Dagur - 20.06.1959, Síða 2
2
D A G U B
Laugardaginn 20. júní 1959
Á Norður-Grikklandi
Hér sést grískur bóndi með sitt gamla flutningatæki, en til
hægri er verið að gcra veg með nýtízku tæki, sem S. Þ.
hafa gefið Grikkjum.
„Andlegur sóðaskapur"
Gísli Ólafsson, hinn nýi yfir-
lögregluþjónn, er nýkominn til
bæjarins og mun hann brátt taka
við störfum. Dagur býður Gísla
velkominn til starfs.
En í framhaldi af þessu er rétt
að minnast á smágrein í „íslend-
ingi" með yfirskriftinni „Andb
legur sóðaskapur", sem er hrak-
legur og ósmekklegur þvætt-
ingur.
Ritstjórinn þykist vera að
finna að því, að Dagur fletti ofan
af óheilindum og furðulegri fram
koma yfirvaldanna í sambandi
við veitingu yfirlögregluþjóns-
starfsins, svo sem eins og það, að
einn lögregluþjónanna, hinn nýi
yfirlögregluþjónn, var áður sett-
ur yfir aðra lögregluþjóna hér í
bæ og því haldið leyndu fyrir
lögreglunni og öðrum, ennfrem-
ur, að mjög hæfum Iögreglu-
manni var bægt frá því að sækja
um starfið — vegna þess að
starfinu var ráðstafað áður en
auglýst var.
Ef íslendingur telur þetta and-
legan sóðaskap, þá verður að
segja honum það til hróss, að oft
hefur hann komizt verr að orði.
En ritstj. ísl. er ekki alltaf jafn
orðheppinn. í sömu grein gefur
hann út ejiis 'lfqnar. mannlýsingu
á Gísla Ólafssyrii ó'g ségir þár, áð
Gísli hafi þó sýnt viðleitni í að
stjóma umferð í báenum. Réttara
væri að segja, að Gísli Ólafsson
hefði stjórnað umferð af mynd-
arskap, því að það er rétt, og
látið sig umferðamálin miklu
varða og með sýnilegur árangri.
Grímseyingar þakka
Miðgarðakirkju hafa borizt
gjafir, og var tekið á móti þeim
sl. sunnudag, 7. júní.
Systurnar á Sveinsstöðum,
Sigrún og Ingurm Óladætur, gáfu
kirkjunni tvo kristalsvasa með
blómum. Bergur Björnsson og
kona hans, Guðrún Andrésdótt-
ir, færðu kirkjunni 1000.00 kr.
minningargjöf um foreldra
Björns, Björn Guðmundsson og
Freygerði Þorkelsdóttur. Starfs-
fólk frá verksm. SÍS á Akureyri,
sem fór skemmtiferð til Gríms-
eyjar gaf 1625.00 kr. — Frú
Soffía Lilliendal gaf í sjóð gam-
alla Grímseyinga á Húsavík kr.
65.00. — Grímseyingar þakka
þessar góðu gjafir og þann mikla
hlýhug, sem þar kemur í Ijós í
þeirra garð.
Þá drepur ísl. á, að lítið fari
nú fyrir skólamenntun Gísla og
málakunnáttu, og er þetta eins
konar vinarkveðja til hins nýja
yfirlögregluþjóns, sem nú er
nýkominn heim og þegar tekinn
til starfa.
Eitthvað er kveðja þessi í ætt
við andlegan sóðaskap og hefði
ritstjóranum verið sæmra að
bjóða yfirLögregluþjóninn vel-
kominn.
Lárus J. Rist áttræður
Lárus J. Bist varð áttræðúr í
gær, 18. júní. Blaðið sendir hin-
um þjóðkunna sundkénri’ara og
, ' ■ ‘t ■ *
íþróttafrömuði sínar mriiltegustu
hamingjuóskir.
