Dagur


Dagur - 02.04.1960, Qupperneq 5

Dagur - 02.04.1960, Qupperneq 5
Laugardaginn 2. apríl 1960 D A G U R 5 Sfefán ÁðaEsfeinsson múraram MINNING HELGI VALTYSSON: GLERÁR-ÞAHKAR í GÓUSÓL Jú. — Það getur líka stundum verið gaman að tala við sjálfan sig í glampandi Góusól! Jafnvel engu síður en í Laxármyrkri við kertaljós. Og nú við jafndægur á vori er sól hátt á lofti, og dag- ur orðinn langur. Hugur vor verður þá léttfleygari með hverj- um degi og sækir í sínar áttir eins og farfugiar vorsins. -K Undanfarið hafa fréttablöð norðan jökla og sunnan flutt markverð tíðindi, svo að hilla tekur undir Akureyri framtíðar- innar. Þar stendur m. a. skrifað: Vararafstöð fyrir Akurcyri: — Laxárvirkjunarstjórn samþykkti á fundi.... í framhaldi af sam- bykkt bæjarstjórnar á fundi. .. . að fela tæknilegum ráðunaut sín- um.... að gera áætlanir um kostnað við byggingu og rekstur 2000 kw. dísilrafstöðvar (diesel-). — En samþykktar „Glerár- virkjunarstjórnar“ er hvergi getið! — -K Slíkar fréttir verða skjótt heimsfleygar (sbr. landfleygar). Bretinn vill gjarnan losna við 2 dísil-rafstöðvar — ofurlítið brúk- aðar — 1000 kw. hvor, gegn góðri borgun. Og auðvitað koma fleiri þjóðir á eftir með tilboð um nýjar vélar, fyrir enn betri borgun. Talið er að slík vararafstöð fullbúin muni kosta um 8—9 milljónir króna. Og samkvæmt góðri og gildri þjóðlegri reynslu má alltaf búast við smávegis hækkun, a. m. k. upp í 10—12 milljónir smá-króna. — Og nú vantar ekkert nema milljónirnar. — -K En væri nú ekki gaman, — meðan beðið er eftir skildingun- um, — að skjala til við verulega verksnjallan og sniðugan virkj- unar-fræðing — en þeir eru því miður alltof fáir meðal vorra verkfræðinga — að bregða sér hingað í sumarleyfinu og líta á Glerá litlu frá ýmsum sjónar- hæðum, og segja síðan háttvirt- um tví-stjórnum Akureyrar skemmtilega smásögu af því, hvað t. d. mætti gera úr „ár- sprænu“ þessari fullvirkjaðri fyr- ir 10—12 milljónir króna, — sem þá væru ef til vill orðnar að gjaldgengri mynt? -K Hefði undirritaður „setið í bæjarstjórn“ Akureyrar, myndi hann hafa gert það — sér til gamans — að fá hingað í sumar- leyfi — einn eða tvo af norskum menntaskólanemendum sínum, sem nú eru miðaldra verkfræð- ingar, — eða þá syni tveggja skólabræðra sinna, sem einnig eru verkfræðingar. Og sumir þeirra eru óefað kunnugir efni- legum smá-ám, sem að vísu voru fremur litlar frá fæðingu, en fús- ar til að verða stórar. — Og urðu það líka! — Og það er alltaf gaman að slíkum efnilegum unglingum og þroskavænlegum! -K Eg hef verið að velta fyrir mér í Góusól, hvernig verða muni umhorfs á Akureyri framtíðar- innar, með Glerárhverfi þétt- byggt út að Krossanesi, og Glerá óvirkjaða, vanhirta og óþæga, — í beljandi stórflæði miðbæjar, — með stíflum og jakaburði niður eftir miklum hluta Oddeyrar, og húsvitjun í kjallara góðbúanna, eins og áður hefur komið fyrir á þessari söguöld! Þá mun birtast í sjónvarpsfrétt Ríkisútvarpsins fjölmenn bæjar- stjórn Stór-Akureyrar á stjórnar- fundi, og heyrast um land allt bráðsnjallar umræður allra stjórnmálaflokka bæjarstjórnar, sem að þessu sinni virðast sam- mála um Hið eina og örlaga- þrungna málefni dagskrár: — Hvernig eigiun við annars að Iosa okkur við árskrattann! Helgi Valtýsson. íslandsmót í Körfuknattleik i Laugardaginn 20. febrúar sl. var Stefán Aðalsteinsson múrara- meistari kvaddur hinztu kveðju í Akureyrarkirkju af fjölda ætt- ingja og vina. Hann varð fyrir byltu í stiga að kvöldi 13. s. m., sem leiddi hann til dauða á næsta degi. Kunningi Stefáns segir svo í bréfi til vinar síns: „Minningarn- ar um jafn góðan heimilisföður, bógværan og traustan mann, endast hans góðu konu og börn- um svo lengi sem við njótum þeirra samvista." Stefán var fæddur að Hreiðars- staðakoti í Svarfaðardal 27. des- ember 1907. Foreldrar hans voru