Dagur - 26.06.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 26.06.1959, Blaðsíða 8
8 Dagur Fcstudaginn 26. júní 1959 Ræða Bernharðs Sfelánssonar, alþingis- manns, að Freyvangi Andstæðingar Framsóknarflokksins, halda því fram, að þessar kosningar snúist um þrjú megin- atriði: Fyrst stöðvun dýrtíðarinnar, sem Alþýðu- flokkurinn segist vera búinn að framkvæma, ann- að Landhelgismálið og þriðja kjördæmamálið, sem þeir eru þó fremur tregir til að ræða um Það er þó staðreynd, að Alþingi hefur samþykkt stjórnarskrár- breytingu. Stjórnarskráin mælir svo fyrir, að þegar Alþingi geri á henni breytingar, skuli rjúfa þing og efnt til nýrra kosninga, ■og breytingin verður ekki að lögum, nema næsta þing á eftir kosningu samþykki hana. Hvers vegna mundi þetta vera sett í sjálfa stjórnarskrána? — Auðvitað til þess að þjóðin geti valið um í kosningum, hvort hún vill kjósa þá fulltrúa, sem vilja samþykkja frumvarpið eða hina, sem vilja fella það, eða í þriðja lagi þá, sem vilja breyta því. En ef því er breytt, þurfa aftur nýj- ar kosningar. Kosningar 28. þ. m. eiga því, samkvæmt sjálfri stjórnar- skránni, að snúast um stjórnar- skrárfrumvarp það, sem fyrir liggur. Andstæðingar halda því fram, að kosningarnar eigi eink- um að snúast um gerðir fyrrver- andi ríkisstjórnar vinstri stjórn- arinnar, og þeir segja sem svo, að „ef Framsóknarflokkurinn fær meirihluta í þessum kosn- ingum, myndar hann stjórn sem situr að völdum í 4 ár og engar kosningar verða fyrr“. Þeir vita sjálfir að þetta er rangt. í fyrsta lagi hefur núverandi ríkisstjórn það í hendi sinni að rjúfa Alþingi ef henni þykir ískyggilega horfa um málstað sinn. í öðru lagi eru ellir flokkar, Framsóknarflokk- urinn líka, fúsir til að gera breytingu á kjördæmaskipuninni og bar Framsóknarfl. fram til- lögur um það á síðasta Alþingi og er reiðubúinn til að standa við þær. Eg skal játa, að eg geri mér ekki miklar vonir um, að Fram- sóknarfl. fái hreinan meirihluta í þessum kosningum. En hvert at- kvæði, sem hann fær, kemur þó að gagni sem mótmæli á móti þessu frumvarpi óbreyttu. Ef Framsóknarflokkurinn fær mjög aukið fylgi í þessum kosningum, er eg sannfærður um, að þá kemur hik á hina flokkana, því að þeir kæra sig ekkert um að hrinda frá sér fjölda kjósenda út um allt land. Þá verður setzt að samningaborðinu og samið um viðunandi lausn málsins, svipað og gert var eftir kosningarn- ar 1931. Þingmönnum verður fjölgað í þéttbýlinu, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, en héruðin fá að halda sínum sérstöku þing- mönnum. Bernharð Stefánsson hefur verið fulltrúi Eyfirðinga á Al- þingi óslitið síðan 1923. Hann hefur verið ötull stuðnings- maður hinna margþættu framfara héraðsins á undan- förnum áratugum. Á Alþingi hefur hann gegnt mörgum virðingarstörfum, setið nær 30 ár í fjárhagsnefnd sinnar deildar, nokkrum sinnum átt sæti í fjárveitinganefnd, lengi forseti Efri deildar Alþingis. Gáfur Bernharðs eru lands- þekktar, einnig drengskapur og hreinskilni. En Bernharð Stefánsson er þó fyrst og fremst bóndi að öllu eðli og sltaplyndi og trausts bænd- anna nýtur hann enn í ríkum mæli. Þó að kosningarnar eigi að snúast um kjördæmamálið, er eg fús til, eftir því sem ræðutími minn leyfir, að ræða um fleira, til dæmis að bera saman fyrrv. stjórn Hermanns Jónassonar, sem Sjálfstæðisflokkurinn var andvígur, og þeir Magnús Jóns- son og Árni Jónsson níða nú á allar lundir, og hins vegar stjórn Emils Jónssonar, sem sami flokkur setti til valda, styður og heldur lífinu í. Meðan vinstri stjórnin sat að völdum voru meiri alhliða fram- farir í landinu en nokkru sinni fyrr og atvinna manna víðast hvar næg, þó að dregið væri úr framkvæmdum fyrir herinn. — Hins vegar hefur stjórn Emils Jónssonar og stuðningsflokks hennar dregið úr verklegum