Dagur - 06.08.1959, Qupperneq 8
Bagub
Finuntudaginn 6. ágúst 1959
Jóns Arasonar hátíð á Munkaþverá
Minnismerki afhjúpað við hátíðlega athöfn
ÁKVEÐIÐ hefur verið, að
minnismerki það, sem lista-
maðurinn Guðmundur Ein-
arsson frá Miðdal liefur gert
um Jón biskup Arason, verði
afhjúpað við hátíðlega athöfn,
sem fram fer að Munkaþverá
sunnudaginn 23. ágúst næst-
komandi, og hefst athöfnin kl.
1 eftir liádegi.
Bindindisfélag öku-
manna
ÁSBJÖRN Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Bindindisfélags
ökumanna, var hér á ferð um
Norðurland, til að ræða við
f'ormenn deilda og deildar-
stjórnir um áframhaldandi
starf deildanna og leiðbeina
þeim um góðakstur.
Framkvæmdastjórinn sat fnnd
með deildum, gaf þeim upplýsing-
ar um starfsemi félagsdeildarinnar,
einkum tryggingarmálin, flutti er-
indi og hvatti til aukinna átaka og
útbreiðslustarfsemi.
Deildir B. F. Ö. eru nú orðnar
14 talsins, þar af þrjár á Norður-
landi, og hafa sumar hverjar þegar
unnið vel að umferðarmálum á
svæðum sínum.
Annað landsþing Bindindisfélags
ökumanna verður háð í Reykjavík
í haust.
í þessu tilefni mun fara fram há-
tíðarguðsþjónusta í hinni fornu
klausturkirkju, en að henni lokinni
verður gengið að styttu Jóns bisk-
ups, þar sem afhjúpunin fer fram.
Um kvöldið verður kaffidrykkja í
félagsheimilinu Freyvangi.
Undanfarandi daga hefur verið
unnið að því að koma styttunni
fyrir á klausturrústunum sunnan-
vert við kirkjuna, jtar sent Jón bisk-
up var ungur að námi, og hefur
verið hlaðinn undir hana blágrýtis-
varði, geysihaglega gerður, af Ingv-
ari Þorvarðssyni frá Meðalholti.
Mun jtetta tigulega minnismerki
sóma sér vel í hinu fagra og stór-
brotna umhverfi og standa jtar um
ókomnar aldir til æyarandi minn-
ingar um einn hinn mesta skörung
og höfðingja, sem íslenzk þjóð hef-
ur alið, og þjónað hefur íslenzkri
kirkju.
Þegar hafizt var handa um jtað
fyrir tíu árum síðan, að frumkvæði
Guðmundar Jónssonar garðyrkju-
manns, að koma upp minningar-
lundi um Jón biskup Arason að
Grýtu í Eyjafirði, var því máli svo
forkunnarvel tekið af Eyfirðingum,
og fjiildamörgum öðrum afkomend-
um hans fjær og nær, að tillög
streymdu að hvaðanæva, og voru
allar hendur fúsar að gróðursetja
skóg honum til heiðurs. Var að
mestu lokið við að planta í lundinn
1953, og er nú gróðurinn þar kom-
inn vel á veg.
En ekki þótti þó Eyfirðingum
Jóni biskupi enn jtá fullur sómi
Framhald d 7. siðu.
NÝLEGA ER KOMIN ÚT HVÍT BÓK
UM LANDHELGISMÁLIÐ
„Að hitta í fyrsta skoti — og það mun duga!“
í SÍÐEJSTU viku kom út hvít
bók, er utanríkisráðune-ytið
hefur látið taka saman um
landhelgismálið.
Bókin er skrifuð á ensku og.
heitir British Agression in Icelandic
Waters, eða Brezkt ofbeldi í ís-
lenzkri landhelgi.
I þessari lzók eru sögð nokkur
dæmi um framferði Breta og hinn
síendurtekna ofbeldisverknað af
þeirra hálfu í fslenzkri fiskveiði-
landhelgi eftir að hún var stækkuð
frá og með 1. septemlzer síðast-
liðnum. Vitnað er í þann boðskap
brezkra herskipa til brezku veiði-
þjófanna, að Jreir skuli sökkva ís-
lenzkum varðskipum í fyrsta skoti,
ef þau skipti sér af veiðiþjófunum.
Ennfremur segir bókin frá endur-
teknum tilraunum brezkra herskipa
og togara til að sigla íslenzku varð-
skipin niður.
Brezk blöð hafa tekið bók Jjessari
mjöl illa og talið hana rugl eitt.
Þau viðbrögð til sannra frásagna
um valdbeitingu Breta innan ís-
lenzkrar fiskveiðilögsögu eru auð-
vitað í samræmi við annan fjand-
skap jteirra í garð íslendinga í máli
jiessu.
