Dagur - 01.03.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 01.03.1961, Blaðsíða 8
8 -■ - ■ v:': ■'í Búnaðarþingsfulltrúar á fundi. (Ljósm. Tíminn G. E.) Búnaðarþingið hófsi í Reykjavík á fösfudaginn Tnttugu og átta mál lágu fyrir í þingbyrjun og fjalla iim hin margvíslegu efni landbúnaðarins I Á FÖSTUDAGINN var Búnaðar- þing sett í Reykjav’ík. Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu og formaður Bunaðarfélags íslands setti þingið með ræðu. Formaðurinn minntist í upphafi máls síns tveggja látinna merkis- manna, þeirra Þorsteins Þorsteins sonar, sýslumanns, og Hallgríms Þorbergssonar á Halldórsstöðum í Laxárdal. Þorsteinn gat þess, að þinginu hefðu þegar borizt 28 mál og gat hann þeirra helztu. Hann sagði, að enn hefði aukizt framleiðsla kjöts og mjólkur. Dilkakjötsaukn- ingin hefði verið 400 lestir og mjólkuraukningin 6.3 rnillj. kg. Framleiðsluvörur búanna næmu nær einum milljarð kr. að verð- mæti. Ræðumaður benti á nauðsyn þess að auka landbúnaðarfram- leiðsluna að mun og rökstuddi þá skoðun. Þá gat hann þess, að sam- dráttur í framkvæmdum hefði verið tilfinnanlegur víða um land. Sent dæmi um erfiðleika bænd- anna sagði Þorsteinn frá einum þeirra, sem greiða þyrfti 18—20 þús. kr. í vexti af lausaskuldum sl. ár. Taldi hann nauðsyn til bera, að gera bændum kleift að breyta ■ ii imii 1111(111111 ii iii ii ii ii ii 111111111111 •iiiiimiiiiiifiini> 6 : f Æskulýðsdagur | HINN árlegi æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar hefur verið ákveðinn nk. sunnudag (5. marz). Þennan dag fara fram æskulýðsmessur í þeim kirkjum, sem því vcrður við komið. Þess er fastlega vænzt, að æskufólk fjölmenni í þessar guðs- þjónustur og taki virkan þátt í þeim. Þá fer einnig fram þennan dag fjársöfnun til stvfktar æskulýðs- starfi kirkjunnar. Merki verða seld, og tekið verður á móti frjáls- uni samskotum við messurnar. Það sem safnast í Hólastifti, rennur að % hlutum til „Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti", en, i/3 hluti fer til styrktar æskulýðsstarli á hverjam stað. ÆSK er í brýnni þörf fyrir fjár- hagslegan stuðning, svo að hægt verði að hrinda í framkvæmd ýms- uni fyrirætlunuin sambandsins. Er t. d. fyrirhugað að reisa sumarbúð- ir á félagssvæðinu, og hefjast fram kvæmdir væntanlega á komanda sumri. Þá er einnig ákveðið að kaupa kvikmynd, sem fjallar um líf og starf mannvinarins mikla, Alberts Schweitzers, til að sýna á fclags- svæðinu. Stjórn ÆSK þakkar stuðning á liðnti ári og vonar, að komandi æskulýðsdagur verði heilla- og blessunarríkur. □ lausaskuldum í föst lán og löng, eins og stefnt er að í sjávarútveg- inum. Formaður Búnaðarfél. sagðist treysta bændum vel til að mæta þeim erfiðleikum, sem nú væri við að glíma, en hann sagði ennfrem- ur, að bændur ættu rétt á því, að ríkið léti landbúnaðinn sitja við sama borð og aðrar stéttir þjóðfé- lagsins. I.andbúnaðarráðherra sat setn- ingarfund Búnaðarþings og flutti ræðu. Verður e. t. v. vikið að henni síðar og fleiru frá Búnaðar- þingi. Margir sitja þing þetta auk hinna 25 kjörnu fulltrúa. Ráðu- nautar Búnaðarfélagsins starfa á þinginu og hafa bæði tillögurétt og málfrelsi, svo og stjórn þess og hinir opinberu starfsmenn. Samkvæmt