Dagur - 09.03.1960, Síða 5

Dagur - 09.03.1960, Síða 5
Miðvikudaginn 9. niarz 1960 D A G U R 5 Skæður og harSlengur óvinur roifunnar Mikil kirkjusókn síðastl. sunnudag Magnús Brynjólfsson hefur ærinn starfa og hef- ur Tjnnið að útrýmingu meindýra um tuttugu y ára skeið í Akureyrarkaupstað Á Akureyri var mikil kirkju- sókn á æskulýðsdaginn af hálfu nemenda, kennara og forráða- manna skólanna. — Séra Krist- ; án Róbertss. þjónaði fyrir altari undan og eftir predikun, úr ritn- ingunni lásu Guðríður Þórhalls- dóttir og Rafn Hjaltalín stud. theol. Kirkjukórinn söng, við orgelið var Jakob Tryggvason, einnig sungu gagnfræðaskóla- nemendur undir stjórn Áskels Jónssonar, forspil, og eftirspil lék Gígja Kjartansdóttir, séra Pétur Sigurgeirsson predikaði. Söfnuðust rúmar 1400 krónur til æskulýðsstarfsins. Á Húsavík var allur gagn- fræðaskólinn við messu ásamt öllum kennurum og skólastjór- um, nemendur sungu með kirkjukórnum undir stjórn pró- fastsfrúarinnar, Gertrud Frið- riksson, sem einnig er organist- inn. Á Siglufirði gengu nemendur með skólastjórum og kennurum í fylkingu til kirkju og skátar í fararbroddi. Kirkjukórinn söng, við orgelið var Páll Erlendsson. Söfnuðurinn fór með ritningar- orð og trúarjátninguna. — Séra Ragnar Fjalar Lárusson messaði. í Olafsfirði voru nemendur með báðum skólastjórum og öll- um kennurum við æskulýðs- messu kl. 11 f. h. Séra Kristján Búason messaði, og aftur var al- menn messa kl. 2, kirkjukórinn söng. Organisti er Guðmundur Jóhannsson. Á Dalvík var æskulýðsmessa í skólahúsinu, og messaði séra Stefán SnævaiT. Organisti er Gestur Hjörleifsson. Var margt af skólafólki og kennurum. — Kirkjusókn var yfirleitt mjög mikil á þessum stöðum og merki dagsins seldist vel. - Stálskip í sfað tréskipa ^ Hinn landskunni skíðamaður, Magnús Brynjólfsson, sem um margra ára skeið var í fremstu röð á hverju skíðamóti, hefur nú lagt skíðin á hilluna en snúið sér að öðrum verkefnum. Hann stundar nú sérstaka tegund veiðiskapar, er meindýraeyðir hjá Akureyrarbæ. Einn daginn, þegar Magnús ók hér fram hjá, kallaði eg til hans og leitaði frétta af starfi hans. Hve mörg ár hefurðu herjað á rotturnar? Ef tíl vill gætum við nú talað um eitthvað skemmtilegra en rottur, svarar Magnús með gáska í svipnum, en ef þú vilt vita hvað mörg ár eg hef unnið hjá bænum við að eitra fyrir rottur, þá eru þau nú orðin 20. Fyrst vann eg við þetta með hinum kunna borgara Jóni heitnum Steingrímssyni. I hverju er starf þitt einkum fólgið? Fyrst og fremst að eyða rott- um, ennfremur að aflífa húsdýr, svo sem hunda og ketti og svo dúfurnar. Það mun vera létt verk og löð- urmannlegt að skjóta dúfur? Svo mætti ætla. En varlega verður að fara með skotvopn hér í bænum og er það raunar öll- um bannað, nema undir þeim kringumstæðum, að nauðsyn krefji notkun skotvopna. — Dúfui-nar voru orðnar hreinasta plága og var mjög kvartað um óþrifnað af þeirra völdum, en aðrir virðast telja dúfurnar til þess sem heilagt er. Svo var ákveðið að eyða þeim að nokkru og fækkaði eg þeim um á annað þúsund. Nú valda dúfurnar ekki teljandi óþrifnaði og eru auk þess alltaf augnayndi. Og nú eru menn farnir að sjást á götunuin „með hund í bandi“? Já, það ber nokkuð á því á síð- ustu tímum, að unglingar fái sér hvolpa og hafi þá fyrir leikföng rétt eins og kerlingar í sumum borgum nágrannalandanna gera, og margan hefur undrað. En í sambandi við eldi kjölturakka þar, er þó um ræktuð hundakyn að ræða, en hér er því ekki til að dreifa. Reynslan verður oftast sú, að þegar hvolparnir eru orðn- ir 4—6 mánaða er leitað aðstoð- ar við að aflífa þá og kemur það oft í minn hlut. Hundaeldi er bannað í Akureyrarbæ án sér- staks leyfis. Lítið er um það, að þessir hundar séu tamdir eða vandir á sómasamlega hundasiði og eru því hvorki til gagns eða gleði. En ekki liafa menn kcttina sér til gamans? Jú, vertu