Elsa með minkinn.
Ný húsgagnaverzlun við Skipagöf u
Aðaleigendur Magnús Sigur jónsson, húsgagna-
bólstrari, og Jón Nielsson, verzlunarmaður
Síðasta laugardag var ný hús-
gagnaverzlun, sem heitir Hús-
gagnaverzlunin Kjarni h.f., opn-
uð í Skipagötu 13 hér í bæ og
eru aðaleigendur hennar þeir
Magnús Sigurjónsson bólstrari
og Jón Níelsson verzlunar-
maður.
Verzlun þessi hefur öll venju-
leg húsgögn á boðstólum, og
mun leitast við að hafa þau fjöl-
breytt, og í því skyni samið við
góð smíðaverkstæði í Reykjavík,
Hafnarffirði og hér á Akureyri
um framleiðslu, sögðu forráða-
menn hinnar nýju verzlunar
blaðamönnum við opnunina.
Annað hvort varð að víkja, hús-
móðirín eða minkurinn
Húsgagnaverzlunin Kjarni h.f.
er í nýjum og góðum húsakynn-
um og hefur til sölu margt eigu-
legra muna. Til nýjungar má m.
a. telja sérstaka gerð af vegghill-
um, svo að eitthvað sé nefnt.
Blaðið óskar eigendur hins nýja
fyrirtækis til hamingju og sam-
gleðst þeim hamingjunnar börn-
um, sem ráð hafa á að kaupa góð
húsgögn, því að nú er úrvalið
meira en áður. Síminn er 2043.
FREMUR mun það óajgengt
að konur handleiki skotvopn,
og virðist þeim það ógeðfellt.
En húsmóðirin á Þórsnesi, bæ,
sem stendur á sjávarbakkan-
um litlu norðar en Krossanes,
átti aðeins um tvennt að velja,
verja heimili sitt með skot-
vopni eða flytja burtu.
Minkurinn gerðist svo nærgöng-
ull, að hann snuðraði hringinn í
kringum húsið og hljóp jafnvel ylir
húströppurnar um hábjartan dag-
inn. Og húsmóðirin, Elsa að nafni,
valdi fyrri kostinn, skaut nokkrum
skotum í mark með tilsögn Ingva
Jónssonar, manns síns, og beið svo
færis.
Gestum, sem bar að garði eftir
Leynivínsðia á Sauðárkróki í júlí
Reykvíkingur hefur viðurkennt verknaðinn
Um helgina 11. og 12 .júlí sl.
var mannmargt á Sauðárkróki og
þar háðar kappreiðar o. fl. á
fjórðungsmóti hestamanna. Þar
var fast drukkið, sérstaklega að
kveldi hins fyrri dags. Dansleik-
ur var þá haldinn að mótsstörf-
um loknum. Þar var gleði mikil,
en einnig ýfingar með mönnum.
Lögregla staðarins komst á
snoðir um vínsölu og tók hún
málið til meðferðar. — Bárust
böndin sérstaklega að reykvísk-
um manni, sem um tíma heíur
dvalið á Akureyri.
Yfirvöldin hér á Akureyri
fengu málið til meðferðar á
fimmtudaginn var og er nú upp-
lýst, að nefndur Reykvíkingur
viðurkenndi að hafa selt nokkrar
flöskur úr bíl sínum jjar vestur
frá. Rétt er að taka það fram, að
maður þessi er ekki atvinnubíl-
stjóri, en þeir eru, sem kunnugt
er, oft orðaðir við þá hluti.
Eins og allir vita, er leynivín-
sala jafn algeng og það er fátítt,
að lögregla og dómstólar fjalli
um hana.
þessa skotæfingu frúarinnar og litu
inn í eldhúsið, varð hverft við, er
þeir sáu stóra, hlaðna haglabyssu á
eldhúsbekknum.
Og ekki leið á löngu að minkur-
inn léti á sér kræla. — Hingað til
hafði honum verið
óhætt á þeim slóð-
um á daginn, Jrví
að þá var húsbónd-
intí í vinnu fjarri
heimili sínu.
En hverjar, sem
hugleiðingar minks
ins hafa nú annars
verið á þessu augna
bliki, þá urðu þær
ekki fleiri. Skotið
úr eldhúsgluggan-
um sá fyrir J>ví.
Fyrsta „alvöruskot" frúarinnar
hafði ekki geigað, og hér sjáið þið
skyttuna með byssuna í annarri
hendinni og minkinn í hinni.
Hjónin í Þórsnesi hafa nú skotið
sjö minka.
Ingvi.
