Dagur - 20.06.1959, Page 4

Dagur - 20.06.1959, Page 4
4 D A G U R Laugardaginn 20. júní 1959 S!íí’!íí!:::;í.:!;í''íí.'.' Skriístoía í Haliiíttsírælt !W — Sínii lH»(i HITSTJOHí: F. R L I N C; V R I) A V í 1) S S () N Aui;lysingaslj«>ti: J Ó N S V M C’ E L. S S O N Árgangtmun kosuir kr. 75.<M) HlaiMð kettiur út á niiðvikudtígum og iaugardiígiini. [>egar efili stantla til C.jaltitlagi er I. júlí PRENTVF.HK <)IM)S BJÖUNSSONAK H.F. Klókindi í stað maimdóms 1 NIÐURLAGSORÐUM Þórarins Björnssonar skólameistara til brautskráðra stúdenta sagSi hann meðal annars: „Og náttúran er góður uppalandi, af því að hún er hreinskiptin. Hún er miskunnarlaus við þá, sem ekki duga til að glíma við hana. En nú eru þeir orðnir miklu fleiri en áður og fer stöðugt fjölgandi, sem engin bein afskipti eiga við nátt- úruna, heldur eru öll þeirra skipti við aðramenn.“ Og enn segir hann: „Það verður því miður að segjast eins og er, að í mannlegum samskiptum er miklu flemur hægt að hafa rangt við og hagn- ast.... Mannlegum samskiptum hættir því til að verða að refskák, þar sem klókindi mega sín stundum meira en manndómur. Þetta á ekki sízt við í kaupskap og stjórnmálum, þar sem togast er á um fé og völd.“ Þessi vitru orð skólameistara eru þörf hugvekja ;i þeim stjórnmálalegu átökum, sem nú eru háð. Enn verða bændur og sjómenn að berjast við óblíða náttúru og eiga við hana öll skipti í at- vinnulegu tilliti. Atorkumenn þessara stétta rmynda kjarna þess fólks, sem býr út um dreifðar bygðir og í þorpum við strendur landsins. Sam- skipti þeirra er ekki refskák af neinu tagi. Líf þeirra er manndómleg barátta við náttúruöflin eins og ætíð áður. En viðvörunarorð Þórarins eru þó engu að síður holl til umhugsunar fyrir alla landsmenn. En orð hans hitta beint í mark og taka ómjúkum höndum á meinsemdunum, sem ætíð þróast í stórfelldu þéttbýli. Peningaflóð nær ótrúlegt og refskákir hinna pólitísku og peninga- sterku eru tefldar af jafnmiklu kappi og sjósókn og landbúnaður annars staðar. " Stærsta refskákin er kjördæmabyltingin. Hún hefur „réttlætið" að yfirskyni og talsmenn bylt- ingarinnar hafa sagt á degi hverjum síðustu mán- uðina, að kjósendur eins stjórnmálaflokks á landi hér, kjósendur Framsóknarflokksins hefðu marg- faldan rétt á við kjósendur annarra flokka, allt upp í tvítugfaldan rétt, segja þeir, þegar þeir Ijúga mest. í hverju kjördæmi landsins hafa stjórnmálaflokkar sama rétt til að afla sér fylgis meðal kjósenda, eða ætti að trúa því að Fram- sóknarflokkurinn hafi einhver sérréttindi hér á Akureyri, Eyjafjarðarsýslu, Skagafirði, Þingeyj- arsýslum eða á öðrum stöðum, nei, vissulega ekki. Hitt er svo alveg staðreynd, að Framsóknar- flokkurinn hefur unnið til mikils fylgis meðal landsmanna og að sjálfsögðu notið þess. En jafn- augljóst og þetta hlýtur að vera hverjum manni, er hitt auðsætt, að á þeim stöðum, sem fólksfjölg- un hefur orðið mest, er sanngjarnt að fjölga þing- mönnum. Um það eru allir stjórnmálaflokkar sammála og hafa verið. Þar er auðvelt úr að bæta án þess að setja kjördæmaskipunina í heild á annan endann með því að leggja niður öll kjör- dæmi landsins utan Reykjavíkur og slengja þeim í fá, stór kjördæmi með hlutfallskjöri. Slíkt at- ferli er árás á sýslukjördæmin og á landsbyggð- na yfirleitt. Athæfið minnir á orð skólameistar- ans .... mannlegum samskiptum hættir því til að verða um of að refskák, þar sem klókindi mega sín sturídum meira en manndómur.