Dagur - 26.06.1959, Blaðsíða 7

Dagur - 26.06.1959, Blaðsíða 7
Fcsludaginn 26. júní 1959 DAGUR 7 Þjóðin verour ao bjarga heiori sínum og frelsi segir Þórarinn Kr. Eldiárn á Tjörn í Svarfaðard. Ég er á móti kjördæmabreytingu þeirri, sem nú er á döfinni, vegna þess, að í henni þykist ég greinilega sjá, að stefnt er að mjög auknu flokksræði í landinu, sent þó er sannariega þegar orðið meira 'en hollt er þjóðarhagsmunum. Sá er og dómur allra réttsýnna hugsandi manna, sent flokka- og stéttaofstæki hefur ekki blindað. Ég snýst ennfremur öndverður gegn kjördæmabreytingunni vegna þess hvernig til hennar er stofnað, því að hún virðist fyrst og frcmst vera hefndarráðstöfún gegn ákveðn- um stjórnmálaflokki. Þetta er ó- hæfa, skiptir engu hver stjórnmála- flokkurinn er. Alþjóð veit að fyrir hefur legið og liggur enn endurskoðun á allri — Ofstækið, sem vill neyta aflsiimnar Framhald af 2. síðu. En upp með Framsóknar-fán- ann enn, hvað sem öðru líður! — Hann er þaulvígður í margra áratuga-baráttu fyrir velferð ís- lands og íslendinga. - Crein Þóroddar Guðmundssonar *->• *»•*»»»■*** ■ Framhald-af 4. síðu: vera tóm einmenningskjördæmi. Hverju skiptir það, hvort nokkru fleiri eða færri atkvæði standa á bak við hvern þingmann? Öf- undslausir eru Vestmannaeying- ar frá 'minni hálfii, .þó að hver þeirra hafi ofurlítið meira áhrifa magn með atkvæði sínu en hver hafnfirzkur kjósandi. Ef ástæða sýndist, mætti þó skipta Hafnar- firði í tvö kjördæmi, t. d. um lækinn, sem rennur gegnum miðjan bæinn. Svipað yrði þá farið með Reykjavík og Akur- eyri. Kópavogur og Keflavík gætu fengið sérstaka þingmenn. Lagðir skyldu niður uppbótar- þingmennirnir í staðinn. En sviptið ekki sýslur og kaupstaði réttindum sínum! Það gæti orðið þeim örlagaríkt og um leið menningu þjóðarinnar að fóta- kefli. Hvaðan hafa flestir þjóð- skörungar og andans menn kom- ið? Er það ekki frá útskögum og afdölum? Að minnsta kosti hafa ekki fjölmennustu staðirnir af miklu að státa í því efni. Hví vilja ekki þeir, sem þú tylltir á tá í titrandi Ijósbogans hæðum, að ættjörðin megi þá aflstrauma fá í óbornu skáldanna kvæðum? Svo kvað Þorsteinn Erlingsson um fossinn forðum. En sveitirnar eru aflgjafar eins og hann. Þær eru h'ka uppspretta, göfgi og snihdar með þjóð vorri. Með kjördæmafrumvarpinu er gerð vísvitandi tilraun til að loka þeim brunni. Frjálshuga kjósendur, fellum því þetta óhræsis frumvarp. stjórnarskrá ríkisins og þar með kjördæmaskipuninni. Um þcssa endurskoðun er ckki liirt, sent þó er hin mesta nauðsyn, heldur er kjördæmamálið eitt dreg- ið út úr og sett öllu ofar. Þar með er stofnað til illvígra hjaðningavíga og baráttu innanlands. Þetta er gert á þeirri örlagastund, þegar íslenzku þjóðinni liggur mest á samstöðu allra stjórnmálaflokka landsins um úrlausn á lífshagsmuna málum hennar. Þórarinn Kr. Eldjárn. Allir stjórnmálaflokkarnir játa, að okkar fjármálakerfi er helsjúkt og að falli komið ef eigi verður snú- ið við á háskaleið og sameiginleg átök gerð til úrbóta. Ennfremur stiindum við í harðvítugri baráttu við útlent stórvcldi utn einn okkar helgasta rétt, sem nú er fótum troð- inn, landhelgina. Ætti þetta ekki að vera okkur nóg til að skilja að okkur ber að standa saman og íorð- ast illdeilur. Svo er fyrir mínum sjónum. Það er skylt að vona að íslands óhamingju verði ekki allt að vopni, að þjóðín sjái og átti sig á, í tíma, að henni ber að taka höndum sam- an um að bjarga heiðri sínum og frelsi, en reka af liöndum sér, um sinh, mál slík sem kjördæmamálið, er stofnar til illdeilna innanlands og miðar vægast sagt að mjög vafa- sömu réttlæti, Lystigarðurion opnaður Lystigarðurinn var opnaður 15. þ. m. Hann er nú hinn