Dagur - 26.06.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 26.06.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Föstudaginn 2G. júní 1959 Skrifstofii i H,aftKivsH'íeti !)U — Siuti HÖG RITSTJÓKl: F.RLI N G U R D A V í 1) S S O N Au!?tý*i«ga«it jóti: j Ó N S V M ÚELSSO N \rganglirinn Lttstar kr. 7rt.(M( UlatSið kt tnnr út á ]iiíðviiitt<1ögum og lauj'ardiij'ttm, |>ct;nr t-fni stantl.t til fijaltlciaqi rr I. jtifí PUENTVEKK ODOS UJÓItNSSONAR H.F. Lærdómsrík reynsla Menn gera sér, hver eftir sinni getu, hugmynd um þær breytingar, sem fyrirhuguð kjördæma- breyting mundi valda. Þorarinn Þórarinsson, rit- stjóri, tók dæmi frá Finnlandi um hlutfallskosn- ingar, og mælti m. a.: „Eitt ömurlegasta dæmi um þetta höfum við frá þeirri vinaþjóð okkar, sem um margt á líkast að sögu og líkust lífsskilyrði og íslendingar. Þessi þjóð eru Finnar. Finnar fengu sjálfstæði um líkt leyti og Islendingar og hafa síðan sýnt einstæðan dugnað á flestan hátt. Þeir hafa með frábærum manndómi hrundið árás stórveldis, borgað þung- bærustu skaðabætur og búið 400 þúsund flótta- mönnum sæmileg lífskjör í landi sínu eftir að bú- ið var að ræna þá frjósamasta hluta þess. Senni- lega hefur engin þjóð lyft öðru eins Grettistaki og Finnar seinustu 15 árin. Samt er nú svo kyn- íega ástatt hjá þessari frábæru þjóð, að eftir að hún er búin að sigrast á öllum þessum erfiðleik- udi, þá standa þar yfir nær sífelldar stjórnar- kreppur, nýjar og nýjar vandræðaráðstafanir er varð að gera í efnahagsmálum liennar og hún hefur ekki liaft starfhæfa stjórn lim langt skeið, heldur orðið að búa við veikpr mininhlutastjórn- ir. Hvað veldur þessum ófarnaði? I Finnlandi eru nú átta stjórnmálaflokkar, sem berjast um völdin og geta ekki myndað neinn starfhæfan meirihluta og eru yfirleitt ásáttir um annað en að berjast inbyrðis, eins og jafnan vill verða þar sem flokkar eru margir. Það, sem hefur skapað þennan flokks ófögnuð í Finnlandi eru fyrst og fremst hlutfalls- kosningar. — Meinsemd þeirra hefur reynzt Finnum verri viðfangs en fangbrögðin við Rússa, flóttamannavandamál og stríðsskaðabætur.“ Síðar í ræðunni vék Þórarinn að hinni skefja- lausu baráttu íhaldsins fyrir kjördæmabylting- unni og sagði m. a.: „Svo óttasleginn er nú líka Sjálfstæðisflokk- urinn út af þessu, að hann hefur gripið til þeirra vinnubragða, er fáheyrð má telja. Ollu hinu mikla atvinnurekendavaldi og auðvaldi, sem hann ræð- ur yfir, er nú beitt til þess að hamla gegn skoð- anafrelsi almennings. Atvinnurekendur eru látn- ir tala við verkafólk sitt, kaupmenn við við- skiptafólk sitt, leigðir smalar eru sendir inn á heimilin og það er jöfnum höndum beitt blíðmæl- um og hótunum, eftir því hvort bctur þykir henta. Ef einhverjir flokksmenn eru taldir veikir í trúnni, eru þeir lagðir í sérstakt einelti og helzt reynt að neyða há til að lýsa yfir því opinberlega, að þeir ætli ekki að ganga af trúnni. Það er dreift út alls konar gulum söguin um auðvald SÍS og afskipti þess, enda þótt auðvald þess sé ekki ineira en svo að fjórir gróðamenn í Sjálfstæðis- flokknum eiga samtals meiri eignir en það, og 29 gæðingar Sjálfstæðisflokksins eiga samtals fimm sinnum meiri eignir en SÍS. Það er drcift út gulum sögum um lögbrot hjá Olíufélaginu og Framsóknarmönnum kennt um, enda þótt Sjálfstæðismenn séu í meirihluta í stjórn.félagsins. Það er ráðist gegn mönnum úti á landi ef þeir dirfast að reyna að hafa einhver áhrif á afstöðu Reykvíkinga á sama tíma og hundruð leigðra kosningasmala eru sendir frá Reykjavík út um landið til þess að afla stefnu Sjálfstæðisflokksins fylgis þar. Það er borið út bréf frá öllum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Revkjavík með þeim gróusögum, að haldið sé uppi fáheyrðusn æsingum gegn Reykvíkingum víðs vegar úti um landið og nú verði þeir að svara fyrir þessar árásir. Þannig er