Dagur - 19.08.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 19.08.1959, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 19. ágúst 1959 Frá Meístaramóti Norðurlands í frjálsíþróttum Boðhlaupssveit KA, 4x100 m.: Björn, Eiríkur, Sævar og Skjöldur. Úrslit mótsins bíða næsta blaðs vegna þrengsla. Sfofnuðu sýslufélag hesfamanna og höfðu góðhestasýningu í Félagið heítir Þjálfi og nær yfir Suður-Þing eyjarsýslu og Húsavík - Stofnendur voru 40 Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum Fosshóli 17. ágúst. Nú hefur skipt um veðráttuna og rignir mikið síðan fyrir helgi. En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Heimilis- rafstöðvar voru víða að verða vatnslitlar, en nú er því úr bætt, svo að enginn þarf að sitja í myrkrinu. Ekki eru allir alíveg búnir að hirða fyrri sláttinn. En það eru þeir, sem treysta Veðurstofunni. Um fyrri helgi var spáð norðan- rigningu, en þá var sunnangola hér og þornaði dálítið. En þeir,. sem trúa á óskeikulleik veður- spánna dreifðu auðvitað ekki heyinu. Sjálfur fó'r eg eftir loft- voginni og þeirri reynslu minni, að Veðurstofan segi öfugt til um veðrið, þegar hún reynir að spá teljandi fram í tímann. Dálítið er þegar komið af að- albláberjum og er það óvenju snemmt. Ef tíð verður hagstæð sýnist berjaspretta ætla að verða góð í sumar. í gær veiddi maður einn 9 láxa í Skjálfandafljóti. Grímsey, 19. ágúst. Hér er stirt til lands og sjávar. í síðustu viku aðeins hægt að róa þrisvar sinnum, en sæmilegur afli. Ula gengur að þurrka hey, en grasspretta alveg afbragðs góð. 40—50 norsk reknetaskip liggja hér við eyna nú, enda hið versta veður, hvasst og töluverður sjór. Einn skipstjórinn sagðist hafa séð stórar síldartorfur 7 mílur norð- austur af Grímsey á laugardag- inn. Ákveðið er að byggja félags- heimili, en ekki hefur því verið valinn staður ennþá. í því verð- ur skóli, bókasafn og samkomu- salur. Gamla skólahúsið okkar var byggt 1904, og er nú orðið lé- legt hús og svarar engan veginn kröfum tímans. Búið er að salta um 1500 tunn- ur síldar hér í sumar. Ófeigsstöðum, 17. ágúst. Heyskapur hefur ekkert geng- ið síðustu viku. Kjörmdnnafundur var haldinn að Laugum á sunnudaginn var. Kosnir voru á aðalfund Stéttar- sambands bænda þeir Þrándur Indriðason og Jón Gauti Péturs- son. Unnið er að byggingu þriggja nýbýla hér í sveitinni: Að Ár- landi, Syðriskál og Ártúni. Auk þess eru útihús byggð á 8—9 bæjum. Skurðgrafa vinnur hér í sum- ar eins og í fyrra, og er nú mikið til af framræstu landi til tún- ræktar, og nú-er byrjað að moka upp veg í S.-Kinn. Hreppurinn lánar fé til bráðabirgða í þessa framkvæmd. Við erum reiðubúnir að taka við væntanlegum stjórnarbótum fyrir hönd landbúnaðarins. Þá getur fréttamaður þess, að misritast hafi í Degi afköst við heyskapinn, þar sem getið var um aðstoð framkvæmdastjórnar SÍS. Þar megi bæta nokkru við — einu núlli eða svo í áætlað verðmæti heys, sem hirt var og frá sagt hér í blaðinu. Blönduósi, 17. ágúst. Ekki blæs byrlega þessa- dag- ana, rigningar og. hvítt af sn.jó niður að byggð á laugardagsnótt- ina. Lítið sem ekkert hirt af heyjum á þriðju viku. Mikil laxveiði hér í sýslu í sumar. Blanda hefur verið gjöf- ul í sumar. Mest hafa veiðzt 22 laxar á stöng á dag. Laxá í Ás- um er full af laxi. Þar hafa mest veiðzt 27 laxar á stöng yfir dag- inn. Þann 8. og 9. ágúst veiddu 2 menn 93 laxa. Ytri-Laxá er að verða góð veiðiá. Þar var búin til laxastigi, mikið mannvirki sinnar tegund- ar,. og kosaði 380 þús. kr., en virðist ætla að gefa góða raun. 1 Svartá er mikil veiði í sum- ar. í þeirri á veiddist enginn lax