Dagur - 01.02.1961, Side 7

Dagur - 01.02.1961, Side 7
7 - Fréttir úr nágrenninu Framhald af 8. siðu. Áætíunarferðir. Snemma á s. 1. sumri hóf kaupfélagið á Kópaskeri áætl- unarferSir, frá Lóni í Keldu- hverfi til Raufarhafnar. Þessar ferðir eru farnar einu sinni í viku. Engin ferð hefur fallið niður til þessa. Þessi þjónusta við sveitafólkið mælist vel fyr- ir, enda mikils virði. T. d. má geta þess að í flestum ferðunum hefur verið sendur nýr fiskur frá Raufarhöfn, til þeirra, sem þess óskuðu. Erfiðlega gekk stundum að afla sér slíks ný- metis áður en þessar feroir hóf- ust. Bifreiðastjóri er Björn Guðmundsson, Lóni, sóma og greiðamaður mesti. Englnn læknir. Enginn læknir hefur haft búsetu á Kópaskeri, það sem af er vetri. Raufarhafnarlæknir þjónar héraðinu þar til annar læknir hefur verið skipaður, en hvenær það verður hefur ekkert heyrst um. Raufarhafn- arlæknir kemur til Kópaskers, hvern miðvikudag og reynir fólk að notfæra sér það eftir þörfum. Heilsufar hefur verið gott. En langt er læknis að vitja ef slys eða bráð sjúk- dómstilfelli ber að höndum, slíkt gerir sjaldan boð á undan sér. Þess má geta að rúmlega 100 km skilja að Raufarhöfn og neðstu býlin í Kelduhverfi, sem eru í Kópaskerslæknis- liéraði. Bústofnun. Hér í Öxarfjarðarhreppi voru ær yfirleitt teknar í hús um mánaðarmótin nóv. des., en lömb nokkuð fyrr. Nú eru á fóðrum um 5300 kindur full- orðnar, 1090 lömb, 67 nautgrip- ir og 53 hestar. Sambærilegar tölur frá s. 1. vetri eru: 4987 kindur fullorðnar, 1019 lömb, 71 nautgripur, 45 hestar. Fyrir 10-20 árum voru geitur hér á allfiestum bæjum. Nytjuð var mjólkin og þótti kostamikil. Geitfé. Eitt sinn er heim var rekin geitnahjörðin í Hafrafellstungu að sumarlagi, taldist hún vera um 80 höfuð, var þá allt talið enda ekki búið að færa frá. Síðan þotta var eru um 20 ár. Ennþá eru hér geitur á fjórum bæjum. Ekki munu þær hafa verið mjólkaðar til nytja s.I. sumar, fremur að menn hafi haft þær sér til skemmtunar, eða þá af gömlum vana. Sl. ár voru taldar 23 geitur á fóðrum og mun sú tala vera lííið breytt nú. Ekki er trúlegt að Öxfirð- ingar fari að nytja geitur til mjólkur aftur. En leitt er til þess að vita ef geiturnar hverfa með öllu af íslenzkri grund. Byggingar. Byggingaframkvæmdir voru nokkrar á liðnu ári. Unnið var við fimm íbúðarhús, tvö þeirra voru fullgerð, í Hafrafellstungu og Sandfellshaga. Búið er í tveim , sem langt eru komin, á Leifsstöðum og Vestara- Landi. í Klifshaga er unnið við innréttingu á íbúðarhúsi, sem tekið mun verða í notkun með vori. Á öllum þessum hús- um var bygging hafin 1959 eða fyrr. Byggð var útbygging á Þverá, fjós, þvottahús, geymsla o. fi. Verkfærageymsla í Klifs- haga. Fjárhús fyrir 180 fjár ásamt hlöðu á Leifsstöðum og hlaða á Austara-Landi. Öll þessi hús eru úr steinsteypu. Skemmtanir. Skemmtanalíf hér hefur ver- ið lítið og fábreytt. Þó má geta þess að kvenfélagið hafði skemmtun fyrir börnin á ný- ársdag. Þann 15. þ. m. var svo hiónaball. Hér eru þessar skemmtanir að verða eins kon- ar hátíðir, samanber árshátíð- ir ýmsra félaga í kaupstöðum. Og því mætti ekki sveitafólkið liafa sínar árshátíðir? Hér er fátt eitt af ungu fólki á þessum tíma árs. Því eldra sem heima situr við bú og amstur dagsins er full þorf á því að létta sér upp. (Iiér eru líka nokkrir pip- arsveinar, en þeim fækkar sem betur fer.) Gjarna bjóða þátt- takendur kunningjahjónum sínum úr nærliggjandi sveit- um til fagnaðarins. Eykur það