nú beitt kúgun og áróðri af lægstu tegund til þess að hræða og neyða menn til þess að fylgja ekki sannfæringu sinni og sam- vizku. Kosningarnar á sunnudaginn eru örlagaríkustu kosningar á íslandi síðan 1908. Það hefur ekki síðan 1908 reynt eins mikið á manndóm íslenzkra kjósenda og einmitt nú. Það hefur aldrei reynt eins mikið á það og nú að láta ekki takmarkalausan áróður og kúgunarviðleitni hræða sig til að víkja frá því, sem er rétt og satt. Það hefur aldrei reynt á það sem nú, hvort flokksböndin eru orðin sterkari en átthagatryggð- in, sem er sterkasta rót og mesti aflgjafi ættjarðarástarinn- ar. Á komandi árum og öldum, munu úrslit kosninga á sunnu- daginn verða talin prófsteinn á manndóm íslenzku þjóðarinnar rúmri hálfri öld eftir að hinn ís- lenzki málstaður sigraði svo glæsilega við kjörborðið 1908. Það er í þínum liöndum, kjós- andi, hvort svarað verður nú af sama manndómi og þá. Og mundu það, kjósandi, að í kjör- klefanum á sunnudaginn verður þú einn, frjáls og öllum óliáður, og getur gert það eitt sem þú álítur þjóna bezt hagsæld og sæmd sjálfs þín og þjóðar þinn- ar.“ - Ræða Bernharðs Stefánssonar Framhald af S. siðu. En það verður annað sem tekst: Að draga úr áhrifum hinna dreifðu byggða, einkum þeirra afskekktustu, og hins almenna kjósanda. Stjórnarskrárfrumvarpið á að vera borið fram til að „tryggja lýðræðið“. Eg álít að það verki öfugt. Hvað er lýðræði? Eg tel lýðræði m. a. vera það, að kjós- endur séu sem frjálSastir hvaða fulltrúa þeir kjósa. Fram til 1942 var persónuleg kosning: Fólkið kaus þann mann, eða þá menn, sem það treysti. Þetta sást bezt í tvímenningskjördæmunum áður en hlutfallskosningar komu til sögunnar, því að margir kusu þá frambjóðendur sinn úr hvorum flokki, menn sem þeir treystu persónulega bezt. En þegar hlut- fallskosningarnar komu, var þetta ekki lengur hægt. En þó hefur það verið svo enn, að kjós- endur fara mikið eftir því, hvaða menn eru í boði. Persónuleg kosning og persónuleg ábyrgð þingmanna gagnvart kjósendum sínum hefur verið grundvöllur að skipan Alþingis til þessa. En nú á að koma í stað þess flokks- kosning og flokksábyrgð. Ahrif fólksins á það, hverjir veljast til framboðs og lista í hinum stóru kjördæmum mun hverfa. Flokks- foringjunum verður að sjálf- sögðu tryggð þingsæti. En höfuð- kosturinn á öðrum mönnum hvers lista mun verða, að þeir séu þægir flokksmenn. Kjördæmabreytingin eykur áreiðanlega glundroða í þjóðfé- laginu, meðal antiars með því að flokkum fjölgar og engin vissa er fyrir, að höfuðtilgangurinn náist, sem er sagður sá, að jafna þing- sætum milli flokka að minnsta kosti hefur oft setið meirihluti bæjarstjórnar í Rvík og víðar, kosinn af minnihluta kjósenda. Þegar lýðveldið var stofnað og stjórnarsKrá sett fyrir það til bráðabirgða, var því lofað af stjórn og þingi, að lýðveldis- stjórnarskráin yrði endurskoðuð bráðlega. Nú, á 15 ára afmæli lýðveldisins, er þessu verki ekki lokið. í stað þess er rokið til að breyta einni grein stjórnarskrár- innar. Eg álít að þessi vinnu- brögð séu til minnkunar fyrir þjóðina. Ábyrgð hvílir á ykkur, kjós- endur góðir. Athugið málið vel. Ef þið virkilega viljið afnema rétt Eyfirðinga til að kjósa sér- staka fulltrúa á þing, þá kjósið þið Alþýðuflokkinn, Sjplfstæðis- flokkkinn eða Alþýðubandalagið. En ef þið viljið vernda þann rétt, sem hérað okkar hefur átt síðan Alþingi var endurreist fyrir 116 árum, sem raunar er arfur frá hinum fyrri þjóðveldistímum, þá kjósið þið frambjóðendur þess eina flokks, sem berst á móti því réttindaafsali héraðanna, sem í frumvarpinu felst. Þá kjósið þið F r amsóknarf lokkinn. r Abending til stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins: Gefið kosningaskrifstofunni upplýsingar Orstutt er nú til kosninga svo að nú eru síð- ustu forvöð að gefa kosningaskrifstofunni nauðsynlegar upplýsingar