á tímabilinu 1897—1934. En um 1930 var sett klak í ána og síðan var hún friðuð til 1947. Nú er áin orðin mjög fiskisæl, svo að orð fer af. Þannig má sennilega rækta fleh'i ár upp og hafa af þeim gagn og gaman. Þótt æðstu menn stórveldanna ætli að fara að tala saman og klappa hvor öðrum á bakið, þá hugsa herforingjar beggja um möguleika styrjaldar. Það er þeirra starf, og þeir hafa ekki annað um að hugsa. — Æðstu menn Sovétríkjanna eru svo skynsamir að leyfa ekki birtingU' íregna af ráðagerðum sinna manna. — Þeir eiga hægt um vik, þar sem útvarp þeirra og blöð eru bundin á klafa ríkis- valdsins. — Öðru máli gegnir um Bandaríkjamenn. Þar eru blaðamenn með nefið niðri í öllu og svífast einskis, og þar eru herforingjar og aðrir styrjaldar- fræðingai', sem hafa ákaflega gaman af því að hugsa í heyr- anda hljóði. Detti þeim eitthvað sniðugt í hug, er það óðara birt í blöðum og útvarpi og flogið um heim allan. Bandaríkjastjórn jætti að kefla alla sína hernaðar- sérfræðinga. Nýlega birtist í bandarískum og dönskum blöðum ráðagerð sérfræðinga vestanhafs viðvíkj- andi Grænlandi og kjarnorku- styrjöld .Telja þeir, að í græn- Vísitalan 1ÖÖ stig Kaupgjaldsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Rvík 1. ágúst 1959 og reynist hún vera 100 stig eða óbreytt frá grunntölu vísitölunnar 1. marz 1959. Samkv. ákvæðum 6. gr. laga nr. 1/1959, um niðurfærslu verðlags og launa, er kaupgreiðsluvísitala tímabilsins 1. sept. til 30. nóv. 1959 100 stig eða óbreytt. Haganesvík, 17. ágúst. Á laugardaginn fór fram þrefalt systkinabrúðkaup að Barði. — Tveir synir prestsins, séra Guð- mundar Benediktssonar, og ein dóttir, gengu í heilagt hjóna- band: Guðmundur Guðmundsson og Heltrud Saur frá Stuttgart, Jón B. Guðmundsson og Ása Stefánsdóttir, Reykjavík, og loks Signý Guðmundsdóttir og Ágúst Ágústsson Berg, Akureyri. Faðir systkinanna gaf brúðhjónin sam- an í Barðskirkju. Fjölmenni var að Barði þennan dag. Raufarhöfn, 17. ágúst. Hér lágu um 50 skip, því að bræla hefur verið og er raunar enn, en skipin eru sem óðast að fara á miðin, þótt veður sé enn ekki gott. Brædd er hér meiri síld en nokkurt sumar áður á 15 ára tímabili. Verksmiðjan hefur tek- ið á móti rúmlega 130 þús. mál- um síldar og hefur hún naumast stöðvast frá því fyrsta síldin barst til hennar í sumar. Eftir að síldin tók að veiðast fyrir Austurlandi hafa: möi’g skip Framhald á 4. siðu. lenzka jöklinum mætti auðveld- lega gera öruggustu stöðvar Vesturveldanna fyrir birgðir og herr^iðarmannvirki. Gert er þá ráð fyrir að gera 2400 km. löng göng í gegnum jökulinn frá Góðvon til herstöðvarinnar í Thule og geyma allar birgðir og tæki undir jöklinum, sem er að meðaltali 1500 m. á þykkt. Telja þeir, að í 30 m. dýpt sé öllu óhætt vegna sprengjuárása. Sér- fræðingarnir létu gera göng inn í jökulinn í tilraunaskyni, 400 m. löng, 10 m. breið og 3 m. há, og tók það aðeins 4 daga. Hver í’úmm. kostaði 43 cent eða ekki hálfan dollar, svo að mannvirkið varð mjög ódýrt. Grænlandsjök- ull er 1,7 millj. ferkílómetrar að flatarmáli, svo að ýmsum ófögn- :uði mætti koma fyrir inni í hon- um. Telja sérfræðingarnir, að .hvergi í heimi muni vera hægt að firina jafn mikið öryggi í amtómstyrjöld, t. d. gnæfa ’olíu- tankarnir í Thule nú við himin mg væru afbragðs skotmark, en jer olíubirgðirnai’ væru komnar eitthvað inn í jökulinn, væri ógerlegt fyrir óvin að ná til jþeirra. Þeíta eru nú ráðagerðirnar um Grænlandsjökul. En hvað um jVatnajökul? Væri ekki hægt að jfela ýmislegt þar? Ekki hefur heyrzt, að hernaðarsérfræðiiigar 'hafi áhuga á þeim góða stað, hvað sem seinna