Dagur - 12.08.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 12.08.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 12. ágúst 1959 D AGUR Þegar heiðin brann I júnímánuði 1956 gengu þurrk- ar miklir og suðvestanátt. Þá kom upp eldur á Hvammsheiði í Árbótarlandi, þann 22. júní. Þrátt fyrir réttarhöld og vitna- leilðslur hefur aldrei sannast: hver kveikti eða hvernig eldur sá: varð til eða laus. Sáust reykjarmekkir tveir eða ¦þrír koma upp fyrir heiðarbrún og munu þeir hafa sést samtímis frá bæjum í Reykjahverfi, í Að- aldal, Kinn og Húsavík. Þetta yar um hádegisbil. Vindur var af suðvestri og breiddist eldurinn óðfluga út og fór jafnt undir vind sem undan og út til beggja hliða við hann. Þusti þegar að margt fólk, flest frá Húsavík, bæði til að sjá og einnig til að berja niður eldinn með einhverju móti. En fólk þetta var engum áhöldum útbúið, er að gagni mátti koma, og gat því ekkert að gert. Gekk starf þess helzt út á að reyna að verja raflínu Húsavíkur, sem lá með- fram eldhafinu á austanverðri heiðinni. Eg, sem þetta rita, sá fyrst tvo reykjarmekki að heiman frá mér stíga upp austan við heiðarbrún héðan að sjá. Vissi eg ekki hverju sæta mundi, helzt datt mér í hug að verið væri að brenna einhverju rusli í Reykja- hverfi. Stækkuðu. þeir fljótt. Og hringir þá síminn. Það er bónd- inn á Knútsstöðum, Karl Sig- urðsson, og titlar mig hrepp-, stjóra, ekkert minna. Eldur í Hvammsheiði, segir Karl, og nú dugir ekkert hik eða vettlinga- tök, því að ánnars brennur hún öll, heiðin, eða mestöll. Kom okkur þegar saman um að ein leið og aðeins væri fær og framkvæmanleg til að stöðva eldinn áður en stórkostlegur landbruni yrði, sú að grafa kring um hann með jarðýtu. Þarna var land allt vafið í lyngi, fjalladrapa, gulvíði og eini. Tvær jarðýtur voru að verki héðan úr hreppi þann dag. Önn- ur skammt frá Brekku í Hvömm um, hin að herfa niður melfræ fyrir Sandgræðslu ríkisins í Mýrarselslandi vestur af heiðar- enda. Sendum við Karl nú hraðboða með aðstoð bæjarsímans til beggja þeirra manna, sem ýtun- um stýrðu. Og bað að segja þeim í nafni laganna, að þeir yrðu að fara þegar í stað með ýt- urnar upp á Hvammsheiði. — Gerðu þeir það bæði fljótt og vel. Varð Hvammaýtan fyrri til og kom á vettvang einum til tveim- ur klukkustundum seinna. Stjórnandi hennar var Sigti-ygg- ur Jónsson frá Jarlsstöðum. Tók hann þegar til verks og keyrði eins og vélin orkaði nokkurn spöl utar, en eldurinn var þá kominn og bylti frá sér þúfum, svo að flag varð eftir. Hægðu eldtungurnar þegar á sér við flagið eftir fyrstu umferð. En svo fór hann hratt, eldurinn, að á sumum stöðum náði hann á vél- nia, þótt 'stýrt væri 40—50 metr- um fyrir framan hana í fyrstu. Var þetta því alls ekki hættulaus akstur, hvorki fyrir mann né vél. Lengi vel var Sigtryggur einn að verki. Síðan kom hin jarðýtan til og styrði .henni Sigurður Ólafs- son frá Fjalli. Og enn síðar kom á vettvang þriðja jarðýtan, ýta Reykhverfinga, sem stödd hafði verið út á Tjörnesi. Kom sú vél fyrir tilstuðlan Jóns á