Dagur - 01.03.1961, Blaðsíða 4

Dagur - 01.03.1961, Blaðsíða 4
Landhelgin seld .NÚ ER það fram komið, sem almenn- ingur í þessu landi óttaðist mest. Ríkisstjórnin hefur opinberað svik sín í landhelgismálinu á freklegan hátt, selt dýrmæt landsréttindi, og vekur það þjóðarreiði og blygðun. Það tók að kvisast í Reykjavík á mánudaginn, að ríkisstjórnin hefði eitthvað óvænt á prjónunum viðkom- andi landhelgismálunum. Kom það líka á daginn, því síðdegis sama dag lagði stjórnin fram þingsályktunar- tillögu um að ríkisstjórninni yrði fal- ið að semja við Breta á grundvelli plaggs nokkurs, sem fylgdi og kveð- ur nánar á um einstök atriði. Höfuðatriði málsins er, að með þessu afsalar stjórnin rétti þjóðarinn- ar til einhliða útfærslu fiskveiðilög- sögunnar á landgrunninu, ásamt því að hleypa Bretum og síðan sennilega öðrum fiskveiðiþjóðum inn í fisk- veiðilandhelgi fslands, sem þegar er farin að gefa ávöxt í meiri fiskgengd nær alls staðar umhverfis landið. Bretar fá, þótt tímabundið sé, að- gang að flestum beztu fiskimiðunum og er það mikið örlæti af íslands hálfu. Líka mun flestum finnast lítil stoð lengur í vísindalegum niðurstöð- um fiskirannsókna, sem mikið hcfur verið lagt upp úr fram að þessu fyrir málstað íslendinga. Eins og öllum er vel kunnugt, hefur þjóðin staðið ein- huga að landhelgismálinu. Nefndur samningur brýtur í bága við þjóðar- viljann og er hrottaleg misbciting valds, ef að lögum verður. Ef samningarnir við Breta ná fram að ganga og brezkum togurum, svo og togurum annarra fiskveiðiþjóða verður hleypt inn á bátamiðin, mun þar verða þröng á þingi. Búast má við mörg hundruð togurum og gera þeir óskaplegan skaða á örskömmum tíma og eyðileggja þann árangur, sem þegar var orðinn af friðuninni. Rétt er að taka fram, að í nefndum samningum felst einnig, að Bretar viðurkenna 12 sjómílna landhelgina. Enn fremur er gert ráð fyrir, að grunnlínur séu færðar út á nokkrum stöðum, á Selvogsbanka, Húnaflóa og út af Faxaflóa og sunnan Langa- ness. Grunnlínubreytingarnar eru taldar stækka fiskveiðilögsöguna um 5 þús. ferkílómetra. Þegar á allt þetta er litið er landhclgin þó seld en ckki gefin. í fyrrakvöld voru margir fjölda- fundir í Reykjavík, þar sem rætt var um landhelgismál. Hjá stjórnarand- stæðingum var húsfyllir. Framsókn- arhúsið var troðfullt út úr dyrum og stemning mikil og margir ræðumenn. Hjá stjórnarflokkunum urðu ræðu- höld nær engin og óánægjuraddir heyrðust frá fundarmönnum. Stjórnarandstæðingar ' á Alþingi samþykktu að flytja vantrauststil- lögu á ríkisstjórnina vegna þessara atburða og mun hún hafa verið lögð fram í gær. Sennilega fara útvarpsumræður fram um vantrauststillöguna innan fárra daga. Á morgun verða útvarpsumræður um þessi mál öll, sem þá verða rædd í heild af stjórnmálaflokkunuin. D Sigfryggur Þorsteinsson deildarstjóri » — MINNINGARORÐ Á LAUGARDAGINN var Sig- tryggur Þorsteinsson fyrrum deildarstjóri á Akureyri til moldar borinn. Hann andaðist 17. febrúar. Akureyrardeild KEA, sem hann hafði lengi veitt forstöðu, kostaði útförina og vildi með því heiðra minn- ingu hins látna. Sigtryggur var fæddur á Ein arsstöðum í Glæsibæjarhreppi 29. ágúst árið 1873. Foreldrar hans