Dagur - 06.08.1959, Page 5
Fimmtudaginn 6. ágúst 1959
DAGUR
5
Við Kistufell. — (Ljósmynd: Jón Sigurgeirsson.)
HringferS í jeppum um Ódáðahraun
VIÐ FJÁRHYL
Fyrir síðustu helgi lögðu fjórir
menn upp frá Stóru-Tungu í
Bárðardal. Þeir voru þessir: Jón
Sigurgeirsson frá Helluvaði, Pét-
ur Gunnlaugsson á Akureyri,
Guðmundur Gunnarsson kennari
á Laugum og Sigurgeir B. Þórð-
arson, Akureyri. Ferðinni var
heitið á nýjar slóðir og farartæk-
in voru tveir jeppar.
Þessir fjórmenningar fóru suð-
ur með Skjálfandafljóti að austan
og gistu í Hraunárbotnum efri.
Þaðan ruddu þeir sér leið yfir
Laufrandarhraun, þar sem snæ-
Þótt menn liafi e. t. v. eitthvert
■ ofnæmi er.nþá fyrir flokkabar-
áttunni í landinu, sem eðlilegar
eftirstöðvar frá síðustu kosning-
um, fer því fjarri að baráttan
lia.fi fallið niður. Mál málanna á
yfirstandandi þingtíma er að
sjálfsögðu sú breyting stjórnar-
skrárinnar, sem fjallar um kjör-
dæmamálið.
Þrennt er það einkum, sem er
áberandi á bakgrunni þeirrar
myndar, sem blasir við hverjum
einasta manni, er hann virðir
fyrir sér hina margumtöluðu
kjördæmabreytingu á tjaldi
liinna pólitísku viðburða.
Fyrir kosningar sögðu Sjálf-
stæðisflokkurinn, Alþýðubanda-
lagið og Alþýðuflokkurinn, að
kosningarnar 28. júní sl. ættu að
snúast um almenn stjórnmál, en
alls ekki um kjördæmamálið,
sem þó var skylt samkvæmt
sjálfri stjórnarskránni. Þessir
flokkar marglýsiu því yfir í blöð
um sínum og ræðum í útvarpi og
á mannfundum, að kosið væri
um vinstri stjórn, landhelgismál,
verkalýðsniál og jafnvel um svo
ófýsilegt mál sem „stefnu“ nú-
verandi leppstjórnar. Þetta er
skjalfest í öllum blöðum þessara
flokka og margendurtekið fyrir
kosningarnar, svo sem aliir muna
glögglega. Þetta var bein lýgi, og
til þess fram borin að treysta
flokksböndin, en fela hið óvin-
sæla mál, sem um átti að kjósa.
uglan á sér varpstað. Síðan héldu
þeir áfram yfir Marteinsflæðu og
allt að Gæsavötnum og gekk
ferðin vonum betur og er þetta í
fyrsta skipti, sem þessi leið er
farin á bifreiðum.
Við Gæsavötn komu ferða-
mennirnir á slóðir Reykvíkinga,
sem að liggja yfir Trölladyngju-
háls að Kistufelli. Mun sú leið,
þ. e. yfir Dyngjuháls, vera hæsti
vegur landsins yfir sjó, sem far-
inn hefur verið á nútíma farar-
tækjum, og er í um 1200 metra
hæð. Síðan voru farnar Jökuls-
Nú geta Sjálfstæðismenn, Al-
þýðubandalagsmenn og Aíþýðu-
flokksmenn velt því fyrir sér,
hvort blöð þeirra fóru þarna
með blekkingar eða ekki. Og
þessi sömu blöð eru handhægasti
leiðarvísirinn í því efni. Öll
sögðu þau, að kosningum lokn-
um, og klifa á því enn í dag, að
auðvitað hafi kosningarnar fyrst
og fremst snúist um kjördæma-
málið og aðeins 27% kjósenda, þ.
e. þeir, sem kusu Framsóknar-
flokkinn, hafi verið á móti kjör-
dæmábreytingunni, en hinir með
henni. Þetta er óvsífni og auðsæ
lýgi, af þeim ástæðum að þrí-
flokkarnir komu í veg fyrir það
með áróðri sínum, að síðustu
kosningar væru þjóðaratkvæða-
greiðsla um kjördæmamálið.