viss, það gera menn. En gamanið vill fara af, þegar kettirnir eru orðnir 10 á sama heimilinu. Þar er þungt loft inn- an dyra. Þessi grey tímgast ört, og í stað þess að lóga kettling- unum, er reynt að gefa þá vinum óg vandamönnum. Á nokkrum stöðum í úthverfum bæjarins eru útilegukettir, eyrnalausir, úfnir, styggir og grimmir. Á vorin eru kettimir óvinsæl- ir með afbrigðum. Þá eiga smá- fuglar sér hreiður við hvert hús í bænum, þar sem einhver trjá- gróður er, og þá segir veiðilöng- Magnús Brynjólfsson. un kattanna til sín. Kettirnir drepa fjölda af ungum og unga- mömmum, íbúum húsanna til hins mesta angurs og armæðu. Sagt er, að þá grípi jafnvel sum- ir borgarar til byssunnar, þótt óleyfilegt sé og verji garða sína hinum óboðnu gestum. Þá ganga klögumálin á víxl og kattareig- endum er óskuð skemmsta leið norður og niður. Bæði hundar og kettir eiga það til að klóra og bíta. Hundar hafa tvívegis ráðist á lítil börn á götu og veitt þeim áverka, hið síðara skiptið nú nýverið. Þú hefur mörg rottulíf á sam- vizkunni, Magnús? Ekki neita eg því, og þó finnst mér samvizkan ekki hafa beðið neina hnekki af þeim sökum. — Hér áður var eitrað fyrir rottur einu sinni á ári og bar það oftast mjög góðan árangur, en var bara ekki nóg. Allan hinn tímann höfðu rotturnar næði til að margfaldast og gerðu það líka, þær voru eiginlega friðaðar aðra tíma. Nú er eitrað öðru hvoru allt árið eg til dæmis vikulega á öskuhaugunum við Glerárgil. Þar mun vera mikil uppeldis- stöð fyrir rottur? Því miður er það svo. Þangað fer allur matarúrgangur frá bæn- um og stundum kemur það fyrir að kjöti er fleygt þar, jafnvel svo tonnum skiptir. Þá er nú há- tíð hjá þeim, blessuðum, kjöt í alla mata, nýtt kjöt, úldið kjöt, vindþurrkað kjöt og steikt kjöt líka, því að á öskuhaugunum slokknar eldurinn aldrei allt ár- ið. Þó eí' reynt að ganga þarna eins þrifalega um og hægt er, enda væri þetta miklu verra að öðrum kosti. Þarna eitrarðu vikulega? Já, og veitir ekki af. Þar nota eg aðallega þrjár tegundir af eitri, því að rotturnar eru fljót- ar að vara sig á því, ef ekki er stöðugt skipt um. Þegar vetrar, virðist rottum mjög fjölga á öskuhaugunum, hvaðan sem þær koma, Qg verða haugarnir þá morandi á skömmum tíma. Hins vegar sézt varla rotta í mörgum bæjarhverfunum, svo sem í Mýr- arhverfunum og á brekkunum. Fólk kvai'tar, þegar vart verður við rottur, og er þá reynt að út- rýma þeim hið bráðasta. Þessi samvinna hefur gefizt hið bezta. Hreinlæti hefur líka aukizt mjög síðan farið var almennt að nota góðar öskutunnur, svo sem víðast er nú gert. Rotturnar verða hvergi ágengar, þar sem þrifnaður er í fullkomnu lagi. En víða eiga rotturnar greiðan að- gang, til dæmis í hlöðnum grjót- görðum við sjó og víðar, enn- fremur á Oddeyrartanga, þar sem til fellst nóg æti og í göml- um timburhúsum er erfitt að út- í'ýma rottum að fullu. Á ekki að flytja öskuhaugana? Það er meiningin að flytja þá lengra upp með Glerá. í nær- liggjandi sveitum er töluvert um rottur og þarf að eitra þar líka. Einn hreppur a. m. k. hefur beð- ið um aðstoð við að útvega eitur og framkvæma eitrun. Fleiri gestir á öskuliaugunum? Þangað koma margir. Nokkur hundruð svartbaka fá þar dag- lega góða máltíð og væri nauð- syn að herferð væri farin á hendur þeim. Þeir eyða silungi við ósa veiðiánna og einnig gera þeir mikinn usla í varplöndum. Þeir gæða sér líka á rottuskrokk- unum, sem liggja eins og hráviði eftir hverja eitrun. Svo koma þarna fleiri gestir. Unglingar sækjast eftir að skjóta rottur á haugunum, en fara heldur gá- lauslega með byssur sumir hverjir. Lögreglan hefur hirt suma og gefið þeim áminningar. Um leið og blaðið þakkar greinargóð svör, óskar það Magnúsi Brynjólfssyni mikils og góðs árangurs í hinni þrot- lausu baráttu við meindýrin. En jafnframt þeirri frómu, en e. t. v. lítið eitt eigingjörnu ósk, vona eg, að hinn