reglunum er formað- ur Búnaðarfélagsins fyrsti forseti Búnaðarþings. Fyrsti varaforseti er Pétur Ottesen og annar vara- forseti Gunnar Þórðarson frá Grænumýrartungu. Skrifarar eru HINN 8. þessa mánaðar er alþjóð- legur baráttudagur kvenna um allan heim, helgaður baráttunni fvrir friði, en friðarbarátta bæði nú hin síðari ár og fyrr hefur oft- ast verið borin uppi af konurn, svo sem segja má að ekki sé óeðlilegt. Fyrir 15 árum síðan voru stofn- uð á fjölmennu kvennaþingi, 'sém haldið var í París, alþjóðlég sam- tök kvenna til að vinna að friðar- málunum og-öðrum áhugamálum kvenna. Deildir þessara heimssam- taka hafa verið stofnaðar í flestum löndum heims og meðal annars hér á Akureyri 1956. Allt frá stofnun Akureyrardeild- arinnar hefur hún árlega gengizt fyrir almennum fundi hinn 8. marz, eða sem næst þeim degi. Að þessu sinni verður fundur deild- SÍÐASTI.IMINN sunnudag var stofnað nýtt kristilegt æskulýðsfé- lag að Stóru-Laugum I Reykjadal. Aðalhvatamenn að stofnun félags- ins voru þeir'sr. Sigurður Guð- mundsson á Gren jaðarstað og Osk ar Ágústsson, kennari á Laugum. •lilliin111111111111111111111111111111111111llll*liniiiiiilli•••• ÍDagub I kemur næst út miðvikudaginn 8. marz. Auglýsendur, munið að senda auglýsingahandrit í tíma. Þorsteinn Sigurðss., form. B. í. Jóhannes Davíðsson og Pétur Jónsson. Helgi Símonarson á Þverá í Svarfaðardal mætir á þinginu í stað Garðars Hallclórssonar alþm., sem enn er veikur og dvelur í sjúkrahúsi í Reykjavík, og Þórólf- ur Guðjónsson, Fagradal, í stað Ásgeirs Bjarnasonar alþm. arinnar haldinn 5. marz, eða nk. sunnudag, og hefur venju fremur verið vandað nrjiig til dagskrár þessa fundar. Deildin hefur fengið þau Guð- mund Böðvarssön skáld til að koma hingað norður og flytja er- indi á fundinum og cinnig Rann- veigu Tómasdóttur, sem er ein hin víðfiirlasta kona íslenzk og í hópi allra vinsælustu fyrirlesara. Rannveig mun m. a. segja frá ferðalagi um Indland og sýna lit- skuggamynd þaðan. . Óhætt er að hvetja bæjarbúa til að mæta á þessum fundi, og sér- staklega skal á jtað bent, að þó að það séu kvennasamtök, sem til fundarins boða, jtá eru karlar ekki siður velkomnir á fundinn. S. Þ. 1 stjórn félagsins voru kjörnir jressir unglingar: Hreiðar K-arls- son, Narfastöðum, Valgeir Jónas- son, Stóru-Laugum og Guðrún Helgadóttir, Stafni. Mikill áhugi er meðal yngri og eldri innan safnaðarins að efla kristni og kirkjulíf. * Æskulýðsfélag Einarsstaðasókn- ar er sjöunda félagið í Æskulýðs- sambandi kirkjunnar í Hólastifti, en hin ery á Akureyri, Grcnjaðar- stað, Húsavík, Ólafsfirði, Sauðár- króki og Siglufirði. □ TVEIR GÓÐIR FYRIRLESARAR 1 Æskulýðsfélag í Reykjada! I lllllllllllllllllllllllll■l■lllllllllllll■llllllllllllllllllll■lllllllllllllllllllflllllMllllllll■l■llll■■llllllllllllllllllllllll■lllll■»^ Framkvæmdir og framleiðsla ( ÍHALDINU verður óglatt þegar rætt er um opinberar og óyggj andi skýrslur er sýna stórfelld- an samdrátt í framkvæmdum landbúnaðarins á síðasta ári. En þeim staðreyndum verður það þó að kyngja og einnig því, að þessi mikli og óheillavænlegi samdráttur stafar af „viðreisn- inni" svokölluðu. Okurvextir, lánsfjárskortur, stórhækkað verð á fóðurbæti, tilbúnum áburði, vélum