voru: Þorsteinn bókbind- ari Þorsteinsson frá Hvassafelli í Eyjafirði, Hallgrímssonar prests á Steinsstöðum í Öxna- dal, en móðir hans var Þorgerð ur Sigfúsdóttir bónda á Ytri- Bakka í Arnarneshreppi Sölva- sonar. Jónas skáld Hallgríms- son var afabróðir Sigtryggs. Sigtryggur dvaldi á uppvaxt- arárum sínum á ýmsum stöð- um, bæði í Öxnadal, fram í Eyjafirði og víðar, en faðir hans stundaði jöfnum höndum bók- band og búskap. Árið 1893 kvæntist Sigtryggur og gekk að eiga Sigríði Stefánsdóttur Ólafs sonar og voru þau hjónin síðan (í vinnumennsku á nokkrum stöðum, en hjónaband þeirra varð stutt því Sigríður andað- ist eftir 6 ára sambúð árið 1899. Sigtryggur flutti að Möðru- völlum í Hörgárdal árið 1900, til Stefáns Stefánssonar skóla- meistara og dvaldi þar í 7 ár og hafði á höndum margs konar bústörf, annaðist t. d. kúabúið og verkstjórn við heyskap á sumrum. Skólastjórahjónin höfðu miklar mætur á Sig- tryggi, enda var hann ódeigur til allra starfa, annálaður þrek- maður og brást ekki trúnaði. Síðan lá leið Sigtryggs til Akureyrar. Árið 1909 tók hann við sláturhússtjórn hjá Kaup- félagi Eyfirðinga eftir lát Ingi- mars Sigurðssonar og hafði það vandasama starf á hendi á þriðja áratug. Litlu síðar, 1911, varð hann svo fastur starfs- maður hjá kaupfélaginu og vann í þjónustu þess við ýmis störf fram yfir 1930, m. a. lengi við afgreiðslu á byggingavör- um. Öll störf Sigtryggs við Kaupfélag Eyfirðinga þóttu með ágætum af hendi leyst. Maðurinn var skörungur í geði, hreinskiptinn og mikill reglu- maður í öllum starfsgreinum. Hann var einlægur samvinnu- maður og náinn vinur frum- herjanna í samvinnumálum héraðsins. Sigtryggur var deildarstjóri Akureyrardeildar KEA árið 1933 og til ársins 1950. Á fyrri deildarstjóraárum Sigtryggs voru enn deildarábyrgðir og starf deildarstjóranna var þá mjög mikið. Talið er af þeim, sem þar mega bezt um vita, að þetta starf Sigtryggs Þorsteins- sonar hafi verið frábærlega vel af hendi leyst. Árið 1930 kvæntist Sigtrygg- ur öðru sinni og gekk að eiga Sigurlínu Haraldsdóttur, Þor- valdssonar verkamanns á Ak- ureyri. Litlu síðar hóf hann bú skap, sem hann stundaði um árabil og átti þá heima á Þrúð- vangi, sem hann byggði sér vestanvert við bæinn. En nú eru ný byggðahverfi risin, þar sem áður voru töðuvellir bónd- ans í Þrúðvangi. Börn Sigtryggs af fyrra hjóna bandi eru: Hallgrímur fulltrúi í Reykjavík og Þorgerður, nú búsett í Kópavogi. En börn Sig tryggs og Sigurlínu, þau sem lifa eru: Ólöf húsfrú og Sig- tryggur afgreiðslumaður í Sjöfn, bæði búsett hér á Akur- eyri og Sigríður, sem er yngst, og nemandi í Kennaraskólanum í Reykjavík. í mörg ár var Sigtryggur yfir kjötmatsmaður á Norðurlandi. Fjölmörg áhugamál átti hann og lá ekki á liði sínu í félags- málum. Má þar sérstaklega nefna sjúkrasamlagsmálin. Þeg ar lögin um alþýðutryggingar komu til framkvæmda var hann kjörinn formaður í stjórn Sjúkrasamlags Akureyrar og hélt því starfi æ síðan, en áð- ur hafði hann um 17 ára skeið verið aðalstjórnandi sjúkrasam lags, er hér var starfandi, unz skyldutryggingar gengu í gildi. Sigtryggur var áhugasamur ungmennafélagi og var um skeið formaður Ungmennafé- lags Akureyrar. Hann tók mik- inn