Dagur - 19.08.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 26. ágúst.
XLH: árg. Akureyri, miðvikudaginn 19. ágúst 1959 43. tbl.
AKUREYRINGAR VILJA KAUPA FLEIRITOGARA
Fá daufar undirtektir valdhafanna í Reykjavík'
ástæður leyfðu
Baejarstrjórn Akureyrarkaup-
staðar og Útgerðarfélag Akur-
eyringa h.f. sækja það mál allfast
við ríkisstjórnina að hingað
verði úthlutað einum, og þó
helzt tveimur, hinna nýja togara,
auk togara Guðmundar Jörunds-
Scnar útgerðarmanns hér í. bæ.
Samkvæmt fundargerðum bæj-
arstjórnar var svohljóðandi
greinargerð bæjarstjórnar send
sjóvarútvegsmálaráðherra:
„G R E I N A R G E R Ð
Akureyrarkaupstaðar vegna
beiðni um kaup togara, sbr.
bréf til ríkisstjórnarinnar dags.
22. 6. 1957 og áréttingu í sím-
skeyti til sjávarútvegsmálaráðu-
neytisins 10. júní 1959.
Útgerðarfélag Akureyringa h.f.
var stofnað árið 1947 til að gera
út togara frá Akureyri og vinna
að hagnýtingu afla þeirra hér,
eftir því sem
hverju: sinni.
Akureyrarkaupstaður gerðist í
upphafi hluthafi í félaginu ásamt
hundruðum einstaklinga og fyr-
irtækja í bænum og á bæjarsjóð-
ur nú 2ja miilj. kr. hlutafé í fé-
laginu af 3,6 millj. kr. hlutafé,
eða ríflega heiming alls hluta-
fjár félagsins. Og segja má, að
bæjarstjórn Akureyrar hafi und-
anfarin ór ráðið því, hverjir
skipuðu stjórn félagsins, þar eð
bæjarstjórn kemur fram með
uppóstungur um menn í stjórn
félagsins á aðalfundi, og eftir
breytingu á lögunum um hluta-
félög og á samþykktum félagsins,
er ólíklegt, að framvegis verði
aðrir kosnir í stjórn Útgerðarfé-
lagsins en þeir, sem bæjarstjórn
stingur upp á. Að -þessu leyti má
jafna rekstri Ú. A. h.f. við bæjar-
Framhald á 2. siðu.
ISLENDINGÁR1 DANIRI
Landsleiknum, sem háður var í Kaupmannahöfn síðdegis í gær
milli Dana og íslendinga, lauk með jafntefli 1:1.
íslendingar skoruðu sitt mark í fyrri hálfleik, en þegar stutt var
til leiksloka tókst Dönum að jafna.
Enn er óséð hvort íslendingar komast til Rómar sem þátttakcndur
Olympíuleikanna. Landsleikur Norðmanna og íslendinga fer fram
síðar í vikunni.
Stytta af Jóni Árasyni verður af-
hjúpuð næsíkomandi sunnudag
Eins og áður hefur verið getið,
fér fram hótíðarguðsþjónusta í
Munkaþverárkirkju n.k. sunnu-
dag, 23. ágúst, í tilefni af þvi, að
afhjúpuð verður þann dag
myndastytta sú, er Guðmundur
Einarsson frá Miðdal hefur gert
af Jóni biskupi Arasyni. Lista-
maðurinn verður viðstadduf af-
hjúpunina. ■
Guðsþjónustan hefst með
skrúðgöngu klerka í kirkju kl. 1
e. h. Altarisþjónustu annast séra
Sigurður Stefánsson, prófastur á
Möðruvöllum, og séra Pétur Sig-
urgeirsson, Akureyri, en séra
Friðrik A. Friðriksson, prófastur
á Húsavík, prédikar. Kirkju-
sönginn annast kirkjukórar
Munkaþverárkirkju og Glerár-
þorps undir stjórn Áskels Jóns-
sonar söngstjóra.
Við afhjúpun styttunnar flytur
séra Benjamín Kristjánsson að-
Hjónavígsla að Lögbeigi. — Á
sunnudaginn fór fram hjóna-
vígsla að Lögbergi á Þingvöllum,
sú fyrsta á hinum fornhelga stað
síðan í fornum sið. Þar voru gef-
in saman af séra Rögnvaldi
Finnbogasyni Ásdís Oskarsdóttir
frá Vík og Benedikt Gunnarsson
listmálari í Reykjavík.
Dalvík cr með hæstu söllunarslöðunum í sumar. (Ljósmynd: E. D.).