Starfsemi Loftleiða
fer mjög vaxandi
VIÐ samanburð á niðurstöðu
tölum fyrstu sex mánaða árs-
ins 1959 og sama tíma í iyrra,
kemur í ljós, að starfsemi Loft-
leiða hefur farið mjög vax-
andi.
Farþegaflutningar hafa aukizt
uin 34.5%, og reyndist fjöldi far-
þega nú 15.037, en i fyrra 11.181.
Vöru- og póstflutningar liafa einn-
ig aukizt, og sætanýtingin reyndist
nú betri en í fyrra, eða 71.7%, í
stað 64.5% íyrstu sex mánuði ársins
1958.
Mjög annríkt er hjá félaginu um
Jzessar mundir og flugvélar Jæss
Jjéttsetnar á öllum leiðum.
í tyrra héldu Loftleiðir uppi sex
vikulegum áætlunarferðuin Iram
og aftur milli Ameríku óg Evrópu.
I síðastliðnum maímánúði voru
ferðirnar orðnar níu í \ iku hverri.
í síðastliðnum júnfmánuði reynd-
ist farjiegatala félágsins 4710, og er
J>að rúmlega 1100 farþegum íleira
en á sama tímabili í fyrra. Sætanýt-
ingin í Jressum mánuði reyndist nú
81.4%, en í júnímánuði í fyrra
reyndist liún lítið eitt lægri, eða
79.1%. Er J>ví auðsætt, -að áætlan-
irnar um hina miklu aúkningu íerð
anna hafa staðizt með prýði.
Loftleiðir halda nú uppi áætlun-
arferðum milli New York og tíu
borga í Evrópu, Reykjavíkur, Staf-
DÆMDUR FYRIR OKUR
Sigurður nokkur Berndsen,
fasteignasali, var nýlega dæmdur
í Sakadómi Reykjavíkur fyrir
okur.
Reyndist hann hafa tekið all
ríflega vexti af lánum til nær 40
manna — eða, allt að 60% árs-
vexti.
í dómsniðurstöðu segir meðal
annars svo:
„Aikærði, Sigurður Berndsen,
greiði kr. 400.000 til ríkissjóðs og
komi varðhald í 1 ár í stað sektar
innar verði hún eigi gre'idd innan
NÝ SÖLUBÚÐ KAÚPFÉLAGS ÞINCEYINGA OPNUÐ VIÐ MÝVATN
Verzlunarstjóri er Illugi Jónsson, bóndi á Bjargi
NÝLEGA var opnuð ný verzl-
un í Mývatnssveit. Stendur
hún rétt hjá vegamótunuin
við Reykjahlíð, þar sem veg-
urinn liggur til Austurlands.
Er hún því vel sett, hvað ferða
menn snertir og einnig í jaðri
vaxandi sveitaþorps, þar sem
rekin eru tvö gistihús auk bú-
skaparins.
Kaupfélag Þingeyinga hefur lát-
ið byggja þarna snoturt verzlunar-
hús, og er [>essi nýja verzlun útibú
J>ess.
Húsið er byggt úr timbri og as-
besti, og Iiefur trésmíðaverkstæðið
Fjalar á Húsavik séð um smíði
J>ess og innréttingu.
Verzlunarstjóri er Illugi Jónsson,
bóndi að Bjargi, en hann hefur um
mörg undanfarin ár haft útsölu á
vörum fyrir kaupfélagið i heima-
húsum, en dóttir hans, Solveig, er
fastur starfsmaður verzlunarinnar.
\
Nýja verzlunarhúsið í smíðum. — (Ljósmynd: E. D.).
fjögurra vikna frá birtingu dóms
þessa.“
Sannað þótti, að ákærði heíði
hagnast ólöglega á okurvöxtum,
sem næmi rúml. 70 J>ús. kr.
Lögberg og Heims-
kringla sameinast
Frá því segir í Vesturheims-
blöðunum Lögbergi og Ileims-
kringlu, að þau verði samcinuð í
eitt vikublað, Lögberg-IIeims-
kringla.
Með þessari ráðstöfun hyggjast
forráðamenn blaðanna sameina
krafta sína og forða því bcinlínis
að þessi góðu og nauðsynlcgu
blöð líði undir lok hvort í sínu
lagi. Vestur-íslendingar leggja
mikið kapp á að viðhalda þeim
böndum, sem traustust hafa
reynzt, annars vegar milli Vest-
ur-lslendinga innbyrðis og milli
þjóðarbrotsins vestra og heima-
þjóðarinnar. Lögberg og Heims-
kringla hafa mjög unnið í þessum
anda og vonandi gerir hið nýja
blað — Lögberg-Heimskringla —
það ekki síður.