snyrtileg- asti og gróður hans stóð furðu vel af sér hret og rok, sem ný- lega gengu yfir. Lystigarðsvörður, Jón Rögn- valdsson, hefur beðið blaðið að geta þess, að hann vænti þess að vel verði gengið um garðinn og að ekki verði send þangað ung- börn án fullkominnar gæzlu. Þau geti af óvitaskap kippt upp merkjum, slitið upp blóm eða troðið á þeim, og til séu enn- fremur þeir staðir í garðinum, sem ekki eru öruggir staðir íyrir ungbörn. Heimasimi íngvars Gíslasonar er 1746 - Grein Jóhanns Frímanns 1 Framhald af 5. siðu. þó verið gert, enda miklu sæmi- legra og mannúðlegra, að þeir samningar enduðu þannig — þótt illt væri að vísu til þess að vita — þegar þrautreynt þætti og vonlaust oi-ðið, „að beztu manna yfirsýn“, að nokkur friður feng- ist um málið, eða samstarfs- grundvöllur yrði fundinn. Því fer víðs fjarri, að nokkrar slíkar aðferðir hafi. enn verið reyndar Benedikt Júlíusson, Hvassafelli: Stöndum vel á verði Þó bjart sé yfir byggðum Eyja- fjarðar þessa dagana, er það eitt víst, að skugga ber yfir í hugum fólksins sem þar býr. Orsökin fyrir þeim skugga er sending Sjálfstæðis- flokksins, kjördæmáfrumvarpið, sem liann hefur látið póstþjón sinn Alþýðuflokkinn, færa okkur dreií- býlismönnum. Það er að vísu búið að samþykkja frumvarpið á Alþingi, en getur þó ekki orðið að lögum, fyrr en kjós- endur landsins hafa sagt sitt álit, og það gera þeir við kjörborðið 28. þ. m. Vonandi er að Evfirðingar og Akureyringar raði sér þétt saman móti slíku gerræði sem kjördæma- málið er* en jiað geta þeir aðeins með því að kjósa frambjóðendur Framsóknarflokksins. Samkvæmt írumvarpinu, á Akureyri ekki að fá neinn sérstakan þingmann. Það á að taka þennan eina aí þeim, sem þeir Iiafa.haft, en bæta fjórum við Reykjavík. Þetta finnst mér hvor- tveggja í senn hlægilegt og grátlegt. Akureyringum er að vísu sagt að þeir eigi að fá 6 þingmenn, sem er þó ekki einusinni hálfur sannleik ur. Og staðreynd er að sá sem öll- um er gefinn hálfur verður aldrei heill. Því hefur verið haldið fram af þríflokkunum að kjördæmafrum- varpið væri réttlætismál, en hvern- ig'iná það'ske; þar sem grundvölluf-' inn er svo heríilega ranglátur, sem raun ber vitni um. Fyrir nokkru síðan, kom mynd af Islandi í Mogganum, þar sem búið var að skifta landinu niður í 7 kjördæmi, og kosningatölur frá 1956 látnar íylgja með. Á Norður- landi vestra voru 5876 kjósendur, og eiga samkvæmt frumvarpinu, að fá 5 þingmenn, en Norðurland eystra með 10893 kjósendur, á að fá aðeins 6 þingmenn, en bæri að fá 9 þingmenn, eða vel það, og sannast hér, sem oltar gamla vísan, Jiessi: Eins og í víti engir fá útmælt af vatni sopa, jafnmikil dýrtíð er hér á einum réttlætisdropa. í nýafstöðnum útvarpsumræðum fyrir Akureyri óskaði Friðjón Skarp- héðinsson, hæstv. dómsmálaráð- herra eftir friði, og að Framsóknar- menn vildu lægja óánægjuöldur sínar. Já, „Bíddú meðan ég er að bregða ]>ér“, sagði strákurinn, ]>eg- ar hann fann að liann réði ekki við andstæðing sinn í glímunni. Það liggur ljóst fyrir hvað ]>rí- llokkarnir ætlast fyrir með kjör- dæmabreytingunni. Þeir vilja rýra áhriíavald dreifbýlisins með því að kjósendurnir hafi ekki eins náið samband við þingmennina í stóru kjördæmunum. Þeir vilja auka flokksvakl þéttbýlisins, en veikja að sama skapi menningartengslin úti á landsbyggðinni. Góðir Eyfirðing- ar og Akureyringar. Við þurfum öll að sameinast móti kjördæma- breytingunni, sem er dulbúin árás á menningu okkar og starf. Höld- um vörð um heill og heiður Eyja- Ijarðarsýslu og Akureyrar. Látum iegursta fjallahringinn, sem til er á öllu íslandi og nær frá Vaðlaheiði og vcstur á Hraun- dranga, ráða takmörkum kjördæm- is okkar, Eyjafjarðarsýslu. Samcin- umst