þátt í leikstarfsemi bæjar- ins, svo sem eldri menn muna og hann var Góðtemplararegl- unni hin mesta hjálparhella. Til gamans má geta þess, að þéfar Sigtryggur var á Möðruvöllum, annaðist hann veðurathuganir þar á staðnum og birtust þær reglulega í Akureyrarblaði. Þá voru veðurathuganir í bernsku hér á landi. Sigtryggur var sjúklingur síðustu þrjú árin, sem hann lifði og dvaldi langdvölum á Fjórðungssjúkrahúsinu og gekk þar undir uppskurð. Dauða hans bar eigi óvænt að, og lausnin var kærkomin. Sigtryggur Þorsteinsson var ráðhollur, hreinskiptinn og mjög vel viti borinn. Víða var hann heima eins og títt er um sjálfmenntaða menn og andleg- ur og líkamlegur þróttur hans var mikill. Slíkra manna er gott að minnast og skylt að þakka, er leiðir skilja. — E. D. ^S Agúst Haraldsson, verkamaður, Hjalteyri - Minning Báran þunga brotnar hvít við bergið gráa. Einnig visnar blómið bláa. Berst svo jafnt hið stóra og smáa. Dimmt er nú um dal og sund og degi hallar. Dauðans rödd úr djúpi kallar. Deyja rósir vorsins allar. En, sólin brátt í sínum faðmi sumri heldur. Þetta líf er einsog eldur. Örskotsbruni, hvað sem veldur. Flýgur nótt, á firði ljósum fuglar vaka. Æ um sínar ástir kvaka. Aldrei koma þær til baka. Desember 1960. Jón frá Pálmholti. NEFNDIR 06 RÁÐ BÆJÁRINS Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI Tyrra þriðjudag voru kjörnir forsetar, föst ráð og nefndir bæjarstjórnar. Forseti var kjörinn Guðmund ur Guðlaugsson með 6 atkvæð- um, en Jón G. Sólnes hlaut 5 atkvæði. 1. varaforseti var kjör inn Björn Jónsson með 6 at- kvæðum, en 5 seðlar voru auð- ir. 2. varaforseti var kjörinn Bragi Sigurjónsson með 6 atkv., 5 seðlar auðir. Ritarar kjörnir Árni Jónsson og Stefán Reykja- lín. Ráð og nefndir verða þannig skipuð næsta ár: Bæjarráð: Árni Jónsson, Jón G. Sólnes, Jakob Frímannsson, Bragi Sigurjónsson, Björn Jóns son. Varamenn: Helgi Pálsson, Jónas G. Rafnar, Guðm. Guð- laugsson, Stefán Reykjalín, Jón B. Rögnvaldsson. Bygginganefnd: Arni Jóns- son, Jón H. Þorvaldsson, Stefán Reykjalín, Gunnar Óskarsson. Varmenn: Bjarni Sveinsson, Helgi Pálsson, Jakob Frímanns son, Jóhannes Hermundsson. Hafnarnefnd: Helgi Pálsson, Magnús Bjarnason, Guðm. Guð laugsson, Tryggvi Helgason. Varamenn: Árni Jónsson, Kristján P. Guðmundsson, Stefán Reykjalín, Þorsteinn Svanlaugsson. Framfærslunefnd: Ingibjörg Halldórsdóttir, Jón H. Þorvalds son, Helga Jónsdóttir, Krist- björg Dúadóttir, Jón Ingimars- son. Varamenn: Ásta Sigurjóns dóttir, Sveinn Tómasson, Jón- ína Steinþórsdóttir, Árni Þor- grímsson, Margrét Magnús- dóttir. Rafveitustjórn: Arni Jónsson, Sverrir Ragnars, Arnþór Þor- steinsson, Albert Sölvason, Guðm. Snorra^on. Varamenn: Jón G. Sólnes, Anton Kristjáns son, Yngvi Hjörleifsson, Sigurð ur M. Helgason, Jón Ingimars- son. Sóttvarnanefnd: Bjarni Hall- dórsson, varam. Sveinn Tómas- son. Heilbrigðisnefnd: Stefán Stef ánsson, Sveinn Tómasson, Stef- án Reykjalín. Varamenn: Gísli Ólafsson, yfirlögr., Sig Óli Brynjólfsson, Ingólfur Arnason rafv.stjóri. Kjórskrárnefnd: Jón G. Sól- nes, Erlingur Davíðsson, Magn- ús E. Guðjónsson. Varamenn: Haraldur Sigurðsson banka- galdk., Árni Valdimarsson, Þor steinn Stefánsson. Kjörstjórn: Sigurður Ring- sted, Hallur Sigurbjörnsson, Jóhannes Jósefsson. Varmenn: Einar Sigurðsson, Gestur ÓJ- afsson, Ingólfur Árnason, rafv. stjóri. Endurskoðendur bæjarreikn.: Páll Einai-sson, Brynjólfur Sveinsson. Varamenn: Árni Sicf urðsson, Gísli Konráðsson. Stjórn Sparisjóðs Akureyrar: Kristján Jónsson, Þórir Daníels •son. Varamenn: Tómas Stein- grímsson, Skúli Magnússon. Endurskoðendur Sparisjóðs- ins: Jakob Ó. Pétursson, Gestur Ólafsson. Varamenn: Sveinn Tómasson, Áskell Jónsson. Vallarráð: Arni Sigurðsson, Armann Dalmannsson, Jón Ingi marsson. Varamenn: Leifur Tómasson, Haraldur M. Sig- urðsson, Þorsteinn Svanlaugs- son. Botnsnefnd: Gunnar H: Krist jánsson, Richard Þórólfsson. Varamenn: Árni Böðvarsson, Armann Dalmannsson. Umferðanefnd: Jón H. Þor- valdsson, Stefán Reykjalín. Varamenn: Kjartan Sigurðsson lögr.þj., Valgarður Frímann. Lystigarðsstjórn: Anna Kvar an, Arnór Karlsson, Steindór Steindórsson. Varamenn: Ingi- björg Rist, Helgi Steinarr, Sig. L. Pálsson. Vinnuskólanefnd: Jón Rögn- valdsson gavðyrkjuráðun., Karl Friðriksson, Árni Bjarnarson, Baldur Svanlaugsson. Vara- menn: Leifur Tómasson, Þór- arinn Guðmundsson, Jón Odds son, Jón Ingimarsson. Skipulagsnefnd: Karl Frið- riksson, Baldur Svanlaugsson. Varamenn: Bjarni Sveinsson, Tryggvi Helgason. 17. júní-nefnd: Leifur Tómas son, Sveinn Tómasson, Harald- ur M. Sigurðsson, Jón Ingi- marsson. ENN UM „UMHUGSUNAR- EFNI" I 7. og 8. tölublaði Dags frá 11. og 15. febr. þ. á. birtust í Fokdreifum tvær greinar um sama efni. Tilefnið er útvarps- erindi Ólafs Stefánss. stjórnar- ráðsfulltrúa nú ekki alls fyrir löngu. Fyrri greinarhöfundi E.G.O. er ég alveg sammála- og er honum þakklátur fyrir innlegg hans. En síðari grein- ina sem undirskrifuð er P. H. langar mig að athuga ofurlítið. P. H. hellir úr skálum reiði sinnar yfir E.G.O. og virðist mér hann þó níjög hógvær í sín um málflutningi. Fyrsta atriði í grein P. H. er um steinsteypta akvegi og sleppi ég að ræða um það, þar sem hann treystir sér til að skrifa um það heila bók — verð ur þá væntanl. jólabók þ. á. — Ekki tala ég heldur um kjöt- framleiðslu. — En um bjórinn langar mig að fara nokkrum orðum. Það skal játað að ég hef aldrei skilið nauðsyn þess að framleiða áfengan bjór á ís- landi — jafnvel ekki eftir kapp ræður í útvarpi um málið, blaðaskrif ýmissa átta, né er- indi fulltrúans. Hverjir eiga að hagnast á þeirri framleiðslu? Eru það ölgerðarhúsin, — eða ætlar ríkið að reisa verksmiðju til framleiðslunnar og hefja síð an einokun á vörunni sambr. ¦ Áfengisverzlun ríkisins — og afl.a ríkissjóði tekna á þann hátt? P. H. slær því föstu að framleiðsla og neyzla á áfeng- ,um bjór sé sjálfsagt mannrétt- indamál. — Þá hefur maður það. Hitt er svo annað mál -að mörgum foreldrum þykir vá fyrir dyrum, ef unglingar fara að iðka bjói-þamb og telja að það muni leiða .af sér aukna vínneyzlu meðal unga fólksins. — P. H- segir að „mikið sé rætt um 'uriglinga í sambandi við bjórinn — og viti þó líklega flestir að þeir geti fengið tóbak og áfengi fyrirhafnarlítið ef þeir kæri sig um." Hitt nefnir hann ekki að samkv. landslög- um má ekki afhenda ungling- um áfengi eða tóbak. Væri vissulega ástæða til