harðfengi rottu- bani megi öðru hvoru njóta ör- æfakyrrðar við fagurt fjallavatn eða silungsá, þvi að þar nýtur hann lífsins eins og náttúruunn- endur geta bezt notið. — E. D. MOKAFLI Fréttir herma, að í Ólafsvík sé mokafli síðustu daga, upp í 39 tonn á bát. Mest er þetta einnar náttar fiskm'. Þrír bátar Iialldórs Jónssonar útgerðarmanns þar fengu 100 smálestir einn daginn. Munið að láta nafns ykkar getið þegar þið sendið blaðinu greinar til birtingar. Annars hafna þær í bréfkörfunni. Framhald af 8. siðu. skipa, yfir 50—60 lestir, orðin stálskip. Þurrafúinn og hóflitlar stærð- ir aflvélanna eiga veigamestan þátt í þessari þróun. Ennfr. hef- ur undarlegs tómlætis gætt í því að efla innlendar skipa- smíðar. Hvar verður gert við stálskipin? En þegar fiskiskipaflotinn er að verulegu leyti stálskip, vakn- ar sú spurning, hvort íslending- ar séu þess megnugir að gera við stálskip, eins og þeir hafa áður annast viðgerðir á stálskipum. f 6. hefti 6. árg. Iðnaðarmála segir Hjálmar Bárðarson skipa- skoðunarstjóri m. a.: „Þegar svo mörg stálskip eru smíðuð á sama tíma erlendis, er eðlilegt að spurt sé, hvort þau verði nú öll jafnvel smíðuð. Því er fyrst til að svara, að krafizt er, að öll skipin uppfylli reglur íslenzkrar skipaskoðunar og við- urkennds flokkunarfélags. Flest eru stálskipin okkar nú smíðuð í Noregi. Norðmenn hafa tölu- verða og langa reynslu í smíði lítilla stálskipa, en margar þeirra skipasmíðastöðva norskra, sem nú eru að smíða stálskip fyrir okkur, hafa þó aðeins fárra ára reynslu, og nokkrar þeirra eru hreinlega byrjendur í stálskipa- smíði. Hér er mikið um að ræða tréskipasmíðastöðvar, sem eru að byrja að smíða stálskip, og sumar stöðvanna voru óþekktar af norska flokkunarfélaginu Det Norske Veritas, þegar smíði ís- lenzkra stálskipa var hafin þar. Eg hef heimsótt nokkrar norsku stöðvanna á ferðum mínum und- anfarið. Sumar þeirra eru af- bragðs vel búnar að tækjum og mönnum. Einstaka stöðvar eru hins vegar svo fáliðaðar og illa búnar, að næsta ótrúlega bjart- sýni þarf til að hefja smíði stál- skips við slíkar aðstæður, t. d. með 15 manna starfsliði, þar af aðeins 3 rafsuðumenn og fá- brotnustu tæki. Því ber ekki að neita, að stundum eru smiðjm-n- ar í væntanlegum heimahöfnum skipsins á íslandi betur búnar að tækjum og mönnum en verk- stæðin, sem smíða skipin erlend- is, en ótrúlega rótgróin er sú trú, að allt sé stærra og full- komnara í útlandinu en heima á Fróni. Norðmenn sýna mjög mikla framtakssemi við smíði lítilla stálskipa. 1 þessari iðn- grein erum við þegar langt á eft- ir öllum þeim þjóðum, sem við þó viljum telja okkur standa menningarlega jafnfætis. Að sjálfsögðu gætum við ekki byggt 60 skip á milli tveggja vertíða, en það er leitt, að ekki skuli vera einn einasti aðili á íslandi, sem smíðar fiskiskip úr stáli, á meðan við veitum nágrannaþjóð- um okkar tækifæri til að æfa sig í smíði stálskipa fyrir okkur. Hér mun þó ekki vera tæknileg- ur þrándur í götu, heldur fyrst og fremst fjárhagslegur, þar eð einkum lánsfjárskortur innan- lands virðist stöðva framtak í stálskipasmíðum hér. Þó er rétt að benda á, að með þessum geysilega aukna stálskipaflota okkar er brýn nauðsyn á, að skipaviðgerðarstöðvar um allt land geti tekið að sér viðgerðir stálskipa. Fyrr en varir er því vandinn hér óleystur: Hvar eru menn til að gera við þessi skip? Eina leiðin, til að þeir séu fyrir hendi, þegar á viðgerðum þarf að halda, er, að þeir geti fengizt við nýsmíði stálskipa á milli við- gerðanna. Ef þetta verður ekki undirbúið nú þegar, er ekki um annað að ræða fyrir okkur en að leita einnig til erlendra stöðva um viðgerðir þessara skipa að meira eða minna leyti.“ VEGÍR OPNAÐIR í gær var unnið með jarðýtum, vegheflum, dráttarvélum og ámokustursvélum við snjóruðn- ing á vegunum og götunum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.