Dagur - 19.08.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 19.08.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 19. ágúst 1959 D A G U R 5 RÆTTVID ÞURU í GARÐI Einhvern tíma hafði eg orðað það við Þuru í Garði, að hún svaraði nokkrum spurningum blaðsins, en fékk þá engin svör, sem þýtt gœtu já eða nei. En um daginn átti eg leið upp í Lysti- garð, þar sem Þura vinnur dag hvern, og hafði sama erindi í huga. Tókum við þá tal saman. Ilvað viltu segja mér um ætt þína og uppruna? Eg er ein af uppsprettunum, ssm koma undan hrauninu. Og ef forfaðir minn, Sigmundur Halldórsson í Gröf, sem er sex sinnum forfaðir minn, hefði ekki v.erið svo óheppinn — eða hepp- inn — að lifa 1703, þá 88 ára, hefði engin vitað nú, að hann var einu sinni til, og nú rekja til hans ættir sínar fjöldi manna, skárri og verri menn eins og gengur. Bæriim Graf lerrti undir hi'auni, sem rann yfir norð-austur horn Mývatnssveitar 1729. En flóðaldan, afkomendurnir hans Sigmundar, er ódrepandi aragrúi um heim allan, með sín séreinkenni, svo sem glaðlyndi, hreysti, gigt og bráðkveddu. Eg hef heyrt''haft eftir konu í Bárðardal, að þessi ætt sé orð- heppnasta og glappyrtasta fólk í Þingeyjarsýslu. En tölum ekki frekar um það. Starfsdagur þixm er orðinn langur? Þura er nú hætt við illgresið og lætur þess getið, að kurteis- lega sé nú spurt um aldur sinn, og segir svo: Eg er fædd í stór- hríð í byrjun þorra árið 1891, annars segja menn að við mey- kerlingar séum ekkert fíknar í að tala um aldurinn. En störfin hafa verið margvísleg og svo sem ekk- ert merkileg. Þau hafa ekki öll verið vel borguð á veraldar vísu. En vinnugleðin er góð greiðsla á sína vísu og það orð má ekki tap- ast úr málinu. En fyrstu störfin þín? Það man eg fyrst eftir mér, að mamma var að kenna mér að prjóna og komst eg fljótt upp á það, en prjónaði svo fast, að mamma varð að prjóna annan hvern prjón til að leysa úr lykkj- unum, eins og kallað var. Tákn- rænt upp á verklagnina! Snemina hefur þú svo lært vísur og ljóð? Jú, fljótt var farið að hugsa um andlegheitin og kenna mér ljóð og lög. Það gekk hálf illa með sönginn, en betur með að muna ljóðin. En eitthvað var nú skiln- ingurinn gloppóttur hjá mér, að minnsta kosti hugsaði eg mikið um orð eins og „stjörnustól11 og „ránarklæði“ og ekki laust við, að mig langaði til að eignast þá hluti, þó að eg hafi aldrei verið beinlínis ágjörn. Og þú ert ekki liætt að yrkja? Það er nú svipað og verið hef- ur, segir Þura, en til allrar lukku gleymi eg því flestu jafnóðum. Eg er hætt að hirða um það. En stundum kernur stakan sjálf? Eiginlega var það svo oftast og er. Annars hara hætti eg við hana. Mér er illa við allt hnoð. Það á varla tilverurétt. Eg er stundum að hugsa um, hvort eg hafi gert þetta sjálf eða hvort eg hafi stolið því einhvers staðar, þetta er kannski hugsanaflutn- ingur einhvers staðar frá, til dæmis frá öðrum stjörnum. Heldur þú að hagmælskan sé ættgeng? Eg hef trú á því að svo sé. — Annars er eg ekki viðbúin að færa sönnur á það, enda flókið efni og vísindalegs eðlis, sem eg vísa frá mér. Það myndi fæða af sér ótal aðrar spurningar og yrði of langt mál. — Hvaðan kemrn' það yfirleitt, sem okkur er úthlutað? „Geni“ koma úr ólík legustu stöðum og fákænir menn einnig. Þess vegna verður líklega örðugt að fást við mannakyn- bætur, upp á andann