Dagur - 06.08.1959, Síða 4
4
D AGUR
Fimmtudaginn G. ágúst 1959
Dagub
Skrifstíifa i Halnarsn.i'ti !)() — Sími 1166
UITSTJÓKl:
ERLING V U I> A V J 1) S S (> X
Auglýsiiigast jóii:
J Ó \ S A MÚELSS <) N
Árt'angiiriiiii kostar Kr. 75.0Ö
HlaiViiS kniiiii tit á im<Svikii<!<íglim og
íaug.trtldgitm, [icgar olui staiKla til
CjaliUlagi or I. jtilí
PRENTVF.RK ODOS UJÖUNSSONAR H.F.
I
I
í
I
I
i
|
j
l
I
I
j
I
i
I
i
i
|
I
í
I
|
I
!
i
í
i
L
GJÖFULT SUMAR
ÞRÁTT FYRIR hörð veður og minnisstæð eftir
miðjan júní í sumar og snjókomu svo mikla, að fé
fennti í mörgum sveitum á Norðurlandi, lítur út
fyrir að sumarið ætli að verða mjög hagstætt fyr-
ir bændur og búalið á landinu norðan og austan.
Grasspretta er mjög mikil og víða betri en
menn muna á löngu árabili. Ræktarlöndin eru
betur ræktuð en áður og tilbúinn áburður notað-
ur í ríkum mæli. Sumarið hér norðanlands hefur
verið ein óslitin sprettutíð, jafnvel hretin háðu
ekki grassprettunni, svo að teljandi væri. Vegna
hitanna og hæfilegs raka hefur tilbúni áburðurinn
notast til hlítar að þessu sinni. Sem dæmi um gras
sprettuna á túnum er það t. d., að hér í nágrenni
Akureyrar hafði einstaka maður hirt seinni eða
annan slátt á svipuðum tíma og sláttur hefst al-
rnenna í svölum sumrum. — Heyverkunin hefur
gengið vandræðalaust, mjög vel hjá þeim, sem
■hafa súgþurrkun ,en með töluverðum töfum hjá
hinum. Utlit er fyrir miklar heybirgðir í haust.
Því miður er ekki sömu sögu að segja af landinu
öllu, því að sunnanlands hafa óþurrkar mjög
hamlað heyskap bænda.
Framleiðsla heymjöls og heytaflna er nú ofar-
.iega á dagskrá hjá ráðamönnum og leiðbeinend-
um bændasamtakanna í landinu. Betri nýting
hins innlenda og ágæta fóðurs er höfuðnauðsyn
landbúnaðarins. Búpeninginn þarf að fóðra á inn-
lendum framleiðsluvörum fyrst og fremst, og
kynbætur búfjár þarf líka að tengja því sjónar-
miði meira en nú er gert.
Öðru hvoru heyrast raddir um þá skaðlegu
þróun í íslenskum landbúnaði, að framleitt skuli
vera örlítið meira magn kjöts og mjólkur en þörf
er fyrir á innlendum markaði. Líklegt er að höf-
undar þeirra radda muni ekki óska að verða á
það minntir að nokkrum árum liðnum, að það
væri þjóðinni skaðlegt, hve bændastéttin sýndi
mikinn dug við framleiðslustörfin á liðnum árum.
Og frægur verður sá maður, sem á síðasta hátíð-
isdegi verkalýðsins lagði það til að bændum yrði
fækkað um helming. Sú tillaga var eins og ógæti-
leg uppljóstrun um hina miklu hernaðaráætlun
kaupstaðaflokkanna á hendur landsbyggðinni með
afnámi kjördæmanna og byggðavaldsins að tak-
marki og verið er að lögleiða á Alþingi þessa dag-
ana.
Þrátt fyrir alla tæknina, sem orðin er við jarð-
rækt, heyöflun, heyverkun, kynbætur, fóðrun o.
fl. greinar landbúnaðarins og töluverðan stuðning
samfélagsins til eflingar þessari atvinnugrein,
nægir það hvergi til þess að landbúnaður þyki
eftirsóknarverðara starf en önnur, nema síður sé.
Á meðan svo er, mun fólki ekki fjölga í sveitum
og vissulega eru því takmörk sett, hver fram-
leiðslugeta þess er. Á sama tíma lendir öll fólks-
fjölgunin í þéttbýlinu og fjöldi neytenda vex um
þúsundir árlega. Líklegt er, að framleiðsla land-
búnaðarvara nemi um 900 milljónum króna í
iandinu á ári, miðað við núverandi verðlag — og
þó gengur mjög á birgðir sumra vörutegunda
frá landbúnaðinum.
Innan skamms er trúlegt, að eitt af stærri
vandamálunum snúist um það, hversu hægt verði
að fullnægja neyzluþörf þjóðarinnar með þeim
hollu fæðutegundum, sem land-
búnaðurinn leggur í þjóðarbúið.