Þorbjörg Þórðardóttir frá Hnjúki, annáluð dugnaðarkona, kjarkmikil og trúuð, og Aðal- steinn Sigurðsson, hagur á mai'gt eins og hans bræður, glaðlyndur og góður drengur, hann er nú látinn fyrir nokkrum árum, en Þorbjörg liíir við allgóða heilsu í hárri elli í umsjá sona sinna. Stefán ólst upp með foreldrum, þremur bræðrum og uppeldis- bróður og systur, í Hreiðarsstaða koti til 17 ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan til Akureyrar. Þar urðu allir bræðurnir iðnaðar- menn og stofnuðu brátt sín eigin heimili,' en óvenjusterk fjöl- skyldubönd hafa alla tíð tengt hópinn í eina heild. Stefán lauk iðnnámi rúmlega tvítugur og stundaði iðn sína æ síðan og hlaut almenna viður- kenningu fyrir störf sín. Unnu þeir löngum saman bræðurnir, Þórður og Stefán, og hafa byggt fjölda húsa bæði á Akureyri og um nærliggjandi sveitir. Árið 1936 giftist Stefán Svan- fiíði Guðlaugsdóttur frá Bárðar- tjörn í Höfðahverfi. Sama ár og hið næsta byggði hann hús þeirra við Munkaþverárstræti nr. 20 og hefur þar staðið heimili þeirra alla tíð. Þar hafa fæðst og Undanfarnar vikur hefur farið fram ítarleg könnun á því, hvort unnt reyndist að ná samkomu- lagi á milli fiskvinnslustöðvanna annars vegar og LÍ'Ú hins vegar um hráefnisverð. Árangur af þeirri könnun hefur reynzt al- gjörlega neikvæður. LÍÚ hefur nú sent félagsdeildum sínum „lágmarksverð", sem bátum er ætlað að selja fyrir ,en leggja upp árar að öðrum kosti. Sölu- samtökin ráðleggja meðlimum sínum eindregið frá því að greiða bátum LÍÚ verðin, þar sem úti- lokað sé, að nokkur grein íram- leiðslunnar. geti staðið undir þeim verðum, og senda þeim til- lögur um hámarksverð. Ber mikið á milli, og stríðið er sem sagt hafið, þótt raunalegt sé til þess að vita. Enn raunalegra er, að ástæðan til þess, að samkomu lag hefur ekki náðst, er ef til vill fyrst og fremst sú, að verðlags- ráð LÍÚ hefur talið sig hafa fyr- irheit ríkisstjórnarinnar um alist upp börn þeirra fjögur og notið þess uppeldis og umönnun- ar, sem beztu foreldrahús fá veitt. Þarna bjó Stefán sér og fjöl- skyldu sinni eitt bezta heimili sem getur, ekki að auði og alls- nægtum, heldur gleði og nægju- semi, með trausti á gefin loforð og virðingu fyrir vinnunni, en hann var eftirsóttur verkmaður, glaður vinnufélagi og trúr í starfi. Hann var sannur og traustur vinur sinna vina, en beztur eiginmaður og faðir. Oll þessi ár hefur heimili þeirra Stefáns og Svanfríðar staðið sem opið hús fjölmennum hópi vina og ættingja úr útsveit- um Eyjafjarðar. Þar hafa allir getað mælt sér mót, að húsráð- endum forspurðum og notið vin- áttu og veitinga þeirra hjóna í glöðum vina hópi. —Fyrir allar þessar góðu stundir þakka nú ættingjar, vinir og venzla- menn, hrærðir sviplegum missi og biðjandi blessunar honum, sem fór og hinum, sem biðu stærstan brestinn. Víst er að húsbóndinn nýtur nú arðs sinna athafna í nýrri vist, og fjölskylda hans stendur í eindrægni saman unz síns vitjar vinar. T. G. stuðning við viss lágmarksverð, og hefur ekki viljað hvika frá þeim verðum í átt til samkomu- lags. Það er mjög erfitt að spá um endalok þessarar styrjaldar. Vinnslustöðvarnar eiga yfirleitt ekki hægt með að stöðva rekstur sinn á miðri vertíð. Þær hafa tekið báta á leigu, ráðið til sín fólk úr fjarlægum byggðum, lagt fé í veiðarfæri o. s. frv. Það verður því allt gert til þess að forða stöðvunum til lokadags vertíðar, en þá er ekki annað fyrirsjáanlegt en að dragi til langvinnra framleiðslustöðvana. Ríkisstjórnin hefur neitað öllum afskiptum af sanmingaumleitun- um, enda virðist sú afstaða í fullu samræmi við yfirlýsta stjórnarstefnu. — Ríkisstjórnin virðist gera því skóna ,að jafn- vægi í atvinnulífi þjóðarinnar náist ekki sviða- og sársauka- laust, og hugsar sér sennilega ekki að grípa í taumana fyrr en Framhald d 7. siðu. Dýrir búfjársjiikdómar. Norskir