Laxamýri. Geil sú, eða skurður, sem þeir gerðu jarðýtumennirnir, varð allt að 5 km. að lengd. Út fyrir hana komst eldurinn aldrei. Þar var ekkert sem logað gat, aðeins leir. í eldflaginu logaði marga daga á eftir, en kulnaði um síðir af sjálfu sér. Þarna brann allur gróður, nema neðstu rætur lyngs og viðar, og jarðvegurínn með niður í leir. — Þarna áttu sér hreiður fj öldi' fugla, flestir komnir að því að unga út, sumir kannski með unga. Þar voru lóur, spóar, hrossagaukar, tittlingar og rjúp- ur, og gátu verið fleiiú tegundir. Sveimuðu þeir sumir í reyknum um stund, en flögruðu þó flestir eitthvað í burtu, sumir fóru ekki af fyrr en eldurinn snerti þúfuna þeirra, aðrir fóru alls ekki af og brunnu þarna inni, eða þó öllu heldur úti. T. d. fundust rjúpur dauðar og sviðnar í öskunni. Jarðýtukostnaður þessi varð nálægt 4 þúsund krónum. Enn þann dag í dag veit enginn hver á að greiða hann. Yturnar, eða eigendur þeirra, þurftu að fá sitt, og hafa fengið það. Sjaldan munu þær hafa unnið betur fyrir kaupi sínu og þeir menn, sem með þær fóru. Verk þeirra mun hafa forðað þó nokkrum hundruðum hektara frá því að fara í brunaflag. Fimm til tíu km. raflínu var borgið á ut- anverðri Hvammsheiði. Einhverjir menn í einhverju stjórnarráði svara því ef til vill einhvern.tíma, hverjum beri að greiða kqstnað þann er af þessu leiddi.... Bj. G. (Endurprentað úr nýútkominni Árbók Þingeyinga 1958.) Nú getur svaribakurinn hlegið í landi hinna flóknu laga og mörgu reglugerða, getur svo far- ið, að þegnarnir búi við tvenns konar lög. Landslög banna þetta og hitt, já, svo margt banna þau okkur, að við kunnum ekki á því glögg skil, hvað leyfilegt er og hvað ekki, og auðvitað gengur mönnum misvel að haga lífi sínu og starfi í anda laganna, svo flókin eru þau. Og er að furða? Boðorðin 10 eru svo sem full erf- Jón Pálsson bóndi á Stóruvöllum Afmæliskveðja Jón Pálsson, bóndi á Stóru- völlum í Bárðardal, verður sjö- tugur 13. ágúst n. k. Hann er fæddur og uppalinn á Stóruvöll- um hjá foreldrum sínum, hjón- unum Sigríði Jónsdóttur frá Baldursheimi í Mývatnssveit og Páli H. Jónssyni, hreppstjóra á Stóruvöllum. Kona Jóns er Guðbjörg Sig- urðardóttir frá YztafelU, mesta ágætiskona. Börn þeirra hjóna eru fjögur og hafa öll stofnað eigin heimili í Þingeyjarsýslu. Jón og Guðbjörg hafa búið góðu búi á Stóruvöllum allan sinn búskap, enda er jörðin kostarík fjölbýlisjörð. Jón er bóndi af lífi og sál og búfræðing- ur að menntun. Hann er fjármað ur góður, eins og allflestir í hans ætt, fer vel með búfé sitt og nýt- ur þess í góður arði. Miklar um- bætur og nýrækt hefur Jón gert á sínum hluta jarðarinnar. Þau hjónin hafa nú nýlega að miklu leyti látið bú sitt í hendur syni sínum, Páli Hermanni og konu hans, Huldu Guðmundsdóttur, sem reist hafa á jörðinni nýbýlið Lækjarvelli. Jón er maður hvatlegur á fæti og hefur þó átt við langvarandi vanheilsu að stríða. En kapp og vinnugleði átti hann í ríkum mæli meðan vinnuþolið var óbil- að. — Hann var gleðinnar maður að eðlisfari og gestrisinn í bezta