að nota rit- snilli sína til að fletta ofan af því fólki sem vitað er að selur unglingum þessar vörur í trássi við lög og rétt, án tillits til þeirrar bölvunar, sem slíkt at- hæfi getur haft í för með sér, fyrir unglinginn um leið og hann er hvattur til fyrirlitning- ar á lögum og rétti. — Það verð ur vissulega ánægjulegt þegar hinar svokölluðu „sjoppur" eru orðnar fullar af áfengum bjór og unglingum, drekkandi þessa „mannréttindavöru". — P. H. segir, að vísu, til huggunar í málinu, að 3V2% bjór vérði svo dýr, að það borgi sig ekki að drekka sig fullan af honum. Fjárhagslega séð, verði betra að kaupa sterkari drykki til þeirra hluta, og er það vissu- lega góð hagfræði. P. H. vill gera þá breytingu á ölfrum- varpinu að alkoholstyrkleiki bjórsins verði hækkaður úr 3y2% í 4y2—5%, líklega til þess að hagfræðilega séð verði hægt að drekka sig fullan af honum. P. H. talar um aukið fjár- magn og finnst lítið til um raun verulegt sjálfstæði okkar ís- lendinga — og er víst nokkuð til í því smbr. ölfrumvarpið. Líka vill hann fá erlenda auð kýfinga til að láta okkur í té fjármagn, til að koma hér á fót arðbærum fyrirtækjum. Lík- lega eru þar fundnir, þeir ábyrgu og dómbæru aðilar sem hann talar um, að sýnt geti fram á með sterkum rökum, hvaða atvinnuvegi gamla og nýja borgi sig að reisa við og byggja upp. — Nóg er um tap- ið segir hann. Hinir erlendu auðkýfingar eiga væntanlega að vera svo elskulegir að taka það á sitt breiða bak. Hver ef- ast um að þeir myndu gera það, en gefa okkur gróðann. Þetta eiga sem sagt að verða mestu heiðursmenn. Þá ræðir P. H. um sjónvarp á íslandi. Eg er honum „sam- mála" um það að e. t. v. væri okkur eins hollt sálarfóður að lesa íslendingasögur, og að „sjá" glæpaleiki í sjónvarpi. — Við verðum ekki menningar- snauðir íslendingar eftir að við höfum fengið sjónvarp í öllum kennaraskortinum. Einhvers staðar las ég það að síðan sjón- varp kom í Bandaríkjunum, hefðu glæpir meðal unglinga og barna stóraukizt svo, að stefndi til þjóðarvoða, og er þar kennt um flutningi glæpaleikja. Já, vissulega þurfum við að eign- ast þetta menningartæki — sjónvarpið — til að geta talizt hlutgengir sem menningarþjóð. Eg get ekki látið hjá líða að minnast á útvarpsleikritið „Eigi má sköpum renna" — vonandi fer ég rétt með nafn- ið — þar sem það er eitt hið bezta útvarpsefni sem P. H. hefur heyrt. — Misjafn er smekkur mannanna. — Mitt álit, aftur á móti er, að með því hafi verið fluttur einn sá lak- asti óþverri sem útvarpið hefur nokkru sinni borið á borð fyrir hlustendur. Þar var saman hnoðað öllum lægstu og verstu hvötum mannskepnunnar — morðum, svikum, hórdómi og kryddað með brjálsemi. Útvarp ið ætti að sjá sóma sinn í því að sjá útvarpshlustendur í friði með þvílíkum óþverra, og leik- ararnir — okk.ar ágætu lista- menn — ættu að neita því að setja list sína í að túlka slíkt efni. Það má kannske segja að við fullorðna fólkið þyldum að hlusta á þetta, en börnin, sem líka hlusta: Hver áhrif hefur þess háttar „ævintýri" á þau? Ætli það hefði verið munur fyrir þau að geta séð í sjón- várpi dauðateygjur eiginmanns ins, eftir að konan hafði byrlað honum eitrið, — eða dótturina þegar hún var að tala