Dagur - 17.08.1960, Qupperneq 2
2
- Samniregaviðræður við Breta
Framhald af 1. siðu.
inni um 12 mílna fiskveiðilög-
sögu.
Nokkru síðar gaf íslenzka
ríkisstjórnin Bretum upp allar
sakir fyrir hundruð landhelgis-
brota og ofbeldi innan íslenzkr-
ar landhelgi og hefur síðan
slakað verulega á landhelgis-
gæzlunni, sem kunnugt er, svo
að sumir starfsmenn Landhelg-
isgæzlunnar hafa kallað hana
„hreinasta skrípaleik“.
í hverri viku má svo lesa í
hrezkum blöðum, hve vongóð
brezka stjórnin er um samn-
inga við íslendinga — og að þeir
samningar væru í undirbúningi.
íslenzka ríkisstjórnin þagði, þar
til 10. ágúst, að hún staðfesti þá
furðulegu breytingu, að taka
upp viðræður við Breta, sem
hafnað hefur verið fram að
þessu.
Tólf mílna fiskveiðilögsaga
hér, er ekki samningsmál við
eina þjóð eða neina. Aðeins al-
þjóðlegar ráðstefnur geta fjallað
um stærð landhelginnar. Að
minnsta kosti 25 þjóðir hafa
fært út sína landhelgi og fisk-
veiðilögsögu á sama hátt og ís-
lendingar gerðu og það hefur
gilt. Það var stefna íslendinga
frá upphafi, að þoka ekki um
hársbreidd í deilunni við Bi’eta
og semja ekki um nein frávik
frá ákvörðun sinni um 12 mílna
mörkin.
Fiskveiðar Breta undir her-
skipavernd í landhelgi hér við
land, voru fyrirfram dæmdar,
enda margviðurkennt af þeim
sjálfum, að þess konar veiðar
væru óframkvæmanlegar til
lengdar. Sjálfir voru þeir hætt-
ir sínum „skrípaleik" og engin
rök hnigu að því,_að hefja slíkar
veiðar á ný. Hinar þrjózkufullu
ofbeldisaðgerðir Breta voru fyr-
irfram dauðadæmdar og sigur
íslendinga viss, ef fast var á
málum haldið. Svo mikill var
sigur íslendinga þegar í upphafi
hins tveggja ára tímabils, að all-
ar aðrar þjó.ðir en Bretar virtu
12 mílurnar í verki og hafa gert
án nokkurra undantekninga og
friðunin sjálf — verndun fiski-
stofnsins — hefur komið að nær
fullum notum, eða um 90% að
áliti Landhelgisgæzlunnar og
fiskifræðinga.
Þx-ákelkni Bi-eta hlýtur að
hafa næi’st á þeim veikleika, er
þeir fundu og finna hjá núver-
andi ríkisstjórn Ólafs Thoi’s. —
Sakaruppgjöfin var undanhald.
Nú er sú ein leið fær, að al-
menningur í landinu grípi til
sinna ráð.a og láti í ljós vilja
sinn á ótvíræðan hátt, eins og
fyrir 1. sept. 1958, þegar Sjálf-
stæðisflokkui’inn beygði sig fyr-
ir almenningsálitinu. Hann mun
aftur gera það nú, ef þjóðai’vilj-
inn er einhuga eins og þá, og
um það verður ekki efast.
ÁLLINN STAÐINN AÐ VERKI
íslandi hefir lengi verið grið-
land eða eins konar Paradís ál-
anna. Óáreittir hafa þeir hlykkj-
ast um læki og tjarnir, vötn og
síki, fii'ði og flóa. Eyjaskeggjar
hafa litið á þessa löngu fiska
með velþóknun og undi'ast, að
útlendingar skuli veiða þessi
fögru vatnadýr og leggja sér til
munns, og meira að segja telja
þau munnvatnsaukandi lostæti.
En nú hefir orðið breyting ó,
því Ál-Adam hefur bitið í eplið
af skilningstré góðs og ills, og
nokkurt útlit fyrir, að Paradísin
verði ekki lengur sú Paradís,
sem hún áður var. Svo er mál
með vexti, að þar sem heitir á
Hoinafirði austur, hafa hinir
innfæddu lagc net í ósinn og
veitt í silunga. Hefir veiði verið
allgóð, en í sumar gerðust þar
váleg tíðindi í samþandi við
téðan veiðiskap. Á því tók að
bera, að margir silunga þeirra,
sem ánetjuðust, voru all undai’-
lega á sig komnir, er þeir voru
dregnir úr djúpi. Þeir voru
næstum ekkert nema beinin og
roðið. Á bak og burt voru öll
inniflin svo og allt hold þar í
kring, en x-oðið hékk eins og
tómur poki neðan á fiskinum.
Er ekki að undra, að Hornfiro-
ingum þætti þetta stórteikn og
illa viðunandi. Bi'átt komst þó
upp um sökudólginn, því hér
hafði Ál-Adam verið að vei'kiog
silungui-inn var auðvitað eplið,
sem ekki mátti bíta í. Við at-
hugun kom í ljós, að állinn lagð-
ist á fiskinn í netunum og át sig
inn við tálknin, gæddi sér á
inniháldiixu, en lauk máltíðinni
með því að éta sig út við got-
raufina. Þótti Hornfirðingum
óllinn hafa misnotað gestrisni
þeirra á hinn herfilegasta hátt
og sýnt hina mestu fúlmennsku,
og hugðu þegar á hinar grimmi-
legustu hefndir. Búið er nú að
útvega álagildrur frá Dan-
möi'ku og bráðlega vei'ður lagt
til atlögu við vágestinn. Má vel
vera, að hér s éupphafið að ála-
veiðum íslendinga, og væri það
mjög gleðilegt fyrir alla, nema
álinn. (Sjávai'afui'ðadeild SÍS.)