til að gera. Hver er helzti munur þess að vera ung stúlka eða fullorðin kona? Unga konan horfir fram, en gamla konan ornar sér við minn- ingarnar, segir Þura . Líklega eru þær minningar oft tengdar ástinni? Ja, eg hef nú alltaf haldið því frarn, að ástin væri í raun og veru ekki til. En eitt af skapar- ans skemmtilegri hugkvæmni var það, að skapa tvö kyn, sem prýddu tilveruna. Annars eru ástamálin einkamál hvers einstakl ings. Ástin er skáldskapur, ímyndun og höfuðórar og svo náttúrlega kyi-tlastarfsemi, en þó að mestu leyti meira og minna óljóst hugtak. Hvemig finnst þér að starfa hér í Lystigarði Akureyrar? Þessarar spumingar hef eg oft verið spurð og einnig um það, hvort það væri ekki sálbætandi að vinna á svona fögrum stað. Eg get nú ekki fundið að eg hafi batnað mikið. í svona starfi verð- ur maður oft fyrir vonbrigðum. Það er ekki mannbætandi að sjá verr gengið um en æskilegt er, éins og stundum kemur fyrir og þá gremst mér og eg hugsa þungt til þeirra, sem spjöllum valda eða hafa ekki nægilega snyrti- mennsku til að bera, og ekki er það sálbætandi að láta sér þykja við fólk. En sem betur fer ganga flestir vel um og er ánægja að þeim gestkomum. í garðinn kem- ur fjöldi fólks. Hver eru helztu hugðarefni þín og tómstundaiðja? Ef eg á að nefna eitthvert eitt hugðarefni verður ættfræðin fyr- ir valinu. Við hana hef eg ofur- lítið fengist og þar er af nægu að taka þegar tómstundir gefast frá öðru. Talið berst aftur að lausa- vísum. Mér er nú eignað fleira en eg á af þeim, segir Þura. Vísnasafn- arar eru varhugaverðir og ekki allir vandir að heimildum. Kem- HVÍTI HRAFNINN. Höfum við margt um hrafninn þann heyrt og í fregnum lesið, var sá, er fyrst menn fundu hann, að flækjast um Snæfellsnesið. Furðu vakti að finna það fágæti nú á dögum, sem naumast er til á nokkrum stað nema í lygasögum. Efalaust hann að erfðuni fékk innræti sinna nafna, að eggjum og hræjum ötull gekk eftir siðvenju hrafna, öðrum fremur hann ekki var efldur, stór eða vitur, sjaldgæfan þokka þó hann har, en það var hinn hvíti litur. . ■ | Mörgum hefur til bana blætt af bölvun kynþáttalita, og mislita sauði í sinni ætt sízt mega hrafnar vita. I átthögum beðið hefði hans hörmulegt skapadægur, en nú er hann kominn á náðir manns og nú er hann orðinn frægur. Menn vilja nú gjarna vita það hvað verður af téðum hrafni, hvort hann muni í landsins höfuðstað hafna á fuglasafni. En hrafn getur tórað í hundrað ár, hraustastur alls, sem lifir, svo nútímamaður mun því fár moldum hans standa yfir. Krummi gamli er viðsjáll víst og vinsælda fárra nýtur, í aftökum vetra, ekki sízt, faann andstreymið reyna hiýtur, þá skorturinn þjáir fast og framt og freklega kuldinn bítur, en naumast hefur hann séð það samt svartara — en vera hvítur. DVERGUR. Nafn Þuru Árnadóttur, eða Þuru í Garði, hefur fengið þjóðsagnablæ, og þó er hún mitt á meðal okkar, starf- andi hvern dag að fegrun Lystigarðs Akureyrar. — Vísurnar hennar gerðu hana snemma þjóðkunna. Þær eru misfagrar, en allar hitta þær í mark. Orðsins list, sem fáum einum er gefin, hefur gefið vísum Þuru í Garði vængi og gert þær léttfleygar og landskunnar. — Vísur Þuru í Garði komu út árið 1939 og voru endur- prentaðar 1956. — Skútustaðaættin (niðjatal Helga Ás- mundssonar), eftir sama höf. Kom út árið 1951, og birzt hafa eftir hana greinar í