gleðina ekki lítið. Svo kemur kvöldið. Allir mæta sem boðnir eru. Við sameiginlegt borðhald allra þátttakenda eru ræður haldnar og sungið, síðan er dansað méðan fjör endist. Þess- ar skemmtanir hafa einnig ver- ið haldnar í næstu sveitum, Núpasveit og Kelduhverfi. I B0RGARBÍ61 í Sími 1500 í | Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 | | DUNAR | | í TRJÁLUNDI | E (Wo dic alten Wálder § 1 rauschen) í Yndisleg, fögur, þýzk kvik- i | mynd í litum, tekin í Suður- jj i Þýzkalandi. : jj — Danskur texti. — Aðalhlutverk: í WILLY FRITSCH í JOSEFINE KIPPER. í jj (Var jólamynd Tjarnarbíós.) i öiiuiiii III11111111111111111111111111111111111111111111111111111» TIL BJÖSSA Á Eg leit þig í bílmim er brur.aðir hjá hví beiðst’ ei og lcfaðir mér augnablik aðeins í (lugun þín sjá, sem eru svo yndisleg. Eg bið þig næst er brunar þú hjá þú bíðir og Iitir mig, ef augnablik mætti’ eg í augun þín sjá þá yrði eg sátt við þig. Ein af þremur. RÚSÍNUR með steinum. RÚSÍNUR steinalausar. Fyrsta flokks vörur. VÖRUHÚSSÐ H.F. I. O. O. F. — 142238V2 —. □ Rún 5961217 — Frh: Atg.: Kirkjan: Messað . Akureyrar kirkju kl. 2 á sunnud. kemur. Sálmar nr. 23, 131, 419, 43 og 97. Báðir prestarnir annast mess- una. Um mesta kraftaverk nútím- ans á sviði trúboðs talar Sæ- mundUr G. Jóhannsson n.k. laugardagskvöld kl. 8.30 að Sjónarhæð. Allir velkomnir. Zion. Sunnudaginn 5. febr. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h.. — Samkoma kl. 8.30 e. h. Þórir Guðbergsson talar. Allir vel- komnir. Frá K. F. U. K.. Fundur verð ur í A.d. (aðaldeild, 17 ára og eldri) miðvikud. 1. febr. kl. 8.30 e. h. Þar verður frásöguþáttur. Ingólfur Georgsson sýnir skuggamyndir frá Ameríku, Þórir S. Guðbergsson talar. AIl ir velkomnir. ©Árshátíð Æ. F. A. K. er á sunnudaginn 5. febr. og hefst í kirkj unni kl. 2 s.d. og síð- an að Hótel KEA. — Félagar eru beðnir að skrifa sig á lista hjá sveitarforingjum og hverf- isstjórum fyrir föstudag. — Heimilt að taka með sér gesti. — Frímerkjaklúbbur á laugard. Stjórnin. Fundur á þriðjudag í U. D. 13—17 ára. Ný spennandi fram- haldssaga hefst. Þór- ir Guðbergsson frá Rvík. mætir á fundinum. Nýir félagar vel- komnir. K. F. U. M. Brigader Nilsen sýnir kvik- myndir á þessum samkomum: Föstudag 3. febr. og laugardag 4. febr. kl. 20.30. Sunnudag kl. 16 samkoma með kvikmynd fyr ir alla fjölskylduna. Kl. 20.30 hjálpræðissamkoma. — Mánu- dag kl. 20.30 æskulýðssamkoma með kvikmynd, Samkomur fyr- ir börn alla daga kl. 17. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Væntanleg fermingaibörn í Lögmannshlíðarsókn eru beðin um að koma til viðtals í skóla- húsið í Glerárþorpi, til séra Birgis Snæbjörnssonar þriðju- dag 7. febr. og til séra Péturs Sigurgeirssonar miðvikudag 8. febr. kl. 5 báða dagana. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99, heldur fund að Bjargi fimmtudag 2. febr. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Inntaka nýliða, skemmtiatriði, veitingar, dans. Mætið vel. Æðstitemplar. Filmía. Sýning laugardag á brezku gamanmyndinni „Mað- urinn í hvítu fötunum“ með Alec Guinnies í aðalhlutverki. Enn er hægt að bæta við nokkr um félögum. ULLARGARN Patons-garnið, sem allir róma, er nýkom- ið í fleiri teg. og litum. Einnig liið vinsæla danska Sönderborg-garn ANNA & FREYJA Eins og áður var auglýst hér í blaðinu, hefst aðalfundui' Bún aðarsambands Eyjafjarðar á morgun, fimmtudag, að Hótel KEA. Sama dag kl. 9 e. h. flyt- ur _Á]'ni Jónsson erindi, sem mun fjalla um leiðbeiningar- starfsemi landbúnaðarins í Bandaríkjunum, einnig verða kvikmyndir sýndar. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Austfirðingafélagið á Akur- eyri hefur kvöldvöku í Bjargi, félagsheimili Sjálfsbjargar, föstudaginn 3. febrúar kl. 8.30 e. h. — Tómas Tryggvason, jarð fræðingur, sýnir litmyndir af Austurlandi. — Félagsvist. Austfirðingar fjölmennið með gesti. Kvöldvökunefndin. Áfcngisvarnamefnd og Um- dæmisst. Norðurlands opna á ný skrifstofu í Hótel Varðborg (herbergi nr. 65). — Verður hún opin mánuaaga og föstu- daga frá kl. 8—10 e. h. Sími 1642. Frá Sálarrannsóknafélaginu á Akureyri. Aðalfundur verður haldinn að „Bjargi“ þriðjudag- inn 7. febr. n.k. kl. 9 síðd. — 1. Venjuleg .aðalfundafstörf. — 2. Önnur mál. — 3. Erindi (Ól- afur Tryggvason). Stjórnin. Áheit og gjafir til Hríseyjar- kirkju 1960: Elín Árnadóttir kr. 500.00 — Heimilisfólkið Norður veg 4 kr. 500.00 — Ónefndur kr. 100.00 — Anna Jónsdóttir kr. 15.00 — Jóhanna Sigurgeirsdótt ir kr. 100.00 — Guðrún Stefáns dóttir kr. 100.00 — Kvenfélag Hríseyjar kr. 3.328.50 — N. N. kr. 200.00 — G. B. kr. 100.00 — Baldrún Árnadóttir kr. 100.00 — J. S. A. kr. 100.00 — J. Ó. kr. 100.00 — N. N. kr. 25.00 — Þorgils Baldvinsson kr. 1.000.00 — Matthildur Níelsdóttir kr. 200.00 — K. K. kr. 200.00 — Sigfríður Jónsdóttir kr. 200.00 — Margrét Gísladóttir kr. 100. 00 — Árni Tryggvason kr. 200. 00 — Valgerður Jónsdóttir kr. 50.00 — Elsa Jónsdóttir kr. 50. 00 — Sigurgeir Júlíusson kr. 200.00 — L. J. kr. 200.00 — Jó- hanna Kristinsdóttir kr. 100.00 — Magnús Jóhannsson kr. 500. 00 — Ólafur Ólafsson kr. 200.00 — Verkakona kr. 100.00 — Verkakona kr. 100.00 — Kristó- fer Guðmundsson kr. 1.350.00 S. J. V. kr. 210.00. Samtals kr. 10.228.50. — Með þökkum mót- tekið. Sóknarnefndin. Næturlæknar: Miðvikudag 1. febrúar: Erlendur Konráðsson, sími 2050. Fimmtudag 2. febr.: Sigurður Ólason, sími 1234. Föstudag 3. febrúar: Inga Björnsdóttir, sími 2243. Laug- ardag 4. febrúar: Bjarni Rafn- ar, sími 2262. KVÖLDVAKA F. A. FERÐAFÉLAGIÐ mun efna til annarrar kvöldvöku sinnar á þessum vetri í Alþýðuhúsinu, sunnudaginn 5. febrúar n.k., og hefst hún klukkan 4 eftir há- degi. Tómas Tryggvason, jarðfræð- ingur, Reykjavík, er væntan- legur til bæjarins síðari hluta vikunnar og mun hann mæta á fundinum og sýna og skýra ýmsar litskuggamyndir, sem hann hefur tekið víðs vegar um ísland. — Félögum er heimilt að taka með sér gesti. □ *£) -fSfc ArQ ‘í'v£ -H*? 'ÍS’í'í 'trQ 'ÍSk 'ý' & ^ o- 'í'v.C- -fSfc 'í ¥ f Þahka hjartanlega fjölskyldu minni, venzlnfólki, vin- 4 1 um og kumnngjurn, sem glöddu mig rneð heimsókn- 4 ? um, gjöfurn og heillaskeytum d sextiu dra afmœli mínu ^ f 22. jqnúar. — Heill og hamingja fylgi ykkur. i £ jr f SIGURRÓS KRISTINSDÓTTIR, Hdlsi. f f 2 f g. Kœrhr kveðjur og þakkir sendi ég ölhím, setn glöddu f -* mig.og heiðruðu d sjötugsafmecli minu. f í ÞURA ÁRNADÓTTIR frd Garði. Í I i Fóstursystir mín JÓNA SIGURÐARDÓTTIR, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar þ. 24. jan. sl. verður jarðsett frá Akureyrarkirkju iaugardaginn 4. febrúar næstkomandi kl. 1.30 e. h. F. h. aðstandcnda. Stefán Reykjalín. Elsku litli drengurinn okkar BJÖRGVIN GUÐMUNDUR, sem andaðist 29. janúar verður jarðsunginn frá Ak- ureyrarkirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 1.30 e. li. Svava Engilhertsdóttir, Gunnar Árnason, Elísabet Jakobsdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.