bændur telja sig hafa sloppið vel undanfarin ár við hið geysimikla tjón, sem búfjársjúk- dómar hafa valdið víðs vegar um Norðurálfu. Enda er heilbrigði búfjárins talin mjög góð í Nor- egi. í Bretlandi hefur t. d. kveðið mjög mikið að gin- og klaufa- veiki í nautgripum, þótt barist sé hart gegn þessum vágesti, sem hefur kostað ríkið offjár árum saman. í fyrra kvað minna að fári þessu í Bretlandi en undan- farin ár. Aftur á móti hefur í Bretlandi geisað óhemju skæð alifuglapest, sem t. d. undanfarin ár hefur kostað ríkið enn meira en gin- og klaufaveikin. Á fáeinum mánuð- um varð t. d. að lóga 2,75 millj. hænsna og kalkúna, og hefur brezka ríkið greitt hænsnaeig- endum 26 milljónir króna (norskra) í skaðabætur, 1957 kostaði hænsnapestin ríkið 23,2 milljónir króna, og gin- og klaufaveikin 17,4 millj. kr. — Hjá einum alifuglaeiganda varð að lóga 12000 kalkúnum og 8000 varphænum. Skaðabætur hans námu 500.000 kr. (norskra). íslenzk deild í Bókasafni Björgvinjar. íslendingafélagið í Björgvin í Noregi hefur sótt um 1500 kr. fjárveitingu og fengið hana hjá „Skrifstofu menningarsambands við útlönd1 til að koma á fót ís- lenzkri deild í „Hinu almenna bókasafni Björgvinjar“. Lektor (sendikennari) við Björgvinjar háskóla, Gunnar Sveinsson ,mun aðstoða við bóka- valið. Hann hefur einnig undan- farið í vetur haldið námskeið í íslenzku í nágrenni Björgvinjar, og eru flestir nemendanna kenn- arar. Skaítheimta gleypti gróðann. Þótt hin víðkunna klámsaga Agnars Mykle, „Söngurinn um roðasteininn“, reyndist mjög eft- irsótt „verzlunarvara“ — jafnvel einnig hérlendis — varð minna úr gróðanum heima fyrir í Nor- egi, en ætla mætti. Höfundur og forlag hans, Norska Gyldendal, höfðu lýst því yfir, að hreinar tekjur af norsku útgáfu „Söngs- ins um roðasteininn“, á ákveðnu tímabili, skyldu renna í sjóð til styrktar bókmenntum o. s. frv. Sala bókarinnar á þessu tíma- bili reyndist 170.000 kr., en er málafærslukostnaður, skattar o. fl. voru greiddir, urðu eftir aðeins 20—30.000 kr. Síðan jafnaði for- lagið upphæð þessa, svo að 50.000 kr. voru lagðar í „bókmennta- sjóð“. — Höfundarlaun og þókn- un Mykle urðu alls 143.000 kr„ en af þeirri upphæð varð hann að greiða 113.000 kr. í skatt. — Þótt höf. sækti um undanþágu og héti að leggja þessa upphæð í („sérstakan sjóð“, hö&iuðu allir aðilar niðurjöfnunar og skatta þessari beiðni hans. ÍBA sendi lið til keppni á ís- landsmóti í körfuknattleik, sem stendur yfir í Reykjavík þessa dagana. Keppt er í tveim riðlum og eru fjögur lið í öðrum riðlin- um en þrjú í þeim riðli sem ÍBA er í. Fyrri leikur Akureyringanna var við núverandi Reykjavíkur- meistara, KFR, A-lið. Mikill hraði var í leiknum fyrstu mínúturnar og leikurinn nokkuð jafn. Eftir 10 mín. stóðu leikar 16:13 fyrir KFR, en úr því fór að bera á þreytu hjá Akur- eyringunum, sem eru óvanir svo stórum sal, sem Hálogaland er, og hálfleiknum lauk með 35:21 stigi fyrir KFR. í síðari hálfleik kom enn bet- ur í Ijós, hve leikmenn ÍBA eru óvanir stórum sal, vörnin var of opin og KFR-ingar fengu að skjóta óáreittir úr sæmilegu færi. Síðari hálfleik lauk 46:23 og urðu því úrsht 81:44 fyrir KFR. Síðari leikur ÍBA var við Ár- mann og var hann mjög skemmti- legur. Fyrri hálíleikur var jafn fyrstu mínúturnar, en um miðjan hálf- leik náðu Ármenningar forskoti er hélzt til hlés. í hléi stóð 33:20 fyrir Ármann. í síðari hálfleik höfðu Akur- eyringar frumkvæðið og voru yf- ir að stigum allt fram á síðustu mínútu, en þá tókst Armenning- um að komast einu stigi yfir og lauk síðan hálfleik 25:24. Heild- arúrslit urðu því 58:44 stig. Ferð þessi var hin gagnlegasta fyrir körfuknattleikinn á Akur- eyri og er vonandi að haldið verði áfram þátttöku í íslands- móti. — L, . Fiskvinnslustöðvarnar og L. í. Ú.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.