Dagur - 02.03.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 02.03.1960, Blaðsíða 2
2 D A G U R Msðvikudaginn 2. niarz 1960 - Gegn kreppu og samdráltarsfeínu (Framh. af 1. síðu) II. Hin nýja efnahagsmálalöggjöf í heild sinni er hatramleg árás á uppbyggingarstefnu þá, sem fylgt hefur verið á ís- landi síðustu áratugi og lyft hefur þjóðinni í sveit og við sjó með skjótum hætti til bættra lífskjara og vakið henni sumarhug og sóknardug. Uppbyggingarstefnan hefur haft fyrir aflgjafa samtaka- mátt fjöldans og markmið hennar verið að veita öllum þegnum þjóðfélagsins, sem jafnasta aðstöðu til menntun- ar við hæfi, og hjálpa hverjum einstaklingi til þess að verða sjálfstæður og bjargálna. Hins vegar að koma í veg fyrir yfirdrottnun auðvalds og sérhagsmunaaðstöðu fárra út- valdra. Allar aðalumbætur hinnar miklu framfarasóknar síðustu ára, sem er ævintýri líkust að árangri, ef borin er saman lífsaðstaða Islendinga fyrr og nú, hafa verið gerðar í anda og krafti félagshyggju og samhjálpar. Þeirra umbóta verð- ur hvorki gætt né við þær aukið, nema í sama anda sé unn- ið af stjórnarvöldum þjóðfélagsins áfram. En nú á að fórna þeim anda — útrýma honum. III. Efnahagsmálalöggjöfin, sem stjórnarflokkarnir hafa sam- þykkt og boðað, er andstæð anda félagshyggjunnar og brýtur í bág við hana. Hér er á ferðinni gamla afturhalds- og íhaldsstefnan, sem grímuklæddist og skipti um flokks- heiti fyrir áratugum, þegar fulltrúar hennar urðu hræddir vegna óvinsælda hennar andspænis hinni upprennandi framfara- og uppbyggingarstefnu. Nú kemur hún fram og heldur að sinn tími sé aftur kominn, af því að gamall andstæðingur hennar, Alþýðu- fiokkurinn, hefur villzt af leið og gengið henni á hönd. IV. Efnahagsmálalöggjöfin er arma- og gripamörg töng, sem á að lama afltaugar uppbyggingstefnunnar. 'Hin stórfellda gengisfelling, afnám sérbóta á fiskverði, vaxtahækkunin, lánstímastyttingin, lánsfjársamdrátturinn, flutningur spari- fjárins utan af landsbyggðinni, hinn almenni söluskattur o. s. frv. er armar og grip á þeirri stáltöng. Þessi löggjöf miðar að því að eyða sumarhug og sókn- ardug almennings. Gera verkafólkið með „hæfilegu atvinnu- leysi“ háð atvinnurekendum, bændur vanmegnuga til inn- kaupa á búvélum og til annarra framfara í búskap sínum, sjómenn sömuleiðis getulitla til skipakaupa, byggingariðn- að og fleiri iðngreinar févana, almenningi illkleift að koma sér upp íbúðum eða komast hjá að láta af hendi nýbygg- ingar sínar, kaupfélög og önnur almenningsfyrirtæki neydd til samdráttar vegna skorts á rekstursfé o. s. frv. En sam- tímis verða þá fullkomnari tækifæri fyrir hina fáu útvöldu fjáraflamenn. Þeir ríku fá bætt skilyrði til að verða ríkari um leið og þeir fátæku verða fátækari. Allra tilfinnanlegast bitnar að sjálfsögðu kreppan og dýrtíðin á æskufólki, sem er að búa sig undir að hefja lífsstarf sitt. Sjá framhald í leiðara blaðsins á blaðsíðu 4. Álfalíu þúsund farþegar Árið 1959 fluttu flugvélar Flugfélags íslands h.f. rúmlega áttatíu þúsund farþega, í áætlunarflugi milli landa, innan- lands og í leiguflugi. Flugvélar félagsins fóru samtals 6181 flugferð á árinu og voru á lofti 8585 klst. Áætlunarflugi var haldið uppi