Þetta er augljóst og vitnar um
óheiðarlega stjórnmálabaráttu og
þessu til staðfestingar eru svo
ný ummæli Morgunblaðsins,
Þjóðviljans og Alþýðublaðsins,
að prentsvertan er tæplega orðin
þurr. Hinn illa þokkaði málstað-
ur kjördæmabyltingarmanna, sá
að afnema héraðakjördæmin og
svifta byggðir landsins dýrmæt-
um og nauðsynlegum rétti til
áhrifaaðstöðu, og sú harða and-
staða sveitanna og málsvara
þeirra gegn þessari réttarskerð-
ingu, kemur nú glögglega fram
á Alþingi.
Þar hefur íhald og Alþýðufl.
Framhald. á 7. siðu.
árfarvegir norður aðDyngjufjöll-
um og þar tjaldað og gist.
Eftir að hafa gengið á Öskju
var haldið út í Herðubreiðar-
lindir og þaðan eins og leið ligg-
ur til Mývatnssveitar.
Mannmargt var í Herðubreið-
arlindum um þessa helgi, því að
þar var verið að vinna að sælu-
hússbyggingu Ferðafélags Akur-
eyrar af miklu kappi. Einnig var
þar margt skemmtiferðafólk frá
Akureyri. — Sæluhús þetta er
eitt hið vandaðasta hér á landi.
Öræfin eru óvenjulega vel
gróin að þessu sinni, sagði Jón
Sigurgeirsson fararstjóri þessar-
ar ferðar að lokum, er blaðið
leitaði frétta hjá honum af ferð
þessari.
HEILDARTEKJUR heims-
ins, mældar í afköstum og
framleiddum vörum, náðu há-
marki árið 1957, og áttu flest
lönd heims hér hlut að máli.
Þessar upplýsingar er að finna í
nýútkominni hagfrxðilegri árbók
Sameinuðu þjóðanna, „Yearbook
of National Accounts Statistics"
(1958), sem tekur til 83 landa og
landsvæða. Hagskýrslurnar sýna, að
heildartekjur heimsins lækkuðu ör-
lítið árið 1958, fyrst og fremst vegna
þess, að framleiðslan í Bandaríkj-
unum og Kanada dróst sarnan um
3%-
Heildarframleiðsla landanna í
Vestur-Evrópu (reiknuð eftir ó-
brcyttu verði), jókst á árunum 1951
—57 um nálega 5% árlega. Sé mið-
að við íbúatölu, var þessi aukning
um það bil 4% vegna fólksfjölgun-
arinnar. Vestur-Þýzkaland var efst
á lista, en þar jókst þjóðarfram-
leiðslan um 7.5% (eða 6.5% miðað
við íbúatölu) á ári. Þessar tvennar
tölur eru þannig í eftirtöldum
löndum: Danmörk 2.5% (1.7%),
Noregur 3.6% (2.5%), Svíþjóð
4.6% (3.9%), Bretland 2.4%
(2.3%), Holland 5.2% (4.1%) og
Frakkland 4.7% (3.8%).
Tölur frá Kina og
A ust ur-Evrópu.
Mikilvæg viðbót við þessa útgáfu
af árbókinni eru tölur frá Kína og
löndum í Austur-Evrópu — að Sov-
étríkjunum undanskildum, en það-
an hafa engar upplýsingar fengizt.
Hins vegar er á það bent í ár-
ÁIN niðar í eyrum mér, allt
frá því að ísa leysir á vorin og
þar til síðla sumars, að veiði-
von öll er úti. Allan þann
tíma er laxinn að stökkva eða
leika sér í strengjum eða á
brotum, rétt eins og hann sé
orðinn óþolinmóður að bíða
eftir mér.
En til hvers er að segja sögu frá
lygnum, djúpum hyl, í laxgengri á?
