Dagur - 20.06.1959, Side 6

Dagur - 20.06.1959, Side 6
6 D A G U R Laugardaginn 20. júní 1959 Þegar krónprinsinn kom Jim Moran er Bandaríkja- maður, gárungi mikill og hrekkjalómur. Hann hefur ýmislegt brallað. Frægur er leikurinn, sem hann setti á svið í einu þekktasta veitinga- húsi í Hollywood fyrir rúm- um áratug. Árið 1947 kom krónprinsinn af Saudi Arabíu, Emir Saud, til Bandaríkjanna og ferðaðist þar um í mánaðartíma. Voru með honum skikkjuklæddir þjónar, sem báru demantsskreytta rýt- inga við belti sér. Allur var hóp- urinn hinn skrautlegasti í sínum arabísku þjóðbúningum. Prins- inn dvaldi nokkra daga í Holly- wood með fylgdarliði sínu, og gerðu dagblöðin mikið veður út af komu hans. Fólk í Hollywood hefur alltaf haft mikinn áhuga á konungbornum mönnum, ekki sízt sá stóri hópur, sem fæst við kvikmyndirnar. Jim Moran tók nú að undirbúa athöfnina. Hann kynnti sér sem bezt hann gat útlit, klæðnað og háttu króuprinsins og fylgdarliðs hans og rannsakaði myndirnar í blöðunum. Hann samdi við klæðaverksmiðju um kaup á skikkjum, vefjarhöttum o. fl. og réð til starfa þrjá leikara, tvo, sem skyldu leika þjóna, en hinn þriðja sem túlk og fylgdarmann. Hann var svo heppinn, að einn leikaranna kunni arabísku. Moran kynnti sér ferðaáætlun krónprinsins og komst að því, að brotför hans úr borginni var ákveðin að kvöldi dags nokkurs, en hann vildi ekki eiga á hættu að rekast á Emir Saud sjálfan. Þetta sama kvöld klæddust þeir Jim Moran og félagar hans þrír kuflum og skikkjum, límdu á sig skegg, lituðu á sér andlitin og vöfðu höfuðin vefjarhöttum.. Til voru fengnir blaðamenn og ljós- myndari frá Associated Press og þeirn sögð áætlunin-. Og nú tók Jim Moran að safna sarnan gim-: steinum sínum. Hann fyllti stóra leðurpyngju af glitrandi gler- gtcinum og setti þar auk þess stóran fjólubláan gimstein, sem han hafði keypt fyxir 30 doliara, en leit út fyi'ir að vera geysi- veiðmikill. En fyrr um kvöldið hafði verið hringt á veitingastaðinn Ciro. Krónprinsinn og fylgdarlið hans óskaði þess að snæða á veitinga- st-aðnum þá um kvöldið. Prinsinn pantaði sérstakt borð á sérstök- um stað. Forstjóri veitingahúss- ins fullvissaði um, að hann skyldi sjá um borðið og allt skyldi gert verða til þess að hans hátign fengi góða þjónustu og skemmti sér þetta kvöld. Geysistór og gljáfægður bíll nam staðar fyrir utan veitinga- húsið Ciro þetta kvöld. Út komu tveir þjónar og gengu inn í sal til þess að athuga allar aðstæður og ráðgast við starfsliðið. Er allt virtist í lagi, gengu þeir út aftur, og nú birtust þeir krónprinsinn og túlkur hans og gengu inn í salinn með tígulegum limaburði. Þeir settust við borð sitt, en þjónarnir tveir tóku sér stöðu að baki þeim. Þetta kvöld var salurinn troð- fullur af gestum, og þar voru saman komnir margir heims- frægir kvikmyndaleikarar og annað fyrirfólk úr heimi kvik- myndanna. Menn voru hrifnir af því að hafa svo tiginn gest ná- lægt sér og gláptu óspart og hvísluðu. Hljómsveitarstjórinn Jerry Wald stjórnaði músikk- inni þetta kvöld, og fólkið dans- aði hvað mest það gat fram hjá borði prinsins og glápti óspart, en prinsinn virtist. annars hugar og leit ekki á fólkið. Eitt sinn, er hlé var á milli laga, gaf krónprinsinn öðrum þjóninum skipun hvössum rómi. Þjónninn hneigði sig djúpt og gekk því næst að hljómsveitar- pallinum. Með mjög útlenzkuleg- um hreimi sagði hann Wald hljómsveitarstjóra, að hans há- tign langaði tfl að heyra lagið: „Begin the Beguine“. Jú, það var svo sem meira en sjálfsagt. — Hljómsveitin lék lagið. Er því var lokið, kinkaði prinsinn kolli, ánægjulegur á svip. Því næst tók hann leðurpyngjuna, sem hangið hafði við bletið, opnaði hana og hellti öllum glitrandi steinunum á borðið. Hann hrærði í hrúg- unni eins og hann væri að leita, og svo valdi hann einn, þann stærsta, (30 dollara steininn). — Hann fékk þjóninum steininn og muldraði eitthvað. Þjónninn gekk rakleitt aftur að hljóm- sveitarpallinum og afhenti Wald hljómsvei.tarstjóra þennan stóra og glitrandi stein. 