“ Ennþá er þó tími til þess fyrir fólkið í landinu að sýna hvort það aðhyllist vinnubrögð þau, sem við. refinn eru kennd, eða sýnir þann manndóm á póli- tískum vettvangi, sem einn er undirstaða þess að komandi kyn- slóðir þurfi' ekki að bera kinn- roða fyrir kosningunum 28. júní næstkomandi. Góður gestur Ruben Wagnsson7 hátemplar, heimsækir Ak. í TILEFNI af 75 ára afmæli Góð- templarareglunnar á íslandi kom Ruben Wagnsson hátemplar, æðsti maðúr Reglurinar í heiminum, í heimsókn til Islands í þessum mán- uði og sat stórstúkuþing og há- stúkufund í Reykjavík. Hann hefur verið hátemplar síðan 1947 og er RUBEN WAGNSSON hátemplar. mikið þekktur um alla E-vrópu fyrir störf sín að bindindismálum ,og öðrum mannúðarmálum. Meðai annars beitti hann sér mjög fyrir hjálparstarfi eftir styrjöldina. Er hann Svíi og hefur verið landshöfð- ingi í Kalmar hin síðari ár, en lét af því embætti um áramótin fyrir aldurs sakir. Ruben Wagnsson kom hingað til Akureyrar þann 16, þ. m. og hafði verið fyrirhugað að fara með hon- um um Eyjafjiirð og austur í Mý- vatnssveit. En tíðarfarið kom í veg fyrir það. í fylgd með honum var Benedikt Bjarklind stórtemplar og nokkrir templarar héðan, er komu af stórstúkuþinginu. Templarar hér tóku á móti honum á flugvellinum og fylgdu honum út i Varðborg. Um kvöldið afhjúpaði hann minn- ingartöflu á húsi Friðbjarnar Steins sonar til minningar um frumherj- ana. Benedikt Bjarklind flutti þar ávarp frá stórstúkunni, en Stefán Ág. Kristjánsson, umboðsmaður há- templars, þakkaði fyrir hönd Regl- unnar hér. Á eftir sátu gestirnir kaffiboð í Varðborg ásamt nokkrum témplur- um úr bænum. Þar ávarþaði Eirík- ur Sigurðsson, fræðslustjóri stór- stúkunnar, hátemplar fyrir hönd Reglunnar á Akureyri. Bauð liann þennan tigna gest velkominn til Akureyrar, þar sem vagga Reglunn- ar stóð, skýrði horium frá störfum reglunnar í bænum og helztu merin ingarstofnunum og einkennum bæj arins. Var lionum þar afhent að gjöf rnynd af Akureyri til minning- ar um komuna liingað. Hátemplar flutti þar ræðu; þar sem hann ræddi um útbreiðslu Reglunnar og starf- semi. Reglan er fjölménnust Sví- þjóð, heimalandi hans, en þar telur hún um 150 þús. félaga. En Island hefur hæsta hlutfallstölu í Regl- unni rniðað við íbúafjöldá. Reglan starfar nú í fjórum heimsálfum. Þá tók stórtemplar til máls og nokkrir reglufélagar af Akureyri. Daginn eftir, þann 17. júní, fór hátemplar aftur til Reykjavíkur með bíl, þar sem ekki var ilugveð- ur. Þann 18. júní fór hann með flugvél til Kaupmannahafnar, en hann ætlar að flytja fyrirlestur í Vínarborg þann 21. þ. m. Ruben Wagnsson verður öllum minnisstæður, sem kynntust honum hér. Hann er í senn höfðinglegur menningarfrömuður og Ijúfmann- legur félagi. Gin- og kiaufaveiki í rénun í Evrópu NEFND sú, sem starfar á vegum FAO að útrýmingu gin- og klaufa- veikinnar, hefur sent frá sér skýrslu þar sem segir að þessi skæði sjúk- dómur sé nú greinilega á undan- haldi í Evrópu. A síðasta ári var henni algerlega útrýmt í mörgum löndum, t. d. í Noregi, Svíþjóð og Islandi. Hins vegar eru enn dæmi urn veikina í Danmörku og Finn- landi. Skýrslur undarifarinna ára sýna stöðuga rénun. Séu bornar saman tölur frá áruntim 1937—38, 1951— 52 og 1956—57 í löndum eins og Danmörku, Belgíu, Frakklandi, Hollanrii’og Sviss, verður útkoman sem hér segir: í Frakklandi fækkaði tilfellunum úr 378.000' í 333.000 og loks niður í 104.000, í Belgíu eru sömu tölur sem hér segir: 120.000, 59.000 og loks 1000, i Danmörku 106.000, 27.000 og loks 51, í Sviss 19.000, 426 og loks 232 og í Hol- landi 265.000, 27.000 og loks 82. Sérfróðir menn segja, að gin- og klaufaveikin sé greinilega að hverfa nema á nokkrum tilteknum svæð- Sextngur 1 GÆR varð Kristján Kristjánsson, sem lengi hefur verið kenndur við BSA hér í bæ, sextugur. Kristján er einn af hinum þróttmeiri at- hafnamönnum bæjarins og vel metinn borgari. um, þar sem hún er landlæg, t. d. í Frakklandi, þar sem í janúar 1958 komu fram 2498 tilfelli. Síðan fækk- aði Jreim smám saman næstu mán- uði og komust niður í 1141 í desem- ber. Annað slíkt svæði er Ítalía, og að vissu marki einnig Belgía, Spánn og Portúgal. Tjónið í Frakklandi af völdum gin- og klaufaveikinnar nam 6 milljörðum