Dagur - 26.06.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 26.06.1959, Blaðsíða 5
Föstudaginn 28. júní 1959 D A G U R 5 Garðar Halldórsson, Rifkelsstöðum: Hverjum er rafvæðingin að þakka? Mágnús Jónsson, alþm., lagði mikla áherzlu á, á nýáfstöSnum framboðsfundum í Eyjafirði, að þakka Sjálfstæðisflokknum það sem gert hefði verið, af opinberri hálfu, i raforkumálum, á landi hér. Lík- lega telur hann umbóta þörf, á málflutningnum, þeim í íslendingi s. 1. miðvikudag. Ritar liann meira en heilsíðugrein, til þess enn, að reyna að eigna Sjálfstæðisflokkrium málið. Ekki er þó vegur sannleikans þræddur vandlega, enda ekki hægt þegar snúa á við staðreyndum. Vel má vera, að það sé rétt, að Sjálfstæðismenn hafi 1929 flutt á Alþingi frv. um raforkumál og ein- liverjir Framsóknarmenn ekki verið sammála þá. Það skiptir minnstu máli, hver á fyrstu hugmynd. Hitt er aðalatriði hverjir hafa fylgt mál- inu fram til þesssigurs, sem unninn er. M. J. tekur næsta áfanga i raf- orkumálunum, að Alþingi 1942 liafi samþykkt frv. þriggja Sjálf- stæðisþingmanna um stofnun raf- orkusjóðs. Hann hleypur yfir 1939, 1940 og 1941. En öll þau ár fluttu Framsóknarmenn málið á Alþingi, en vegna andstöðu hinna flokk- anna, tókst ekki að koma því fram. Rétt er að rtiinna á, að 1941 flutti Pétur Ottesen frv. um raforku- veitusjóð, rétt eftir að Framsé>knar- rnenn fhittu sitt frv.. Báðum frv. var vísað til fjárhagsnefndar og til þess nti áð greiða fyrir framgangi málsins, ákváðu F-ramsó.knarmenn í fjárhagsnefnd að mæla mcð frv. P. O., þótt stðar væri fram komið en frv. Framsóknarmanna. Þá komst frv. til efri deildar, en Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokksmenn í fjárhagsnefnd skiluðu ekki nefnd- aráliti og svæfðu á þann veg málið að því sinni, en Bernharð Stefáns- son, fulltrúi Framsé»knarflokksins í fjárhagsnefnd efri deildar, skilaði áliti og mælti með frv. 1942 fluttu fimm Framsöknar- menn og Pétur Ottesen frv. um raforkusjóð. Það fé>r á sömu leið og árið áður, málið komst til E. d. en var svæft þar af andstæðingum Framsóknarmenna. Á santa þingi 1942 fluttu 9 Framsétknarmenn þingsályktunar- tillögu um rafmagnsmálin, þar sem lagt var til að kosin yrði fimm manna nefnd til Jress að gera til- lögur um fjáröflun til þess að byggja rafveitur, í því skyni að koma raforku í allar byggðir lands- ins, á sem skemmstum tíma, „enda verði raforka ekki seld hærra verði í dreifbýlintt en stærstu kaupstöð- unura á hverjum tíma". Jafnframt var rlkisstjé>rninni falið að láta fara fram ratinsókn á skilyrðum til virkjunar í fallvötnum landsins. Þessi tillaga var samþykkt í sameinuðu alþingi 4. sept 1942 með 43 samhljóða atkvæðum, en 6 þingmenn voru fjarverandi. Þeg- ar Sjálfstæðismenn á alþingi sáu að Framsóknarflokkurinn var óþreyt- andi að berjast fyrir framgangi málsins fluttu þeir í n. d. frum- varp um raforkusjóð, sem stofna átti með 5 millj króna framlagi úr ríkissjóði af tekjuafgangi 1941 og 'irlegu framlagi 500 þús. kr. Frarn- sóknarmenn fluttu þá breytingar- tillögu um að stofnsjóðurinn yrði 10 millj. í stað 5 millj, og varð sam- komulag um það i fjárhagsnefnd, nema hvað annar fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins lagðist gegn breytingar- tillögunni. 