framkvæmdum, lækkað atvinnu- Bílar á kjördegi Þeir, sem lárzs vilja bíla sína á kjördegi, allan dag- inn eða hluta úr degi, hafi vinsamlegast samband vð Skrifstofu Framsóknarflokksins, Hótel Goða- fossi, símar 2406 og 1443. aukningarféð og horfið að mestu frá raforkuáætluninni. Eg er fús til að bera saman fjármálastjórn Eysteins Jónsson- ar, sem skilaði milljóna tugum sem tekjuafgangi ríkisstjórnar- innar í hendur núverandi stjórn- ar, sem einmitt gerir henni fært að lafa við völdin fram yfir kosningar. Hins vegar afgreiddu stjórnarflokkarnir nú fjárlög þannig, að þó að þau séu tekju- hallalaus á pappírnum, þá er jöfnuðurinn fenginn með því að hækka áætlun um tekjur úr hófi fram, lækka áætlun um lögboðin gjöld, sem ríkissjóður verður að greiða, hvað sem fjárlög segja. Stjórn Hermanns Jónassonar réðst í það stórræði, að færa landhelgina út í 12 sjómílur, sem hefur leitt til ofbeldisaðgerða Breta. Talið er að öll þjóðin sé einhuga • í þessu máli og hún hefði átt að sýna það með því að standa saman út á við og inn á við eins og allar lýðræðisþjóðir gera, ef þær verða fyrir þeirri ógæfu að verða að mæta vopn- aðri árás annarrar þjóðar, enda lagði Framsóknarflokkurinn til, að reynt yrði að mynda þjóð- stjórn til þess að svo mætti verða. En í þess stað hratt nú- verandi stjórn þjóðinni út í ill- vígar kosningar og deilur um viðkvæmt mál, en Bretar horfa glottandi á aðfarir okkar nú. Fjármálastjóm núv. stjórnarfl. hlýtur óhjákvæmilega að leiða til eins af tvennu: Stórfelldra álagna á þjóðina nú í haust, eða að minnsta kosti um næstu ára- mót, eða þá gengisfall. Ólafur Thors hefur viðurkennt þetta og sagt, að niðui’greiðslurnar og uppbæturnar yrði þjóðin að boi-ga, og nefndi 10Q millj. kr. í því sambandi. Eg gæti betur trúað, að það yrðu 200 millj. kr. Allt þetta eru beinar afleiðing- ar kjördæmamálsins. Það var agnið, sem Alþýðuflokkurinn beit á hjá Sjálfstæðisflokknum og vann það til, að svíkjast að sínum fyrri samstai’fsmönnum og leggja út á hi-eina glæfrabi’aut í fjármálum og efnahagsmálum til að koma þessu máli fram. Hvers vegna gerir Alþýðufl. þetta? Án efa sökum þess, að hann er beinlínis hræddur um Jíf sitt og hyggur að hlutfallskosn ingar muni bjarga lífi hans. Það er þó óvíst að hann bjargist ef kommúnistar halda áfram að sjúga úr honum blóðið, eins og Bragi Sigui’jónsson lýsti á fund inum á Reistai’á. Eða þegar kem- ur að skuldadögunum og þjóðin stendur frammi fyrir afleiðing unum af ráðslagi núverandi stjói’nar. Þá er ekki vist að hlut- fallskosningarnar dugi. Sjálfstæðisflokkurinn aftur á móti hyggst fyrst og fi’emst hnekkja Fi-amsóknarfl. Það hef- ur átt að gei-a fyrr, til dæmis með breytingunum 1942, en ekki tekizt. Framsóknarfl. hefur haft mikil áhi’if í landinu síðan, þótt breytingarnar þá ættu að ríða honum að fullu. Svo getur farið enn. — (Framhald á 4. síðu.) Garðar Halldórsson: Kjördæmabreyfing mundi auka Reykjavíkurvaldið að miklum mun Alþingiskosningarnar nxunu verða afdrifaríkari en nokkrar aðrar al- þxngiskosningar um langt skeið. Kosningarnar eru þjóðaratkvæða- greiðsla um kjördæmábreytinguna, samkvæmt ákvæðum sjálfrar stjórn- arskrárinnar, ltvað sem Magnús Jónsson segir. Sú atkvæðagreiðsla er um það eitt, hvort kjördæmin í núverandi mynd, eigi að fá að vera til áfram því það er ekki ágrein- ingur um annað milli þríflokkanna og Framsóknarflokksins. Garðar Halldórsson er einn af lxarðduglegustu bændum sýslunnar. — Hann þekkir manna bezt þarfir bænda- stéttarinnar og hefur alltaf sýnt það, að hann er skelegg- ur málsvari hennar. — Garðar Iiefur unx Iangt skeið verið oddviti sveitar sinnar og rækt það starf svo að til fyrir- myndar er. Hann hefur verið fulltrúi eyfirzkra bænda á Búnaðarþingi og Stéttarsam- bands bænda mörgundanfarin ár. Það væri Eyfirðingum