Dagur - 24.02.1960, Síða 8
Baguk
Miðvikudaginn 24. febrúar 1960
omut/n
Félagsheimili Sjálfsbjargar við Hvannavelli 10. — (Ljósm.: E. D.).
Ný og þörf stofnun í fjárþröng
Norsku samvinnufryggingarnar
þrjáfíu ára um þessar mundir
Norsku samvinnutryggingarnar
eiga 30 ára afmæli um þessar
mundir. Tryggingaraukning við-
skiptamanna var helmingi meiri, á
síðastliðnu ári, en nokkurn tíma
áður. Arið 195S jukust tryggingar
um 37 millj. kr., en 1959 um 57
millj. kr., og er það rétt um 50%,
jafnframt mun það vera um 30%
allrar tryggingaraukningar í Nor-
egi í fyrra.
Forstjóri samvinnutrygginganna,
Peder Söiland, segir í grein í sam-
vinnublaðinu „Vort Blad“:
Samvinnutryggingarnar voru
stofnaðar 19. desember 1929 og
hófu starfsemi sína 1. marz 1930.
Það er ein af grundvallarreglum
samvinnumanna, hvar sem er í
Vinnu- og félagsheimili Sjálfsbjargar á Akureyri
komið undir þak, en nokkra f járhæð vantar
til þ ess að unnt sé að taka það í notkun
Allir kannast við Sjálfsbjörg, hjá því komist að knýja á dyr hins
félag fatlaðra og lamaðra á Akur-
eyri og í nágrenni, sem er eitt
yngsta félagið hér um slóðir. En
það fór myndarlega af stað undir
stjórn Emils Andersen, og sást
þá glöggt að hvarvetna mætti fé-
lagið skilningi og aðstoð þegar eft-
ir var leitað. Adolf Ingimarsson
veitir félaginu nú forstöðu. Vinnu-
og félagsheimilisbyggingu var
hrundið af stað í júlí í sumar við
Hvannavelli 10, og þar var fyrsti
félagsfundurinn haldinn um helg-
ina í hálfsmiðuðu en hlýju og
björtu húsi.
Hið nýja heimili Sjálfsbjargar
er 13x15 metrar að stærð og rúm-
ar stóran föndur- og fundarsal,
eldhús, anddyri, snyrtingar og eitt
herbergi. Aðalsalurinn er að aust-
an en inngangur að vestan, götu-
megin. Ráðgerð er svo 6x15 metra
bygging austan við, véla-, verk-
færa- og vinnurúm.
Sjálfsbjargarhúsið kostar nú 400
þús. krónur, að því byggingarefni
meðtöldu, sem á staðnum er og
búið er að kaupa. Það er hlaðið úr
vikurholsteini. Sennilegt er, að
enn þurfi 100—150 þús. krónur til
byggingarinnar, svo að taka megi
hana til notkunar.
Félagið fékk 100 þús. kr. styrk
úr Erfðafjársjóði, fékk. allstórt lán
og gat sjálft lagt fram nokkra fjár-
hæð. Þá er i fjárhagsáætlun bæj-
arins ráðgert að leggja fram 25
þús. krónur til byggingarinnar, og
gjafir berast öðru hvoru.
En nú þarf nokkurt átak til að-
stoðar. Að öðrum kosti stendur
nýja húsið ónotað um ófyrirsjáan-
legan tíma.
Þótt bærinn hafi í mörg horn að
líta, ætti að taka það til athugun-
ar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar-
innar, hvort ekki sé réttmætt að
hækka framlagið til Sjálfsbjargar-
hússins upp i 50 þús. á þessu ári.
Og að sjálfsögðu verður ekki
Öxnadalsheiði og Vaðlaheiði
voru færar stórum og traustum
bifreiðum í gær. Færi er víða
mjög þungt í héraði, svo sem
Laugalandsvegur, Dalvíkurvegur
á köflum og Svalbarðsstrandar-
Vegur. Ófært er um Dalsmynni.
háa Alþingis um fyrirgreiðslu.
Sjálfsbjargarfélögin hér á landi
eru öll mjög ung og öll fjárvana.
Líkamlegri hreysti er í einhverju
áfátt hjá félagsmönnum. Aður fyrr
voru slíkir hafðir að skotspæni og
litið niður á þá. Mannúð, félags-
þroski og fjárhagsleg geta til að-
stoðar hefur aukizt að mun. Bækl-
aður fótur og lömuð hönd er ekki
lengur talið algert einkamál þess,
sem fyrir örkumlum verða.
Sjálfsbjargarfélagið á Akureyri
er fyrsta félag sinnar tegundar hér
á landi, sem ræðst í það stórvirki
að byggja sér félags- og vinnu-
heimili. Það ætti að vera nokkurt
metnaðarmál í höfuðstað Norður-
lands, að það takizt giftusamlega
og án mikilla tafa.
Stjórn Sjálfsbjargar á Akureyri
skipa: Adolf Ingimarsson, formað-
ur, Heiðrún Steingrímsdóttir,
ritari, Sveinn Þorsteinsson, gjald-
keri, og meðstjórnendur Kristín
Konráðsdóttir og Astþrúður
Sveinsdóttir.
Akureyringar kepptu við stórmeistarann
Myndin er af Friðriki Ólafssyni stórmeistara og Jóni Ingiinarssyni,
formanni Skákfélags Akureyrar. — (Ljósmynd: E. D.).
