Dagur - 02.11.1960, Síða 8

Dagur - 02.11.1960, Síða 8
8 iiiiiiiiiiiiniiiiiiini imiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiii Sfjórn A.S.I. hefur gert frumdrög að kjarakröfu og býður ríkissfjórninni viðræður MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Islands hefur samþykkt frum- drög að kjarabótakröfum verkalýðsfélaganna í væntanlegum samningum við atvinnurekendur og hefir boðið ríkisstjórninni viðræður um þau. Kröfurnar eru þessar samkvæmt nefndum frumdrögum: 1. Kaupkröfur 15—20%. 2. Almenn stytting vinnu- tímans í 44 klst. á viku, þann- ig að ekki verði unnið eftir hádegi á laugardögum. Kaup- ið verði sama og nú er fyrir 48 stunda vinnuviku. 3. Kaupgjaldsákvæði samn- inga falli úr gildi og nýjar samningaviðræður verði tekn- ar upp, ef verðlag hækkar um ákveðna hundraðstölu, t. d. 3%. 4. Krafa um, að fast viku- kaup verði greitt alls staðar, þar sem hægt er að koma því við. Þar sem því verður ekki viðkomið, verði tímakaupið 4% hærra. 5. Allir eftirvinnutaxtar verði afnumdir, og öll vinna, sem unnin er umfram dag- vinnu, verði þannig greidd með 100% álagi á dagvinnu- kaup. 6. Kröfur um almeiint kvennakaup verði eigi lægri en kvennanefnd sú, sem kos- in var s. 1. vor á kvennaráð- stefnu A.S.Í., hefur sett fram, og birtar hafa verið sam- bandsfélögunum í bréfum dags. 20. sept. og 4. okt. sl. Megin efni þeirra er það, að bilið milli kvennakaups og karla styttist þannig, að kvennakaupið yeröi ekki lægra en 30%’ af almennu karlmannskaúpl ög' að undir karlmannskaup falli nokkru fleiri vinnuflokkar en hingað til, Þar á meðal öll ræstingar- vinna, öll vinna i sláturhúsum öll vinna við blautan saltfisk og skreið svo og við humar o. s. frv. Ríkisstjórnin hefur enn ekki óskað viðræðna við Al- þýðusambandið. □ i SEMENT FLUTT UT E SAMIÐ hefur verið um sölu á 1 20 þús. tonnum af sementi frá I Sementsverksmiðjunni til Bret- l lands. Bæði verður Portland- \ sement selt og ofurlítið af hrað- E sementi. 1 Útflutningur mun hefjast í 1 næsta mánuði. 1 Eftirspurn á innlendum mark- \ aði hefur dregist mjög saman nú [ í'ár. □ | Fjársöfnun ' Framsóknarflokksins lll III lll 11111II ■ 11 II1111111111111111111111111ii Mikill áhugi er á Norðurlandi fyrir Jökulsár á Fjöllum .>•»» j'A&2í - VIRKJUN Jökulsár á Fjöllum hefur lengi verið rædd, en nú virð- ist sem áhugi á málinu sé nú almennari en fyrr. M. a. hefur verið bent á möguleika þá, sem eru á því, að koma upp stóriðju í ein- hverri mynd í sambandi við virkjun árinnar. Málið bar á góma í Þingeyjar- sýslu í sumar og ályktanir voru gerðar um málið. Fara hér á eft- ir ályktanir frá sýslunefnd N.- Þingeyjarsýslu, raforkumála- nefnd N.-Þingeyjarsýslu og Fjórðungsþingi Norðlendinga á Húsavík: Sýslunefnd N.-Þ. segir: „Sýslunefnd Norður-Þingeyj- arsýslu- lýsir yfir því, að hún telur mjög mikilsvert, að lokið verði sem fyrst áætlun um virkjun Jökulsár í Axarfirði og athugun á möguleikum til iðn- aðar í því sambandi. Jafnframt fer hún þess á leit við alla fulltrúa Norðurlands á Alþingi, að þeir vinni að því af alefli, að virkjun Jökulsár verði næsta stórvirkjunin, sem ráðist verður í hér á landi.“ Raforkumálanefnd N.