sómi að eiga hann sem full- trúa sinn á Alþingi. Það er fullkomin blekking, fram borin gegn betri vitund, hjá þrí- flokkunum, að kosningarnar eigi að snúast um allt annað en kjör- dæmabreytinguna. Þessar blekking- ar eru fram bornar til þess að villa um fyrir kjósendunum. Þríflokk- arnir óttast dóm kjósendanna um þetta mál eitt saman. Þess vegna þarf að villa um fyrir fólkinu, fram að kosningum. AE afnámi kjördæmanna leiðir aukið vald stjórnmálaflokkanna og þar nteð aukið Reykjavíkurvald, en stór minnkað áhrifavald alls lands- ins utan Reykjavíkur. — Það er tal- að uin kjördæmabreytinguna sem mikið réttlætismál þéttbýlisins á Reykjanesi, en viljið þið ekki, lxátt- virtir frambjóðendur þríflokkanna, fræða okkur um hvenær og í hvaða málum dreifbýlisvaldið, sem Jxið viljið minnka, hefur setið yfir hlut þéttbýlisiiis, livenær hefur verið gengið á rétt þess? Hvers vegna hefur fólkið flutt utan af lands- byggðinni til Reykjavíkur? Éin- faldlega af því, að Jxar hafa lífs- skilyrðin verið betri, af því, að ekki hefur verið búið nógu vel að íólkinu út um land af liálfu hins opinbera. Það er þjóðarnauðsyn að landið allt sé setið og nýtt, gæði Jxess og fiskimiðin við strendurnar, nýtt af atorku, enda sýnir réynzlan að ýmis tiltölulega fámenn byggðar- lög skila ótrúlega miklu verðmæti í þjóðarbúið. Vegna mjög aukinnar uppbyggingar atvinnutækja út um land allra síðustu árin, hefur fólks- flóttinn til Reykjavíkur stöðvast. Magnús Jónsson mun et t. v. koma með tölur hcr á eftir til að reyna að afsanna Jxetta, en tölurnar veikja ekki rnitt mál, flutningar til Reykjavíkur s. I. ár eru hverfandi litlir úr dreifbýlinu. Þeir eru úr kaupstöðum landsins að mestu. Fengi uppbyggingin að halda j áfram, myndi ekki Jxurfa neitt stór- fellt aljxjóðar átak til Jxess, að fólk- inu færi aftur að fjölga úti um land og er þess vissulega mikil þörf. Alveg tvímælalaust mundi ]>að auka þjóðarframleiðsluna miklu meira, ef fólkinu fjölgaði úti um land, heldur en ef fjölgunin lendir öll í Reykjavík eins og segja má að verið haíi um hríð. Kosningarnar nú munu skera úr úm ]>að livor stefnan sigrar,, stefna þríflokkanna, sem vill rýra áhrifa- vald hinna dreyfðu byggða til þess, scm þeir nú þegar eru farnir að sýna í verki, að draga úr uppbygg- ingunni, sem þeir kalla pólitíska fjárfestingu, úti um land. Eða stefna Framsóknarflokksins, sem vill styðja að uppbyggingunni um landið allt, eftir því sem frekast er unnt á hverjum tíma. En við .teljum, Framsóknarmenn, það vera grundvallarskilyrði fyrir því að það megi takast, að ekki sé dregið úr áhrifum fólksins úti um land, á AI- þingi og ríkisstjórn. Þess vegna má ekki leggja kjördæmin niður, Jxau eru forn undirstaða og traust, sem liefur staðið vel undir þjóðfélags- byggingu okkar. Á ótraustri undir- stöðu stendur engin bygging til lengdar. Háttvirtir kjósendur! Þið sem viljið skapa ykkur og afkomendum ykkar bætt skilyrði, til þess að búa úti um hinar dreifðu byggðir við hliðstæð lífskjör og eru í höfuð- staðnum, Jxið kjósið Framsóknar- flokkinn, af því að reynzlan hefur sýnt, að honum einum íslenzkra stjórnmálaflokka í dag, er treyst- andi til að standa á verðinum fyrir hagsmunum ykkar. (Ræðukafli frá framboðsfundi). Skaut mink í kálgarði Ki’istinn bóndi Rögnvaldsson á Hnjúki í Skíðadal skaut mink í kálgai’ði við bæ sinn í síðara hretinu í þessum mánuði. Nú er svo komið, að minkar hafa tekið sér bólfestu í flestum eða öllum dölum hér nærri, svo sem í Eyjafjarðardölum, Hörg- árdal, Oxnadal, Þorvaldsdal, Fnjóskadal og víðar er ófögnuð- ur þessi kominn, allt til sjávar. EYFIRÐING AR er þurfa upplýsingar vegna kosninganna, hringi til kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins, sími 1443 eða í síma 1371.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.