Dagur - 09.03.1960, Page 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagur
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 16. marz.
XLIII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 9. marz 1960
11. tbl.
Kosið í stjórn Framsóknarflokksins
A aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram
kjör á stjórn flokksins. Steingrímur Steinþórsson, sem verið
hefur varaformaður flokksins undanfarin ár, óskaði eftir því,
að vera ekki kosinn á ný, þar sem hann teldi eðlilegt, að yngri
maður yrði valinn í það starf. í stjórn voru kosnir sem aðal-
menn: Hermann Jónasson, formaður, Eysteinn Jónsson, rit-
ari, og Sigurjón Guðmundsson, gjaldkeri. Varamenn: Olafur
Jóhannesson, varaformaður, Guðbrandur Magnússon, vara-
ritari, og Guðmundur Kr. Guðmundsson, varagjaldkeri.
íslendingar mega í engu hvika og gætu sett kosti
Síðar í þessum mánuði verður hin umrædda hafréttarráð-
stefna í Genf, þar sem reynt verður með frjálsum samningum
að útkljá mörg torleyst deilumál um réttarreglur á hafinu,
þeirra á meðal landhelgis- og fiskveiðitakmörk. Hafréttarráð-
stefnan er mikilVægust fyrir íslendinga, að því er snertir 12
mílna fiskveiðitakmörkin. í rúmlega hálft annað ár, eða allt
síðan 1. sept. 1958, þegar útfærsla fiskveiðitakmarkanna hér
við land kom lil framkvæmda, hafa Bretar einir þjóða ógnað
íslenzkri landhelgisgæzlu með þrotlausu ofbeldi og fyrirskip-
að togaraflota sínum að brjóta íslenzk lög í hverri veiðiferð,
án tillits til afla.
Bretar halda uppi gífurlegum áróðri gegn íslendingum í
deilu þessari, svo að óvíst er um úrslitin á ráðstefnunni. Rétt-
lætismál smáþjóðanna eiga venjulega erfiða leið að settu
marki. En víst eigum við einnig volduga vini, þar sem Banda-
ríkjamenn eru. Þeir segjast vernda oss frá flestu illu, nerna yf-
irgangi Breta í landhelgisdeilunni. E-n hvort vilja þeir nú
taka frá okkur þann beiska bikar, ef um það væri að ræða, að
þeir hyrfu að öðrum kosti af landi burt?
Sú ákvörðun Breta, að færa sig út fyrir 12 mílna mörkin á
meðan setið er við samningaborðið, er aðeins slóttug tilraun
þeirra til að sýnist betri en þeir eru.
Harkalegar aðfarir við Snæfellsnes brennimerkja hina er-
Jendu landhelgisbrjótaa sein þjófa í augum allra íslendinga.
Togskipið Hafþór brýtur sér leið gegnum ísinn á Akureyrarpolli. — (Ljósmynd: E. D.)
Beztu gesfirnir - næsf á effir síidinni
POST- OG SIMAGJÖLD
HÆKKA
Frá 1. marz hækkuðu póst-
gjöld og símagjöld stórlega.
Hækkunin er misjöfn á einstök-
um gjöldum. Gert er ráð fyrir að
tekjur símans aukizt um 18 af
hundraði og póstsins 14 af
hundraði.
Þannig gengur hið opinbera
dyggilega á undan í verðbólgu-
áttina.
ORGIN AGADIR BREYTTIST
GARÐ Á EIN
Af hver jum 100 húsum hrundu 95 og talið er, að
tala dáinna, týndra og særðra sé 10-12 þúsund
Hinn 1. marz urðu ógurlegir
jarðskjálftar í hafnarbænum
600% hækkun
Innlend þjónusta hækkar ekki,
segir ríkisstjórnin. Ný gjaldskrá
pósts og síma er þó lítið eitt í
öðrum anda.' Um hækkun póst-
gjalda eru burðargjöld blað-
anna nærtækt dæmi. —
Eftir því - sem næst verður
komist hækka burðargjöld Dags
um nær 600%. — Þetta gerir
þeim dagblöðum og vikublöðum,
sem einkum hafa kaupendur í
þéttbýlinu, ekkcrt til. En aðal-
blöð dreifbýlisins gjalda þessa
ákvæðis freklega og að þcim mun
hinni ósvífnu ráðstöfun beint.
Þetta mun, ásamt öllum vcrð-
hækkunum og vaxtaokrinu til-
heyra „viðreisnarstefnunni“.
Agadir í Marokko. Talið er, að
95 af hverjum 100 húsum hafi
hrunið og þar létu þúsundir
manna lífið um leið og húsin
féllu. Flóðbylgja skall upp á
ströndina og fullkomnaði hún
éyðilegginguna, þar sem hún
náði til, Fréttir herma, að allt að
6000 manns hafi látið lífið og
enn fleiri hlotið meiðsl. Lemstrað
fólk var grafið upp úr rústunum
Ákveðið var að jafna allt yið
jörðu, þegar brottflutningi lif-
andi fólks væri lokið,. og bera
síðan sótthreinsunarefni yfir.
rústirnar. Hitar eru miklir á
þessum slóðum og rotnunin mjög
pr og sjúkdómshættur miklar.
