyngja hann, því næst bundu þeir um hann band, héldu hvor í sinn enda, strengdu á því á milli sín, svo að fóturinn hélzt á lofti, en þeir voru hvor um sig í svo sem 10—12 m. fjarlægð. Svo létu þeir fótinn síga til jarðar með vissu millibili. Þeir voru að gera nashyrningsspor í snjóinn. Morguninn eftir var uppi fótur og fit. Margir höfðu fundið ákaf- lega undarlegt spor í snjónum. Kallað var á þá prófessora, sem bezt voru að sér í dýrafræði. „Hamingjan góða!" kölluðu þeir. „Þetta eru spor eftir nashyrn- ing!" (Framhald 7. síðu.) ATVINNA! Oss vantar kvenmann, sem getur búið til flatbrauð heima hjá sér fyrir búðina. KJÖTBÚÐ K.E.A. Tveggja ára trillubátur 19 feta langur, með 5—6 ha. Sólóvél og skiptiskrúfu og gír, í ágætu lagi, til sölu. Sigurður B. Jónsson, Brekkugötu 3. "Sími 2438. Stúlka óskast til að taka að sér heimili í Skagafirði yfir júlí og ágúst. Gott kaup. Uppl. í sima 1748. TIL SOLU karlmannsreiðhjól, nýlegt og vel með farið. Uppl. í síma 1472. Polycolor komið. Verzlunin Ásbyrgi Hinir margeftirspurðu HVÍTU JAKKAR komnir aftur. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 NÝKOMIN BÓMULLAR- PEYSUSETT fyrir telpur. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 Stofa og eldhús til leigu nú þegar. SÍMI 2351. Kaupamaður óskast sem fyrst og til 15. septem- ber. Þarf . að vera vanur dráttarvélavinnu. Afa;r. vísar á. Fundið Armband með nafninu Hjörtur fannst á nyrðri Torfunefsbryggjunni fyrir ca. 10 dögum. — Afhendist gegn greiðslu auglýsingar- innar á afsreiðslu Dags. Húsmæður! Grófi sykurinn, sem er sætumeiri og drýgri, er mjög hentugur til sultugerðar. Kr. 4.50 kg. Hringið, allt sent heim. VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. Ferðatöskur Innkaupatöskur Tjöld - Tjaldbotnar Svefnpokar Vindsængur Bakpokar Ferðafatnaður alls konar. Athugið úrvalið áður en þér farið í sumarfríið. Nylonsokkar! Perlonsókkar! Saumlausir sokkar margar tegundir. Crepe-sokkar i I L þykkir, þunnir. Sokkar með saum þykkir, þunnir. VEFNAÐARVÖRUDEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.