-Þ. segir: „Fundur raforkumálanefndar Norður-Þingeyjarsýslu haldinn að Kópaskeri 10. ág. 1960, skor- ar á Alþingi og raforkumála- stjórn að láta eins fljótt og frek- ast er unnt, gera fullnaðaráætl- un um virkjun Jökulsár á Fjöll- um og jafnframt láta athuga til hlítar möguleika á nýtingu ork- unnar, einkum með framleiðslu útflutningsvöru fyrir augum. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem fyrir liggja, er hér um glæsilegt framtíðarverkefni að ræða og telur nefndin miklu skipta fyrir þetta hérað og Norð- ur- og Austurland allt, að virkj- FRAMSOKNARVIST Á FÖSTUDAGINN Næsta framsóknarvist verður spiluð að Hótel KEA nk. föstu- dagskvöld kl. 8,30. Aðgöngu- miðar verða seldir í skrifstofu Framsóknarflokksins á fimmtu- dag og föstudag, eftir liádegi, og við innganginn. □ un Jökulsár verði næsta stór- virkjun, sem framkvæmd verður hér á landi, enda skilyrði, að því er virðist, hvergi betri.“ Tillagan var samþykkt sam- hljóða. I raforkumálanefndinni eru 9 fulltrúar, sem mættir voru á fundinum, þ. á. m. oddvitar 7 hreppa. Formaður nefndarinnar, er Helgi Kristjánsson, bóndi í Leirhöfn. Vanefndir í raforkumálum. „Fundur raforkumálanefndar Norður-Þingeyjarsýslu, haldinn að Kópaskeri þann 10. ágúst, tel ur að Alþingi og ríkisstjórn hafi enn ekki sýnt lit á að uppfylla að neinu leyti, að því er Norð- ur-Þingeyjarsýslu varðar, þau fyrirheit, sem gefin voru, með samþykkt hinnar svokölluðu tíu ára áætlunar, sem Alþingi sam- þykkti árið 1954, um rafvæð- ingu landsins, frá vatnsaflsvirkj- unum ríkisins, þar sem Norður- Þingeyjarsýsla var, við áætlun- argerðina, sett á aftasta bekk í þessu efni, en virðist nú eftir nýjustu heimildum, hafa verið tekin út af þeirri skrá, a.m.k. um næstu framtíð. Þetta lízt héraðs- búum og nefndinni skuggalegt útlit og óviðunandi, og vill sterklega mótmæla því. Heitir nefndin á raforkumála- stjórn ríkisins og Alþingi, að endurskoða núverandi afstöðu sína til þessa máls, með það fyr- ir augum, að tíu ára áætlunin verði látin ná til sýslunnar, að því er varðar dreifingu raforku til almennings með hliðsjón af því sem áætlað var, og fer þess á leit, að samráð verði sem fyrst haft við nefndina, af hálfu stjórnarvalda, um undirbúning framkvæmdanna. Einnig vill nefndin eindregið skora á alla alþingismenn Norðurlandskjör- dæmis eystra, að fylgja þessu máli fast eftir á Alþingi, og við ríkisstjórn." Nefndin skorar á þingmenn kjördæmisins, að vinna að fram- gangi málsins, samkv. ályktun þessari. Tillagan samþykkt í einu hljóði. Jökulsá og stóriðja. „Fjórðungsþing Norðlendinga, haldið á Húsavík 11. og 12. júní 1960, leyfir sér að skora á yfir- jstjórn raforkumála ríkisins að láta, svo fljótt sem verða má, ljúka fullnaðaráætlun um virkj- un Jökulsár' á Fjöllum og'.jafn- framt athuga möguleika á að koma upp stó.riðju til fram- leiðslu á útflutningsvöru í sam- bandi við virkjunina. Telur Fjórðungsþingið, að virkjun Jök ulsár, — ef fullnaðaráætlun leið- ir í ljós, að hún sé hagfelld, svo sem líkur virðast benda til, —— eigi að ganga á undan virkjunum sunnlenzkra vatna til stóriðju, vegna nauðsynjar þeirrar, sem á því er að efla janfvægi í byggð landsins." □ Þeir Akureyringar, sem feng- ið hafa áskorun um að leggja fram fé í söfnun Framsóknar- flokksins, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband, við Ingvar Gíslason sem allra fyrst. □ Stálgrindahlaða MIKIL stálgrindahlaða er nú