lagi, og ekki hallar þar á með þeim hjónum. Hann hefur löng- um getað hlegið dátt í' hópi glaðra manna. Vinfastur dreng- skaparmaður er Jón, viðkvæmur í lund og barngóður, hreinlyndúr og segir jafnan hispurslaust skoðun sína á hverju máli. Hirðir hann þá oft lítt um það, hvort öðrum líkar betur eða verr. Jón er vissulega gæfumaðuj' og getur litið með velþóknun á vegferðina að baki og vonglaður á vegin framundan. — Mér verð- ur tíðhugsað til hans um þessar mundir og minnist 'þá margra glaðra samverustunda á heimili þeirra hjónanna og utan þess. Eg sé unga bóndann sælan og glaðan á beztu manndómsárunum þeys- ast á sumarvegi á sólskinsdegi á rauða gæðingnum sínum, kvika og sporlétta. Þá var fjör í augum beggja og lundin létt, ilmur grasa og angan bjarka í Bárðardal. Suðrænan strauk mjúklega manni og hesti sem voru „eitt". Nú hef ég byrjað. Reki svo af- mælisbarnið sjálft gullþræði minninganna sér til sálubóta og hressingar. Oft er nú sagt, að allt sé fertugum fært. Þá getur líka margt verið sjötugum fært. Eg sendi Jóni Pálssyni þetta sem heillaskeyti með einlægri hamingjuósk á sjötugsafmæhnu og þökk fyrir langa vináttu og margar skemmtilegar samveru- stundir. Gamall vinur og félagi. Sksp sem aflað hafa 4 þúsund mál og tunnur síldar Akraborg, Akureyri 6.960 Álftanes, Hafnarfirði 5.982 Arnfirðingur, Reykjavík 9.495 Ársæll Sigurðsson, Hafn.f. 6.356 Ásgeir, Reykjavík 6.742 Áskell, Grenivík 5.264 Askur, Keflavík 6.937 Ásúlfur, ísafirði 4.317 Baldvin Þorvaldsson, Dalv. 6.616 Bjarmi, Dalvík 6.885 Björg, Neskaupstað 4.678 Björgvinr Dalvík 9.058 Björn Jónsson, Reykjavík 6.726 Blíðfari, Grafarnesi 5.276 Bragi, Siglufirði 5.461 Búðafell, Búðakauptúni 4.926 Einar Hálfdáns, Bolungarv. 9.258 Einar Þveræingur, Ólafsf. 4.035 Fagriklettur, Hafnarfirði 4.859 Farsæll, Gerðum 4.060 Faxaborg, Hafnarfirði 12.415 Faxavík, Keflavík 4.486 Fjalar, Vestmannaeyjum 5.532 Fjarðarkléttur, Hafnarfirði 4.423 Flóaklettur, Hafnarfirði 6.099 Garðar, Rauðuvík 4.386 Gissur hvíti, Hornafirði 6.495 Gjafar, Vestmannaeyjum 4.561 Glófaxi, Neskaupstað 6.125 Grundfirðingur II, Grafarn. 4.410 Guðbjörg, Sandgerði 6.066 Guðbjörg, ísafirði 5.288 Guðfinnur, Keflavík 5.287 Guðm. á Sveinseyri, Sveinseyri 9.097 Guðm. Þórðarson, R.vík 10.744 Gulrfaxi, Neskaupstað 7.752 Gullver, Seyðisfirði 6.422 Gunnar, Reyðarfirði 6.105 Gylfi, Rauðuvík 4.060 Gylfi II, Rauðuvík 5.166 Hafbjörg, Hafnarfirði 4.667 Hafrenningur, Grindavík 7.973 Hafrún, Neskaupstað 4.069 Hafþór, Reykjavík 6.554 Haförn, Hafnarfirði 7.599 Hannes Hafstein, Dalvík 4.341 Heiðrún, Bolungarvík 6.906 Heimaskagi, Akranesi 4.179 Heimir, Keflavík 4.567 Heimir, Stöðvarfirði 6.213 Helga, Reykjavík 4.085 Helga, Húsavík 4.927 Helguvík, Keflavík 5.245 Hilmir, Keflavík 7.680 Hólmanes, Eskifirði 7.855 Hrafn Sveinbjamarson, Girndavík 7.925 Hringur, Siglufirði 5.577 Huginn, Reykjavík 6.208 Húni, Höfðakaupstað ' 5.449 Höfrungur, Akranesi 5.423 Jón Finnsson, Garði 6.099 Jón Jónsson, Óláfsvík 4.190 Jón Kjartansson, Eskifirði 11.133 Jón Trausti, Raufarhöfn 4.097 Jökull, Ólafsvík 6.971 Kambaröst, Stöðvarfirði 4.668 Keilir, Akranesi 5.917 Kópur, Keflavík 4.252 Kristján, Ólafsfirði 4.389 Ljósafell, Búðakauptúni 4.609 Magnús Marteinss., Neskst. 