kjark í bróður sinn, til að myrða hór- karl móðurinnar — og friðil móðurinnar sprikla í blóði sínu þegar sonurinn hefur skotið hann — soninn sjálfan falla fyrir eigin morðvopni, og að lokum dótturina með æðisfullt augnaráð vitskertrar mann- eskju króa sjálfa sig inni til að enda sitt auma líf? — Það er ekki mikið þó að þjóðin vilji fá slíka menningartækni í öll- um kennar-skortinum — og að þeir séu kallaðir afturhalds- seggir sem andmæla þvílíku sálarfóðri. Við erum víst fátækir íslend- ingar, og illa stæðir fjárhags- lega, eftir því sem sagt er, en ef helzta lífskrydd okkar á að vera erlendir auðkýfingar, bjór þamb og glæpamyndir í sjón- varpi, þá þurfum við ekki lengi að bíða þjóðfélagslegra lífsloka. I. B. ÓKUMENN OG UMFERÐA- REGLUR Benedikt Kristjánsson Slétt- ungur skrifar Fokdreifum eftir farandi: Mér hefur oft dottið í hug, í sambandi við ökumenn hvort þeim séu kenndar mismunandi umferðareglur. Hvernig stend- ur á því, að sumir ökumenn draga ekkert úr ferðinni þegar maður mætir þeim eða þeir koma á eftir manni? Og þeir flauta á menn og hesta og fæla reiðskjótana fyrir manni að þarflausu. Aðrir fara að öllu kurteislega eins og siðuðum mönnum sæmir. En hvernig stendur á þessum mismun? Og eftir hverju er farið þegar mönnum eru borguð verðlaun fyrir það, að ekkert hafi komið fyrir í akstri þetta árið eða hitt? Það skyldi þó ekki vera, að einhverjir þeirra hefðu ekið á skepnur og flýtt sér burtu af slysstaðnum og skilið skepnurn ar eftir lemstraðar og stundum hálfdauðar? Slíkir menn hafa enga samvizku, eða eru þeir að flýja undan skömminni, með- fram til þess einnig að fá við- urkenningu fyrir góðan og slysalausan akstur og afslátt á iðgjöldum? Mér finnst, að finna þyrfti leið til að fyrirbyggja það, að nokkur ökumaður flýi slysstað. Og mér er spurn, hafa ökufant- ar og ósvífnir menn gert sér ljóst, hve miklum skaða þeir valda bændum í hvert sinn og þeir aka á lamb eða hest? Hvernig þætti sömu mönnum ef þeir kæmu að bifreiðum sín- um stórskemmdum eftir ein- hverja þá menn, sem ekki hirtu um þótt aðrir hlytu skaða? Síð- ari verknaðurinn er þó raunar miklu meinlausari þótt ljótur sé og veldur ekki kvölum eins og þegar ekið er á skepnur. ii............. IIIIIIIIMIIIIIIIIII Þessir FJÁRMÁLARÁÐHERRA svar aði á fundi sameinaðs þings fyrirspurn um ríkisábyrgðir er teknar hefðu verið árið 1959 til togarakaupa. Var það sem hér segir: bv. Keilir (eigandi Axel Kristjánsson), upphæð 6.578. 000 kr., lánstími 5 ár, vextir 6%%, 80% af skipsverðinu. bv. Maí (Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar) 23.572.000 kr., láns- timi 5 ár, 6% vextir, 60% af skipsverði. bv. Narfi (Guðmundur Jör- undsson) 31.685.000 kr., láns- tími 12 ár, 6y2% vextir, 90% af skipsverði. bv. Freyr (Ingvar Vilhjáms- son) 34.070.000 kr. lánstími 11% ár, vextir 6^%, 85% skips-, verðs bv. Sigurður (Einar Sigurðs- son), 36.071.000 kr., lánstími 12 ár, vextir 6y2%, 90% skips- verðs. bv. Víkingur (Akranes), 36.071.000 kr., lánstími 12 ár, 6y2% vextir, 90% skipsverðs. (Kaupverðið var gefið út í þýzkum mörkum og er ekki nákvæmlega útreiknað). Ungi bóndinn, sem var opinberlega heiðraður. Þrefián ára bóndi í barnaskóla í Noregi