í byggingu hjá Snaebirni bónda á Grund og mun hún koma til með að taka á þriðja þúsund hesta. Þótt bændur séu tölu- vert stórstigir í framkvæmdum á búum sínum, mun þetta þó vera nokkur nýjung á þessum tíma, bæði hvað stærð og gerð snertir. Hlaða þessi er reist á haustnóttum yfir firna mikil hey er úti stóðu. Þegar heyin hafa verið gefin, verður hlaðan grafin út með jarðýtu. Hlaðan er 50 m löng, þar af 17 m eldri bygging, og 8 m breið. □ NOKKURRA ÞINGMÁLA GETIÐ Þingmenn Framsóknarflokks- ins í efrideild flytja frumvarp um að ríkissjóður taki á sig greiðslu í þeim erlendu lánum, sem hvíla á Ræktunarsjóði Is- lands og Byggingasjóði sveita- bæja. Fordæmi er fyrir þessu, því að ríkið hefur tvisvar sinn- um áður á þessum áratug, 1953 og 1957, létt skuldum af sjóð- unum á sama hátt, til þess að hægt væri að halda lögákveðn- um lánskjörum. Við kjaramismun á veittum og teknum lánum bætist nú það, að hin erlendu lán hafa hækkað mjög í íslenzkum krónum vegna gengisbr., en nafnverð hinna veittu lána til bænda að sjálf- sögðu óbreytt. Samskonar frum- varp var flutt í fyrra, en stjórn- arflokkarnir vildu þá ekki af- greiða það. En erfitt er að sjá, að þeir geti nú hjá því komizt, ef lánastarfsemi sjóðanna á að halda áfram. Karl Kristjánsson hefur framsögu í þessu máli. Um vega- og brúarsjóð. Sex Framsóknarmenn í neðri- deild, Halldór Sigurðsson, Björn Pálsson, Garðar Halldórsson, A- gúst Þorvaldsson og Jón Skafta- son flytja frumvarp um vega- og brúasjóð. Samkvæmt því á allur benzínskattur og þungaskattur af bifreiðum að renna í sjóðinn, en honum skal verja til að greiða kostnað við nýbyggingu þjóð- vega, endurbyggingu þjóðvega, gerð fjallvega, nýbygginga ný- býla- og ræktunarvega, bygg- ingu brúa og endurbyggingu gamalla brúa. Alþingi ráðstafar sjóðnum að fengnum tillögum vegamálastjóra. Ef frumvarp þetta yrði að lögum, mundi framkvæmdafé til þessara hluta hækka veru- lega. Hér er ekki gert ráð fyrir að sjóðurinn greiði viðhald, heldur verði það áfram greitt úr ríkissjóði. Hinsvegar er á það bent, í greinargerð, að ríkissjóð- ur hafi miklar tollatekjur af innflutningi bifreiða og varahl., sem nægja mundi fyrir viðhaldi. Aætlað er, að allar tekjur af bif- reiðum og benzini nemi á næsta ári 176 milljónum króna, en framlög til vega og brúa, að við- haldi meðtöldu aðeins 98 millj. króna samkv. fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Er sú upp- hæð 6,8% af rekstrarútgjöldum fjárlaganna. Hliðstæð framlög voru svipaður hundraðshluti á síðustu fjárlögum. En árið 1950 voru þau 10,4% og 11,4% árið 1951, þá að nýafstaðinni gengis- breytingu eins og nú. Hlutur vegamálanna hefur því stór- versnað, miðað við rekstrarúf- gjöld fjárlaganna. Þetta mun margan hafa grunað, en er nú sannað. Þykir því eðliiegt að vegir og brýr fái að njóta tekn- anna af samgöngutækjum, sem um veginn fara og orkugjafa þeirra. Halldór Sigurðsson hefur framsögu í þessu máli. Bústofnslánasjóður. Fjórir þingmenn Framsóknar- flokksins, í efri deild, Olafur Jó- hannesson, Páll Þorsteinsson, Asgeir Bjarnason og Karl Krist- jánsson flytja frumvarp um stuðning við bændur til bú- stofnsaukningar og vélakaupa. Framhald á 6. síðu. Nýi fluglurninn á Akureyri. (Ljósmynd E. D.)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.