Verðiækkun á kartöílum
Nýjar íslenzkar kartöílur áöur kr, 7.50
nú kr. 3.75.
KJÖIBÚÐ K.E.A.
- Sýning lislaverka á Ak.
Framhald af 1. siðu.
blað, hvorki hér eða syðra,
hvatti til framkvæmda. En
Menntamálai'áð, séi'staklega
fi'.kv.stj. þess, Gils Guðmundss.,
Magnús E. Guðjónsson bæjai’-
stjói’i á Akureyri, svo og bæjai'-
stjórnai’menn, voru þessai'i ný-
ung hlynntir, þegar hún hafði
verið kynnt á opnum vettvangi.
Gísli Konráðsson flutti svo mál-
ið í bæjarstjói'n með þeim ái'-
angi-i, að nefnd vai' skipuð til að
annast framkvæmd af bæjarins
hálfu og stóðu nú allar hendur
fram réttar og hugmyndin vai’ð
veruleiki síðasta fimmtudag, er
Listasafnið opnaði sýningu mál-
verka í húsakynnum Gagn-
fræðaskólans á Akureyri, að
viðstöddum um 80 boðsgestunx
Helgi Sæmundsson, formaður
Menntamálaráðs, ávai’paði við-
stadda með snjallri í-æðu, Stein-
dór Steindói’sson, formaðixr
þeiri’ar nefndai’, sem bæjai'-
stjói-n kaus til að vinna að mál-
inu, þakkaði Menntamálaráði
og Listasafni ríkisins fyrir hönd
bæjarins. Báðir ræðumenn gátu
þess, að þessa atburðar yi’ði
lengi minnst, sem fyi'stu heim-
sóknar Listasafns ríkisins út á
landsbyggðina.
Dr. Selma Jónsdóttir hafði
valið málvei'kin á þessa sýn-
ingu, 20 að tölu, og eiga þau að
gefa nokkra innsýn í stefnur Og
strauma jafnmargra höfunda í
þessari listgrein. Höggmyndir
voru ekki fluttar norður að
þessu sinni. Akui'eyrai'kaup-
staður á ekkert húsnæði fyrir
listasafn. Enginn skóli hér hef-
ui' húsnæði umfram þarfir á
skólatíma. En sennilegt er, að
innan skamms þyki nokkui's
um það vert, að í höfuðst. Norð-
ux-lands sé opin sýning lista-
vei-ka árið um ki'ing. Að því
þarf að vinna og þar geta bæjar-
búar lagt nokkuð af mörkum.
Sýningin er opin kl. 5—7 og
8—10 síðdegis vii'ka daga, og frá
kl. 2—10 á sunnudögum — og
er ókeypis aðgangui’.
Björg Hðlldórsdóltir
LJÓSSTÖÐUM.
Dáin 28. júlí 1960.
KVEÐJA FRÁ BÖRNUM OG FÓSTURBÖRNUM.
Við kveðjum þig með kærleiksríkum huga
þér Kristur launar fyrir allt og allt. 17
Þú varst svo sterk og lézt ei böl þig buga
og birtan skín í gegnum húmið kalt.
Það er gott er lífsins degi lýkur,
að Ijómi birta um þann sem kvaddur er.
Því eitt er víst, að Guð vor gæzkuríkur,
glaða framtíð hefur búið þér.
Kæra mamma, ljiifur Guð þig leiði,
um landið efra að Edens fögrum lund,
og á þinn legstað blóm sín fögur breiði,
svo blessi Drottinn þessa Iiinztu stund.
í okkar hjarta Ijúf þín minning lifir,
þú leiddir okkur fyrstu bernsku spor.
Við biðjum Guð, sem ræður öllu yfir,
að enn þér skíni blessuð sól og vor.
Og fósturbörnin þúsund þakkir færa,
þú varst okkar stoð er vorum smá.
Og allt hið fagra er léztu okkur læra,
er langtum meira virði en orðin tjá.
Hjartans þakkir, elsku mæta móðir,
þér miskunn veiti Guð svo hvílist rótt.
Þig verndi og gæti allir englar góðir,
ástarþakkir, mamma, góða nótt.
HALLDÓR JÓNSSON.
Til karföfluframleiðenda
Þeir, sem ætla að biðja oss fyrir kartöflur til sölumeð-
ferðar, af uppskeru þessa árs, þurfa að tilkynna oss
fermetrastærð þess lancls er þeir hafa sáð kartöflum í
og einnig hvaða tegundir ræktaðar eru og eigi síðar
en 31. ágúst næstkomandi.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Nú heyrist tæplega talað um þorsk, allt snýst um síldina. En þorskafli er víða góður og mun gefa
drýgri hlut en á mörgum síldarskipum. Þessi nýja mynd er frá Vopnafirði. Þar hefur afli verið góður
undanfarið. — (Ljósmynd: E. D.).