í sambandi við kosningarnar, fjarveru úr bænum o. s. frv. — Símar kosningaskrifstofunnar í Hótel Goða- foss eru: 1443 og 240 6. — Þeir sjálf- boðaliðar, sem vilja vinna á kjördag hringi vinsamlegast sem fyrst í þessa síma. Þóroddur Guðmuudsson, rithöf.: „Sviptið ekki sýslur og kaupstaði réttindum sínum" Eg lét segja mér það þrem sinnum, að þrír af fjórum þingflokkum landsins hefðu bundizt sam- tökum um að leggja niður kjördæmin og taka upp hlutfallskosr.ingar á stórum svæðum, hefði að óreyndu trúað einum þessara flokka til slíks ger- ræðis, en ekki öllum. Að mínum dómi er kosið um fyrirhugaða kjör- dæmabreytingu og ekkert annað. Eg mun af heilum huga greiða atkvæði gegn henni. Hvers vegna ætti að svipta sýslurnar og kaupstaðina þingfulltrúum sínum, þvert ofan í gamla og góða hefð? Hvaða samstöðu eiga t. d. Vestmannaeyjar með Suður- landsundirlendi um val ■ þingmanna? Aflar ekki hver Vestmannaeyingur margfalt meiri gjaldeyris í þjóðarbúið að meðaltali en hver Reykvíkingur? Er ekki hver íbúi Suðurlandsundirlendisins á sama hátt margra Reykvíkinga maki í matvælafram- leiðslu? Hafa ekki mestu snillingar þjóðarinnar og afarmenni, hver á sínu sviði, komið austan og vest- an af fjörðum og norðan úr landi? Mælir ekki ým- islegt með, að þau héruð, sem lagt hafa til mestu ándans- og efnisverðmætin, eigi talsvert meiri hlutdeild í stjórn landsins og löggjöf en hin, sem minna hafa lagt af mörkum? Þannig mætti halda áfram að spyrja. Fyrirhuguð breyting er hvorki fugl né fiskur og því verri en engin. Hún ræður enga varanlega bót á þeim göllum sem eru á núverandi kjördæmaskip- un, en breytingunni fylgja miklu meiri annmarkar. Rökin gegn breytingunni eru mörg: söguleg, menn- ingarleg, fjárhagsleg. Þó er metnaðurinn þyngstur á metunum. Hverjum sönnum sýslubúa er það heilagt mál, að sýslan hans sé sérstakt kjördæmi áfram, eins og hún hefur verið í marga ættliði. Hafa ekki slík sjónarmið nokkurn rétt á sér, þrátt fyrir það, sem áfátt kann að vera í sýslupólitík vorri ? Mér er það tilfinningamál, að Suður-Þingeyjar- sýsla verði sérstaka kjördæmi áfram eins og í tíð Gautlandafeðga og Ingólfs í Fjósatungu. Á sama hátt krefst heiður Dalamanna þess, að hérað þeirra eigi sinn sérstaka oddvita á þingi, svo sem þegar Bjarni frá Vogi var fulltrúi þeirra, sveitunum inn- an við Breiðafjörð til sæmdar. Og svo mætti leng- ur telja. Eg óttast, að fyrirhuguð kjördæmabreyting, þ. e. afnám sýslu- og kaupstaðakjördæmanna, muni veikja mjög landvarnir vorar út á við, sjálfs- ákvörðunarétt héraðanna og heilbrigðan metnað. Þrátt fyrir allt, hefur Framsóknarflokkurinn barizt ötullegast gegn samfærslu byggðarinnar með stofnun atvinnutækja í dreifbýlinu og hindrað þannig brottflutning fólks þaðan. f afdölum og á útskögum eiga ýmis þjóðleg verð- mæti enn sín öruggustu vígi, þrátt fyrir allt. Enn er ótalið allt það lánleysi, sem mig uggir að hlutfallskosningafyrirkomulagið mundi leiða yfir þjóðina. Sem gamall sveitamaður er eg mótfallinn fyrir- hugaðri kjördæmabreytingu og mun hiklaust greiða atkvæði gegn henni án tillits til flokkssjón- armiða, þó að mér kunni að verða álasað fyrir svik við þann flokk, sem eg hef oftast kosið og talið skástan. Réttlæti til handa fólkinu, sem héruðin og kaupstaðina byggir, met eg miklu meira en flokks- réttlætið, sem mun liggja til grundvallar frum- varpinu. Rökin gegn breytingunni eru mörg: sögu- leg, menningarleg, fjárhagsleg. Mér er þetta þó ekki síður tilfinningamál, og svo er um fleiri. íbú- um héraða og kaupstaða er eigi aðeins hagur, held- ur og heiður að sínum sérstaka þingmanni, ef hann er góður fulltrúi. Og honum er ærin hvöt að reyn- ast vel, miklu meiri í einmenningskjördæmi en á sambræðslusvæði, þar sem ábyrgðin gagnvart kjósendum deilist á fleiri herðar. Landið ætti að (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.