1944 lagði svo meirihluti milli- þinganefndar í rafmagnsmálum fram frumvarp til raforkulaga, en ekki té>kst að koma því í gegn urn Alþingi fyrr en 1946 og var þá bú- ið að fella niður úr frumvarpinu ákvæði um jöfnunarverð raforku. Breytingartillögu Framsé>knarm. um að halda því ákvæði var felld í neðri deild. Féllu atkvæði þannig að Framsóknarflokkurinn stóð ó- skiptur að þeirri breytingu, en að- eins 4 Sjálfstæðismenn, en á móti greiddu atkvæði 5 sjálfstæðismenn (4 fjarv.) 7 Sósíalistar og 3 Alþýðu- flokksmenn (2fjarverandi). Á þennan liátt Jræfðu andstæð- ingar Framsóknarflokksins málið, þvældust fyrir því á meðan þeir þorðu, léku annað slagið tveirn skjöldum og þykjast svo nú, hafa verið einu átakamennirnir um fram gang þess. Af drættinum leiddi svo m. a. það, að loks þegar raforkulög- in voru sett 1946 var nýsköpunar- stjé>rnin búin að eyða í lítið, öll- um þeim innstæðum er til voru þegar hún té>k við valdinu 1949, og sagði Magnús Jónsson á framboðs- fundi nýlega, að það væri ekki von að nýsköpunárstjórnin hefði varið neinu af stríðsgróðanum til raf- orkumála, þar sem rafórkulögin liefðu ekki verið sett fvrr en 1946. Ætli það sé ekki líklegt, ef Sjálf- stæðisflokknum heföi verið annt um rafæðingu dreifbýlisins allt frá ár- inu 1929, að þeir hefðu reynt að hraða raforkulögnum, í stað þess að standa gegn þeim, og á þann hátt skaþa möguleika til að verja einhverju af stríðsgróðanum til J>cirra mála? Þá [>akkar Magnús Jónsson auð- vitað Sjálfstæðisflokknum 10 ára áætlunina er sett var 1954, Jrar sem Olafur Thors var forsætisráðherra ]>á. Hitt mun nú sannara, að enn var áhugi Sjálfstæðismanna ámóta Iítill og á árunum 1939—1946, en áætlunin hafðist fram fyrir for- göngu Steingríms Steinjiórssonar raforkumálaráðherra og Eysteins Jónssonar fjármálaráðherra. 1 áöurnefndri íslendingsgrein birtir M. J. skýrslu yfir fjiilda Jreirra sveitabæja, sem áttu sam- kvæmt 10 ára áætluninni að fá raf- rnagn 1954—1958 og fjölda Jreirra bæja er fengu rafmagn. Samanlagt gerir áætlunin samkv. skýrslu M. J. ráð fyrir að 1338 bæir fengju raf- magn á ]>essum árum en aðeins 1225 bæir liafi fengið það, eða vanti á 113 bæi. Siðari talan er röng hjá M. J. Samkv. umsögn Raforkumálaskrif- stofunnar eru 1320 bæir búnir að fá rafmagn frá samveitum í árslok 1958, eða 95 bæjum fleira en M. J. telur í íslendingi. Enda sagði hann á framboðsfundum að sama bæja- tala hefði fengið rafmagn og áætl- að var, en svik vinstri stjórnarinn- ar lægju í J>ví, að fyrstu ár 10 ára áætlunarinnar hefðu miklu fleiri bæir fengið rafmagn en áætlað var, en J>eim mun færri síðustu tvö ár- in. Nú sést á skýrslunni í íslend- ingi að nákvæmlega ber saman áætlun og framkvæmdum tvii fyrstu árin hvað bæjatölu snertir. Fcr Jrá að verða lítið eftir af svikum vinstri stjé>rnarinnar í raforkumálunum, annað en fullyrðingar Magntxsar Jé>nssonar. Þessu til viðbótar má svo geta j>ess, að fjárveitingar tir ríkissjóði til raforkuframkvæmd- anna voru 1953—1956 samtals 50,1 millj. kr. á 4 árum, en 1957—1958 á tveimur stjórnarárum vinstri stjórnarinnar 60,3 millj. kr. Fljé>tt eftir setningu 10 ára áætl- unarinnar, fé>r að vonpm, að verða mikil ásókn ýmissa byggðar- laga um að koma á framkvæ.md áætlun. Leiddi Jretta til J>ess, að 1956 og 57 var bætt inn í áætlunina fleiri héraðsveitum heldur en upp- haflega höfðu verið í