4.348 Marz, Vestmannaeyjum 6.201 Mummi, Garði 5.021 Muninn, Sandgerði 4.530 Muninn II, Sandgerði 4.107 Nonni, Keflavík 4.294 Ófeigur III., Vestm. eyjum 4.218 Ólafur Magnússon, Akran. 4.913 Framhald á 7. siðu. ið, hvað þá allir lagabálkarnir, sem nefndir eru landslög. En svo eru til reglugerðir, sem bæjarfélög setja, og stundum stangast þær við landslögin. Eitt dæmi af mörgum er um friðun og meðferð skotvopna. Þjóðfélagið, sem heild, hefur sagt svartbakn- um stríð á hendur og er víða öt- ullega unnið að útrýmingu hans. Akureyrarkaupstaður bannar hins vegar að skjóta svartbak innan sinna landamerkja. Hér er því óskaland þessa fugls. Hinir illa þokkuðu og sí- brennandi öskuhaugar bæjarins, bjóða rottum og svartbak til dýrðlegrar veizlu á degi hverj- um. Á kvöldin koma þangað hundruð svartbaka svífandi þöndum vængjum og setjast gír- ugir að því, sem bæjarbúar bera þar fram. Þessir fuglar, ásamt hettumáfum og skeglum, þekja stundum töluvert stór svæði á þessum slóðum. Þessir fuglar njóta friðhelgi kaupstaðarins. Nú hefur svartbakurinn, hin allra síðustu ár að minnsta kosti, valið sér sérstakan varpstað í Eyjafjarðarárhólmum, einnig í bæjarlandinu, og gert sér eins konar nýlendu í Naustahólma. — Fyrri hluta sumars er hólmi þessi grár af svartbaksungum. Svart- bakurinn hefur sannarlega kom- ið ár sinni vel fyrir borð í höfuð- stað Norðurlands. Hann er al- friðaður og auk þess alinn alveg sérstaklega. Hann getur hlegið, enda ekki laust við, að í honum hlakki. Þeir, sem hafa horft á svartbak grípa æðarunga hvern af öðrum og kingja þeim, fyllast hatri á þessum stóra og gráðuga fugli. Talið er, að hið mikla andavarp í hólmunum hér innan við bæinn hafi beðið mikið afhroð á ári hverju vegna nágrennisins við svartbakinn. Enda sígur stöðugt á ógæfuhlið. Svartbak fjölgar eti öndum fækkar að sama skapi. Mönnum þykir, sem vonlegt er, hinn mesti sjónarsviptir að þessu og sakna þess að sjá ekki lengur mömmulegar og gæfar unga- mæður, sem undanfarin sumur hafa fætt og alið nýjar kynslóðir í skjóli þéttbýlisins, öllum nátt- úruunnendum og dýravinum til hinnar mestu gleði. í sumar sjást engar endur í hólmunum, hvað þá á aðalveginum hér fram fyrir bæinn og austur yfir eylendið eða við hann, svo sem áður var. En á Leirunum sitja að jafnaði stórir hópar vel aldra svartbaka, gínandi yfir æti, hverju nafni sem nefnist. Líklegt er, að fleiri eyðingar- öfl komi hér einnig til greina og má í því sambandi nefna mink- inn. En ennþá vantar sannanir fyrir því, að sá skaðvaldur sé þangað kominn, þótt þess verði tæplega langt að bíða. Væri nú ekki rétt, að fara her- ferð gegn svartbak hér í bæjar- landinu í stað þess að ala þennan réttdræpa fugl? Er ekki auðvelt að eitra fyrir hann á öskuhaug- unum? Þessa tillögu má a. m. k. athuga. li^.ijjá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.