sænidur heiðursmerki Hér heima sitja aldraðir for- eldrar allvíða einir eftir á eign- arjörð sinni, unz þeir gefast. upp — og selja „kotið"! Börn þeirra hlaupin burtu, — frá fermíngaraldrí. Sum flutt á Mölina, önnur út í Bláinn! — Hinn 7. janúnar sl. skeði sá furðulegi atburður í Sæbóls- sveit á Hörðalandi í Noregi, að 13 ára barnaskóladrengur var sæmdur heiðursmerki Bænda- félags fylkisins (sýslunnar). En það er skrautleg silfurnál, sem stundum er veitt bændum fylk isins í viðurkenningarskyni fyrir búnaðarafrek! Á skemmtisamkomu sem Bændafélag sveitarinnar hélt laugardaginn 7. janúar festi formaður félagsins nálina í barm drengsins, algerlega óvænt, og svo að segja að hon- um óvörum. Blaðamaður í Björgvin (G. T.) segir svo frá: — Þrettán ára drengurinn Hákon Haug- stad (Hákon á Haugstöðum) er ekki í vandræðum með „að drepa tímann"! Fyrir hálfu öðru ári fékk faðir hans alvar- lega hjartabilun (talinn ólækn- andi), og varð þá drengurinn að taka við búsforráðum heimilis- ins: Sjá um alla hirðu jarðar- innar, heyskap og uppskeru, fjósverk 811, sækja eldivið í skóginn o. m. fl. Og auk þess verður hann að sinna námi sínu og sækja skólann fyrri hluta dags. Hákon er fremur lítill vexti eftir aldri og grannvaxinn. Hann gengur í efsta bekk barna skólans og á að fermast í haust. Hann ber það ekki með sér að vera erfiðismaður, en þess verð ur brátt vart, að drengurinn er einbeittur og gerhugull. „Það var ekki um annað að ræða. Búrekstrinum varð að sinna, og það stóð næst mér að hlaupa í skarð." — Annars var pilturinn fáorður við blaða- manninn, síspurulan og með Ijósmyndavél. Það var því fað- ir hans, sem helzt varð fyrir svörum. Hjartabilunin gerði hann nær algeran öryrkja. Nú fær hann þó að vera á fótum og „föndra" eitthvað smávegís. Þegar læknirinn gaf honum heimfararleyfi um hríð af sjúkrahúsinu, sagði hann að hann mætti t. d. „tinda hrífur". En nú eru allar hrífur úr plasti, — og þá. .. . En Har- aldur Haugstad lætur ekki bug ast né hugfallast, þótt læknir- inn telji enga batavon. — Hákon stundar eldiviðar- keyrslu þessa dagana, segir blaðamaðurinn. En skammdeg- isdagarnir eru stuttir, eftir að hann kemur heim úr skóla. Og að loknum útistörfum, þarf að sinna fjósverkunum. Kýrnar eru fimm, og mjólk því aðeins til heimilisþarfa. En svo hefur Hákon gæsir, sem hann þarf að sinna, og senn er þar von á gæslingum, og þá verður nú fjör á ferðum! — En hesturinn er einkavinur hans, og þeim kemur harla vel saman. Enda er samvinna þeirra náin og. traust. — Er ekki erfitt að sinna öllu þessu starfi, meðan þú gengur í skólann? spyr blaðamaðurinn. — O, það gengur nú slysa- laust, ef þú skipuleggur störf- in rétt. — Hvernig skipulagðir þú þá t. d. háar-sláttinn í haust? — Ég varð auðvitað að fara snemma á fætur. Svo sló ég hæfilegan teig með vélinni og rakaði því saman, áður en ég fór í skólann. Og þegar ég kom heim aftur, hafði mamma keyrt allt saman í votheysgeyminn. Og síðan unnum við saman, unz ég varð að fara að sinna lexí- unum. — Jæja, nú ertu senn laus úr barnaskólanum og verður fermdur, og ferð svo næsta ár í framhaldsskólann. Ætlarðu (Framhald á bls. 7.) \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.