'Nú fór miídll kliður um salinn, því að Vver einasti maður hafði fylgzt af ákefð txveð þessuxn áhrifamikla atburðL Fimm eða tíu mínútum síðar fór blaðamaðurinn, sem áð- ur er getið, fram á snyrtingu, og þá sagði vörðurinn þar við hann: „Drottinn minn dýri! Nú þarf hann hr. Wald aldrei að stjórna hljómsveit framar. Kóngurinn þarna inni gaf honum gimstein, sem var á stærð við hænuegg. Nú, hann er bara orðinn ríkur maður og þarf aldrei að hafa áhyggjur framar!“ Að lokum þótti prinsinum kominn tími til brottfarar. Hann klappaði saman lófunum. Annar þjónanna lagaði klæðin á herra sínum. Prinsinn og túlkurinn risu úr sætum. Dansgólfið var autt þessa stundina, og hinn tigni gestur gekk út á það með fylgdarliði sínu og stefndi á úti- dyrnar. Allir í salnum störðu á þá. Allt' í einu heyrðist eins og haglél dyndi. Leðurpyngjan hafði opnazt, og allir glitrandi stein- arnir höfðu steypzt á gljáandi gólfið. Þjónarnir stönzuðu, og annar þeirra var í þann veginn að beygja sig niður til þess að tína upp gimsteinana, en þá kall- aði hans hátign eitthvað í skip- unartóni og sló kæruleysislega um sig með hendinni, og Arab- arnir fjórir héldu áfram göngu sinni að dyrunum og skildu steinana eftir, en þeir höfðu runnið og skoppað út um/allt gólf. Þessi frægi veitingastaður varð nú líkastur hæli óðra manna. — Gestirnir ruku úr sætum sínum og steyptu sér á gólfið. Kvik- myndastjórar og „stjörnur“ skriðu með æðisgengnum hraða, menn rákust á, borð og stólar ultu um koll, það var hrifsað og barizt, bæði gestir og starfslið tók þátt í þessari æðisgengnu keppni um gimsteinana. Krónprinsinn og fylgdarmenn 'hans litu ekki einu sinni við. Þeir héldu áfram út, án þess að ♦Jrða um lætin, hurfu inn í bíl- ýnn og óku burt. Tjaldið var fallið. Bíll til sölu FORD JUNIOR, ný yfir- farinn til sölu. Upplýsing- ar í Norðurgötu 43, niðri, frá kl. 8—9 e. h. mánudag, þriðjudag og miðvikudag. SUMARKJÓLAEFNI, röndótt, rósótt, doppótt, þykk og þunn, nýkomin, í mjög fallegu úrvali. ANNA & FREYJA Baðker, 2 stærðir Stálvaskar Hitavatnsdunkar, 3 teg, Rör, svört <ag galv. Fittmgs Gólfsvelgir Miðstöðvaofnar ýmsar tegundir. Kranar og fittings MIÐSTÖÐVADEELD Sími 1700 Nýkomið! Tékkneskir kvenskór lághælaðir, ljósir litir. Kventöflur, með háum kvarthæl. Hvannbergsbræður ÞAKJÁRN Þeir, sem enn eiga óteknar pantanir, eru vinsaml. beðnir að taka járnið strax. Annars selt öðrum. YERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. Karlm,sandalar nýkomnir. Hvannbergsbræður ATVINNA! 1—2 ungir menn, lagtækir og reglusamir, geta nú þeg- ar fengið atvinnu hjá yfir- byggingaverkstæði. Grímur Valdimarsson h.f. SÍMI 1461. Kayser, model ’52, TIL SÖLU. Uppl. i síma 1356. l„Seiblank ' l Þýzka gólfbónið, sem allar hús- 'SSjr mæður vilja. N ýlendu vör udeild og útibú. HJÓNARÚMIN reynast bezt frá Valbjörk. Þar fást líka: BORÐSTOFUHÚSGÖGN ný gerð. - SVEFNSÓFAR ný gerð. SKRIFBORÐ nv gerð. SÓFASETTIN vinsælu SÓFASETT, með lausum svamppúðum, hafa aldrei sézt á markaði hér áður. VALBJÖRK H.F. Geislagötu 5. — Sími 2429.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.