En þegar svo er komið, að bænda
stéttin verður hlutfallslega fá-
mennari stétt en nú er, verður
fleiru hætt. Engin þjóð hefur
ennþá getað haldið uppi menn-
ingu sinni og sjálfstæði, eftir að
hafa horfið frá ræktun landsins
og þeirri andlegu kjölfestu, sem
dreifbýlið varðveitir.
Með hið tvennt síðastnefnda í
huga ber að fagna og þakka gjöf-
ult sumar og vinna látlaust að
lífsnauðsynlegri, áframhaldandi
þróun í byggðum landsins — og
gegn þeim höfuðstaðarsjónar-
miðum, sem stöku sinnum fá út-
rás og sleppa í gegnum blæju
vináttunnar, svo sem á síðasta
hátíðisdegi verkalýðsins, þar sem
borin var fram tillaga um að
fækka bændum landsins um
helming, með því orðalagi, sem
bændur nota um búpening á
haustnóttum.
Svar til Bolla Gústafssosar.
BOLLI GÚSTAFSSON skrifar
grein í síðasta Dag, og gagnrýnir
mjög skemmtun sem Matthíasar-
félagið á Akureyri hélt fyrir
nokkru til fjáröflunar fyrir starf
semi sína. í upphafi greinar sinn-
ar lýsir hann því yfir, að hann sé
hvorki púrítani né heldur telji
hann danstónlistarmenn útsend-
ara hins illa. Samt telur hann, að
við höfum með leik okkar átt
drjúgan þátt í að eyðileggja
skemmtunina, rýra traust og álit
félagsins meðal bæjarbúa og sví-
virða minningu þjóðskáldsins. —
Og hvernig fórum við að þessu?
Meðal apnars með því að ,,leika
rock í minningu skáldsins". En
samkoman, sem hér um ræðir,
átti ekkert skylt við minningar-
samkomu, heldur var hér um að
ræða skemmtisamkomu til fjár-
öflunar, og efni samkomunnar
átti að vera sem flestum til hæfis.
Hvernig Bolli fer að komast að
þeirri niðurstöðu, að allt sem
fram fór á umræddri samkomu
hafi verið gert „í minningu
skáldsins" fæ eg ekki skilið. —
Þarna var blandað saman ýmiss
konar fróðleik um skáldið og
skemmtiefni. Tilhögunin öll var
- Jóns Arasonar hátíð
á Munkaþverá
Framhald af 8. siðu.
sýndur, og réðu til þess Guðmund
Einarsson frá Miðdal að gera styttu
af Jóni, sem nú liefur verið steypt
í brpnce. Kemur öllum saman um,
sem séð hafa, að stytta þessi sé all-
mikilúðleg að yfirbragði og svaraði
vel til þeirrar hugmyndar, er þjóð-
in hefur gert sér af þessum mikla
kirkjuhöfðingja og þjóðhetju, sem
hvorki kunni að hræsna fyrir guði
né miinnum. Hefur Alþingi og
sýslunefncl Eyjafjarðarsýslu styrkt
þetta málefni rausnarlega, svo að
framkvæmdir allar liafa gengið
greiðlega.
Er þess vænzt, að sem flestir
norðlenzkir prestar, er því mega við
koma, verði viðstaddir þessa athöfn,
og allir þeir, er Jóni Arasyni unna,
þessum vitra og gunnreifa norð-
lenzka biskupi, heiðri minninguna
á æskuslóðum hans hinn 23. ágúst
næstkomandi.
Benjamin Kristjánsson.
rækilega auglýst, svo að enginn
þurfti að ganga þess dulinn hvað
þarna færi fram, eða misskilja
eðli samkomunnar. Og að lokum
þetta: Við töldum okkur vera að
vinna félaginu og málefninu
gagn með því að koma fram á
áðurnefndri samkomu, og okkur
þykir mjög fyrir því, að okkur
skuli ætlað að hafa af ráðnum
hug gert hið gagnstæða.
Ingimar Eydal.
- Síldarverksmiðjan
í Krossanesi /
Framhald af 1. siðu.
í Reykjavík. Verk hennar hafa
verið vel af hendi leyst og öll
samvinna við hana hin bezta. Og
kann stjórn og framkvæmda-
stjórn Krossanesverksmiðjunnar
Vélsmiðjunni Héðni betzu þakkir
fyrir það.
Ennfremur vill stjórnin þakka
verksmiðjustjóranum, Jóni M.
Árnasyni, frábært starf við þess-
ar framkvæmdir, svo og öllum
starfsmönnum verksmiðjunnar,
sem unnið hafa að þessum end-
urbótum, sagði Guðmundur að
lokum.
Milljóna virði nýtist.
Krossanesverksmiðjan er hið
þarfasta fyrirtæki. Hún var
ófullkomnasta síldarverksmiðja
landsins þegar Akureyrar-
kaupstaður festi kaup á henni, en
skilar nú hagstæðum rekstri og
er ómissandi hlekkur útgerðar-
innar hér, án tillits til síldveið-
anna.