Stangveiðin er aðhlátursefni þorra
fólks, sem í fyrsta lagi heldur ]>ví
lram, að eitthvað þarfára sé nú
bægt að gera, líka eitthvað skemmti
legra, o. s. frv. Gegn þessu duga
engar rökræður. En áin niðar í cyr-
um stangveiðimannsins, hvort sem
nokkurt rennandi vatn er náægt
eða ekki, og honum er stangveiðin
nauðsyn.
Ég gekk niður með ánni með
stöngina um öxl og létta veiði. Ekki
var ennþá orðið áliðið dags.
— Vatnið glitraði í morgunsól-
inni neðst í Fjárhyl, þar sem breitt
brotið tók við af lygnri breiðunni.
Þetta er úppáhaldsstaðurinn minn
í ánni, og þangað var ég nú kom-
inn. Ég settist og þræddi maðk á
öngulinn og bætti annarri sökku
á línuna.
í loftinu var angan úr döggvotri
jörð og liitinn rak mig úr hlífðar-
fötunum. Nú var ég tilbúinn að
renna fyrir laxinn.
Þar sent ég stóð rann áin í
þrengslum og var liyldjúp og
straumurinn þungur. Ég kastaði
önglinum, og sökkurnar drógu
hann með spriklandi maðkinum
niður í djúpið, en þungur straum-
urinn og þyngdarlögmálið áttu að
sjá fyrir Jrví að beitan bærist með
hóflegum hraða niður þrengslin í
þeirri von, að luin freistaði vatna-
búanna. Ég beið með eftirvæntingu
eftir einhverri hreyfingu, svolitlum
smákipp, narti eða jafnvel snöggu
átaki. En ekkert skeði. þrátt fyrir í-
bókinni, að tölurnar frá Kína og
Austur-Evrópu-löndunum nái að-
eins til framleiðslu á vörum og
þeirri vinnu, sem slík framleiðsla
útheimtir, þar sem tölur frá öðrum
löndum ná aftur á rnóti til allrar
vinnu, í hvaða mynd sem hún er.
Frá Kína fengust síðast tölur ár-
ið 1956, og sýna þær aukningu á
framleiðslunni frá því árið áður,
sem nemur 13%. A árunum þar á
undan var aukningin 6 og 7%. A
árunum 1951—57 jukust þjóðar-
tekjur Pólverja um 10% árlega, en
í Austur-Þýzkalandi og Tékkósló-
vakíu var aukningin 7%. Allar eru
tölur þessar miðaðar við óbreytt
verðlag. í Ungverjalandi var aukn-
ingin á sama tímabili 4%, en árin
1952, 1954 og 1956 minnkuðu þjóð-
artekjur Ungverja um 2, 4 og 12%.
Kjötiítflutningur jókst, þrátt
fyrir verðhcekkanir.
Alþjóðaviðsklpti nteð kjöt jukust
árið 1958 miðað við árið áður, þrátt
fyrir verðhækkanir á uxakjöti og
svínakjöti. Þetta kemur fram í mán-
aðarriti Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunarinnar (FAO), „Monthly
Bulletin of Agriculture and Econo-
mic Statistics".
Samanlagður útflutningur árið
1958 var 3.1 millj. tonn. í þessari
tölu er falinn allur kjötútflutning-
ur Ungverja, útflutningur á svína-
kjöti frá Póllandi, en hins vegar
ekki neitt af kjötútflutningi ann-
arra ríkja Austur-Evrópu, Sovétríkj
anna eða Kína. Tölurnar fyrir 1958
eru 50% hærri en meðaltalið á ár-
unum 1948-52.
trekaðar tilraunir. Hér var ekkert
að hafa. En þá var breiðan eftir.
Áin rann skamma stund í þrengsl
ununt og breiddi svo úr sér tif
beggja hliða, og var þar hin feg-
ursta breiða, lygn til beggja hliða
alveg út að malareyrunum sitt hvor-
um niegin, en í miðjunni var nokk-
urt dýpi, smásveipir á yfirborðinu
og vatnið ekki gagnsætt þar, þött
logn væri og sólskin.