franka árið 1957. Á Ítalíu var tjónið yfir 500 milljónir lírur sama ár, en liafði áður verið mun meira. Grenið í Hestahraimi í Þorvaldsdal, sem nú er óbyggður, hafa refir ekki daglegt ónæði af mannavöldum. En oft er þar þó leitað grenja á vorin. Um -síðustu helgi vann Friðrik Magnússon grenjaskytta í Brag- holti greni í Hestahrauni þar í dalnum. Greni þetta er gamal- kunnugt. Til dæmis hefur Frið- rik unnið grenið 10 sinnum áður, eða í 11 skipti alls. Þó var svo óviturlega að farið fyrir 6 árum, að brenna það og síðan varð það ekki bústaður þessara öræfabúa á ný fyrr en nú í vor. — Veður var hið versta og eftir er að leita grenja víðar í Þorvaldsdal. Talleyrand hefur sagt eft- irfarandi um kaffið: „Það á að vera heitt eins og helvíti, svart eins og sjálfur djöfull- inn, hreint eins og engill og sætt eins og ástin. Blessaður sopinn hressir. Það er ekki furða, þótt kaffibollinn ylji fyrir brjósti. Én harin geí'ir meira. Hann dregur úr þreytu og éykui' vellíðan. Því veldur „koffeinið", sem verkar á æðar, nýru og taugakerfi. Maður hressist því býsna mikið, þegar ilmandi káffið kem- ur á borðið. Já, kaffisopinn hefur margan hresst, síðan kindurnar í Abessiníu komust upp á lagið með að eta fullþroskuð kaffiber og gera sér glaðan dag, og hirðarnir tóku það eftir þeim einhvern tíma fyrir löngu. Leið baunarinriar frá plöntunni til bollans. Ef kaffitré fengi að vaxa óhindrað, myndi það ná 10 metra hæð. Sjaldan eru þau látin vaxa meira en 2,5 metra til þess að auðvelda uppskeruna. Blöðin sitja tvö og tvö saman og eru sígræn allt árið. Tréð er stuttan tíma í blóma. Blómið ber fimm hvít blöð og ilmar líkt og jasmin. Það er algeng sjón að sjá blóm, þroskuð og óþroskuð ber á sömu grein. í löndum, þar sem kaffiekrurnar liggja nærri ströndinni, leggur blómailminn langt á haf út. Ávöxtur kaffitrésins þroskast fyrst hálfu ári eftir að það fellir blóm. Litur þess er fyrst grænn og síðan dökkrauður. Inn í honum eru tvær grænar kaffibaupnir, umluktar silfurlitri himnu og þar ut- an yfir er svo gagnsæ himna. Umleið og kaffiávöxturinn, byrjai' að þroskast, er kominn tími til uppskeru. Það er mikilvægt, að ávöxturinn sé ekki of lengi á trénu. Ytra borðið. getur sprungið í sólskininu, og missir berið þá mót- stöðu fyrir vatni, sem veldur því, að baunirnar verða ekki eins bragðsterkar. Allir taka þátt í upp- skerunni, menn, konur og börn. — Vinna hefst snemma á morgnana og stendur til myrkurs. Fólk- ið ber stórar körfur á öxlunum og tínir berin upp í þær. Til eru um það bil 80 mismunandi tegundir af kaffi, og eru það aðallega þrjár, sem hafa náð útbreiðslu. Það eru Coffea Arabica, Coffea Liber- ica og Coffea Robusta. Það eru til mörg hundruð blöndur af kaffi og er Santos-kaffið ein þeirra. Eftir márgbrotna flokkun ei' kaffið tilbúið til neyzlu og er flutt til hafnarborganna. Borginni Santos hefur kaffið breytt úr malaríuholu í þýð- inarmikla og ríka útflutningsborg. Hiuti af verzl- uninni fer fram í kauphöllinni „Bolsa Official do Café“, en á götunni fyrir utan fer fram fjörug verzlun. Kaupmenn og umboðssalar hlaupa um á skyrtunni og prútta um vöi'uverðið. Hér er margt um manninn og hitinn er sljóvgandi, en Suður- landabúarnir eru ákafir og mælskir. Hér — undir suðrænni sól — er verzlað með lielztu útflutnings- vöru Brazilíu. Það væri ekki úr vegi að athuga hvemig Suður- landabúar laga sitt kaffi. Tyrkir og Arabar laga það á eftirfarandi hátt. Tyrkneskt kaffi. Ekta tyrkneskt kaffi er lagað í koparkaffikönnu, sem er miklu hærri en við eigum að venjast og mjókkar eftir því sem ofar dregur. Þar sem við höfum ekki þannig könnu til að grípa til, þá getum við látið venjulegan skaftpott duga. Við blöndum 5 matsk. af púðursykri saman 2 matsk. af Santoskaffi og hellum 2 bollum af ísköldu (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.