Hinar nýju endurbætur lofa
góðu. Talið er, að verksmiðjan
hefði í fyrra skilað um 1 millj.
kr. í mjölaukningu, ef heil-
mjölsvinnslan hefði þá verið til
staðar.
Krossanesverksmiðjan hefur
nú tekið á móti 15600 málum
síldar í sumar, og er það um 9
þús. málum meira en hún fékk
til vinnslu á síldarvertíðinni allri
sl. sumar.
LÍFSREGLUR DANSKS LÆKNIS.
Við lækni minn mér líkar vel,
þær lífsreglur hann setur:
„Hinn versta drykk eg vatnið tel,
því verri engan getur,
en sé það rommi og sítron bætt
— það segja skal eg ykkur —
þá er það, sé það allvel sætt,
hinn allra bezti drykkur.“
(Þýtt.) DVERGUR.
Flóttamannaárið byrjar vel
FLÓTTAMANNAÁRIÐ hófst með virkri
þátttöku ríkja og félagasamtaka hvarvetna í
heiminum. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu
í fyrra að gera alheimsátak til að leysa flótta-
mannavandamálið. Mönnum telst svo til, að
tala flóttamanna eftir seinni heimsstyrjöldina
sé um 40 milljónir. Af þessum mikla fjölda
eru 15 milljónir ennþá heimilislausar. Rúmar
tvær milljónir lifa við svo bág kjör, að Sam-
einuðu þjóðirnar verða bókstaflega að halda í
þeim lífiriu.
Virkan þátt í flóttamannaárinu taka 49 ríki, og
kirkjuleiðtogar um allan heim hafa orðið við þeirri
áskorun Sameinuðu þjóðanna, að reyna mcð ýmsu
móti að fá fólk til að taka þátt í flóttamannahjálp-
inni. Jóhaunes páfi XXIII. hefur scnt öllum rómversk-
kaþólskum mönnum boðskap, og aðrir kirk juleiðtogar
hafa einnig hvatt söfnuði sína til virkrar þátttöku. Dag
Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, sendi sérstaka áskorun til íbúa heimsins, þegar
flóttámannaárið hófst, þar seni hann skoraði á þá að
íluiga hiu mannlegu vandamál flóttamannavandamáls-
ins og leggja fram sinn skerf til lausar því.
Flóttaböm í Tunis.
Þegar hafa komið í Ijós ávextir þessarar viðleitni
Sameinuðu þjéiðanna. Forstjóri flóttamannahjálpar-
innar, Auguste R. Lindt, hefur skýrt frá því, að mörg
lönd hafi heitið að leggja fram fjármagn, vistir, heirn-
ili og flutningatæki, svo að eitthvað sé nefnt. Þannig
hafa Norðmenn, Danir og Svíar enn tekið við hópum
flóttamanna. Auk jiess hafa Norðmenn og Svíar einnig
„í anda flóttamannaársins" staðfest sáttmála frá 1957,
sem tryggir flóttamönnum á skipum ákveðin grund-
vallarréttindi, eins og landgiingurétt, persónuleg skil-
ríki o. s. frv. Þessi sáttmáli hefur nú einnig verið stað-
festur af Belgíu, Frakklandi og Marokko. Belgía hefur
boðizt til að taka við 3000 flóttamönnum úr búðum
í Austurríki, Grikklandi og Ítalíu eða hjálpa þeim til
að eignast framtíðarheimkynni í því landi, þar sem
þeir dveljast nú eða í því landi, jiar sem þeir vilja
komast til.
Frá Bandaríkjunum hafa Sameinuðu [ijóðirnar feng-
ið 1.630.000 dollara í tilefni af flóttamannaárinu, og
eiga 700.000 þeirra að fara til forstjóra flóttamanna-
hjáíparinnar, 200.000 beint til hjálpar kínverskum
flóttamönnum í Flongkong og 730.000 til flutninga á
flóttamönnum a£ evrópskum uppruna frá Kina. Talið
er, að enn séu 9000 flóttamenn frá Evrópu, einkum af
rússneskum uppruna, á þessu svæði. Þetta fólk er nú
smám saman flutt burt, jafnóðum og tilboð berast um
flutninga og hæli. Flóttamannaráðið í Noregi hcfur
lagt fram 35.000 norskar krónur til flutninga á flótta-
fólki.
Handa jreim flóttamíinnum, sem koma beint undir
forstjóra flóttamannahjálparinnar, vonast Lindt til að
geta safnað 9 milljónum dollara á árinu 1960. Á þessu
ári er gert ráð fyrir hjálp við flóttafólk, sem nemi
4.700.000 dollurum. A£ þeirri uppliæð hafa nú Jregar
safnazt 3.373.500 dollarar.