öll í baráttunni við Reykja- víkurvaldið og stöndum þéttan lörð, um þær, Akureyri og Eyja- fjarðarsýslu, með því að kjósa fram- bjóðendur Eramsóknarflokksins í kosningunum á sunnudaginn. Rafmagn frá Noregi til Danmerkur Síðasta ár kom 19% af því raf- magni, sem notað var í Dan- mörku, frá Svíþjóð, en eins og kunnugt er, hafa Danir ekki í landi sínu kol, olíu, vatnsafl eða aðra orkugjafa. Danir eru nú orðnir mikil iðn aðarþjóð, og þörfin fyrir raforku eykst stöðugt með ári hverju. Nú hefur komið til tals að semja við Norðmenn um flutning rafmagns á hafsbotni frá Risör í Suður- Noregi til Skagen á Norður-Jót- landi. Eftir er þó að semja um þessa hluti og leysa ýmis vanda- mál, en Danir hafa áhuga á, að af þessu verði. Myndi þetta gefa þeim ráðrúrn til nákvæmrar at- hugunar á því, hvort nauðsynlegt sé að befja raforkuframleiðslu með kjarnorku, en sú aðferð er enn sem komið er ekki sam- keppnisfær vegna kostnaðar. lil fullrar hlítar, en allsherjar- stríð þó liafið fyrirvaralaust og án undanfarinnar stríðsyfirlýs- ingar — að miklum sið einræðis- herra síðustu tíma. OG SVO AÐ LOKUM örfá niðurlagsorð um blessað „rétt- lætið“, sem nú er svo tíðrætt um og kallað er af sumum mönnum sjálft tilefni ólátanna. — Að mín- um dómi getur „höfðareglan“, sem oftast er þó nefnd í sömu andrá sem fyrra orðið — snúizt á stundum í eitt hið hörmulegasta ranglæti og ójöfnuð í félagsmál- um. Ef höfðatölureglan gilti til dæmis og réði fulltrúafjölda á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, í Nato eða fjölda annarra slíkra stofnana, sem eru þó tald- ar ein helzta von og styrkur vestræns lýðræðis nú á dögum — mundi það naumast verða meira en fremsta kjúka litlafingurs af smábarni, semokkuríslendingum leyfðist að senda á slík þing og ráðstefnur, á móti hvcrjum heil- um fulltrúa, sem stórveldin ættu þar, í stað þess að nú eigum við þar jafnan rétt og sama fulltrúa- fjölda sem þær. — Slík og þvílík dæmi mætti lengi telja úr ýms- um áttum, er sanna glögglega, að við íslendingar — smæstir allra smárra að mannfjölda — ættum varlega að trúa því og boða það, að neins konar hlutfallsreikning- ur eða höfðatöluregla sé hið eina, er fullnægt geti öllu réttlæti og lýðræði í félagsmálum einstakra þjóða eða heimsbyggðarinnar allrar. EKKI FÆR MÉR heldur skil- izt með neinu móti, að félagslegt réttleysi eða umkomuleysi Reykvíkinga né annarra Suður- nesjamanna skíni svo átakanlega á þeim, borið saman við aðrar byggðir landsins, — að ástæða sé •til að tárfella mjög lengi né beisklega yfir hlutskipti þeirra og aðstöðuskorti í þjóðfélaginu. Eg er meira að segja sáróánægð- ur með rausnarboð þau, sem andstæðingar kjördæmafargans- ins nýja hafa þegar fyrir löngu boðið, í því skyni að afstýra, ef auðið væri, ófriði um þetta stór- mál, — óánægður að því leyti, sem þau boð hafa verið fólgin í stórauknum þingmannafjölda þessa ágæta stórstaðar, sem eg annars ann þó alls góðs.Mér sýn- ist svo oft, að höfuðborgin eigi nú þegar alla þingmennina með húð og hári, þegar svo ber undir, alla ríkisstjórnina, allan máttinn og dýrðina í þessu landi, enda búi hún að öllu þessu á stundum sem sínum einkaþjónum og fjöl- skyldufyrirtækjum. — En munið nú, pólitíkusar góðir, að hengja mig, en ekki cinhvern annan eða aðra fyrir þessi ummæli, því að eg einn ber á þeim alla ábyrgð, enda aðeins túlkuð með þeim skoðun eins h’tils karls og óher- mannlegs á hólmi þjóðamálabar- áttunnar. Auglýsingar eru gcð þjónusta við viðskiptamenn og þær borga sig. Sími Dags er 1166. Afgreiðslusími Dags og Tímans á Akureyri er 1166. Nonnahúsið verður opið fram- vegis á sunnudögum kl. 2.30— 4 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.