til sömu staða erlend- is og innanlands. Fargjöld héldust þau sömu allt árið. Fleiri leigu- ferðir voru farnar en nokkru sinni fyrr, einkum til Grænlands, fyrir aðila sem þar hafa atvinnurekst- ur. Ennfremur voru farnar fimm leiguferðir til ‘Ikateq á austur- strönd Grænlands með skemmti- ferðafólk íslenzkt og erlerit. Engin slys urðu á farþegum eða flug- áhöfnum félagsins á árinu. INNANLANDSFLUG. Farþegar á innanlandsflugleið- um urðu 51.271, en voru 56.045 árið áður, og nemur fækkunin 8.5%. Fluttar voru 1140 lestir af vcrum og minnkuðu þeir flutning- ar um 22.9%. Póstflutningar juk- ust hins vegar verulega, fluttar voru 183 lestir, og er aukningin 26.3%. Farnar voru 4478 flugferð- ir innanlands og flugvélar félags- ins voru 3967 klst. á lofti á innan- landsflugleiðum. Nýting innan- landsflugvélanna er betri en í fyrra sökum færri flugtíma. Til flutninga innanlands voru notaðar flugvélar af gerðunum DC—3, Katalina, DC—4 og Vickers Vis- count. MILLILANDAFLUG. í áætlunarferðum milli landa fluttu „Faxarnir" 23.156 farþega, en 19.350 árið áður. Þessi glæsi- lega aukning, sem nemur 19.7 af hundraði, á m. a. rætur sínar að rekja til stóraukinna flutninga fé- lagsins á flugleiðum erlendis. Tún til sölu Ráðskona óskast 6 dagsláttu tún í Glerár- á gott heimili í Reykjavík. hverfi er til sölu. — Einnig nokkrar ær. — Upplýsingar í síma 2064 eftir kl. 8 á kvöldin. JJ:ppl. i sima 1907. Fels til sölu íbúð óskast (Beaverland) lítið númer. Afgr. vísar á. 1. eða 14. maí. Upp'l. í síma 2370. „Allir eitt“ klúbburinn DANSLEIKUR að Hótel KEA föstudaginn 4. þ. m. kl. 9 e. h. — Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Fermingarskór fyrir telpur. Ljósir og svartir. fyrir drengi. SKÓ5TERZLUN M. H. LYNGÐAL H.F. Hjólbarðar Höfum fyrirliggjandi eftirtaldar stærðir: Bíll til sölu Mercury ’49, í ágætu lagi. Skipti á jeppa eða Landrov- er kemur til greina. Áfgr. vísar á. NYKOMIÐ Bútar, margar gerðir Kjólaefni, einlit, kr. 32.00 pr. m. Kjólaefni, rósótt, poplín, kr. 27.00 pr. m. Morgunkjólar Eldhússloppar Pils MARKAÐUmNN SÍMI 1261. Nýjar vörur! Gamaít verð! KJÓLAEFNI . S L 0 P P A K F N U * doppótt, röndótt ÐÚKAEFNI NÆRFÖT SOKKAR 560x13 Verð kr. 496.00—510.00 400x15 — — 482.00 590x15 — — 537.00 600x15 — — 726.00 670x15 — — 815.00 710x15 '— — 874.00 550x16 — — 511.00 600x16 — — 660.00—760.00 650x16 — — 889.00 700x16 — — 993.00 450x17 — — 390.00 900x20 — — 2607.00 9x24 — —1907.00 13x28 — — 3465.00 véLa- og BÚSAHALDADEILD Verzlunin Skemman Nýkomið: KULÐASKÓR KVENNA KULÐASKÓR KARLA KULDASKÓR BARNA Hvannbergsbræður Herraúr Dörnuúr Stofuklukkur Eldhúsklukkur Skri f stof uklukkur Skákklukkur Úra og skartgripaverzlun FRANC MICHELSEN Kaupvangsstræti 3 . Sími 2205 Góðar, smáar kartöflur (Rauðar íslenzkar) /rá Sæmundi i Fagrabœ. kr. 42.50 pokinn. KJÖTBÚÐ K.E.A. KÁNDÍS í lausri vigt og NÝLENDU V ÖRUDEILD OG ÚTIBÚIN K a|j pld^ ÐAVf E hafragrjón :=-'íast í 1 kg. og V2 kg. pökkum. NÝLENBUVÖRUDEILD OG ÚTIBÚIN Soyabaunir Fjallagrös NÝLENDUVÖRUDEILD FÉRMINGARKÁPUR! STUTTIÍÁPUR, mcð loðkraga, fyrir fermingartelpur, KLÆÐAVERZLUN SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR H.F.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.