Heimili og skóli,
2. hefti þ. á. birtir erindi Hann-
esar J. Magnússonar skólastjóra,
er 'hann flutti á kirkjuvikunni í
vetur og nefnist „Er kirkja nú-
tímans uppeldisstofnun?í‘ Auk
þess eru í ritinu þýddar greinar
um uppeldis- og fræðslumál og
athyglisverð frásögn: „Síminn
hringir um miðnætti", eftir Al-
bert Mason í þýðingu H. J. M.
Afgreiðslusími Dags og Tímans
á Akureyri er 1166.
- Menntaskólanum
á Akureyri slitið
17. júní
Framhald af 1. síðu.
lét þess getið að síðasti vetur hefði
vcrið sér hægasti og áhyggjuminnsti
vctur sinn við Menntaskólann. Fé-
lagslíf var sæmilegt, sagði hann
enn fremur og heilsufar ekki telj-
andi verra en telja mætti meðallag
þótt riokkur brögð væru að inflú-
enzu, mislingum og hálsbólgu. Síð-
an þakkaði hann nemendum og
kennurum gott samstarf svo og alla
vinsemd, sem skólanum hefði verið
sýnd.
Kjarnfræðanefnd íslands efndi í
vetur til ritgerðasamkeppni í
ménntaskólum landsins, um eðlis-
fræðilegt efni. Þrír frá M. A. voru
meðal þátttakenda og einn þeirra,
Halldór Elíasson, varð hlutskarp-
astur og hlaut 1000.00 kr. verðlatin.
Hinir, Sigfús Jónsen og Reynir
Eyjólfsson, hlutu bókaverðlaun fyr-
ir sína þáttöku. Verðíaunin voru
afhent við þetta tækifæri. Auk jress
Iilaut Júlíus Stefánsson bókaverð-
laun frá Stærðfræðifélaginu í Rvík.
Vérðlaun úr Hjaltalínssjóði fyrir
mcsta kunnáttu í íslenzkú hlutu
Bjarni Sigbjörnsson og Asgrímur
Pálsson. Verðlaunin voru, Orðabók
Sigfúsar Blöndals. Verðlaun úr
minningarsjóði Þorsteins Halldórs-
sonar hlaut Þorsteinn Svörfuður frá
Grund t Svarfaðardal.
Skólinn veitti sjálfur nokkur
verðlaun fyrir sérstök trúnaöarstörf
innan skóla og Dansk-íslenzka fc-
lagið f Reykjavík veitti bókaverð-
laun.
Fulltrúi 80 ára stúdenta, Gestur
Ólafsson, kennari á .\kureyri, af-
henti skólanum málverk af Lárusi
Bjarnasyni, fyrrum kennara og
skólastjóra, gert af Örlygi Sigurðs-
syni.
Tíu ára stúdentar fjölmenntu við
skólaslitin. Páll Þór Kristinsson
hafði orð fyrir Jjeim. Þeir gálu
veggskjöld útskorinn, gerðan af
Agústi Sigurmundssyni, myndskera,
með uglumerki skólans. Ætlun
þeirra cr, að ’minni skiklir verði
■gerðir eftir þessum, og hafðir til
sölu fyrir nemendur skólans. Fyrir
andvirðið, ásamt peningagjöf er
skildinum fylgdi, er fyrirhugað að
stofna sjóð er beri n'afnið: Fræða
og vísindasjóður stúdenta M. A.
Sjóðnum er ætlað að verðlauna þá
stúdenta frá M. A., sem doktors-
nafnbót hljóta eða annan hliðstæð-
an frama fyrir vísindaafrek.
Tuttugu og fimm ára stúdentar
sendu skólanum ljóðakveðju, orta
af Óskari Magnússyni, skólastjóra,
ásamt vönduðu segulbandstæki.
Fimmtán ára stúdentar sendu
kveðjur og péningaupphæð til
minningar um Arnkel Benedikts-
son. Peningunum var varið til
styrktar Guðnntndi Steinssyni,
Siglufirði, sem vegna slyss, varð að
geyma nokkurn hluta stúdentsprófs
til næsta hausts.