Ég tók mér nú stöðu á mörkum
þrengslanna og breiðunnar, beitti
að nýju, tók báðar sökkurnar a£
og kastaði skáhallt út yfir breiðuna.
Straumurinn sá um að bera öngul-
inn inn yfir dýpið og fram á brotið
fyrir neðan.
En ég varð ekki var. Ég kastaði
lengra og gaf örar út og dró maðk-
inn þvert yfir ána rétt fyrir neðan
brotið, en allt kom fyrir ekki. Eng-
inn laxl Eða kannske var hann
þarna en vildi bara eitthvað annað
en honum var boðið. Ef til vill átti
ég að bjóða honum flugu eða spón
eða yfirgefa bara þennan ágæta
stað, án þess að verða var og fara
í þann næsta.
Eitt kast enn ofurlítið lengra en
áður, hugsaði ég og sveiflaði stöng-
inni. En margt fer öðruvísi en ætl-
að er. Línan flæktist örlítið á hjól-
inu, og maðkurinn datt niður ör-
skammt frá fótunum á mér, en ég
fór að greiða flækjuna og rakti lín-
una út jafnóðum og hún barst
undan straumnum en allt of nærri
landi mín megin. Hér var, sem
sagt, til einskis barizt, og ég fann
á ný blómaangan, fann það skyndi-
lega, að það er þægilegra að sitja
en standa og einnig það, að ég
hafði ekki fengið mér reyk síðatt
einhvern tíma fyrir óralöngu
Ur Jtví að enginn lax vildi við
ntig tala, var ekki úr vegi að not-
færa sér aðrar dásemdir líðandi
stundar. Stöngina lagði ég Jtvert
um kné mér og kveikti mér í síg-
arettu og handlék fluguboxið.
En sannarlega varð mér bylt við.
Stærðar lax stökk rétt ofan við
brotið og sneri hliðinni að mér,
svo að ég sá hann greinilega. Hann
stökk svo sem tvær lengdir sínar
og hvarf aftur með boðaföllum á
allar hliðar. Hvílík skepna, og auð-
vitað „hinum megin“!
Ég [sreif stöngina, Jsví ekki var
lengur til setunnar boðið, vatt lín-
una inn á hjólið, en ekki nema fa-
eina snúninga, þá stóð allt fast, sem
raunar var ekki að furða, Jjví að
línan hafði legið stundarkorn í full-
komnu hirðuleysi.
Ég kippti í nokkrum sinnum.
Þannig losnar oftast frá botni, en.
ekki varð svo í Jsetta skipti.
Þá var að slíta, ekki um annað
að gera, og reyndar ekkert óvana-
legt, þar sem steinar eru í botni.
Ég togaði í, en línan var tölu-
vert sterk, 25 pundá, og girnið lítið
eitt veikara. Það tognaði dálítið á,
og nú hlaut að slitna.
Og þá gerðist undrið! Botninn
hreyfðist. Það er að segja, Jsað sem
ég hélt að væri botn. En það var
reyndar lax, sem lagðist í botninn
og hélt fast á móti. En nú varð líf
í tuskunum. Laxinn rauk þvert yfir
ána og stökk þar, þaut svo upp í
þrengslin en að síðustu fram á
breiðuna á ný, og gat ég með naum
indurn varnað Jní, að hann færi
Jjar fram af brotinu. En sprettirnir
urðu styttri og styttri, og að síðustu
gaf hann upp alla vörn, og sigri
hrósandi landaði ég Jjessum silfur-
gljáandi og sprettharða fiski.
En hinn laxinn bíður. Hann er
Jjarna, og ég votta, að hann verði
Jiar enn, þegar ég kem Jiangað í
næsta skipti.
Munið kvöldferð fulltrúaráð's
verkalýðsfélaganna í Höfðahverfi
fimmtudaginn 6. ágúst. Farseðlar
seldir á skrifstofu verkalýðsfé-
laganna og á Ferðaskrifstofunni.
Allir lup þeir að kjósendum og
allir hafa þeir staðfest það
UM HEILDARTEKJURNAR
í HEIMINUM