og vara hluturh, byggingaefni og yfir- leitt á öllu efni til framkvæmda og búreksturs, lamaði landbún- aðinn meira en nokkra aðra at- vinnugrein. Bændavinátta íhaldsins fékk á síðasta ári að njóta sín í verki. Hún hefur ávallt verið töluverð í orði og margir lagt hlustirnar við og sumir trúað. En svona er hún í verki og er hörmulegt til þess að vita, að ekki skuli vera hægt að komast af með minna en einráða íhaldsstjórn til að opna augu allra bænda fyrir haldgæðum vináttunnar. I nauðum sínum reyna blöð íhaldsins að klóra í bakkann og grípa jafnvel til þess að benda á hið sólríka sumar og hina mildu haustveðráttu, sér til framdráttar á óbeinan hátt. En (Framhald á bls. 2) •iiiiiiiiiin 111111111111 llll■l■ll■lllllllllllllllll•l■lllllllllllllll■ll■l•ll■l■•ll■■llll■llllllll|llllllll■llllll■■llllllllllllllllll■rM• Fellt að leigja Fnjóská VEIÐIMENN líta hverja sil- ungs- og laxá girndarauga og því vakti það nokkurt umtal og áhuga þegar Fnjóská var boðin til leigu. Veiðifélög og ein- staklingar á Akureyri buðu 40 —55 þús. króna ársleigu. En þegar til kastanna kom sam- þykktu Fnjóskdælir að leigja ána ekki öðruvísi en gert hefur verið, þ. e. leigja sjálfir dag- stengur. Á neðsta veiðisvæði, sem nær upp að fossum ofan við neðstu Fnjóskárbrú á stöngin að kosta 250.00 krónur, á næsta veiðisvæði, sem nær upp að Fnjóskárbrú við þjóðveginn hjá Skógum, verður leiga eftir stöngina seld á 150.00 krónur á dag, en 100.00 krónur á efsta veiðisvæði. Síðasta sumar fengust 130 laxar í Fnjóská auk silungs. Stjórn veiðifélags Fnjóskár skipa: Tryggvi Stefánsson, Hall gilsstöðum, Hallgr. Tryggvason, Pálsgerði, og Ingólfur Hallsson, Steinkirkju, og er Tryggvi stjórnarformaður. Úr sjónleiknum „Upp til selja“. Skemmtikvöld „Geysis" Karlakórinn Gevsir efndi til nokkurra kvöldskemmtana um síðustu helgi. Var húsfyllir á Jreim öllum og skemmtiatriðum vel tek- ið. H. H. kvintettinn lék í upp- hafi skemmtunarinnar en síðan söng tvöfaldur kvartett úr Geysi, Signumdur Björnssott söng gaman vísur, Hermann Stefánsson stjórn- aði spurningaþætti, Grétar Ein- arsson lék á harmoniku og síðan fór fram útvarps- og spila-þáttur. Eltir stutt hlé var sýndur leikur- inn „Upp til sclja“. Vegna mikillar aðsóknar er á- kveðið að halda 3 sýningar um næstu helgi, laugard. 4. marz og sunnudag 5. marz kl. 8,30 e. h. og einnig kl. 4 e. h. á sunnudag og er sú sýning frekar ætluð biirnum. Sala aðgöngumiða fer fram í bókaverzlun Jóhanns Valdimars- sonar og hefst föstudag fyrir allar sýningarnar. Verði miðar afgangs verða þeir seldir við innganginn. Þetta munu verða síðustu kvöld- skemmtanir Geysis að sinni vegna leiksýninga Leikfélags Akureyrar í næstu viku. Aðgangseyri er mjög í hóf stillt eða kr. 30,00 fvrir fullorðna og kr. 15,00 fyrir börn. □ •n li ill llll III1111IIIII lll lll lllll II ll ll 11111111111111111IIIII lll* | AFMÆLI | 1 BÆJARINS I BÆJARSTJÓRN hefur kosið nefnd til að undirbúa hátíða- höld í tilefni af 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar 29. ágúst 1962. í henni eiga sæti, auk Magnúsar E. Guðjónssonar bæj arstjóra, Jónas G. Rafnar, Jakob Frímannsson, Bragi Sig- urjónsson og Rósberg G. Snæ- dal.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.