Hættan á drepsóttum er svo
mikil, að 300 manna lið, sem að.
síðustu vann að sótthreinsun-
inni, var sett í sóttkví að verki
loknu.
Fjöldi þjóða hefur rétt hjálp-
arhönd til að lina þjáningar og
allar þær hörmungar, sem þarna
hafa yfir dunið. Hinar ógurlegu
náttúruhamfarir hafa vakið ugg
manna um allan heim, en sem
betur fer, einnig samúð.
ísland kynnt á vinabæjamóti í Álasundi og
dagskráin send hingað á segulbandi
íslandskynningarkvöld var ný-
lega haldið í Álasundi í Noregi
á vegum vinabæjasamtakanna á
Norðurlöndum.
Samkoman var mjög fjölmenn
og ánægjuleg. Viðstaddir voru
gestir frá vinabæjum Álasunds:
Vesturás í Svíþjóð, Lathi í Finn-
landi og Randers í Danmörku,
en enginn frá Akureyri.
Vinarkveðja.
Dagfinn Flem flutti aðalræðu
samkomunnar og mælti á þessa
leið:
Næst á eftir síldinni koma
ekki betri gestir til þessa bæjar
en þeir, sem koma frá vinabæj-
um vorum og það hryggir okkur,
að ekki skuli vera hér sérstakur
fulltrúi frá vinabæ vorum, Ak-
ureyri á íslandi.
Við höfum lengi hugað að til-
efni til að þakka Akureyri fyrir
góða og kæfkomna gjöf til bóka-
safns bæjarins.
Við urðum ekki lítið undrandi
og hrærðir, Álasundsbúar, þegar
við, rétt eftir stríðið, fengum að
gjöf 15 þús. kr. frá Akureyri. Oss
var í sjálfsvald sett, hvernig
þessu fé yrði varið og hefur í
Framliald. á 2. siðu.
Eðjufólk á Akureyri mófmælir
VELTA ÞVÍ
SÉR
Á sunnudaginn var samþykkti
mjög fjölsóttur. fundur í Iðju, fé-
lagi verksmiðjufólks á Akureyri,
harðorð mótmæli vegna efna-
hagsaðgerða ríkisstjórnarinnar.
Þar segir m. a.:
„Almennur fundur haJdinn í
Iðju, félagi verksmiðjufólks, Ak-
ui'eyri, sunnudaginn 6. marz
1960, lýsir yfir fullkominni and-
stöð.u sinni við gengisfellingarlög
ríkisstjórnarinnar, og þær að-
gerðir sem nú er verið að gera
t efnahagsmálum, sem felst m. a.
í hækkun opinberrar þjónustu,
hækkun á almennu vöruverði,
farmgjöldum, benzíni, kolum og
olíu, hækkun á hvers konar er-
lendum vörum til iðnaðar og
bygginga, stórfelld hækkun
bankavaxta, samfara lánsfjártak-
mörkun o. fl.
Bendir fundurinn á, að þæt-
munu leiða yfir íslenzka alþýða
stórfellda dýrtíð og vaxandi erf-
iðleika í atvinnu- og viðskiptalífi
þjóðarinnar. . . . “
..... Iðja, félag verksmiðju-
fólks, sendi eins og önnur laun-
þegasamtök Alþingi og ríkis-
stjórn aðvörun, er lögin um
gengisfellingu íslenzku krónunn-
arvoru til umræðu áAlþingimeð
samþykkt, sem gerð var á aðal-
fundi félagsins þann 31. janúar
sl., en ekki var að neinu leyti
tekið tillit til vilja verkalýðssam-
takanna, ber ríkisstjórnin því ein
ábyrgð á þeim aðgerðum, sem
samtök vinnandi fólks hljóta að
gera til að fá hlut sinn réttan.“
Menn eru að velta því
fyrir sér, hvað núverandi
stjómarflokkar hefðú fengið
mörg atkvæði við kosningarn-
ar í haust, ef þeir hefðu sagt
satt og rétt frá þvi, hvað þeir
ætluðu að gera eftir kosning-
ar og nú er fram koniið.
En hvort menn hugleiða
þetta lengur eða skemur, er
það víst, að nokkur glögg
svör hafa borizt — þau felast
í kosningum margra verka-
lýðsfélaga um Iand allt. í
hverju einasta félagi hafa
stjórnarflokkarnir tapað vcru
lega og vinstri menn hafa tek-
ið forystuna í sumum þeim
félögum, scni hægri menn
höfðu áður.
Stjórnarkjör verkalýðsfé-
laganna cr atkvæðagreiðsla
verkafólks um „viðrcisn“ rík-
isstjórnarinnar. — Verkafólk
trúir ckki á verðbólgu, okur-
vexti og takmarkaða atvinnu,
sem „leið til bættra lífskjara“.