SÍLDARAFLINN ORÐINN
ÞÚSUND MÁL OG
r
Utflutningsverðmæii talin imi 185 míllj. króna
Afli síðustu viku varð 114 þús. mál og tunnur. Nefjanskráðar töl-
ur allar miðaðar við 15. þ. m. En síðan liefur verið bræla á miðun-
um og ekki teljaiidi veiði. — f gær fór veður batnandi.
in
alræðuna og væntanlega verða
þar fleiri ræður og ávörp,
ef veður leyfir.
Að lokinni þessari athöfn verð-
ur kaffisamsæti í Freyvangi, sem
félög byggðarinnar sjá um, og
gefst þar öllum, er þess óska,
kostur á að taka til máls.
FULLTRUARAÐS-
FUNDUR
í Framsóknarfélagi Eyjafjarð-
arkjördæmis verður haldinn
að Hótel KEA laugardaginn
22. þ. m. kl. 2 e. h. — Mjög
áríðandi mál á dagskrá.
Kristinn Jóhannsson opnar mál-
verkasýningu næstk. laugardag
Átta skip skip komin yfir 10
þús. mál og tunnur:
Víðir II, Garði ......... 14.547
Snæfell ,Akureyri........13.464
Faxaborg, Hafnarfirði . . 12.871
Jón Kjartansson, Eskifirði 12.608
Sigurður Bjarnason, Ak. 10.984
Guðm. Þórðarson, Rvík .. 10.891
Björgvin, Dalvík .........10.878
Arnfirðingur, Rvík .... 10.578
Níuííu skip yfir 5 þús.
225 skip hafa tekið þátt í veið-
unum og aðeins 7 hafa fengið
minna en 700 mál. Nær 90 skip
hafa fengið yfir 5000 mál o
tunnur og 8 skip yíir 10.000 mál
og tunnur, eins og fyrr segir. A
fjöida síldarskipanna er háseta-
hluturinn þegar orðinn mjög
góður.
Einn af yngri listamönnunum,
Kristinn Jóhannsson, opnar mál-
verkasýningu í Gildaskála KEA
næstkomandi laugardag. Sýning-
in stendur í 10 daga. Þar verða
sýnd 70 mólverk írá síðustu
tveim árum.
Kristinn Jóhannsson, sem er
Akureyringur, hefur dvalið við
nám við Listaháskólann í Edin-
borg og er þetta fyrsta sýning
hans hér á Akureyri eftir heim-
komuna. En i Reykjavík hefur
hann haldið tvær sýningar í
sumar og hlotið mjög góða dóma
gagnrýnenda og seldust þá marg-
ar myndir hans.
Kristinn Jóhannsson er óefað
listamannsefni og mun halda
áfram námi, ef fjárhagsástæður
leyfa. Blaðið vill því hvetja bæj-
arbúa og aðra lesendur sína til
að sækja sýninguna og styrkja
hinn unga Akureyring með því
að skoða verk hans. Þeir munu
ekki verða fyrir vonbrigðum.
Akureyringar leika úrslifaieik við
Vesfmannaeyinga n. k. fö:
Knattspyrnuráð Akureyrar hefur nú valið lið það, sem leika á
úrslitaleikinn í II. deild gegn Vestmannaeyingum. Leikurinn fer
fram á Melavellinum í Reykjavík föstudaginn 21. þ. m., en liðið er
skipað þessum mönnum:
Einar Helgason
Amgrímur Kristjánsson Tryggvi Gcstsson
Rirgir Hermannsson
Jón Stefánsson Arni Sigurbjörnsscn
Bjarni Bjarnason Sfeingrímur Björnsson
Jakob Jakohsson Tryggvi Georgsson Páll Jónsson
Varmenn: Páll Magnússon, Siguróli Sigurðsson, Björn Olsen,
Hilmar Gíslason, Þór Þorvaldsson og Gunnar Jakobsson.
Auk þess mun liðið leika bæjarkeppni við Keflvíkinga á laugar-
dag kl .17.00 og bæjarkeppni við Hafnfirðinga á sunnudag kl. 14.00.
Einnig mun 3. cg 4. flokkur leika við jafnaldra sína á Suðurlandi
í um þessa helgi og munu þeir ferðast með 1. flokki.
Þess er að vænta, ef Akureyringar ganga með sigur af hólmi f úr-
slitaleiknum á föstudagskvöldið, að mjög lifni yfir knattspvrnunni
hér á Akureyri næsta sumar, þar sem gera má ráð fyrir, aö þá verði
áfram haldið tvöfaldri umferð í 1. deild, svo sem verið liefur í sum-
. ar, og ríður því á miklu, að allir leikmenn leggi sig vel fram.
Beztu árnaðaróskir knattspyrnuunnenda, sem heima sitja, fylgja
liði þessu á suðurför þess.