áætluninni, og afleiðingin varð sú, að síðari árin hefir ekki tekist að Ijúlta hvers árs áætlun fyrr en kom fram á næsta ár. Þetta er önnur aðalás'tæðan til Jtess að enn eru ólagðar nokkrar línur sem leggja átti á s. 1. ári. Og hin ástæðan er sú, að s. 1. ár vantaði 8 millj kr. til )>ess að ljúka virkjun- um á Vestfjörðum og Austfjörðum, og var þá til [>ess tekið í bili, frá línulögnum, því eðlilega hefðu fleiri bæir Jturft að bíða rafmagns, hefði ekki tekist að ljúka virkjun- um, heldur en J>é> nokkrum héraðs- veitum væri frestað um 1 ár. Það er orðaleikur einn hjá M. J., að kenna Hermanni Jónassyni um ]>á frestun, að [>að hafi verið gert eftir fvrirskipun hans. Auðvitað varð Flermann Jónasson að undirrita fyrirskipun um þetta, eins og komið var. En J>að var að- eins samþykkt á tillögum raforku- málastjórnarinnar. Þá segir Magnús Jónsson ekki frá því, að um s. 1. áramót fyrirskipaði ríkisstjórnin Alþýðufl. og Sjálf- stæðisflokkurinn, að hætt skildi öll- um framkvæmdum við lagningu héraðaveitna, og stóð svo fyrstu 5 mánuði J>essa árs, að ekkert var að- hafst, þé>tt veturinn væri einn liinn bezti til útivinnu um land allt. Og svo á á J>essu ári, að vinna fyrir 36 millj kr minna að raforku- lramkvæmdum, en á s. 1. ári. Sjálfsagt liefir Sjálfstæðisflokkur- inn lagt blessun sína yfir þetta hvortveggja, af einskærri umhyggju fyrir dreifbýlinu, og tií J>ess að hraða framkvæmdum sem mest. En afleiðingarnar munu segja til sín á annan veg, Jóhann Frímann, skólastjóri: Skamma stund mun sú hönd höggi íegin - FYRST EG ER AÐ slíku spurður, þykir mér ástæðulaust að liggja nokkuð á þeirri skoðun minni, að eg er ákveðinn and- stæðingur þess ábyrgðarlausa glapræðis, sem tvívegis áður á rúmum fjórðungi aldar hefur verið framið í þessu landi, og í hvorugt skiptið til nokkurrar giftu orðið, en aðeins stuðlað að vaxandi upplausn og vandræð- um. — Ohappaverk þessi hafa verið í því ‘ fólgin að rjúfa að kalla einn þátt stjórnarskrárinn- ar, J>. e. kosningalögin og fyrir- mælin um kjördæmaskipanina, úr eðlilegum tengslum við þessi æðstu og þýðingarmestu stjórn- skipunarlög þjóðarinnar í heild — sjálfan grundvöll og útlínur allrar annarrar löggjafar í hverju lýðfrjálsu þingræðislandi — og gera æ ofan í æ byltingakenndar og vægast sagt harla vafasamar breytingar á þessum atriðum einum og að lítt athuguðu niáli hverju sinni. ENN SKAL NÚ senn í þennan sama knérunn vegið, ef þríflokk- irnir svonefndu fá fram vilja sinn og nægilegt kjörfylgi á sunnudaginn kemur.Og sízt væri það réttmætt eða sanngjarnt að halda því fram, að málatilbúnað- ur væri nú betri eða giftusam- legri en áður, og þó stórum verri og ábyrgðarlausari en nokkru sinni fyrr, svo sem nú mun stutt- lega rakið og aðeins nefndir ein- stakir þættir mikillar sorgarsögu. Eg held, að sú hönd, sem slíkt verk vinnur á þeim tímum, sem nú eru, og með þeim atvikum, sem sýnilega er beinlínis að stefnt, muni skamma stund því höggi fegin — og þó líklega stór- um skemmri fagnaðarstundin nú en áður, þegar feigðarloppan sama réði slíku verki og mótaði með því og skapaði flesta þá megingalla núverandi kosninga- laga, sem meinlegastir hafa reynzt öllum — svo meinlegir sjálfum höfundi sínum, að flokk- urinn sá sést nú lítt fyrir í óða- gotinu, sem á hann er runnið, að koma þessu afkvæmi sínu