Eins árs stúdentar gáfu silfur-
skjöld áletraðan til minningar um
Stefán og Pétur Hólm frá Plrísey
er fórust í vetur. Risu allir við-
staddir úr sætum og heiðruðu minn
ingu þeirra.
Skólameistari þakkaði allar þess-
ar gjafir, tryggð við skólann og góð-
hug gamalla nemenda.
Að síðustu ávarpaði skólameist-
ari hina nýju stúdenta sérstaklega,
sem annars staðar segir frá hér í
blaðinu.
Gísli Eyland, fyrrv. skipstjóri:
Kj ördæmamálið
Eg vil strax taka það fram, að eg
er ekki — og hef aldrei verið — háð-
ur neinum stjórnmálaílokki. Kjör-
dæmamálið er það alvarlegt, að
kosningarnar 28. júní hljóta að snú-
ast aðallega um það mál. í staðinn
fyrir að taka alla stjórnarskrána til
athugunar í einu lagi, er þessu eina
atriði kippt út úr, og flaustrað í
gegn um þingið, af nokkrum valda-
gráðugum mönnum, og öll kjör-
dæmin lögð niður, nema Reykjavík,
án þess að kynna sér vilja kjós-
endatina. Allir eiga auðvelt með að
sjá — ef þeir vilja — að þessi að-
ferð hlýtur að skipta kjósendum í
tvo flokka, þáf sem annar flokkur-
GÍSLI EYLAND.
inn vill fá frumvarpið samjjykkt, en
hinn flokkurinn vill íella það. Þessi
skipting verður gerð án tillils til
stjórnmálaflokkanna. Vona eg að
þeir, sem eru á móti kjördæma-
bréytingunni í núverandi mynd,
verði fjölmennari, því þannig lög-
uð breyting kjördæmanna myndi
verða stórt ógæiuspor. Búast má við
að svo mikil óánægjualda rísi víða
á landinu að eríitt sé að geta sér til
um afleiðingarnar. Á meðan kjör-
dæmin eru óbreytt, má gera ráð
fyrir að þau leggist síður í eyði.
Eins og ástatt er hér á landi, ætti að
rniða kjt'irdtémi við Jaudshluta, en
ekki við kjósendafjtilda. Hvaða rétl-
læti er í því, að svifta Vestmanna-
eyjar kjt'irdæmisrétti? Vestmanna-
eyingar liljóta að hafa önnur áhuga-
mál en bændurnir á meginlandinu.
Akureyri sem er annar stærsti Itær á
landinu, hefur talsverða útgerð
fiskiskipa og verksmiðjurekstur,
ætti sannarlega að fá að vera í friði
sem kjördæmi út af fyrir sig. For-
spilið að þessurn kjördæmaharm-
leik er á þessa leið: Sjálfstæðis-
menn — eins og aðrir — sáu hve
mikla bölvun Hannibals-verkfallið
1955 gerði, en þá var Sjálfstæðis-
flokkurinn stjórnarflokkur, en er
þeir komust í stjórnarandstöðu
voru skrif Morgunblaðsins slík, að
ætla mátti, að þar væri harður
komma-ristjóri að verki. Þá sáu
Sjálfstæðiskommúnistar sér leik á
borði og tóku að sér verk Alþýðu-
bandalagskommúnista,' að koma af
stað verkföllum og kaupkröfum, er
allir vita, sem lesið hafa Morgun-
blaðið þann tíma sem vinstri stjórn-
in var við völd, en Alþýðubanda-
lagskommúnistar tóku þátt í þeirri
stjórn, og gátu því síður tekið op-
inberlega jtátt í niðurrifsstarfinu.