Friðrik Ólafsson stórmeistari tefldi fjölskák á 41 borði og samtímis
3 blindskákir sl. sunnudag. — Leikar fóru svo, að Friðrik vann 35
skákir, gerði 4 jafntefli og tapaði 2 skákum. Hann tapaði 2 blind-
skákum og gerði jafntefli við hinn þriðja. — Fjölskák og blindskák
samtímis, er mjög erfið íþrótt og dáðust menn að gestinum í þess-
ari þrekraun. — Á mánudagskvöldið tcfldi Friðrik Ólafsson
klukkufjöltefli við 10 beztu skákmenn bæjarins. Leikar fóru svo,
að Friðrik vann 5, gerði 2 jafntefli, en tapaði fyrir Steingrími Bern-
harðssyni, Júlíusi Bogasyni og Margeiri Steingrímssyni.
heiminum, að bæta hag félags-
manna, og einn liður í því er að
bæta og tryggja fjárhagsafkomu
heimilanna, með persónulegri
sparifjársöfnun. Tryggingar eru í
raun og veru ekkert annað en
skynsamleg sparifjársöfnun trygg-
ingartaka. Þess vegna var það
mjög eðlilegt að norskir sam-
vinnumenn hófu tryggingarstarf-
semi fyrir 30 árum. Samankomnar
iðgjaldagreiðslur eru ekki lengi að
skipta milljónum. I ársbyrjun
1959 voru sjóðir trygginganna 130
millj. kr., en í árslok 145 mill. kr.
Þessum peningum hefur verið
varið til útlána í viðskiptalífinu
og hafa þar því örfandi áhrif, en
fjörugt viðskiptalíf er nauðsynleg-
ur þáttur í aukinni velmegun
manna. Lánað var til bygginga,
aflstöðva, iðnaðar, íbúðarhúsa-
bygginga og margs fleira.
Samvinnutryggingarnar taka við
tryggingum af öllum, sem vilja við
þær skipta, en kappkosta auðvitað
fyrst og fremst, að ná til sín við-
skiptum samvinnumanna.
Fyrir tveimur árum voru trygg-
ingarupphæðir auknar, án þess að
iðgjöld hækkuðu. Veittur er 7%
afsláttur á lífeyristryggingum og
greiðslur við dauðsföll, eða þegar
tryggingartímabil er útrunnið,
hafa verið hækkaðar um 10%. —
Fyrirhugað er að veita 10% afslátt
á líftryggingum, þegar iðgjaldið er
greitt í eitt skipti fyrir öll.
„Það er misskilningur að trygg-
ingarnar græði of fjár,“ segir Söi-
land ennfremur. „Allur gróði
rennur aftur til tryggingartaka.
Mismunur tekna og gjalda er lagð-
ur í varasjóð, sem er eign trygging-
artaka og ábyrgist að fyrirtækið
getur, hvenær sem er, staðið við
skuldbindingar sínar.“
Það er full ástæða til fyrir ís-
lenzka samvinnumenn, að óska
starfsbræðrum sínum í Noregi til
hamingju með afmæli þessarar
starfsgreinar.
Norðmenn hafa hug á að flylja fisk með flugvélum
„Þegar það verður jafn ódýrt að flytja fisk með flugvélum,
og það er-nú með skipum, bílum og jámbrautum, verðum
við að vera reiðubúnir að notfæra okkur það að dreifa glæ-
nýjum fiski til allra helztu stórborga Evrópu, að minnsta
kosti,“ segir norski fisksölustjórinn Johan Karder.
Mál þetta hefur verið töluvert
rætt í blöðum norskra fiskveiði-
samtaka að undanförnu. Sam-
keppnin er hörð á heimsmarkaðin-
um, í þessum málum sem öðrum,
og sá hlýtur viðskiptin, sem kem-
ur með bezta og nýjasta fiskinn.
Áður fyrr voru fjarlægðirnar
óvinnandi „Þrándur í Götu“ þess-
ara flutninga, en nú á dögum hrað-
vaxandi tækni og með hinum
mikla hraða nútíma flutninga-
tækja, skipta vegalengdir minna
máli.
Þyrlur og þotur með fisk.
„Ennþá er of dýrt að flytja fisk
með flugvélum," segja Norðmenn.
„Það kostar þrjár krónur norskar
pr. kg. til Lundúna, Berlínar og
Parísar, svo að það er ekki vinn-
andi vegur eins og er. En það er
ekki víst að sá dagur sé svo ýkja
langt undan, þegar flutningagjöld
með flugvélum verða ekki hærri
en með öðrum farartækjum.
Við eigum nóga stóra flugvelli,
sem þotuflugvélar geta lengt á og
þangað getum við flutt fiskinn
með þyrilvængjum frá útvegs-
stöðvum, hvar sem er í landinu."
Ennfremur segir Johan Karder:
„Á meðan við bíðum eftir, að þess-
ir flutningar geti borgað sig, getum
við undirbúið málið að öðru leyti.
Framhald á í. siðu.
Þctta vélknúna, tvíhjólaða farartæki, er tékkneskt, og sennilega
hið eina sinnar tegundar hér á landi. — Eigandi þess er Tryggvi
Hjaltason frá Kútsstöðum. — (Ljósmynd: E. D.).