og eft- irlætisbarni upphaflega, sem fyrst og rækilegast fyrir kattar- nef. MIKIÐ MA VISSULEGA við liggja — stórum meira en stund- arhagur eða stundarhefnd ein- stakra flokka eða manna, ef það getur verjanlegt kallazt að stofna á einu missiri til hvorki meira né minna en tveggja mannskemm- andi og óvirðulegra borgara- Jóhan Frímann. styrjalda í landi, sem vissulega sýnist eiga í fleiri hom að líta til að forða aðsteðjandi voða úr ýmsum áttum — en svo, að hún hafi efni á að sinna bræðravígum nú um sinn. Þeir, sem ófrið þrá og vígaferli í einhverri mynd, að fornum víkingasið, ættu að geta veitt sér næga skemmtun fram undir haustið með því að skyggn ast eitthvað dýpra en þeir virð- ast enn hafa gert inn í fallbyssu- hlaupin brezku, sem beint hefur nú verið um tíu mánaða skeið að sjómönnum okkar og varðskips- mönnum að skyldustörfum. Sú sjón kynni að veita þeim þá full- nægju um stund, að þeir gætu fremur en annars hugsað sér að sitja í sæmilegum friði výð ná- granna sína og samlanda, meðan nokkur tungl kvikna og hverfa á sumarhimni um hábjargræðis- tímann. EG JAFNAÐI almennum þing- kosningum áðan við bræðravíg, mannskemmandi og óvirðulegar borgarastyrjaldir. Fast er vissu- lega að orði kveðið, en varla of fast, eins og nú er komið um sinn í þessum efnum í landi hér. Eg reyni ekki að lýsa óvildinni, róg inum, flokkadráttunum, kúgun artilraununum, blekkingunum og svikunum né neinum öðrum þeim harla ófýsilegu fyrirbrigð- um, sem virðast nú óhjákvæmi- lega fylgja hverju slíku mann- legu — eða þó miklu fremur ómannlegu — nautaati. Óþarft tel eg og óviðeigandi við þetta tækifæri að gera hér upp á milli flokka eða manna, þegar eg segi, að svo er komið, að eg hef nú orðið ekki aðeins sáran leiða og fulla skömm á slíkum aðförum, heldur hræðist eg þær beinlínis og óttast válegar afleiðingar þeirra, fyrst fyrir allt pólitískt siðgæði og félagslega menningu í landinu, en síðar fyrir öll örlög og framtíð þingræðis og lýðræðis með þjóðinni. Hversdagsleg tíð- indi mega það nú t. d. kallast á framboðsfundum og útvarps- kvöldum stjórnmálaflokka, að annars dagfarsprúðir og kurteisir menn og mætir drengir, J>egar þeir eru utan slíks „hnefaleika- hrings" — virðast ganga að því sem hverju öðru sjálfsögðu og nauðsynlegu verki að níða af andstæðingum sínum æru og mannorð eftir fremstu getu, með látlausum brigzlum og aðdrótt- unum — beinum, eða óbeinum — um svik, blekkingar, lygi og jafnvel þjófnað og landráð. Svona sterk orð og þung eru að vísu sjaldnast viðhöfð, þótt meiningin sé nákvæmlega J>essi og verði ekki misskilin — því að hér gildir vissulega öldungis sama regla og sú, er Grímur skáldbóndi á Bessastöðum lýsir svo snilldarlega í kvæði sínu um Goðmund kóng á Glæsivöllum og hirð hans — með þessum orð- um: „.. . hnútur fljúga um borð, hógvær fylgja orð.. .“, og síðar í sama kvæði segir: „. . í góðsemi, vegur þar hver annan.“ STJÓRNARSKRÁNNI þarf vissulega að breyta sem fyrst í það horf, sem breyttir tímar, bú- seta, atvinnuskilyrði og þjóð- hættir allir krefjast. Um þetta virðast allir sammála, svo að óþarft ætti það að veraogilltverk að hefja að kalla samninga- gerð með óvæntu og harla hvat- víslegu frumhlaupi, eða her- hlaupi raunar, svo sem nú hefur Framhald. á 7. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.