kann að verða. Og kannski væri alveg eins gott að hafa herinn á kafi inni í Vatnajökli eins og að hafa hann spígsporandi og akandi um Reykjanes. Þótt Þingeyingar hafi stundum verið taldir litlir hestamenn, hafa í sumum sveitum austur þar ver- ið góðir hestamenn og gæðingar síðustu áratugi. Nú í sumar stofnuðu þeir hestamannafélagið Þjálfa, og nær það félag yfir Suður-Þingeyjarsýslu og Húsa- vík. Stofnendur voru um 40 talsins. Þetta félag hyggst beita sér fyrir bættri ræktun og tamningu reiðhesta. Formaður félagsins er Sigfús Jónsson á Einarsstöðum og meðstjórnendur þeir Hólmgeir Sigurgeirsson í Stafni og Sigurð- ur Þórisson á Grænavatni. Fyrra sunnudag hélt félagið svo fyrsta mót sitt og var þá höfð góðhestasýning að Breiðumýri. Þar voru 40 góðhestar sýndir og dæmdir, og auk þess kom margt manna á hestum, meðal annars frá Húsavík og Akureyri. Dómnefnd skipuðu Björn Jóns- son, Akureyri, Guðmundur Snorrason, Akureyri, og Skapti Benediktsson, ráðunautur, Garði. En Búnaðarsamband sýslunnar hafði heitið verðlaunum og verða þau afhent síðar. Þessir hestar voru dæmdir beztu góðhestai-nir: Randver, brúnskjóttur, 15 vetra, Eigandi Hólmgeir Sigurgeirsson, :Stafni. Jarpur, 7 vetra. Eigandi Böðvar Jónsson, Gautlöndum. Stjarni, jarpskjóttur, 10 vetra. Eigandi Sigurgeir Pétursson, Gautlöndum. Að sýningu lokinni var sýnd kvi.kmynd frá hinu mikla hesta- mannamóti á Þingvöllum og Gunnar Bjarnason flutti ræðu. -— SÖLTUN OG BRÆÐSLA Um síðastliöna helgi mun sölt- un síldar og. bræðsla hafa verið orðin við Eyjafjörð: í Krossanesi, bræðsla 16.570 mál. Á Hjalteyri, bræðsla 25.000 mál og söltun 2.500 tunnur. Á Dalvík, söltun 18.746 tunnur. í Hrísey, söltun 2.200 tunnur. í Grímsey, söltun 1500 tunnur. í Ólafsfirði, söltun 7.100 tn. Að lokum var dans stiginn. For- jmaður Þjálfa, Sigfús Jónsscn, stjórnaði samkomunni og þótti hún takast vel. Vel er það, ef gæðingarnir veita Þingeyingum fleiri yndis- stundir hér eftir en hingað tiL — Gæðingar geta vissulega að nokkru bætt upp hina „dauðu“ véltækni sveitanna, án þess að valda eigendum sínum tilfinnan- legum kostnaði. En það þarf meira til en góðhrossakyn. Reið- mennskuna þarf einnig að bæta, svo og fóðrun og hirðingu hesta, og mun sú þörf ekki einstök fyrir Þingeyjarsýslu, fremur en sú sálubót, sem í því felst að eiga gæðing við stall eða góðhest í haga. Laumufarþegar komast ekki í land f marzmánuði síðastliðnum laumuðust þrír karlmenn og ein kona um borð í danska flutn- ingaskipið Olav Bjarke, er það var statt í Le Havre í Frakk- landi. Síðan hefur fólk þetta verið í skipinu, því að ekkert land vill veita því móttöku. Þetta er skilríkjalaust flóttafólk jfi’á Júgó-Slavíu, sem enginn vill veita borgararétt. Skipið hefur á þessum mánuðum verið í mörg- um löndum, og skipstjórinn hef- :ur alls staðar reynt að losna við fólkið — en árangurslaust. — í ’september kemur svo skipið til Danmerkur frá Grænlandi, og jþar mun danska útlendingalög- reglan taka við flóttamönnunum, hvað sem svo ai' þeim verður. Líkleg’a sitja Danir uppi með þá, a. m. k. verður sá fimmti far- þeganna, sem er rétt ófæddur, danskur ríkisborgari. Þetta er aðeins ein saga af mörgum urn hið ógæfusama fólk, sem á ekkert föðivland. Tala þessa fólks er alltof há í þessum heimi mannúðar og fag- urra orða. Getur hver og einn Igert sér í hugarlund, hvers virði það er að eiga þegnrétt í landi, þar sem hægt er að lifa frjáls og óttalaus. Öryggi inni í jöklinum á Grænlandi Verða aðalstöðvar Vesturveldanna gerðar á Grænlandi? - Ýmislegt er ráðgert á atómöldinni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.