Þetta var gert til þess að fella
sljórn Hermanns Jónassonar, jreg-
ar séð varð að ráðstaíanir þær, er
sú stjórn gerði, ætluðu að verða til
bóta. Vegna verkfalla þeirra setn
Sjálfstæðismenn komu af stað, reis
mikil dýrtíðaralda, sent gerði stjórn
Hcrmanns svo erfitt fyrir, að han’n
bað Alþýðusambandsþingið um
frest 1 mánuð á greiðslu á 17 stig-
um af þáverandi vísitölu, en þá
komu Alþýðubandalagskommar
Sjálfstæðiskommum til hjálpar og
neituðu unt frestinn. Afleiðing þess
varð sú að Hermann baðst lausnar
fyrir sig og stjórn sína. Það er því
augljóst hvernig Jjessir flokkar spila
saman, Sjálfstæðiskommar og AI-
Jjýðubandalagskommar. Jafnir eru
Jjeir að [ní leyti að hvorugur hugs-
ar um hag þjóðarinnar í heild. Eg
hef hvorki heyrt Jjess getið eða les-
ið um Jjað, að AlJjýðubandalags-
kommar hafi liaft neitt við Jjað að
athuga, Jjótt AlþýðuflokkSstjórnin,
sent nú ler með völd undir yfir-
stjórn Sjálfstæðiskomma, lækkaði
vísitöluna unt 27 stig. AlJjýðubanda-
lagskommar eru Jjjónar erlends stór-
veldis og vilja innleiða hér einræði
og svifta þjóðina lýðræði og ein-
staklinga frelsi sínu. Sjálfstæðis-
flokkskommar cru málsvarar heild-
saht og auðmanna, og stefna að Jjví
að éyðileggja sámvinnuinenn og
verða einráðir í allri vcrzlun og
stjórnmálum, cins og kjördæma-
málið ber glöggt vitni utn. Eg vil
Jjví skora á alla kjósendur landsins
í hvaða stjórnmálaflokki sem Jjcir
eru, að gera sitt til að kjördæma-
breytingin; í þyí formi sem luin er,
verði felld. Vonatnli láta Akurcyr-
ingar og Eyfirðirigár ckki sitt eltir
liggja, cn gera, nfjt. sem hægt er til
þess^að fella kjöfdæmaljreytinguna.
„Vogun vinnur og vogun tapar,"
sagði Sveinn Ásgéirsson í vetur.
Hann hafði 3 bak við tjaldið, og
áttu spyrjendur að finna út Itver
einn af Jjessum 3 segði sátt, en vit-
að var að 2-segðu ósatt. Kjósendur
eiga að finna liver af Jjessum 4
stjórnmálaflokkum scgir minrist
ósatt? Verður þá að bcra saman Jjað,
scm Jjeir liafa gert og hvað Jjeir
Itafa sagt okkur með orðum og skrif-
að í blöð. (Eg tek ekki Þjóðvarnar-
flokkinn með í Jjessum- leik, Jjótt
hann, að nafninu til, sé að' ein-
hverju leyti risinn upp aftur). Svar-
ið verður Framsóknarflokkurinn.
Raup Alþýðumannsins
Þann 16. þ. m. raupar Alþýðum.
mjög af afrekum Alþýðuflokks-
ins. Hvernig skyldi standa á því,
að þessi stjórnmálaflokkur skuli
svo illa farinn, að hann hefur
enga von um að koma einum
einasta þingmanni að við næslu
kosningar, án hjálpar frá íhald-
inu?
Nær væri ritstjóra Alþýðu-
mannsins að gi-afast fyrir mein
flokksins og uppræta þau —.
þessi mein, sem búin eru að
eyðileggia þennan flokk verka-
lýðsins.
Eitt hundrað manns á fundi á
Akureyri, þar sem 3 ráðherrar
Alþýðuflokksins mættu og 40
manna fundur á Dalvík, bendir
fráleitt til þess að fólkið vilji nú,
fremur en áður, ljá boðskap Al-
pýðuflokksforingjanna eyru. Og
hvers vegna svo að birta rangar
tölur um fundarsókn?
Hins má svo geta, að það er
raunalegur vottur tómlætis að
hlýða ekki á mál ráðherranna.