blöðum og tímaritum. ur þetta meðal annars til af því, að of seint er safnað og hinir réttu höfundar, og líka þeir, sem taldir eru höfundar, eru komnir undir græna torfu þegar þessir safnarar láta vísurnar á þrykk út ganga. Menn geta þá ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Hins vegar eru sumir svo gei'ðir, að þeir trúa fremur lyginni en því sem satt er í þessu efni og hef eg reynslu fyrir því. En hins vegar eru góð- ar lausavísur svo léttfleygar, sumar hverjar, að þær eru á hvers mánns vörum, en minna er þá hirt um tildrög eða höfund. Vísur, sem mér hafa verið eign- aðar, en eg átti ekkert orð í, hafa valdið vinslitum og eru því skuggahliðar á því að fást við vísnagerð. Það, sem kom mér til að gefa úr vísnabókina Vísur Þuru í Garði, var, að sýna það svart á hvítu, hvað eftir mig væri. Eg gengst við öllum mín- um vísum og það er víst nóg, segir hin aldna kona með áherzlu. Viltu nefna dæmi nm þetta? Eg gæti nefnt svo mörg. En til dæmis að taka, dvaldi eg á Hvanneyri 1912 og fékk þá að sjálfsögðu oft bréf að heiman, eða þegar ferðir féllu, en það var nú ekki á degi hverjum. Þá var mér meðal annars skrifuð þessi alkunna vísa eftir Hjálmar móð- urbróður minn: Smíðað hefur Bárður bás og býr þar sjálfur hjá sér. Hefur til þess hengilás • að halda stúlkum frá sér. Tildrög voru þau, að stúlkur nokkrar ætluðu að hitta Bárð í Höfða, en hann var ekki heima og hafði læst húsinu með hengi- lás. Hengilásar voru ekki á hverju strái í þá daga. Og ekki þurfti yrkisefnið að vera stórt til þess að hagleiksmaður gæti fellt í stuðla og rím. Allir í sveitinni vissu eftir hvern vísa þessi var. En samt fór það svo, að eftir stuttan tíma var mér eignuð hún og hef eg ekki getað losað mig við hana, þótt eg hafi leiðrétt þetta mörgum sinnum. Flestir kannast líka við þessa Bárðarvísu: Þrengist nú á Bárðarbás bráðum fæðist drengur. Hefur bilað hengilás, hespa eða kengur. Seinni hluti þessarar vísu kom einhvers staðar að, eg veit ekki með vissu hvaðan. Til þess nú að gera þessa fyndni gangfæra, prjónaði eg fyrripartinn við hana. En svo er mér líka eignuð þessi vísa. En það var nú enginn misklíð út af þessu. Hins vegar eru það óþvegnar skammarvísur um menn og málefni, mér eign- aðar, sem valdið hafa leiðindum. En þú hefur kveðist á við marga? Jæja, menn. voru stundum að lauma til mín vísum á miða. Og þá svaraði eg stundum. Og nú hlær Þura og er ekki um að vill- ast, að eitthvað skemmtilegt hefur henni dottið í hug, en ekki vill hún segja nánar frá því. Störfin kalla og enn er illgresið eftir í beðinu. Eg þakka fyrir samtalið og óska um leið, að enn fæðist skemmtilegar stökur á vörum Þuru Árnadóttur frá Garði í Mývatnssveit. — E. D. Morgunn Fyrsta hefti þessa árs af tíma- ritinu Morgni er komið út. Með- al annars flytur það: Aldarminn- ing um Sir Arthur Conan Doyle eftir Soffíu Haraldsdóttur, Gaml- ir glæpir í ljósi nútímaþekkingar eftir Sir A. Conan Doyle, Þegar móðir mín dó eftir J. A., Tveir draumar eftir Jón Leifs, Sálar- rannsóknarfélag fslands 40 ára eftir Jón Auðuns og Svein Vík- ing, Fyrir utan dyrastafinn eftir Steindór Steindórsson, Ókunn mögn mannshugans, Ðauði Ed- gars Vandy o. fl. Sálarrannsóknarfélag íslands gefur tímaritið Morgunn út, og með nefndu, nýútkomnu hefti hefst 40. árgangurinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.